Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL munur er á kostnaði við slátrun á lambi og öðrum kjötafurð- um og þykir sauðfjárbændum ósamræmið óeðlilegt. Samkvæmt nýjustu tölum kostar 136 krónur á hvert kíló að slátra lambi, um 50 krónur á hvert kíló að slátra nauti og um 30 til 35 krónur að slátra svíni. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Landssambands sauðfjár- bænda, sagði urg í bændum vegna þessa misræmis og málið væri stöð- ugt í umræðunni meðal þeirra. Öz- ur sagði að erfiðlega hefði gengið að fá svör frá afurðastöðvum en heyrst hefði að launakostnaði væri ekki um að kenna, hann væri aðeins brotabrot af kostnaðinum. Afurða- stöðvarnar segðu helsta kostnaðar- liðinn vera fjölda sláturhúsa sem halda þyrfti uppi í stuttan tíma, „annars höfum við ekki fengið neina aðra alhliða skýringu á þessu“, sagði Özur. Meðalskilaverð til bónda er 252 krónur á kílóið en heildsöluverð af- urðastöðvanna 405 krónur, það verð fer reyndar eftir bitum og skipta holdfylling og fita þar miklu máli. Heildsöluverð á læri með hækli er t.d. 741 kr. en á súpukjöti 450 kr. „Þetta mál verður alltaf heitara og heitara í umræðunni og ég trúi ekki öðru en eitthvað verði gert. Það eru líka fleiri þættir sem spila inn í eins og vaxta- og geymslugjald sem menn vilja endurskoða og hreinlega gjörbreyta,“ sagði Özur og benti því til stuðnings á að það væri sín skoðun að þær aðferðir sem tíðk- uðust í dag stuðluðu ekki að sölu heldur frekar að því að sláturleyf- ishafar sæju sér hag í því að halda birgðum til að fá aukið vaxta- og geymslugjald. Svínum slátrað árið um kring Kristinn Gylfi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands, sagði kostnaðarmuninn skýrast annars vegar af því að svín- um væri slátrað árið um kring og þannig næðist hagkvæmni hjá slát- urhúsunum sem ekki næðist að sama skapi með sauðfé, þar sem slátrun þess væri árstíðabundin. Hins vegar væri nýting skepnanna afar ólík vegna þyngdarmunar þeirra, hvert svín vægi um 75 kg en lamb um 15 svo það lægi í hlutarins eðli að meiri afurðir næðust úr hverri svínaslátrun. 50 starfsmenn slátra 700 lömbum á dag en í svína- sláturhúsi slátra 6 til 8 menn sama magni af kjöti. Munurinn sæist einnig í sjálfri vinnslunni þar sem kjötvinnslumenn segðust vera álíka lengi að úrbeina svín og lamb. Fyrrverandi sláturleyfishafi sagði það útbreiddan misskilning að milli- liðirnir tækju allan gróðann. Slát- urleyfishafinn ynni á 15 til 20 pró- senta álagningu, kjötvinnslan á 30 til 50% og verslunin 30 til 40%. Út- seld vinna til bænda væri 130 til 140 krónur á kílóið en það væri verð sem miðaðist við heildsöluverð og álagstoppa. Til að selja vöruna þyrfti svo að veita kjötvinnslunni eða versluninni afslátt sem gæti verið á bilinu 5 til 15 prósent. Sláturkostnaður sláturleyfishafa væri því raunverulega kominn nið- ur í um 80 krónur, sem rétt nægði fyrir daglegum rekstri sláturhús- anna. „Kaupendurnir eru svo sterk- ir að þeir hafa heljartak á okkur framleiðendum,“ sagði sláturleyfis- hafinn sem ekki vildi láta nafns get- ið en kvaðst afar ánægður með að vera hættur störfum í „harðasta bransa sem ég hef komist í kynni við“. Aukning í smásöluverslun hækkar smásöluálagningu Steinþór Skúlason, forstjóri SS og varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa, sagði að hafa bæri í huga að við samanburð á slátrun svína og lamba væri kostnaður við lömb bæði slátrunar- og heildsölu- kostnaður en aðeins væri um að ræða slátrunarkostnað við svín. Steinþór