Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIRK áhættustjórnun og kortlagn- ing áhættuþátta var yfirskrift fundar Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga sem haldinn var í gær. Gestur Pétursson, sérfræðingur í áhættustjórnun hjá Íslenska álfélag- inu hf., var fyrri ræðumaður dagsins og fjallaði um fræðilega hlið áhættu eða óvissu, en hann sagðist nota þessi hugtök sem samheiti, enda væri aldr- ei hægt að vita nákvæmlega hver lík- indi einhvers atburðar væru. Hann byrjaði á að sýna dæmi um ranga mynd sem stundum er gefin af áhættu með því að sýna auglýsingu sem fjármálafyrirtæki sendi frá sér. Í auglýsingunni kom fram að ekki væri hægt að tapa á einhverri tiltekinni vöru eða þjónustu sem verið var að bjóða, en þetta sagði Gestur útilokað. Ekkert væri án áhættu. Gestur sagði þýðingarmikið að sér- fræðingar í áhættu kæmu upplýsing- um um hana rétt til skila til stjórn- enda, en á þessu væri stundum misbrestur. Hann sagði rannsóknir hafa sýnt að framsetning upplýsinga af þessu tagi gæti haft afgerandi áhrif á hvaða kost menn velji. Góða myndræna framsetningu áhættu sagði hann áhrifamestu leiðina til að koma henni á framfæri, en hætt væri við að upplýsingarnar kæmust síður til skila ef menn yrðu að lesa langar skýrslur til að komast að niðurstöðu rannsókna. Virka áhættustýringu sagði Gestur ganga út á að greina ferli og setja varnir inn á réttum stöðum og að gera viðbragðsáætlanir til að draga úr tjóni ef illa fer. Hann tók dæmi af því þegar starfsmaður hefði valdið tjóni og að ætlunin hefði verið að láta hann sæta ábyrgð. Rannsókn hefði hins vegar leitt í ljós að sökin var í raun ekki starfsmannsins því yfir- maður hefði ekki sinnt þeirri skyldu sinni að koma upplýsingum um ör- yggismál á framfæri. Hefði það verið gert hefði tjónið aldrei orðið. Eftir rannsóknina hafi spurningin því miklu frekar verið sú hvort yfirmað- urinn en ekki starfsmaðurinn ætti að sæta ábyrgð. Halda stöðutöku aðskilinni frá áhættustýringu Seinni ræðumaðurinn var Haukur C. Benediktsson, sérfræðingur í af- leiðuviðskiptum hjá Íslandsbanka- FBA og lektor í fjármálum við Há- skóla Íslands. Hann ræddi um mark- aðsáhættu, sem hann skipti í gjaldmiðlaáhættu, vaxtaáhættu og áhættu vegna aðfanga- og afurða- verðs. Sem dæmi um áhættu sem fyr- irtæki geta staðið frammi fyrir tók hann fyrirtæki sem væri með verð- tryggðar innlendar skuldir og óverð- tryggðar erlendar skuldir. Ef krónan veikist mikið telji fyrirtækið sig ef til vill vera varið að hluta til þar sem það sé líka með lán í innlendri mynt. Hins vegar kunni að vera að gengislækk- unin leiði til hærri verðbólgu og þar með hækkunar verðtryggðu lánanna innanlands. Áhættu af þessu tagi sagði Haukur að fyrirtæki yrðu að átta sig á og kunna að verjast. Þá sagði hann að mikilvægt væri að halda stöðutöku aðskilinni frá áhættustýringunni til að hægt væri að fylgjast með því hvaða árangri áhættustýringin skilaði. Einnig væri oft hætta á að samningur sem væri gerður vegna áhættustýringar þró- aðist út í stöðutöku þegar á hólminn væri komið ef tap væri á honum, þar sem honum væri þá rúllað áfram í þeirri von að vinna upp tapið án þess að undirliggjandi staða væri