Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HENRIQUE Cardoso, forseti Bras- ilíu, lofaði í gær fjármagni til að reisa ný fangelsi í landinu eftir að yfirvöld- um tókst að kveða niður uppreisn í 29 fangelsum sem kostaði að minnsta kosti 16 manns lífið. Er þetta mesta fangauppreisn í sögu landsins. Cardoso sagði að uppreisnin hefði skaðað ímynd Brasilíu og kvaðst ætla að tífalda framlög ríkisins til fangelsismála. „Ég veit að við getum ekki leyst öll vandamál fangelsanna með því að fjölga þeim,“ sagði forset- inn og bætti við að hann hygðist einnig beita sér fyrir breytingum á refsilöggjöfinni, bættri endurhæf- ingu fanga og betri þjálfun fanga- varða. Talið er að alls hafi um 20.000 fangar tekið þátt í uppreisninni í 29 fangelsum í Sao Paulo, fjölmennasta ríki Brasilíu. Fangelsin í ríkinu eru yfirfull og talið er að það hafi stuðlað að uppreisninni. Tóku 8.000 gesti í gíslingu Fangavörðum tókst að kveða upp- reisnina niður á mánudag með að- stoð hermanna. Hún hófst í illræmd- asta og stærsta fangelsi Sao Paulo, Caraniru, á heimsóknartíma á sunnudag þegar um 10.000 fangar tóku verði og um 8.000 gesti í gísl- ingu. Þetta varð til þess að fangar í 28 öðrum fangelsum risu upp og embættismenn segja að glæpasam- tökin PCC hafi skipulagt uppreisn- ina. Fangarnir kröfðust þess að tíu leiðtogar PCC yrðu fluttir aftur í Caraniru-fangelsið, en þeir höfðu verið fluttir í önnur fangelsi eftir að fundist höfðu miklar birgðir af skot- færum, hnífum og farsímum í klefum þeirra. Fangarnir féllust á að sleppa öll- um gíslum sínum, aðallega konum og börnum, eftir sólarhrings samninga- viðræður. Fangarnir veittu litla mót- spyrnu þegar hermenn réðust inn í fangelsin. Að minnsta kosti sextán fangar lágu í valnum og um 50 manns særð- ust í uppreisninni. Langflest dauðs- fallanna voru rakin til átaka milli fanga en grunur leikur á að verðir hafi orðið tveimur fanganna að bana. Embættismenn lögðu áherslu á að ekki kæmi til greina að flytja leið- toga PCC aftur í Carandiru-fangels- ið. Kúguðu fé af föngum Fangauppreisnin varð til þess að athyglin beindist að auknum áhrif- um PCC í fangelsunum í Sao Paulo þar sem um 90.000 fangar eru nú í haldi. Talið er að dæmdir bankaræningj- ar og eiturlyfjasalar hafi stofnað samtökin fyrir fjórum árum. Fanga- vörður sagði í sjónvarpsviðtali á mánudag að liðsmenn PCC hefðu stundað eiturlyfjasölu í fangelsunum og kúgað fé af föngum sem neituðu að ganga í samtökin. Þeir sem neit- uðu að greiða samtökunum eða svikju þau væru myrtir. Renato Simoes, formaður mann- réttindanefndar Sao Paulo, sagði að samtökin hefðu sýnt með uppreisn- inni að þau réðu í reynd lögum og lof- um í fangelsunum og fangelsiskerfið í ríkinu væri algjörlega hrunið. Stjórn Brasilíu lofaði að taka hart á samtökunum en sagði ekkert um til hvaða aðgerða yrði gripið. Mesta fangauppreisn í sögu Brasilíu kveðin niður AP Gíslar ganga út úr Carandiru-fangelsinu í Brasilíu eftir að fangar slepptu þeim í fyrradag. Sao Paulo. AP, AFP. Glæpasamtök sögð hafa skipulagt uppreisnina JÓHANNES Páll II páfi mun í dag tilnefna 44 nýja kardínála við há- tíðlega athöfn og munu margir reyna að átta sig á því hvort ein- hver þeirra sé líklegur eftirmaður páfa sem er áttræður og orðinn heilsutæpur. Nýju kardínálarnir munu síðan eftir mánuð sverja að vera hlýðnir páfa og sýna honum tryggð. Á morgun verður messa í Péturskirkjunni þar sem væntan- legir kardínálar fá gullhring til merkis um náin tengsl þeirra við embætti páfa. Með nýju mönnunum verða kardínálar Rómarkirkjunnar alls 184, fleiri en nokkru sinni fyrr. Af þeim eru 49 orðnir áttræðir og mega því ekki taka þátt í vali nýs páfa er til þess kemur. Myndin var tekin á Péturstorginu í gær. AP Nýir kardín- álar í Róm TALIÐ er að maður sem hand- tekinn var í fyrrakvöld í Stokk- hólmi, grunaður um njósnir, hafi stundað iðnaðar- eða viðskipta- njósnir. Nær fullvíst er talið að maðurinn hafi njósnað fyrir Rússa og kemur málið sér einkar illa þar sem Svíar eru í formennsku Evrópusambandsins og hafa lagt áherslu á að bæta samskiptin við Rússa. Í því skyni hefur Vladímír Pútín Rússlands- forseta verið boðið að vera við- staddur leiðtogafund ESB í Stokkhólmi