sagði muninn þó enn vissulega mjög mikinn en hann skýrðist að nokkru af því að allt dilkakjöt væri fryst og því kæmi frystikostnaður inn í myndina en svínakjöt væri hins vegar selt ófrosið. „Þann kostnað má meta á 15 til 20 krónur kílóið. Sauðfjárslát- urhúsin eru líka aðeins rekin á full- um afköstum hluta úr ári, þetta sjö vikur, og standa þess utan ónotuð en stórgripahúsin eru rekin tólf mánuði á ári,“ sagði Steinþór og benti á að þar kæmi fram mikill munur á föstum rekstrarkostnaði. Auk þessa væru afskriftir á kíló- verði á sauðfénaði miklu hærri en á svínakjöti. Launakostnaður í sauð- fjársláturhúsum væri svo nær helmingi meiri en í stórgripahúsum. Spurður um nettóheildsöluverð til verslana sagði Steinþór afar sjald- gæft að verslanir keyptu heila skrokka, kostnaðurinn ykist því vegna aukins kostnaðar við sögun og umbúðir, vinnu og verðmerkingu og vegna smásöluálagningar og virðisaukaskatts. Verðmyndunin væri því mismun- andi eftir því hversu mikið varan væri unnin en algengt verð til bænda væri um 35 til 48% sem hlutfall af neytendaverðinu. Spurð- ur um óánægju bænda með sinn hlut sagði Steinþór að það væri Sláturfélags Suðurlands, sem væri að stórum hluta í eigu bænda, að sjá til þess að verðmyndun og smá- söluverð til neytenda væru eðlileg. Spurður hvort hann teldi svo vera sagði hann erfitt að alhæfa um það, verðið væri mismunandi eftir vörum. „En það er alveg ljóst að þessi aukning í smásöluverslun hækkar líka smásöluálagningu. Við viðurkennum sjálfir og erum ekkert að draga dul á það að sauð- fjárslátrun hér er mjög óhagkvæm. Við höfum verið að skera niður fjölda sláturhúsa og margir aðrir hafa gert slíkt hið sama,“ sagði Steinþór, sem taldi að einu leiðirnar til að sporna við þróuninni væru enn frekari fækkun sláturhúsa, að ná upp nýtingartíma og lengja framboðstímann á lifandi lömbum. Óánægja með mikinn kostnað við slátrun lamba Nær þrefalt dýrara að slátra lambi en nauti UM 100 flugmenn og áhugamenn um landgræðslu og varðveislu flug- vélarinnar Páls Sveinssonar, TF- NPK, hafa skorað á landbúnaðar- ráðherra að tryggja rekstur vélar- innar næstu ár. Í áskoruninni kemur fram að að mati flugvirkja sé flugvélin nú í sér- lega góðu ásigkomulagi og að á félagsfundi flugmanna í Félagi ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafi verið samþykkt að fljúga flug- vélinni endurgjaldslaust um ókomin ár. Hefur þjónað með sýnilegum árangri „Við skorum á yður að veita af fjárlögum sérstaka fjárhæð til land- græðsluflugsins, svo halda megi við hinni sögufrægu og happadrjúgu flugvél sem þjónað hefur landanum frá 1946,“ segir í áskoruninni. „Flugvélin hefur þjónað Land- græðslu ríkisins í 27 ár með mjög sýnilegum árangri og ekki verður annað séð, en að verkefnin séu enn óþrjótandi.“ Að sögn flugmannanna þyrfti að kaupa 1.000 tonn af áburði á ári til þess að flugvélin nýtist með ein- hverri hagkvæmni miðað við fastan rekstrarkostnað. Kostnaðurinn við þau kaup er áætlaður um 50 millj- ónir króna. Ráðherra tryggi rekstur Páls Sveinssonar Flugmenn bjóðast til að fljúga án greiðslu Landgræðsluvélin Páll Sveinsson: Kaupa þarf um 1.000 tonn af áburði á ári til þess að flugvélin nýtist með einhverri hagkvæmni. NÝTT fjölbýlishús Hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins var tekið í notkun um síðustu helgi. Það var Helgi Hjörvar, stjórnarformaður Hússjóðsins, sem afhenti Páli Pét- urssyni, félagsmálaráðherra, lykl- ana að húsnæðinu, en hluti þess var reistur samkvæmt samningi milli félagsmálaráðuneytisins og Hússjóðsins sem undirritaður var síðastliðið haust. Í húsinu, sem er á Sléttuvegi 9 í Reykjavík, eru 27 íbúðir sérhann- aðar með þarfir fatlaðra í huga. Þar með er húsakostur Öryrkja- bandalagsins orðinn 580 íbúðir um allt land en að sögn Önnu Ing- varsdóttur, framkvæmdastjóra Hússjóðssins, eru um 440 manns í Reykjavík á biðlista hjá Öryrkja- bandalaginu eftir húsnæði í Reykjavík. