Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 4
Þangað sagði flugmaðurinn vera meiri mótvind og þar sem hann óttaðist að vera tæpur með elds- neyti og í því væri auk þess vatns- myndun væri um neyðarástand að ræða hjá sér og vildi hann heldur fá að koma til Reykjavíkur. Þegar svo er ástatt á flugmað- urinn síðasta orðið hvert farið er og því lenti hann í Reykjavík. Frá Grænlandi flaug flugmað- urinn á öðrum hreyfli og tók flug- MIKLAR varúðarráðstafanir voru gerðar við Reykjavíkurflugvöll þegar norsk flugvél af gerðinni Piper Navajo, lenti þar klakklaust um klukkan 17 í gær. Vélinni var snúið við yfir Grænlandi vegna vélarbilunar og fylgdi þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, henni síðasta spölinn til Reykjavíkur. Að sögn varðstjóra í flugstjórn- armiðstöðinni á Reykjavík- urflugvelli fór vélin í loftið í Reykjavík klukkan 11:19 í gær- morgun áleiðis til Godthåb í Grænlandi, sem var næsti við- komustaður hennar á vesturleið. Þegar hún var yfir Kulusuk á austurströnd Grænlands klukkan 14:23 tilkynnti flugmaðurinn að hann yrði að snúa við vegna bil- unar í eldsneytiskerfi vinstri hreyfils. Óskað var eftir því að hann sneri til Keflavíkur og lenti þar. ið frá austurströndinni hálfa þriðju klukkustund. Flugvélin er af gerðinni Piper Navajo og átta sæta en um borð voru tveir menn. Lögreglan lokaði Suðurgötu vegna komu vélarinnar og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með mikinn viðbúnað, m.a. var köfunarsveit þess á vettvangi og fjöldi sjúkrabíla og dælubíla á vettvangi. Morgunblaðið/Júlíus Lögregla og slökkvilið hafði mikinn viðbúnað þegar vélinni var lent á Reykjavíkurflugvelli um kl. 17 í gær. Mikill viðbúnaður vegna norskrar flugvélar sem lenti á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/Júlíus Flugmaðurinn tilkynnti um neyðarástand FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sléttari húð, aukinn ljómi og fullkomin ró. Róandi næturkrem sem færir húðinni vítamín. Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu Amaró, Akureyri, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. l i : i i, j i, l j i, í ll , j í , i, i l i, i, ti l i l i . D-STRESS NÆTURKREM Verkfallsboð- un samþykkt SJÓMENN í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis hafa samþykkt að fara í ótímabundið verkfall 15. mars nk. að því gefnu að ekki hafi þá verið samið í kjaradeil- um Sjómannasambands Ís- lands og Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Verkfallsboðunin var sam- þykkt með 80% greiddra at- kvæða, nei sögðu 20%. 88 eru á kjörskrá og greiddu aðeins 25 þeirra, eða 28% félagsmanna, atkvæði. Sjómannasambandinu hefur verið falið umboð félags- ins til að boða verkfall. LENGING klifurreina og lýsing ásamt aukinni þjónustu á Suður- landsvegi frá Reykjavík að Þrengslum og til Hveragerðis, eru meðal aðgerða sem skoða á sérstak- lega samkvæmt tillögu til þings- ályktunar sem þrír þingmenn stjórn- arflokkanna hafa lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Kristján Pálsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, en meðflutningsmenn þeir Ísólfur Gylfi Pálmason, Fram- sóknarflokki, og Guðmundur Hall- varðsson, Sjálfstæðisflokki. Tillagan gerir ráð fyrir að sam- gönguráðherra verði falið að gera til- lögu um aðferðir til að mæta hárri tíðni umferðaróhappa á Suðurlands- vegi, enda hafi komið í ljós við athug- un á slysatíðni á fjölförnustu þjóð- vegum landsins að slysatíðni á Hellisheiðarvegi milli Reykjavíkur og Hveragerðis sé mjög há og óvið- unandi. Því sé nauðsynlegt að grípa til ráðstafana sem geti dregið úr slysum á þessari leið, sem sé sú þriðja fjölfarnasta á þjóðvegum landsins. Þá segir að ein af áhrifaríkari að- ferðum sem beita megi til að fækka slysum sé að greiða fyrir umferðinni og bæta líðan ökumanna við akstur- inn. Ljóst