Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Íþróttasafn á Akranesi
Íþróttasaga
Íslands
VERIÐ er að vinnaað uppsetningu áíþróttasafni á
Akranesi og verður safnið
deild innan Byggðasafnsins
að Görðum. Jón Heiðar All-
ansson var spurður hvenær
hin nýja deild yrði opnuð al-
menningi.
„Fyrirhugað er að opna
íþróttasafnið í vor ef allt
gengur upp.
Þetta er íþróttasafn sem
á að segja íþróttasögu Ís-
lands, ekki eingöngu
íþróttasögu Akraness.“
– Hvar hefst sagan?
„Hún hefst á Ólympíu-
leikum til forna, við byrjum
á að gefa fólki innsýn í
hvernig íþróttir og íþrótta-
mennska urðu til.“
– Hvernig gerðist það?
„Fyrstu heimildir um íþróttir
eru ævagamlar, eldri en sagnir um
Ólympíuleika til forna hjá Grikkj-
um 490 f.Kr., en þá var fyrsta
maraþonhlaupið. Ólympiskir leikar
fóru fram 736 f.Kr. til 393 e.Kr.
Þessir leikar voru endurvaktir
1896 sem kunnugt er. Við hér í
safninu fikrum okkur svo áfram og
förum til Íslands og segjum frá í
máli og myndum íþróttum ís-
lenskra fornmanna, svo sem
skinnaleik, vopnaburði, knattleik,
sundi og fangbrögðum.“
– Eigum við miklar heimildir um
íslenskar íþróttir?
„Við eigum þær heimildir helst í
fornsögunum en minna er til um
muni frá þessum tíma. Við eigum
ekkert slíkt hjá okkur en sýning-
arbásinn verður mikið til saman
settur úr teiknuðum myndum sem
sýna menn í íþróttum og leikjum að
hætti fornmanna.“
– Hvað með sagnir um íþróttir
frá síðari miðöldum og fram undir
okkar tíma?
„Til er sitthvað af heimildum um
íþróttir frá miðöldum og fram und-
ir 18. og 19. öld. Þá kemur að land-
námi nútímaíþrótta.
– Hverjar eru þær?
„Glíma var lengi vel stunduð og
kallaðist í fyrstu fangbrögð – keppt
hefur verið í nútímaglímu frá of-
anverðri 19. öld. Fjölnismenn gáfu
út sundbók 1836 og ætlum við að
reyna að útvega okkur þá bók
hingað á safnið. Þá verður sögð
saga fyrstu íþróttafélaganna. Árið
1866 var stofnað fyrsta íþrótta-
félagið sem bar nafnið: Reykjavík
Skydeforening. Fyrsta opinbera
íþróttakeppnin var haldin 1873.
Fótboltinn nam hér land 1895.
Elsta knattspyrnufélag landsins er
Knattspyrnufélag Reykjavíkur,
stofnað 1899. Síðan koma ný og ný
félög til sögunnar.“
– Hvað varð helst íþróttunum til
vakningar á þessum tíma?
„Upp úr aldamótunum kom ung-
mennafélagshreyfingin til sögunn-
ar og hún hafði gífurleg áhrif á
framgang íþrótta.“
– Hvaða íþróttir voru í upp-
áhaldi hjá ungmennafélögunum?
„Það var glíman og sundið – síð-
ar frjálsar íþróttir, stökk og kast-
greinar.“
– Hvað er að þínu
mati áhugaverðasta
tímabilið sem þið segið
frá á íþróttasafninu?
„Íþróttirnar hafa
þróast mikið gegnum
tíðina og við höfum smám saman
eignast mikla afreksmenn. Má þar
t.d. nefna Vilhjálm Einarsson sem
fékk silfurverðlaun á Ólympíuleik-
unum 1956. Örn og Haukur Clau-
sen voru í fremstu röð frjáls-
íþróttamanna á sjötta áratugnum.
Gunnar Huseby gerði garðinn
frægan í kúluvarpi og síðan þessir
menn unnu sín afrek höfum við Ís-
lendingar átt afreksmenn í vel-
flestum greinum sem keppt er í.
Þessa afrekssögu viljum við segja.“
– Er þetta fyrsta íþróttasafnið
hér á landi?
