Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ F ramganga minnihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í „flugvall- armálinu“ svonefnda vekur furðu og hefur valdið mörgum stuðningsmönnum listans sárum vonbrigðum. Þær hræringar sálartetursins koma til sökum þess að R-listinn hefur ekki megnað að hafa pólitíska forustu í máli þessu. Í stað þess að taka frumkvæðið hefur það ágæta fólk, sem D-listanum tilheyrir, sam- mælst um að gera tortryggilega sérhverja viðleitni til að koma hreyfingu á stærsta hagsmunamál borgarbúa nú um stundir. Með þessu móti hafa sjálfstæðismenn í höfuðstaðnum kastað frá sér ein- stöku tækifæri til að láta til sín taka sem ábyrgir og framsýnir fulltrúar Reykvíkinga. Líkt og alkunna er verður í næsta mánuði efnt til at- kvæðagreiðslu í Reykjavík um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Undirbúningur þessa gjörnings er svo meingallaður að kalla má klúð- ur. En þeir, sem eru í einhverjum tengslum við eigin samtíma, hljóta engu að síður að fagna því að yfir- völd skuli hafa ákveðið að leita eft- ir sjónarmiðum Reykvíkinga í svo mikilvægu máli. Líta ber á at- kvæðagreiðsluna sem tilraun, sem aukinheldur er í anda þeirrar kröfu um virkara lýðræði er víða hljómar nú um stundir. Sýnilega eru fjölmargir íslenskir stjórn- málamenn þeirrar hyggju að best fari á því að lýðurinn í landinu fylgist úr fjarlægð með þeirri þró- un líkt og öðrum þeim hræringum erlendis, sem til framfara eða breytinga horfa. Nú hafa sjálfstæðismenn í höf- uðborginni lýst yfir því að at- kvæðagreiðslan í mars sé bæði „blekkingarleikur“ og „lýðskrum“. Furðu vekur að stjórnmála- samtök, sem aldrei hafa bilað í stuðningi sínum við lýðræðið, skuli telja það „lýðskrum“ að leita eftir sjónarmiðum frjálsra borgara í frjálsri atkvæðagreiðslu. Þau rök að niðurstaðan bindi ekki hendur þeirra, sem stjórna borginni eftir árið 2016 þegar gildandi skipulag rennur út, eru léttvæg og breyta engu um réttmæti þess að leiða í ljós vilja þeirra, sem nú búa í Reykjavík. Með áþekkum rökum má halda því fram að kosningar séu í raun ástæðulausar; alkunna er að íslenskir stjórnmálamenn ganga jafnan „óbundnir til kosn- inga“ til að auðvelda samninga um skiptingu valdanna að þeim lokn- um. Framganga R-listans í „flug- vallarmálinu“ hefur verið ósann- færandi og þar, líkt og meðal sjálf- stæðismanna, hefur skort pólitíska forustu. Því vekur undr- un að sjálfstæðismenn í höf- uðstaðnum skuli ekki hafa nýtt kjörið tækifæri til að stjórna um- ræðunni. Verkefnið er ekki lengur að losna við flugvöllinn úr Vatns- mýrinni; flugvöllurinn er tíma- skekkja og óhjákvæmilegt er að þessar leifar frá hernámsárunum víki. Verkefni fulltrúa Reykvík- inga er að tryggja þverpólitíska samstöðu um að flugvöllurinn hverfi fyrr, löngu áður en árið 2016 gengur í garð. Hver sá sem ber hag Reykja- víkur fyrir brjósti gerir sér ljóst að höfuðstaðnum er lífsnauðsynlegt að þetta mannvirki hverfi sem fyrst úr miðborginni. Hratt og markvisst þarf að vinna að því að bæta fyrir þann aragrúa skipu- lagsmistaka, sem gerður hefur verið í Reykjavík á undanliðnum áratugum. Á tímum hnattvæð- ingar og tækifæra hinna mennt- uðu er engan veginn sjálfgefið að ungum Íslendingum muni í nán- ustu framtíð þykja Reykjavík eft- irsóknarverður staður til búsetu. Í stað þess að fagna