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Helgi Hjörvar afhendir Páli Péturssyni lyklana. Nýjar sérhannaðar íbúðir fyrir fatlaða HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hef- ur dæmt Odda hf. á Patreksfirði til að greiða Skipaþjónustu Suður- lands hf. á Þorlákshöfn ríflega 1 milljón króna vegna grálúðukvóta sem Skipaþjónustan keypti og vist- aði á skipi Odda hf. Málsatvik eru þau að Skipaþjón- usta Suðurlands hf. í Þorlákshöfn keypti 100 tonn af grálúðukvóta í ársbyrjun 1995, fyrir þrjár milljónir króna, og skráði kvótann á skip Odda hf., Núp BA 69, án þess að skriflegur samningur væri gerður um geymslu eða nýtingu hans. Skipaþjónustan hélt því fram fyrir dómnum að vistun kvótans hafi ver- ið í tengslum við samkomulag aðila um að grálúða sem veidd yrði á Núp BA yrði flutt út til Frakklands og andvirði kvótans greitt af and- virði afurðanna. Oddi hf. kveðst hins vegar hafa heimilað skráningu ofangreindra aflaheimilda á skipið í greiðaskyni við Skipaþjónustuna, án þess að neitt samkomulag hafi verið gert um nýtingu þeirra og ráðstöfun aflans. Seldi hluta heimildanna Í dómnum segir að gegn mót- mælum Odda hf. verði ekki talið sannað að komist hafi á með aðilum samkomulag um að grálúðuafla Núps BA yrði ráðstafað með þeim hætti sem Skipaþjónustan lýsti. Af framburði Halldórs Leifssonar, út- gerðarstjóra Odda hf., verði hins vegar ráðið að Oddi hafi nýtt þess- ar aflaheimildir að hluta í eigin þágu, en selt hluta þeirra, án sam- ráðs við Skipaþjónustuna og án þess að standa skil á andvirðinu. Engin gögn liggi því til stuðnings, að Oddi hafi gætt þess að þessar aflaheimildir, eða heimildir í öðrum fisktegundum, sem breyta mætti í aflaheimildir í grálúðu, lægju fyrir allt til loka fiskveiðiársins, Skipa- þjónustunni til ráðstöfunar. Í ljósi þessa sé ósannað að Skipa- þjónustun hafi fengið þessar heim- ildir til varðveislu, en ekki til hag- nýtingar í eigin þágu. Oddi verði af þessum sökum dæmdur til að greiða stefnanda eftirstöðvar and- virðis þessara aflaheimilda, miðað við það verð sem Skipaþjónustan hefur sett upp fyrir þær, enda hef- ur ekki verið sýnt fram á að það sé ósanngjarnt. Oddi hf. var því dæmdur til að greiða Skipaþjónustunni stefnufjár- hæðina, 1.068.938 krónur, ásamt dráttarvöxtum. Erlingur Sigtryggsson, dóm- stjóri, kvað upp dóminn. Oddi hf. á Patreksfirði dæmdur fyrir að vista grálúðukvóta Nýtti kvótann að hluta í eigin þágu FULLTRÚAR sjómannasamtak- anna og útvegsmanna áttu um þriggja klukkutíma fund með ríkissáttasemjara í gær og var farið yfir kröfurnar en nýr fund- ur hefur verið boðaður klukkan 13 í dag. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, seg- ir að þó viðsemjendur hafi hist af og til hjá ríkissáttasemjara hafi þetta í raun verið fyrsti fund- urinn síðan í maí í fyrra. Kröf- urnar hafi verið rifjaðar upp en ekkert nýtt væri að frétta af málinu. „Þetta er fyrsti fundur- inn í langan tíma sem menn setj- ast yfir kröfurnar og ræða þær, en staðan er að öðru leyti óbreytt.“ Viðræður á ný í sjómannadeilunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.