Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Hákon okkar. Þessa dagana leitar hugurinn allur til minn- inganna um liðna, dýr- mæta tíma, tíma sem er afar ljúft að minnast og geyma hjá sér á stundu sem þess- ari. Ég geymi margar góðar minn- ingar um þig, sérstaklega frá því þú varst lítill drengur. Eitt sumarið heimsóttuð þið fjölskyldan okkur til Danmerkur, en þar var þá heimili okkar. Það voru yndislegir sumar- leyfisdagar hjá ykkur fjölskyldunni, mikil tilhlökkun var að fá ykkur öll í heimsókn. Þið bræðurnir voru svo ljúfir og líflegir, mörg urðu prakk- arastrikin sem engum datt í hug að gera nema þér. Þegar táningsaldurinn tók við, leið lengra á milli þess að við hittumst eins og gengur. Ég skynjaði hversu mikil tilfinningavera þú varst og spáðir mikið í lífið og tilveruna sem HÁKON RAGNARS ✝ Hákon Ragnarsfæddist í Reykja- vík 15. ágúst 1982. Hann lést á heimili sínu 9. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 19. febrú- ar. ungur piltur. Þú hafðir mikinn áhuga á alls konar heimilisdýrum, áttir þau mörg á þínum uppvaxtarárum. Eitt sinn fórum við öll upp að Elliðavatni að veiða, þú kunnir öll handtökin svo vel og kenndir litlu frændsystkinum þínum hvernig átti að fara að. Með okkur tókst góður vinskapur og þér þótti gaman að koma í heim- sókn til mín og sitja heima hjá mér við eld- húsborðið, teikna og rabba saman. Blessuð sé minning þín að eilífu, elsku Hákon okkar, hvíl þú í friði hjá Guði. Amma þín Olla í Bólstaðarhlíðinni kenndi barnrabörnum sínum þessa bæn, sem við nú sendum þér: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Megi Guð styrkja fjölskyldu þína á erfiðum tímum og veita henni styrk í sorginni. Þín föðursystir Ragna, Kristín og Stefán Ari. Í VIKULEGUM kyrrðar- og bænastundum í hádeginu á mið- vikudögum munu prestar, djákni, sóknarnefndar- og starfsfólk Fella- og Hólakirkju lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í stundun- um fram að páskum. Ennfremur mun söngfólk úr kór kirkjunnar syngja einsöng endrum og sinnum. Næstkomandi miðvikudag les Höskuldur Jónsson, gjaldkeri kirkjunnar, úr Passíusálmunum og Ragnheiður Guðmundsdóttir syng- ur einsöng. Organisti kirkjunnar, Lenka Mátéová, leikur á orgelið. Bænarefnum má koma til presta eða djákna kirkjunnar í síma 557 3280 og láta vita í sama síma ef óskað er eftir akstri til og frá kirkju. Að lokinni stundinni í kirkj- unni er hægt að fá léttan hádeg- isverð í safnaðarheimilinu á vægu verði. Fella- og Hólakirkja. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Þorrasamvera eldri borgara kl. 12.10. Helgistund, þorramatur. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 11-16 í Setrinu í um- sjón Þórdísar Ásgeirsdóttur, þjón- ustufulltrúa. Við minnum á heim- sóknarþjónustu Háteigskirkju, upplýsingar hjá Þórdísi í síma 551- 2407. Kórskóli fyrir 5-6 ára börn kl. 16. Barnakór 7-9 ára kl. 17. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11-16. Heilsupist- ill, létt hreyfing, slökun í litla sal. Bænargjörð, orgelleikur og sálma- söngur í kirkjunni. Létt máltíð (kr. 500) í stóra sal. Spilað, hlustað á upplestur og málað á dúka og ker- amik. Söngstund með Jóni Stef- ánssyni. Eldri borgarar eru sér- staklega velkomnir en stundin er öllum opin. Hafið samband við Svölu djákna í síma 520-1300 eða 862-9162. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Kirkjuprakkarar 6-7 ára kl. 14.10. Fermingarfræðsla kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarnes- kirkju og Þróttheima heldur sund- laugarpartý í Laugardalslaug kl. 20, 8. bekkur. Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Jón- as Þórir leikur. Ritningarorð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14- 15. Opið hús kl. 16. Biblíulestur kl. 17. Umsjón Frank M. Halldórsson. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Handmennt, spjall og spil. Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 16. Bæn- arefnum er hægt að koma til presta safnaðarsins. Kirkjuprakk- arar 7-9 ára kl. 16-17. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10- 12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju fyrir 10-12 ára drengi kl. 17.30. Ung- lingastarf KFUM&K og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557-3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 16.30- 17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18-19. KFUK fyrir stúlkur 12 ára og eldri. Annan hvern miðviku- dag kl. 20.30-21.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. TTT-sam- vera 10-12 ára barna í dag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund í hádegi kl.12, altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverð- ur frá kl. 12.30-13. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir ald- urshópar. Umsjón Ásta Sigurðar- dóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf í dag kl. 16.30 í umsjón Vilborgar Jónsdóttur og er ætlað börnum 6-9 ára. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12-12.30. Íhugun frá systur Minke um krossferli Krists. Ferm- ingarfræðsla kl. 14.40-17.15. Bej- ene frá Eþíópíu kemur í heimsókn. Opið hús í KFUM&K-húsinu kl. 20. Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, unglingafræðsla, kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan. Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar „Lærum að merkja biblíuna“ í kvöld kl. 20. Mörg spennandi efni verða tekin fyrir og biblían verður aðgengi- legri. Efni hvers kvölds er sjálf- stætt og því hægt að byrja hvenær sem er. Allir velkomnir. Kapella sjúkrahúss Hvammstanga. Bænastund í dag kl. 17. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf Passíusálmar í hádeginu Fella- og Hólakirkja. Þegar ég hringi í Mumma til að láta hann vita að Snævar frændi sé dáinn rifjast upp fyr- ir mér hvernig ég skýrði út fyrir hon- um fjölskylduna mína þegar við kynntumst. Þegar ég var lítil var Snævar litli bróðir mömmu en samt GUÐMUNDUR SNÆVAR ÓLAFSSON ✝ GuðmundurSnævar Ólafsson fæddist á Hvamms- tanga 28. október 1945. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 26. janú- ar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. febrúar. stóri bróðir minn. Við vorum alin upp saman í stórfjölskyldunni hjá Jennýju ömmu. Amma, Óli afi, Ingibjörg langamma, mamma, Snævar, ég og Jói bróð- ir og ekki bara við, Snorri frændi, Jó- hanna, Björk, Davíð frændi o.fl. o.fl. voru heimalningar hjá ömmu. Mínar fyrstu minningar tengjast því Snæja frænda, eins og ég kallaði hann alltaf þá. Við Snæi að skræla og skera kartöflur, amma að steikja franskar, það þótti nú aldeilis flott í þá daga. Snævar og Snorri komnir á bíl, ég fékk stundum að koma með á rúntinn og hugsa ég að það hafi nú frekar ver- ið greiði við ömmu heldur en að þeir hafi viljað hafa stelpuna með. Við Snæi með nýsteiktar kleinur á leið í Ölgerðina til Óla afa, ég að bursta skóna fyrir Snæja, hann og Snorri að greiða hárið í píku, Jóhanna og Björk að setja rúllur í hárið, þá var nú ald- eilis ekki gaman að vera ellefu árum yngri og fá ekki að fara með, en ómet- anleg minning fyrir því. Við flutt, mamma komin með fjölskyldu, en við Jói samt alltaf hjá ömmu. Hún bjó á Njálsgötunni en við á Bergþórugöt- unni, stutt á milli og hægt að velja á hvorum staðnum var betra í matinn. Oft vann ömmu matur. Við Snæi átt- um sama uppáhaldsmat. Það voru kóteletturnar hennar ömmu, þá dugði nú ekkert minna en full ofn- skúffa. Elsku frændi, hafðu þökk fyr- ir allar góðu stundirnar okkar saman. Sjáumst vonandi miklu seinna í kót- elettum hjá ömmu. Þín frænka, Ásta. Birting af- mælis- og minning- argreina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauð- synlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálks- entimetra í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. %   3       3    0        4     #        #     #        -7 18 1  ,  () %" %))   ()+6 - ) , 2   1# -+ +" -+6+() )  1 ( - 6 %(   0 ! 6 )  - L - 6 %(   -  )  "(! + - 6 )  -+6+()+  ( %( <' + - 6 %( 4  &()  )  &' + - 6 %( -+ (  ,  "+ " )   ' ( %" (" ' (, 8   3       3    0     40% 4     #       )     )  #  # -./H1 <, <1223838  !%  9F   , +*   3      )  ) %#           1    ) 4 ((%"  , 1 ()  +" 1 () ( , <   !(( 1 () 8  + < " 8  %( -+(A , 1 ()  "" <   %(  (' ( %"  ( ( (, KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.