tilkomu samtaka þeirra, sem vilja borg sinni vel, og í stað þess að taka „flugvallarmálið“ þeim föstu tök- um, sem það krefst, hafa fulltrúar D-listans í Reykjavík eftirlátið samgönguráðherra Sjálfstæðis- flokksins að halda uppi málflutn- ingi, sem fallinn er til þess eins að fæla kjósendur í höfuðborginni frá því að styðja þann flokk. Þessi fulltrúi flokksins og ríkisstjórnar- innar náði á dögunum að móðga umtalsverðan fjölda borgarbúa þegar hann lýsti yfir því að ný þverpólitísk samtök gegn flugvell- inum lytu „fjarstýringu“ tiltekins stjórnmálamanns á vinstri vængn- um. Með því að andmæla ekki framgöngu samgönguráðherra í málefnum Reykjavíkur hafa sjálf- stæðismenn í höfuðstaðnum sýnt gagnrýnivert geðleysi og fælt kjósendur frá frekari stuðningi við D-listann. Enda fylgjast margir þeirra, sem stutt hafa Sjálfstæðis- flokkinn í höfuðborginni á undan- förnum áratugum, öldungis gap- andi bit með framvindu mála og trúa því vart að þetta gamla for- ustuafl í málefnum Reykvíkinga skuli koma fram með þeim hætti, sem raun ber vitni. Þyki einhverjum hér fast að orði kveðið skal vísað til þess að fyrir ekki svo mörgum árum greiddu 60% kjósenda í Reykjavík Sjálf- stæðisflokknum atkvæði sitt. Þá einkenndi enda frumkvæði og dirfska framgöngu flokksins. Flokkurinn hefur tapað tvennum síðustu kosningum og skoðana- kannanir gefa til kynna að fylgi D- listans sé um 45%. Það undarlega er að enginn virðist hafa spurt hverju það sæti að umtalsverður fjöldi kjósenda hafi yfirgefið þenn- an rótgróna forustuflokk og fært sig yfir til bandalags vinstri- manna, sem seint verður sagt að sé vel skipað þótt fyrir því fari hæfur leiðtogi. Í viðtali við Davíð Oddsson, for- mann Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í einni jólabókinni, kom fram að hann hefði á sínum tíma iðkað þá stjórnarandstöðu að vera á móti öllu, sem meirihlutinn hafði fram að færa, jafnvel þótt hann væri í hjarta sínu sammála and- stæðingum sínum. Þetta viðtal hefur nú öðlast sess trúarrita inn- an Sjálfstæðisflokksins. Allt á sér sinn stað og sinn tíma og aðferðir, sem kunna að hafa skilað árangri fyrir 20 árum, eiga ekki nauðsynlega við í nútímanum. Telji sjálfstæðismenn í Reykjavík að neikvæð barátta geti komið í stað framtíðarsýnar og pólitískrar forystu í stærsta hagsmunamáli höfuðborgarinnar er illa fyrir þessum flokki komið. Og með leyfi: Hvar eru þing- menn Reykjavíkur í þessari um- ræðu allri? Minnihluti á villigötum Fulltrúar D-listans í Reykjavík hafa kastað frá sér einstöku tækifæri til að taka pólitískt frumkvæði í „flugvallarmálinu“. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is UNDANFARIÐ hafa okkur bor- ist fregnir þess efnis að Evrópusam- bandið muni hugsanlega banna notk- un á fiskimjöli í dýrafóður vegna díox- ínmengunar í mjölinu. Ljóst er að ef til þess kemur mun það hafa veruleg áhrif á þjóð- arbúið þar sem fiski- mjöl og lýsi vega þungt í útflutningi okkar. Á meðal helstu stofnana sem annast faglega umfjöllun um díoxín eru Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO), Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (US- EPA) og faghópur á vegum Evrópusam- bandsins (SCAN). Hér á eftir ætla ég að reyna að varpa ljósi á stöðu mála með því að stikla á stóru í niðurstöðum og ályktunum áður nefndra aðila. Frá WHO Árið 1998 lækkaði