sé að of hæg umferð auki hættu á framúrakstri en alvarleg- ustu slysin verði einmitt við fram- úrakstur. Með lengingu klifurreinar upp heiðina frá Reykjavík mætti að mestu taka fyrir framúrakstur á þessari leið, þar sem mikið er um blindhæðir og beygjur. Í greinargerð með tillögunni kem- ur jafnframt fram, að Vegagerðin meti það svo að kostnaður við leng- ingu klifurreinarinnar um 20 km yrði um 600 milljónir kr. „Lýsing leiðarinnar frá Hafnar- firði til Reykjanesbæjar hefur sýnt svo ekki verður um villst að slík að- gerð dregur mikið úr óhöppum en samkvæmt úttekt fækkaði óhöppum á Reykjanes braut sunnan Hafnar- fjarðar um 55% fyrstu tvö árin eftir lýsingu. Þeir sem aka þessa leið dag- lega geta einnig borið vitni um það hve aksturinn varð allur auðveldari eftir lýsinguna. Lýsing Hellisheiðar mun kosta um 200 millj. kr. Slík framkvæmd mun skila sér margfalt til baka með fækkun slysa. Þjónusta á Hellisheiðinni þarf endurskoðunar við og þá sérstaklega yfir vetrartím- ann. Skoða þarf sérstaklega hálku- eyðandi aðgerðir og eftirlit lögreglu með hraða,“ segir ennfremur í álykt- uninni. Þá er bent á að vegaáætlun verði brátt endurskoðuð í heild sinni. Við þá endurskoðun verði að ganga frá því að Reykjanesbraut frá Hafnar- firði til Reykjanesbæjar verði tvö- földuð á tímabilinu 2002–2004. Vest- urlandsvegur verði tvöfaldaður á sama tímabili en Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut séu á fimm ára vegáætlun 2000–2004 að hluta og Reykjanesbrautin öll á langtíma- áætlun í vegagerð. Úrbætur á Suð- urlandsvegi séu hins vegar hvorki á vegaáætlun til fimm ára né langtíma- áætlun. Mjög áríðandi sé að þessi framkvæmd komist á vegaáætlun við næstu endurskoðun hennar og að framkvæmdinni ljúki á tímabilinu 2002–2006. Bætt umferðaröryggi á Suðurlandsvegi Tillaga um lýsingu og lengingu klifurreinar Íslenskum harðviði ehf. á Húsavík haldið gang- andi næstu þrjá mánuði Skipaaf- greiðslan tekur reksturinn á leigu SKIPAAFGREIÐSLA Húsavíkur ehf. tók í gær á leigu rekstur þrotabús Íslensks harðviðar til þriggja mánaða. Að sögn Helga Pálssonar framkvæmdastjóra Skipaafgreiðslu Húsavíkur er markmiðið með leigusamningnum að halda rekstri Íslensks harðviðar gangandi svo ekki tapist verðmæti sem felast í þekkingu starfsmanna. Ennfremur á að koma í veg fyrir að framleiðsluvörur fyrirtækisins detti út af markaði. Niðurstaða rekstrar- ráðgjafa í marsbyrjun Gert er ráð fyrir að niðurstaða rekstrarráðgjafa PriceWater- HouseCoopers um framtíðarmögu- leika Íslensks harðviðar muni liggja fyrir í marsbyrjun. Að feng- inni umsögninni verður ljóst hvort rekstrinum verður haldið áfram að þriggja mánaða leigutímanum liðn- um. Á leigutímanum er áætlað að framleiða allt að 5 þúsund fer- metra af parketi. Átta starfsmenn verða við vinnu í fyrirtækinu en voru 20 áður en það varð gjald- þrota. Stöðugleikinn skiptir máli „Það skiptir máli fyrir stað eins og Húsavík að það ríki stöðugleiki í umhverfinu, þannig að menn reyna að gera eitthvað til að halda fyrirtækinu gangandi,“ sagði Helgi. „Það verður þó ekki farið af stað aftur til frambúðar nema það liggi ljóst fyrir að það sé hægt að halda rekstrinum áfram af viti. Ef skýrsla PriceWaterHouseCoopers reynist neikvæð, þá hefur enginn hug á því að fara af stað aftur.“ Stjórn Íslensks harðviðar ehf. ósk- aði eftir gjaldþrotaskiptum síðla síðasta mánaðar í kjölfar þess að Byggðastofnun synjaði fyrirtækinu um fjárhagsaðstoð. Um 170 millj- ónir króna hvíla á fyrirtækinu og eru stærstu kröfuhafar Byggða- stofnun og Húsavíkurkaupstaður. Hjá Skipaafgreiðslu Húsavíkur ehf. vinna 13 starfsmenn. Skipa- afgreiðslan hefur umboð fyrir Eimskipafélag Íslands og afgreiðir Samskip ennfremur. Hún er þjón- ustuaðili Kísiliðjunnar og er stærsti vörubrettaframleiðandi á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.