fyrir hendi. Þá sagði hann að innan fyrirtækja yrði að vera skilningur á hvað þeir sem starfa við áhættustýringu væru að gera. Ekki þýddi að amast við því þó stundum yrði ófyrirsjáanlegt tap, því ekki mætti gleyma að áhættu- stýringin hefði þann tilgang að draga úr sveiflum. Fundur um virka áhættustjórnun Áhættan er alls staðar Morgunblaðið/Jim Smart Gestur Pétursson segir ekki hægt að fullyrða að engin hætta sé á tapi. HAGNAÐUR norsku fyrir- tækjasamsteypunnar Orkla rúmlega tvöfaldaðist á nýliðnu ári og nam 3,8 milljörðum norskra króna, tæplega 38 millj- örðum íslenskra króna, en var 1,8 milljarðar norskra króna ár- ið áður. Velta fyrirtækisins jókst um 8%, í 34 milljarða norskra króna, jafngildi um 340 milljarða ís- lenskra króna, og rekstraraf- gangur jókst um 20% eða úr 2,2 milljörðum norskra króna í 2,6 milljarða. Hagnaður fyrir skatta rúmlega tvöfaldaðist, eða úr 2,3 milljörðum norskra króna í 5,2 milljarða, jafngildi um 52 millj- arða íslenskra króna. Tekjur á hvern hlut í félaginu hækkuðu úr 9,7 norskum krón- um í 19,5 norskar krónur. Fyrirtæki í Orkla-hópnum selja m.a. drykkjarvörur, svo sem bjór, rekstrarvörur til land- búnaðar, vinna að efnafram- leiðslu og starfrækja fjölmiðla. Hagnaður Orkla rúm- lega tvö- faldast Ósló. AFP. GENGIÐ hefur verið frá ráðningu æðstu stjórnenda Carlsberg Brew- eries, sem er í eigu Carlsberg og norsku fyrirtækjasamsteypunnar Orkla, samkvæmt því sem fram kom á netmiðli ErhvervsBladet í Dan- mörku í gær. Í átta manna stjórn fyrirtækisins verða fimm frá Carls- berg og þrír frá Orkla. Helsta hindrunin fyrir stofnun Carlsberg Breweries var sú að Carlsberg var dreifingaraðili fyrir Coca-Cola á Norðurlöndum en Orkla dreifingaraðili helsta keppinautarins á gosdrykkjamarkaði, Pepsi-Cola. Carlsberg og Coca-Cola Company eiga saman fyrirtækið Coca-Cola Nordic Beverages (CCNB). Til þess að af stofnun Carlsberg Bewerages gæti orðið þurfi því verulega upp- stokkun á þessum markaði. Í fyrradag greindu Carlsberg og Coca-Cola Company frá því að sam- komulag hefði náðst um uppskipti á starfsemi CCNB. Þar á meðal var greint frá kaupum íslenskra fjár- festa á Vífilfelli. Coca-Cola Company mun taka yfir dreifingu á Coca-Cola framleisluvörum í Svíþjóð og Noregi en Carlsberg Breweries mun sjá um Finnland og Danmörku. Gert er ráð fyrir að bundinn verði endi á samstarf Coca-Cola Drycker Sverige og Falcon Bryggerier, sem er í eigu Carlsberg, í Svíþjóð á þessu ári. Sameiginlegt dreifingarfyrir- tæki þessara aðila, DryckesDistri- butören, verður leyst upp. Í desem- ber síðastliðnum samþykktu sænsk samkeppnisyfirvöld samruna Falcon og Pripps, sem er í eigu Orkla, með vissum skilyrðum. Samkeppnisyfirvöld í Noregi sam- þykktu stofnun Carlsberg Brewer- ies í desember með því skilyrði að Carlsberg dragi sig út úr fyrirtæk- inu Coca-Cola Drikker Norge. Í Finnlandi er unnið að því að sam- eina dreifingarfyrirtækið Coca-Cola Juomats og Sinebrychoff, sem átappar og dreifir Coca-Cola gos- drykkjum í Finnlandi og er í eigu Carlsberg. Coca-Cola Tapperierne í Dan- mörku verður starfrækt áfram í óbreyttri mynd. Í nóvember síðastliðnum sam- þykktu samkeppnisyfirvöld í Lithá- en sameiningu Baltic