alþjóða heil- brigðismálastofnunin (WHO) við- miðunarmörk um hámark daglegrar inntöku á díoxíni úr 10 píkógrömm- um á kílógramm líkamsþyngdar í 1–4 pg/kg líkamsþyngdar (1pg=10– 12g). Þetta var gert í ljósi nýrra upp- lýsinga um heilsuskaðleg áhrif díox- íns. Í gögnum WHO kemur fram að í stórum hluta Evrópu er meðalinn- taka íbúa á bilinu 1–3 pg/kg líkams- þunga. Með öðrum orðum er inntaka almennings í Evrópu óþægilega ná- lægt þeim mörkum sem WHO hefur skilgreint sem varhugaverð m.t.t. heilsufars. Það er í raun lítið sem hinn almenni borgari getur gert til þess að draga úr díoxíninntöku og telur WHO að yfirvöldum og alþjóð- legum stofnunum beri að tryggja neytendum díoxínsnautt fæði. Díoxínskýrsla frá EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur nú að yfirgripsmikilli skýrslu um díoxín. Á heimasíðu stofnunarinnar er að finna drög að skýrslunni en vísindamenn á vegum EPA eru að leggja síð- ustu hönd á verkið. Út frá rannsóknum á dýr- um og á þjóðfélagshóp- um með óvenjumikið díoxín í líkamanum, t.d. á starfsmönnum í efna- verksmiðjum, hefur EPA skilgreint hættu- mörk fyrir styrk díox- íns í mönnum. Í skýrsludrögunum kemur fram að styrkur díoxíns í almenningi sé farinn að nálgast þessi hættumörk. Það sem er mest slá- andi við upplýsingarn- ar frá WHO og EPA er að báðar stofnanirnar álíta að hér sé um heilsufar almennings að ræða en ekki bara einstakra hópa sem hafa orðið fyrir mikilli mengun. Frá Evrópusambandinu Eins og önnur þrávirk lífræn efni safnast díoxín fyrir í fituvef og ferðast upp fæðukeðjuna. Í ljósi þessa blasir sú staðreynd við að ef við borðum dýr sem nærast á díoxín- menguðu fóðri safnast díoxínið fyrir í okkur. Til þess að fyrirbyggja þetta er Evrópusambandið að vinna að reglugerð um hámarksstyrk díoxíns í dýrafóðri. Á þeirra vegum starfar faghópur, Scientific Committee on Animal Nutrition (SCAN), sem ályktaði um málið í skýrslu hinn 6. nóvember sl. Það verður að segjast eins og er að álit SCAN-hópsins er okkur Íslendingum afar óhagstætt. Þar segir m.a. að fiskimjöl og lýsi frá Evrópu sé díoxínmengaðasta fóðrið á markaðinum og er beinlínis mælt gegn áframhaldandi notkun þess í dýrafóður. Í áliti sínu leggur SCAN- hópurinn megináherslu á fiskimjöl og lýsi en nefnir þó aðrar afurðir, t.d. dýrafitu sem getur innihaldið nokk- urt magn af díoxíni. Ofan á mikinn díoxínstyrk bætist að afurðirnar innihalda einnig PCB, en sum PCB- efni eru talin hafa samskonar eitur- áhrif og díoxín. Í Noregi hafa samtök fóðurfram- leiðenda (Fiskefor Produsentenes Forening, FPF) komið sér saman um viðmiðunarmörk fyrir díoxín- styrk í fiskimjöli og lýsi til fóður- gerðar. Viðmiðunarmörkin eru 1,5 ng/kg í mjöli og 6,0 ng/kg fitu í lýsi. Við setningu markanna var tekið mið af tillögum Evrópubandalagsins frá því í desember 1999. Með greininni fylgja tvær myndir sem unnar eru úr gögnum SCAN- hópsins. Á myndinni díoxín í þurr- fóðri má sjá að evrópskt fiskimjöl er mun mengaðra en annað þurrfóður. Meðalstyrkur díoxíns í evrópsku fiskimjöli er meiri en mesti mældi Díoxín í fiskimjöli og írafár í Evrópu Bergur Sigurðsson Mengun Hreinsað lýsi, segir Bergur Sigurðsson, mun væntanlega eiga greiðan aðgang að mörkuðum Evrópu um ókomin ár. 8 8 8 8 0 0 8 8 8 8 0 )' '$'(% 11 9- :1%5% 9;9 )' '$'(% 11 9- :1. FYRIR nokkrum ár- um hugsaði fólk