Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Því miður, herra, fósturvísarnir hafa verið teknir út í bili en kokksi hefur bætt
tveimur nýjum riðuréttum á seðilinn, kálfariðu gúllas og kjötmjöls velling.
Söguvefur Heimdallar
Vefurinn hluti
af frelsi.is
Í GÆRKVÖLD varformlega opnaðurSöguvefur Heimdall-
ar en í dag er það félag 74
ára gamalt. Björgvin Guð-
mundsson er formaður
Heimdallar. Hann var
spurður hvert væri hlut-
verk Söguvefjar Heimdall-
ar.
„Hlutverk Söguvefjar
Heimdallar er að taka
saman allt það mikla efni
sem hefur verið skrifað um
starfsemi Heimdallar und-
anfarna sjö áratugi og gera
það aðgengilegt öllum á
vefnum. Saga Heimdallar
er bæði löng og skemmti-
leg og geta allir heimdell-
ingar verið stoltir af
henni.“
– Hvernig er þessi vefur
skipulagður? „Við byggjum vefinn
á annálum félagsins sem hafa ver-
ið ritaðir í afmælisritum Heim-
dallar í gegnum tíðina. Þessi frá-
sögn er skreytt með myndum úr
starfi Heimdallar frá upphafi árið
1927.“
– Er mikið varðveitt af upplýs-
ingum um starf Heimdallar á
fyrstu áratugunum?
„Já, menn voru duglegir að skrá
þá miklu og öflugu starfsemi sem
ungir sjálfstæðismenn stóðu fyrir
á upphafsárum félagsins og er
gaman að skoða upplýsingar frá
þessum árum og sjá hve margir
voru virkir í starfsemi félagsins.“
– Hverjir komu að gerð Söguve-
fjar Heimdallar?
„Stjórn Heimdallar hefur
skipulagt uppsetningu vefjarins
en við Gísli Hauksson höfum séð
um efnistök. Konráð Jónsson
skipulagði hönnun og uppbygg-
ingu vefjarins. Á Söguvef Heim-
dallar má t.d. sjá tímalínu, þ.e. línu
með árum þar sem helstu viðburð-
ir hvers árs eru tilgreindir. Þarna
eru allar gamlar stjórnir félagsins
nefndar, sagt frá aðdraganda
stofnunar félagsins og skemmti-
legt er að lesa hvernig helstu for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins
sáu hlutverk Heimdallar árið 1947
– en það sjónarmið gæti alveg eins
átt við í dag og þannig er það með
margt fleira úr sögunni.“
– Hvernig kemst fólk inn á
þennan vef?
„Söguvefur Heimdallar er und-
irvefur frelsis.is. Þá fara menn
fyrst inn á frelsi.is, síðan smella
þeir á mynd sem á stendur Sögu-
vefur Heimdallar, sem leiðir þá
inn á vefinn.“
– Hvers vegna fóruð þið út í
þennan „söguvefnað“?
„Þegar við fórum að lesa gömul
afmælisrit fannst okkur gaman að
geta séð alla þá löngu sögu sem
Heimdallur á, hversu öflugt félag-
ið hefur verið á vettvangi stjórn-
málanna og haft mikil áhrif á gang
mála, sérstaklega innan Sjálf-
stæðisflokksins. Þarna hafa marg-
ir merkilegir menn starfað og
unnið að hugsjónum Heimdallar
sem forystumenn á öllum tímum
hafa talið mikilvæga rödd í innra
starfi flokksins. Félag-
ið hefur líka verið mik-
ilvægt flokknum til
þess að ná til unga
fólksins og vinna það til
fylgis við stefnu Sjálf-
stæðisflokksins.“
– Fer fram mikil
starfsemi á vegum
Heimdallar?
„Já, það hefur verið öflugt starf
í vetur. Okkar starf felst m.a. í því
að halda úti daglegri útgáfu á
Frelsi.is, þar sem sjónarmiðum
okkar er komið á framfæri og veitt
er mikil athygli. Frelsi.is á nú
tveggja ára afmæli og það telst
hár aldur í heimi vefrita.“
– Heimsækja margir frelsi.is?
„Já, vefurinn hefur verið í stöð-
ugri sókn. Hann var endurbættur
í sumar og síðan þá hefur heim-
sóknum fjölgað mikið og er enn að
fjölga.“
– Um hvað skrifið þið?
„Bæði tökum við fyrir mál sem
eru í deiglunni á hverjum tíma og
einnig er nokkuð skrifað um hug-
myndafræði. Þá er hægt að nálg-
ast þarna allar greinar sem birtast
eftir sjálfstæðismenn annars stað-
ar og er þeim safnað í gagnagrunn
sem allir, ungir sem aldnir, geta
nálgast. Þar má sjá og lesa hug-
myndir og skoðanir um ýmis mál,
einnig er léttmeti inn á milli.“
– Eruð þið með myndasafn?
„Já, á frelsi.is er hægt að fletta
upp í myndasafni Heimdallar
myndum sem sýna bæði atburði
og aðgerðir sem stjórn Heimdall-
ar hefur staðið fyrir.“
– Er mikið mál að koma á lagg-
irnar svona vef eins og Söguvef
Heimdallar?
„Það krefst mikils tíma og vinnu
að koma svona miklu gömlu efni á
tölvutækt form. Sjálfboðaliðar
hafa unnið þetta starf í sínum frí-
tíma. Við höfum verið að lesa okk-
ar til um sögu Heimdallar frá ára-
mótum en mesta vinnan við
innslátt hefur farið fram sl. vikur.
Við vorum fjórir sem skrifuðum á
tölvur allt þetta efni.“
– Til hvers voruð þið
að þessu núna?
„Öll blaðaútgáfa er
orðin svo kostnaðarsöm
fyrir svona félag að vef-
ur af þessu tagi hefur
gjörbreytt tækifærum
til þess að miðla upplýs-
ingum til þeirra sem
áhuga hafa á starfsemi félagsins.
Vegna þess að þetta eru dagleg
skrif er hægt að bregðast fljótt við
öllu sem gerist í samfélaginu og
hópurinn sem nálgast getur efnið
er ekki bara félagsmenn, en áður
var lesendahópurinn miklu ein-
skorðaðri við félaga Heimdallar.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson fædd-
ist í Hafnarfirði árið 1973. Hann
lauk stúdentsprófi frá Flens-
borgarskóla 1994. Eftir að hafa
verið til sjós um tíma hóf hann
nám í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands og stundar þar nú
nám í hagfræði. Auk sjómennsk-
unnar hefur hann starfað við
rannsóknarverkefni á vegum
Nýsköpunarsjóðs Háskóla Ís-
lands og verið aðstoðarmaður
við rannsóknir hjá Birgi Þór
Runólfssyni dósent. Björgvin er
formaður Heimdallar og ritstjóri
Frelsi.is, áður sat hann í stjórn
Varðbergs og var oddviti Vöku í
stúdentaráði HÍ.
Vefur af
þessu tagi
gjörbreytir
möguleikum
á að miðla
upplýsingum