Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 19
CRESCENDO
MASCARA
AUGNHÁRALITUR SEM BYGGIR
AUGNHÁRIN UPP
NÁTTÚRULEG EÐA MIKILFENGLEG
Nýjung HR:
Ný lúxus formúla gerir þér kleift að byggja augnhárin
upp. Liturinn þekur hvert hár, lengir, sveigir og aðskilur.
Augnhárin styrkjast verulega við hverja stroku.
Náttúruleg eða mikilfengleg förðun.
Valið er þitt með Crescendo.
Kynning á hágæða snyrtivörum frá
Laugavegi 80, s. 561 1330
Kynning í dag,
fimmtud. og föstud.
Veglegir kaupaukar
Gullbrá
Nóatún 17, s. 562 4217
Kynning fimmtud. og föstud.
KJELL Larsson, umhverfis-
málaráðherra Svíþjóðar, mótmælti
úlfaveiðum Norðmanna á fundi
með hinni norsku starfssystur sinni
Siri Bjerke í Kaupmannahöfn í gær.
Lýsti Larsson því yfir að fyrsti úlf-
urinn, sem norskir veiðimenn skutu
í fyrradag, hafi allt eins getað verið
sænskur og vill að Norðmenn stöðvi
veiðarnar.
Úlfaveiðarnar hafa valdið mikl-
um úlfaþyt í Svíþjóð og hafa sænsk-
ir fjölmiðlar verið óþreytandi að
fjalla um málið, oftar en ekki út frá
sjónarhóli þeirra sem vernda vilja
úlfastofninn. Kveðst sænski um-
hverfisráðherrann telja að úlfa-
stofninn sé sameiginlegur og því
beri Norðmönnum að hafa samráð
við þá um veiðar. Svíar eru þeirrar
skoðunar að hæfileg stærð stofns-
ins sé um 200 dýr en Norðmenn
telja að 100 úlfar séu meira en nóg.
Hafa norskir veiðimenn leitað í
hálfa aðra viku að úlfunum sem
leyfilegt er að skjóta og náðu fyrsta
dýrinu á mánudag, 31,5 kíló-
gramma úlfynju.
Á myndinni sést Stein Arnesen,
einn af andstæðingum veiðanna,
undirbúa hunda sína fyrir daglega
sleðaferð í grennd við Harnestad í
Noregi í gær. Arnesen hefur ásamt
fjórum öðrum mönnum reynt eftir
mætti að trufla veiðarnar.
Einn af liðsmönnum grænfrið-
unga hefur að sögn fréttastofunnar
NTB hótað að samtökin höfði mál
gegn norskum stjórnvöldum og
bendir á að úlfaveiðin takmarki
rétt almennings til að ferðast um
veiðisvæðið.
AP
Skutu Norðmenn sænskan úlf?
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
2001
STJÓRNVÖLD í Makedóníu og
Júgóslavíu hafa að sameiginlegu
markmiði að fá inngöngu í Evrópu-
sambandið (ESB). Þetta sögðu utan-
ríkisráðherrar ríkjanna tveggja eftir
viðræðufund í Belgrad í gær.
Í því skyni að ná þessu takmarki
ættu þessi tvö fyrrverandi lýðveldi
gömlu Júgóslavíu að efla með sér
samstarf, að sögn júgóslavneska ráð-
herrans Gorans Svilanovic. Tók
hann fram, að leiðtogafundur Suð-
austur-Evrópuríkja, sem hefjast á í
Skopje, höfuðborg Makedoníu, á
morgun, fimmtudag, yrði að sínu
mati „stórviðburður fyrir alla þá í
þessum heimshluta sem sækjast eft-
ir stöðugleika“.
Svilanovic sagði að hann vænti
þess að Balkanskaga-leiðtogafund-
urinn yrði til að ýta undir betri
tengsl milli landanna á svæðinu, en
þau eiga það öll sameiginlegt að hafa
tekið stefnuna á að fá inngöngu í
ESB. „Við viljum að rödd Suðaustur-
Evrópu heyrist,“ sagði Srdjan Ker-
im, utanríkisráðherra Makedóníu.
Makedónía og Júgóslavía einhuga um markmið
Stefna saman að inngöngu í ESB
Belgrad. AFP.
TALSMENN hinna alþjóðlegu um-
hverfisverndarsamtaka grænfrið-
unga (Greenpeace) sökuðu í gær
Evrópusambandið (ESB) um að
standa í vegi fyrir tilraunum til
þess að ná alþjóðlegu samkomulagi
um aðgerðir til að hindra ólöglegar
og eftirlitslausar fiskveiðar sem
stefndu fiskistofnum heimshafanna
í hættu. Fiskifræðingar ESB telja
að rányrkja geti ógnað þorskstofn-
um í Norðursjó.
Á blaðamannafundi í Brussel
sögðu talsmenn samtakanna að
Evrópusambandið, ásamt Mexíkó
og Brasilíu, væri að reyna að veikja
sáttmála um aðgerðir gegn ólög-
legum fiskveiðum sem til stendur
að ganga frá á fundi Matvælastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna í Róm
síðar í vikunni.
Sáttmálinn miðar að því að gera
útgerðarmönnum erfiðara fyrir að
koma sér undan skuldbindingum
samninga um vernd fiskistofna
með því að gera út skip undir
hentifána í löndum þar sem ekki
eru gerðar miklar kröfur. Hafa
Grænfriðungar kallað slíkt „sjó-
ræningjaveiðar“.
Hentifánaskip ekki háð
reglum um möskvastærð
Skip skráð í ríkjum eins og
Hondúras, Belís og Panama, sem
ekki eru aðilar að milliríkjasamn-
ingum um fiskveiðar, eru ekki
bundin af fiskveiðikvótum, lág-
marks-möskvastærðum eða öðrum
slíkum reglum, sem settar eru í því
skyni að hindra ofveiði.
Matthew Gianni, talsmaður
grænfriðunga, sagði í gær að ESB
hefði tekið þátt í að reyna að veikja
átakið gegn „sjóræningjaveiðum“
með því að krefjast þess að út úr
texta nýja sáttmálans yrði fellt
ákvæði um að ætlazt væri til þess
af stjórnvöldum fiskveiðiríkja að
þau refsuðu útgerðarfyrirtækjum
sem stunda hentifánaveiðar.
Grænfriðungar beita sér
gegn hentifánaveiðum
Brussel. Reuters.
Reuters
Þorskur á markaði í Peterhead í Skotlandi. 14. febrúar tóku gildi reglur
sem banna að þorskur sé veiddur í Norðursjónum á hrygningarstöðum
fisksins en Norðursjávarþorskur er talinn vera mjög ofveiddur og er
jafnvel óttast að hann muni ekki geta náð sér þrátt fyrir bannið.