Beverages Holdings við starfsemi Carlsberg þar í landi með því skilyrði að hið sameinaða fyrirtæki myndi selja eina af þremur bruggverksmiðjum sínum í landinu. Carlsberg Breweries í eigu Carlsberg og norsku fyrirtækjasamsteypunnar Orkla Gengið frá ráðningu æðstu stjórnenda NÝLEGA undirrituðu Fakta, Hand- tölvur og Króli verkfræðistofa kaup- samning þess efnis að handtölvudeild Fakta yrði sameinuð Handtölvum. Við kaupin verður Króli verkfræði- stofa jafnframt hluthafi í Handtölv- um ehf. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að handtölvudeild Fakta hafi unnið að strikamerkjalausnum í handtölvugeira um árabil. Hjá fyrir- tækinu hafi meðal annars verið unnið að talningar-, pantana- og verðeftir- litskerfi fyrir verslunarmarkaðinn (Vörupálma), EAN-128 strika- merkjalausn fyrir sjávarútveginn, gæðaeftirlitskerfi og EDI-forsölu- kerfi með GSM tengingu. Með samn- ingnum muni þessar lausnir færast yfir til Handtölva og sameinast þeirri hugbúnaðarþróun sem þar eigi sér stað. Hugbúnaðargerðin færð í eitt fyrirtæki „Með samningnum er verið að færa hugbúnaðargerðina í eitt fyrir- tæki, Handtölvur, sem verður fyrir vikið sterkari eining á markaði og öfl- ugur samstarfsaðili okkar,“ segir Sigurður Hjalti Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Króla verkfræðistofu. „Þessar lausnir munu nýtast við- skiptavinum og samstarfsaðilum Króla vel og tryggja þeim áframhald- andi góðar hugbúnaðarlausnir.“ Kjartan Ólafsson, framkvæmda- stjóri Fakta, segir að samningurinn gefi fyrirtækinu tækifæri til að ein- beita sér frekar að þeim pappírslausu kerfum sem þar hafi verið unnið að þróun á. „Við höfum átt góð viðskipti við Króla verkfræðistofu í rúm tvö ár og ég hef trú á því að handtölvulausn- ir okkar séu komnar í góðar hendur hjá Handtölvum, sem er metnaðar- fullt fyrirtæki með skýra áherslu á þessu sviði hugbúnaðargerðar.“ Davíð Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Handtölva, segir að sameining fyrirtækjanna styrki stöðu Hand- tölva sem öflugt hugbúnaðarhús í handtölvulausnum. „Með þessu erum við að sækja inn á ný svið og breikka okkar vörulínu. Hugbúnaðarlausnir Fakta eru vel unnar, hannaðar með tilliti til þarfa markaðarins og gefa okkur tvímælalaust enn frekara for- skot á handtölvumarkaði.“ Hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæk- ið Fakta ehf. var stofnað 1986. Í til- kynningunni segir að mörg af stærstu fyrirtækjum landsins séu meðal notenda hugbúnaðar frá fyr- irtækinu og megi þar nefna banka, ol- íufélög, tryggingafélög og orkuveit- ur. Þá segir í tilkynningunni að Hand- tölvur séu fyrsta og eina hugbúnað- arhúsið á Íslandi sem sérhæfi sig í hugbúnaðarlausnum fyrir handtölv- ur. Fyrirtækið sé að þróa hugbúnað fyrir iðnaðar-, verslunar- og heil- brigðisgeirann, sem geri aðilum þar kleift að framlengja gagnagrunna sína þangað sem þeirra sé þörf. Króli verkfræðistofa starfar við upplýsingatækni með áherslu á lausnir fyrir fyrirtæki sem þurfa að framlengja upplýsingakerfi sín þang- að sem verkefnin krefjast. Starfsem- in er á sviði handtölvutækni, þráð- lausra netkerfa, strikamerkjatækni og tengingum vörustjórnunar og upplýsingakerfa. Króli verkfræði- stofa