eftir rúman mánuð og hafði hann þekkst boðið. Sænska leyniþjónustan segir að maðurinn hafi starfað hjá sænsk-svissneska stórfyrirtæk- inu ABB. Ekkert hefur verið gefið upp um hans persónulegu hagi, hvorki þjóðerni né annað. Expressen hefur hins vegar eftir áreiðanlegum heimildarmönnum að njósnarinn hafi starfað fyrir Rússa. Óeinkennisklæddir leyniþjón- ustumenn handtóku manninn á mánudagskvöld og var ríkis- stjórninni gerð grein fyrir mál- inu eftir handtökuna. Dómsmála- ráðherra Svíþjóðar, Thomas Bodström, viðurkenndi í samtali við Expressen að málið kæmi upp á afar óheppilegum tíma, þótt auðvitað væri ekkert til sem héti heppilegur tími þegar njósnamál væru annars vegar. Þetta er í fimmta sinn frá stríðs- lokum sem njósnari er handtek- inn í Svíþjóð og eru 18 ár liðin frá því að slíkt gerðist síðast. Hlaut háttsettur foringi í sænska flughernum 6 ára dóm fyrir hernaðarnjósnir fyrir Rússa. Þeir hafa vísað allnokkr- um Svíum úr landi fyrir njósnir, nú síðast í mars sl. Segja njósnir hafa aukist í Svíþjóð Samkvæmt upplýsingum sænsku leyniþjónustunnar, SÄPO, hafa njósnir erlendra ríkja í Svíþjóð aukist og starfs- mönnum erlendra leyniþjón- ustna í landinu fjölgað. Sam- kvæmt ársskýrslu SÄPO voru starfsmenn 15 erlendra leyni- þjónustna í Svíþjóð árið 1999 sem er helmingsfjölgun frá árinu áður. Meintur njósn- ari Rússa handtekinn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Sænska leyniþjónustan HJÚKRUNARFRÆÐINGUR í Ungverjalandi hefur verið handtek- inn eftir að hafa viðurkennt að hafa orðið 30–40 dauðvona sjúklingum að bana með því að gefa þeim of stóra skammta af lyfjum. Um er að ræða 24 ára gamla konu. Framkvæmdastjóri sjúkrahúss sem konan starfaði við sagði að hin ákærða hefði verið ein að verki. Embættismaðurinn bætti við að ástandið í heilbrigðiskerfi landsins væri svo slæmt að slíkt gæti átt sér stað í fleiri sjúkrahúsum. Myrti tugi sjúk- linga Búdapest. Reuters. STUTT Lögregl- an hindr- aði hand- töku LÖGREGLAN á Sikiley var harðlega gagnrýnd í gær fyrir að hafa hugsanlega eyðilagt áætlanir ítölsku herlögreglunn- ar um að hafa hendur í hári eft- irlýstasta glæpamanns landsins, mafíuforingjans Bernardo Provenzano. Í bréfi frá foringja í herlög- reglunni, sem dagblaðið La Repubblica birti í gær, segir að lögreglan í Palermo á Sikiley hafi „klúðrað“ áformum herlög- reglunnar um að klófesta Prov- enzano með því að handtaka annan mafíuforingja sem teng- ist honum, Nicola La Barbera, í síðasta mánuði. Herlögreglan hafði um langt skeið fylgst með ferðum Barbera og telur að hann hafi verið á leið til Prov- enzanos er hann var handtek- inn, og að hann hefði þannig get- að vísað á mafíuforingjann eftirlýsta, sem hefur verið í fel- um í nær fjóra áratugi. Provenzano var dæmdur að sér fjarstöddum í lífstíðarfang- elsi árið 1999, fyrir aðild að sprengjutilræði sem varð rann- sóknardómaranum Paolo Bors- ellino að bana árið 1992. Er hann talinn bera ábyrgð á ótal glæpum til viðbótar. Kommúnistar boða van- trauststillögu RÚSSNESKIR kommúnistar sögðust í gær ætla að óska eftir atkvæðagreiðslu um van- trauststil- lögu á stjórn Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta vegna efna- hagsstefnu hennar. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði að stefnt væri að því að atkvæðagreiðslan færi fram í byrjun næsta mán- aðar. Kommúnistar og bandamenn þeirra eru með 127 þingsæti af 450 í dúmunni, neðri deild þingsins. Til að knýja fram at- kvæðagreiðslu um vantrausts- tillögu þurfa 90 þingmenn að undirrita beiðnina. Sagðir rægja lögreglu LETTNESKA innanríkisráðu- neytið fyrirskipaði í gær rann- sókn á sænskri heimildarmynd um vændi í Lettlandi og hótaði að höfða mál gegn framleiðanda myndarinnar, Pal Hollander, fyrir að rægja lettnesku lögregl- una. Í heimildarmyndinni er því haldið fram að helmingur lett- neskra kvenna á aldrinum 18-30 ára stundi vændi og að lettneska lögreglan hafi þegið mútur fyrir að taka ekki á þessu vandamáli. Sænska sjónvarpið TV3 sýndi myndina 15. þessa mánaðar og hún var gerð með styrk frá sænsku kvikmyndastofnuninni að andvirði 2,5 milljóna ísl. króna. Gennadí Zjúganov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.