Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 11
Full búð
af nýjum
vörum
Fu l búð
af nýju
vöru
Fu l búð
af nýjum
vörum
l
f j
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15.
Ótrúlegur markaður með ódýrar vörur...
Rammar á kostnaðarverði,
kvenfatnaður, vor/vetrarflíkur,
leikföng, gjafavara,
barnafatnaður, skór,
... á ótrúlega góðu verði
Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90
NÝTT KOR
TATÍMABIL
Nú einnig
heimilis-
og raftæk
jamarkað
ur
SAMSTARFSSAMNINGUR um
skráningu öryggisnúmera fyrir
sumarhús á Íslandi var undirrit-
aður í gær. Aðilar að samningnum
eru Fasteignamat ríkisins, Vega-
gerðin, Landssamband sumarhúsa-
eigenda, Neyðarlínan og Land-
mælingar Íslands.
Að sögn Hauks Ingibergssonar,
forstjóra Fasteignamats ríkisins,
áttu sumarbústaðaeigendur frum-
kvæðið að því að slík skráning færi
fram: „Hvatinn þar var að auka ör-
yggi í sumarhúsum og að þeir sem
þar eru um lengri eða skemmri
tíma hafi greiðan aðgang að neyð-
arþjónustu. Sumarhús eru ekki
eins vel merkt og æskilegt væri
þannig að erfiðara er finna þau en
ýmsar aðrar eignir,“ segir hann
Haukur segir upplýsinga-
tæknina gera það mögulegt að
halda utan um verkefnið. Hver bú-
staður verður merktur með
ákveðnu númeri sem síðan verður
settur með hnitum inn á korta-
grunn sem tengist Landsskrá fast-
eigna og verður vistaður hjá Fast-
eignamatinu.
Vegagerðin og Landmælingar
Íslands munu útvega hnitaskrá um
leiðapunkta vega og vegaslóða en
Fasteignamatið mun leggja til
Landsskrá fasteigna og skrár yfir
sumarhús og auðkenni þeirra sem
um leið verður öryggisnúmer húss-
ins. Þá mun Landssamband sumar-
bústaðaeigenda leggja til hnit til
staðarákvörðunar sumarhúsanna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá undirrituninni. Fremri röð frá vinstri: Eymundur Runólfsson, Magnús Guðmundsson, Haukur Ingibergs-
son, Ásgeir Guðmundsson og Björn Már Jónsson. Aftari röð: Jón Vilberg Guðjónsson og Sveinn Guðmundsson.
Sumarbústaðir merktir
á nýjum númeragrunni
KLÁMFENGIÐ efni fylgdi með á
margmiðlunargeisladiski með
kynningarefni frá Hans Petersen
og Net-Album.net. Í tilkynningu
frá fyrirtækjunum segir að mistök
hafi verið gerð hjá fyrirtækinu
Lausn sem annaðist eftirvinnslu
disksins. Viðkomandi fyrirtæki
harma þau mistök sem gerð voru og
hafa beðið hlutaðeigandi velvirðing-
ar.
Í tilkynningunni segir orðrétt:
„Hinn 8. febrúar síðastliðinn
sendu fyrirtækin Hans Petersen og
Net-Album.net geisladisk með
kynningarefni á vörum sínum og
þjónustu til valinna fyrirtækja og
stofnana.
Eftirvinnsla margmiðlunardisks-
ins var í höndum fyrirtækisins
Lausnar, Ármúla 20. Í ljós hefur
komið að þau hörmulegu mistök
voru gerð við þá vinnslu að inn á
diskinn fór ósæmilegt og ólöglegt
efni, sem tengist fyrirtækjunum
Hans Petersen og Net-Album.net á
engan hátt.
Þegar mistökin voru uppgötvuð
16. febrúar var strax gripið til að-
gerða við að taka geisladiskinn úr
umferð og senda nýjan geisladisk
til sömu aðila.“
Elín Agnarsdóttir, rekstrarstjóri
verslana Hans Petersen hf., segir
að diskarnir hafi verið sendir til um
1.100 fyrirtækja og stofnana. Þau
heyrðu fyrst um að klámefni væri á
diskunum frá viðskiptavinum. Elín
segir fyrirtækin harma mjög þessi
mistök og biðji hlutaðeigandi vel-
virðingar á þeim.