er viðurkenndur dreifingaraðili Symbol Technologies, Inc. á Íslandi. Fakta, Handtölvur og Króli verkfræðistofa Sameining í hugbúnaðar- gerð fyrir handtölvur ● LÍNA.Net hf. keypti öll hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu Landsneti ehf. í gær. Seljandi 60% hlutar var Skýrr hf., sem hafði eignast þann hlut síðasta vor fyrir um 30 millj- ónir króna. Hreinn Jakobsson, for- stjóri Skýrr, segir söluhagnað Skýrr eftir skatta nema um 24 milljónum króna. Seljendur 40% hlutar voru Stef- án Snorri Stefánsson og Jóhanna M. Steindórsdóttir, sem stofnuðu fyrirtækið árið 1995. Kaupverðið var að stærstum hluta greitt með hlutabréfum í Lín- u.Neti og við kaupin eykst eign- arhlutur Skýrr úr 7,25% í 8,26% og eignarhlutur Stefáns og Jóhönnu í Línu.Neti verður 0,6%. Landsnet hefur fram til þessa boðið upp á millilandasímtöl. Nú verður rekstur Línu.Nets og Lands- neta sameinaður og boðið verður upp á almenna símaþjónustu yfir IP-net. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu er IP-símaþjón- ustan ný tækni sem gefur kost á lægri símgjöldum, auknum sveigj- anleika og hagkvæmni í rekstri símkerfa. Þjónustan verður veitt gegnum tengingu við ljósleið- arakerfi Línu.Nets og LoftNet Skýrr. Lína.Net kaupir Landsnet Söluhagnaður Skýrr 24 millj- ónir króna ● MITSUBISHI Motors ætlar að innkalla allt að 1,5 milljónir bíla alls staðar að úr heiminum. Kemur þetta til viðbótar um einni milljón bíla sem fyrirtækið hafði áður inn- kallað. Nokkur þúsund bílar verða innkallaðir í annað skipti, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Forsvarsmenn fyrirtækisins báð- ust afsökunar á því síðastliðið sumar að hafa með skipulögðum hætti hundsað kvartanir frá við- skiptavinum. Gert er ráð fyrir að kostnaður fyrirtækisins vegna flutnings og viðgerða á þeim bílum sem innkallaðir verða muni nema um 147 milljónum Bandaríkjadala, jafngildi tæpum 13 milljörðum ís- lenskra króna. Ýmislegt er sagt vera að umræddum bílum, þar á meðal ryð, olíuleki, ákveðnir hlutir séu lausir og of mikill hávaði sé í vélinni. Um 950 þúsund þeirra bíla sem innkallaðir verða eru í Banda- ríkjunum og rúmlega 400 þúsund í Japan. Sonobe, forseti Mitsubishi, seg- ir að fyrirtækið muni bæta gæða- eftirlit framleiðslunnar með hjálp Daimler-Chrysler, sem keypti 34% hlut í Mitsubishi á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í Mitsubishi lækkaði um rúm 8% í gær. Mitsubishi innkallar 1,5 milljónir bíla ● MORGUNVERÐARFUNDUR Sam- taka fjárfesta og Verslunarráðs Ís- lands verður haldinn á Grand Hót- eli, Reykjavík, fimmtudaginn 22. febrúar 2001 kl. 8:00–9:30. Yf- irskrift fundarins er Venjuleg aðal- fundarstörf – hagsmunir almennra fjárfesta og aðalfundir hlutafélaga. Frummælendur eru Edda Rós Karlsdóttir, Búnaðarbankanum – verðbréfum, Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, Deloitte & Touche, og Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar. Í fréttatilkynningu vegna fundarins segir að nú fari tími aðalfunda í hönd og margur fjárfestirinn þurfi að huga að hagsmunum sínum í tengslum við hlutafé sitt. Fundur um hags- muni almennra fjárfesta STUTTFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.