al- mennt ekkert sérstak- lega um bein sín. Það kom vissulega fyrir að bein brotnuðu í ungu fólki en brotin greru í flestum tilfellum. Gam- alt fólk varð oft bogið, sigið og stirt, en það var bara svona. Margir muna eftir gömlum konum sem voru næst- um vaxnar í hálfhring. Nú er vitað að óeðlileg beinþynning getur ver- ið orsök þessarar aflög- unar líkamans. Beinmyndun – beinþynning Beinin eru helsta kalkforðabúr lík- amans en þau byrja að myndast á fósturstigi. Alla ævi eru beinin að endurnýjast en við 20–25 ára aldur er hámarksbeinmassa náð og byggist það fyrst og fremst á erfðum hve massinn verður mikill. Hreyfing og næring er líka mjög mikilvæg. Það eru minna en 10 ár frá því að beinþynning var skilgreind sem sjúk- dómur og farið var að huga alvarlega að forvörnum, en það kallast bein- þynning þegar kalkið í beinunum minnkar svo mikið að þau standast ekki lengur eðlilegt álag. Sjúkdómur- inn hefur stundum verið kallaður „faraldur 21. aldarinnar“ og ekki að undra þar sem fórnarlömbum hans hefur fjölgað ört með hækkandi aldri fólks og fjölgun aldraðra er fyrirsjá- anleg á 21. öldinni. Við eðlilegar aðstæð- ur helst beinmassinn í jafnvægi fram að tíða- hvörfum hjá konum og heldur lengur hjá körl- um eða fram undir sjö- tugt. Við tíðahvörf verða miklar hormóna- breytingar hjá konum, sem geta leitt til óeðli- legrar beinþynningar, sé ekki að gætt. Nú taka margar konur inn estrógen-hormón til að draga úr áhrifum breyt- ingaskeiðsins, en fyrir nokkrum árum var ekk- ert hugsað um bein- þynningu í því sam- bandi. Nú er skortur á þessu hormóni talinn ein helsta orsök beinþynningar, sérstaklega meðal þeirra kvenna sem hafa ættarsögu um beinþynningu. Mælingar Reglubundnar beinþéttnimælingar hófust hér á landi á Landspítalanum í Fossvogi fyrir u.þ.b. sex árum, en slík mæling er eina leiðin til að kanna náið ástand beina. Nú er svo komið að biðlisti er eftir mælingu þar, en við því hefur verið brugðist með kaupum á einföldu tæki sem nýtist til þess að greina þá úr sem þurfa nákvæmari mælingu eins og gerð er á Landspítalanum í Foss- vogi. Beinvernd og Lyfja Landssamtökin Beinvernd voru stofnuð í mars 1997 og í nóvember sama ár var félagið Beinvernd á Suð- urlandi stofnað í Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélags Íslands í Hvera- gerði. Suðurlandsfélagið hefur haldið almenna fræðslufundi um beinþynn- ingu og varnir gegn henni og stjórn félagsins er ekki í vafa um að fræðslu- starf félagsins á sinn þátt í þeirri miklu aðsókn sem var í beinþéttn- imælingarnar í Árnesapóteki dagana 22.–25. janúar. Auk þess að vinna að fræðslu á Suðurlandi hefur Bein- vernd á Suðurlandi unnið mikið með móðurfélaginu að útgáfu fræðslurita og fleiru, svo sem undirbúningi samn- ings sem gerður var við Lyfju, sem reið á vaðið og festi kaup á hælmæli- tæki því, sem notað er við mæling- arnar í Árnesapóteki og víðar. Beinþéttnimælingar verða aftur í boði í Árnesapóteki innan skamms þar sem ekki var unnt að sinna öllum þeim fjölda sem áhuga hafði á mæl- ingu að þessu sinni. Kalkforðabúr líkamans Anna Pálsdóttir Bein Minna en tíu ár eru frá því að beinþynning var skilgreind sem sjúkdómur, segir Anna Pálsdóttir, og farið var að huga alvar- lega að forvörnum. Höfundur er formaður Beinverndar á Suðurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.