Atvikið tilkynnt
lögreglu
Í tilkynningu frá Lausn –
fræðslu, þjónustu og ráðgjöf segir
að þegar hafi verið gripið til viðeig-
andi aðgerða sem eiga að tryggja
að slíkt endurtaki sig ekki. „Lausn
– fræðsla, þjónusta og ráðgjöf
harma þau skelfilegu mistök sem
áttu sér stað í eftirvinnslu á geisla-
diski fyrir Net-Albúm.net og Hans
Petersen. Röð atburða og mistaka
hjá mörgum aðilum leiddu til þess
að persónulegt efni frá fjórða aðila
og með öllu óviðkomandi þessum
fyrirtækjum slæddist inn á diskinn.
Um leið og mistökin voru ljós var
atvikið tilkynnt lögreglustjóranum í
Reykjavík og hefur hann málið til
athugunar.
Fyrirtækið biður alla hlutaðeig-
andi velvirðingar.“
Klámfengið efni
sett á kynningar-
disk fyrir mistök
BÚIST er við að afstaða heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins til
stjórnsýslukæru Gunnars Þórs
Jónssonar, sem sagt var upp sem yf-
irlækni við Landspítala – háskóla-
sjúkrahús í júlí 1999, muni liggja fyr-
ir fljótlega, hugsanlega í þessum
mánuði. Ráðuneytið hefur beðið frá í
haust eftir umsögn frá spítalanum til
að geta tekið afstöðu til kærunnar.
Umsögnin var send ráðuneytinu í
fyrradag.
Yfirstjórn Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss sagði Gunnari Þór upp
starfi yfirlæknis slysa- og bæklunar-
lækningadeildar í júlí 1999, en starf-
inu gegndi hann jafnframt því að
vera prófessor í slysalækningum við
læknadeild Háskóla Íslands. Upp-
sögnin var dæmd ógild í héraðsdómi
og Hæstarétti og hefur mál Gunnars
Þórs verið í biðstöðu frá því dómur
Hæstaréttar gekk.
Telst á forræði
Háskóla Íslands
Að sögn Magnúsar Péturssonar,
forstjóra Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, telst málið á forræði Há-
skólans, en í dómi Hæstaréttar sagði
m.a. að það hefði einungis verið á
valdi þeirra sem veittu prófessors-
embættið að víkja Gunnari Þór úr
starfi. Sjúkrahúsið hefði ekki verið
réttur aðili til að segja honum upp
störfum. Gunnar Þór er á launaskrá
við læknadeild HÍ og heldur enn
hálfu starfi sínu við deildina. Að sögn
Reynis Tómasar Geirssonar, forseta
læknadeildar, hefur engin ákvörðun
verið tekin um breytingar þar að lút-
andi.
Læknafélag Íslands telur hátt-
semi stjórnvalda í garð Gunnars
Þórs „óhæfilega í alla staði“ eins og
segir í bréfi félagsins til heilbrigð-
isráðherra dagsettu 7. febrúar og
hefur beint þeirri áskorun til heil-
brigðisráðherra að ráðuneytið taki
hið fyrsta afstöðu til stjórnsýslukær-
unnar, sem send var ráðuneytinu 18.
október 2000.
Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, sagði við Morgun-
blaðið í gær að ráðuneytið myndi
kappkosta að taka afstöðu til kær-
unnar hið fyrsta. Meðal þess sem
þyrfti að meta væri hvort ráðuneytið
gæti haft afskipti af starfsmanna-
málum á spítalanum þar sem hann
lyti sjálfstæðri stjórn skipaðri af Al-
þingi og forstjóri spítalans færi sam-
kvæmt lögum með starfsmannamál
annarra en æðstu yfirmanna. Einnig
bæri þess að geta að málið sneri mun
meira að Háskóla Íslands en spítal-
anum sjálfum.