„Já, þetta er fyrsta safn sinnar
tegundar sem opnað er hér á landi.
Íslenskri íþróttasögu hefur ekki
verið sinnt á þennan hátt fyrr.“
– Hvenær kom þessi hugmynd
fram?
„Þessi hugmynd hefur smám
saman verið að fæðast. Ætli hug-
myndin hafi ekki komið fram fyrst
um 1995 og var þá aðallega verið að
tala um knattspyrnusafn, Akranes
er þekktast í íþróttunum fyrir
knattspyrnu. En síðan þróaðist
hugmyndin í að gera þetta að al-
hliða íþróttasafni og segja þar með
sögu íþrótta á Íslandi.“
– Er þetta viðamikið verkefni?
„Já, þetta er mjög viðamikið og
það þarf að fara ofan í margvísleg-
ar grunnheimildir, huga að ýmsu
og tala við marga. Það þarf að afla
þeirra muna sem hægt er að fá því
það verða margar sýningardeildir
innan þessa safns og við ætlum að
reyna að fá muni sem tilheyra öll-
um þeim greinum sem við segjum
frá.“
– Hvað með húsnæði?
„Hér inni á safnasvæðinu er risið
630 fermetra sýningarhús og þar
inni verða þrjú söfn – Íþróttasafn,
safn Landmælinga Íslands og
Steinaríki Íslands ásamt veitinga-
aðstöðu. Hvert safn um sig hefur
130 fermetra sýningarsvæði. Fyr-
irhugað að reyna að
opna söfnin þrjú á sama
tíma.“
– Hvernig hefur
gengið að útvega fjár-
magn til þess arna?
„Það hefur gengið nokkuð vel.
Akranesbær og hrepparnir fjórir
sunnan Skarðsheiðar eru eignar-
aðilar að safninu og Byggðasafnið
að Görðum á safnið. Þessir aðilar
hafa lagt til það fjármagn sem til
þurfti til að húsið kæmist upp. Það
er risið og nú er verið að innrétta
það.“
Jón Heiðar Allansson
Jón Heiðar Allansson fæddist
9. desember 1958. Hann lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands árið 1980 og
BA-próf í sagnfræði frá Háskóla
Íslands 1985. Eftir það tók hann
fíl.cand. próf í fornleifafræði og
safnafræði frá háskólanum í
Gautaborg. Hann var for-
stöðumaður Sjóminjasafns Ís-
lands í fjögur ár og eftir það hef-
ur hann verið forstöðumaður
Byggðasafns Akraness og nær-
sveita að Görðum. Jón Heiðar er
kvæntur Heiðrúnu Janusar-
dóttur tómstundafræðingi og
eiga þau þrjú börn.
Fyrsta safn
sinnar
tegundar
Þið fáið sko ekki að drullumalla þessu norska sulli í mig, ófétin ykkar.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA kynnti
á fundi ríkisstjórnar í gær tíma-
áætlun vegna fjárlagagerðar fyrir
árið 2002 og verklagsreglur um
rammafjárlög. Að sögn Ólafs
Hjálmarssonar, skrifstofustjóra á
skrifstofu fjárlagamála í fjármála-
ráðuneytinu, eru engar breytingar
gerðar á tímaáætluninni í ár frá því
sem verið hefur. Þegar ríkisstjórn-
in hefur afgreitt áætlunina verður
hún væntanlega sett á vefsíðu fjár-
málaráðuneytisins.
Undirbúningur fjárlagagerðar
hófst í byrjun þessa árs og eiga
stofnanir á vegum ríkisins að vera
búnar að skila ráðuneytum sínum
tillögum um útgjöld og annan
rekstur. Ólafur segir að í byrjun
apríl næstkomandi verði útgjalda-
rammar ráðuneytanna fyrir árið
2002 ákveðnir. Eftir það taki við
hefðbundið ferli og fjárlagafrum-
varpið síðan kynnt sem fyrsta
þingmál næsta haust.
„Við höfum flýtt þessu ferli tals-
vert undanfarin ár, vorum snemma
á ferðinni með útgjaldarammann á
síðasta ári og ætlum að halda því í
ár,“ segir Ólafur.
Tímaáætlun fjárlagagerð-
ar 2002 kynnt í ríkisstjórn