Kæra Gunnars Þórs Jónssonar vegna
uppsagnar sem dæmd var ógild
Afstaða heil-
brigðisráðuneyt-
is ljós næstu daga
Á sveitarstjórnarfundi Húna-
þings vestra í gær samþykkti
meirihlutinn að byggja íþrótta-
hús á Hvammstanga og að
ganga til samninga við lægst-
bjóðendur, Tvo smiði sf., á
grundvelli tilboðs þeirra í fram-
kvæmdina. Tillagan var sam-
þykkt af fjórum meirihluta-
fulltrúum gegn atkvæðum
tveggja, en einn þeirra sat hjá.
Margir gestir sátu fundinn
fram yfir þessa afgreiðslu, en
hurfu á braut þegar hún var
ljós. Ljóst er að mikill ágrein-
ingur er meðal íbúa héraðsins
um þetta mál og ýmis önnur
mál, s.s. skólamál og umræðu
um ráðstöfun fasteigna sveitar-
félagsins. Ber þar hæst að aug-
lýstar voru byggingar Laugar-
bakkaskóla í Morgunblaðinu
um áramótin og kom það mörg-
um á óvart.
Sveitarstjórn boðaði til al-
menns fundar um málið síðast-
liðinn lauigardag eins og greint
var frá í Morgunblaðinu í gær
og var þar skipst á skoðunum
um málið.
Húnaþing vestra
Meirihluti
samþykkir
byggingu
íþróttahúss
Hvammstangi. Morgunblaðið.
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐIÐ á
Engjateigi 3 í Reykjavík, þar sem
Byggðastofnun og Verðbréfaþing
Íslands hf. eru nú til húsa, hefur
verið auglýst til sölu. Alls er húsið
um 1.650 fermetrar, jarðhæð og
tvær hæðir auk kjallara. Ásett verð
er 220 milljónir króna og á að selja
eignina í einu lagi.
Eignamiðlunin ehf. hefur söluna
með höndum og segir Sverrir
Kristinsson fasteignasali að hér sé
um vandaða eign að ræða, byggða
1988, vel staðsetta og með góðum
bílastæðum. Hann segir innra
skipulag hreyfanlegt og telur hús-
næðið henta margs konar starf-
semi, fyrir skrifstofur, heildversl-
anir, arkitekta, lögmenn eða
lækna, svo nokkuð sé nefnt. Af-
hendingartími er samkomulag.
Í kjallara eru bílageymsla með
tveimur innkeyrsludyrum og lag-
errými, vinnusalir eða geymslur.
Sverrir segir mögulegt að breyta
kjallaranum í skrifstofurými.
Á jarðhæð er aðsetur Verðbréfa-
þings þar sem er móttaka, fund-
arsalur, tíu skrifstofuherbergi og
snyrting.
Á annarri hæð eru aðalskrifstof-
ur Byggðastofnunar þar sem er
móttaka, vinnusalur, ellefu skrif-
stofuherbergi, snyrtingar og
geymsla.
Á þriðju hæð eru fjórar skrif-
stofur, fundarsalur, mötuneyti,
baðherbergi og geymsla.
Hús Byggðastofnun-
ar í Reykjavík til sölu
LANDSFUNDUR Samfylkingar-
innar verður haldinn í haust og hefur
framkvæmdastjórn skipað sjö
manna undirbúningsnefnd fyrir
fundinn.
Samkvæmt samþykkt stofnfundar
ber að halda landsfund haustið 2001 á
tímabilinu 15. september til 15. nóv-
ember. Framkvæmdastjórn hefur
skipað undirbúningsnefnd og í henni
eiga sæti Ása Richardsdóttir, Einar
Már Sigurðarson, Ingvar Sverrisson,
Margrét S. Björnsdóttir, Stefán Jón
Hafstein og Björgvin G. Sigurðsson.
Össur Skarphéðinsson, formaður
flokksins, mun hafa umsjón með gerð
tillögu að stjórnmálaályktun lands-
fundarins.
Landsfundur Samfylk-
ingar haldinn í haust