Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR tæplega tveimur vikum
hélt drengur í Suður-Afríku upp á
12 ára afmæli sitt. Hann heitir
Nkosi Johnson. Það væri trúlega
tæpast í frásögur færandi nema
vegna þess að þessi drengur sýktist
af eyðni í móðurkviði og hefur síðan
verið að berjast fyrir lífi sínu í bók-
staflegum skilningi. Og ekki ein-
ungis það. Hann hefur einnig barist
fyrir öðrum eyðnisjúkum börnum
svo að eftir hefur verið tekið, ekki
aðeins í heimalandi hans heldur víð-
ar. Hann er einna elstur þeirra
barna sem fæðst hafa með þennan
sjúkdóm. Fæst ná svo „háum“ aldri.
Nkosi sagði um daginn að hann
væri ákaflega þreyttur og veik-
burða af þeim lyfjum sem hann tek-
ur sífellt, og mátti heyra eins konar
uppgjöf í rödd hans. Og hann bætti
við þeim orðum sem mættu endur-
hljóma um víða veröld: „Börn ættu
ekki að fæðast til þess eins að
deyja.“
Árið 1967 hófst borgarastyrjöld í
Nígeríu milli ættbálkanna Hausa
og Ibo. Hausamenn í norðri, sem
voru mun fjölmennari, höfðu ímu-
gust á Iboum, sem voru í minni-
hluta, en komust betur af sökum
menntunar. Í september árið áður
voru 10–30 þúsund Iboar strá-
drepnir og þá flúði um það bil milj-
ón þeirra til austurhéraða landsins
sem voru undir þeirra stjórn. Þeir
lýstu síðar yfir sjálfstæði hérað-
anna undir nafninu Bíafra. Stjórn
Nígeríu sótti þá með her inn í hið
nýstofnaða ríki og tókst að brjóta
sjálfstæðishreyfinguna á bak aftur
eftir þriggja ára styrjöld. Þegar ár-
ið 1968 missti Bíafra strandsvæði
sín og fylgdu sjúkdómar og hung-
ursneyð í kjölfarið og er talið að
jafnvel hafi nokkrar miljónir manna
látist í þeim hörmungum, ekki síst
börn. Bíafra sameinaðist Nígeríu
aftur 1970.
Ég átti heima í Svíþjóð á þessum
árum og eitt kvöldið, þegar ég var
að horfa á sjónvarpsfréttir, var allt í
einu brugðið upp nærmynd af
tærðu og angistarfullu barni sem
var að deyja úr hungri. Þetta litla
barn starði á mig stutta stund – og
lokaði svo augunum. Nokkrum dög-
um síðar orti ég ljóð um þetta barn
og kallaði það Barn í Bíafra. Það
birtist í fyrri ljóðabók minni, Lestin
til Lundar, og síðar nokkuð víða. Ég
hef nú breytt um heiti þess og kalla
það Barn í Afríku af því að fáir
muna eftir Bíafra. Svo grimm er
gleymska okkar. En afrísku börnin
halda áfram að stara á okkur í neyð
sinni, og þessi fyrsta mynd sem ég
sá, hefur fylgt mér æ síðan. Litla
barnið horfir enn á mig áður en það
lokar augunum.
Um þessar mundir eru meira en
11 miljónir barna foreldralaus í Afr-
íku vegna eyðnifaraldursins eins,
og mörg þeirra hafa fæðst sjúk. Í
sumum tilvikum hefur miðkynslóð-
in algerlega þurrkast út, og ömmur
standa uppi ábyrgar fyrir barna-
börnum. Ég veit dæmi um eina
slíka sem þarf að ala önn fyrir 22
börnum. Varla fara þau södd að
sofa á hverju kvöldi. Þau mæta víða
fordómum og ótta annarra, og
munu tæpast eiga margra kosta völ.
Verst er þó trúlega sú hjátrú að
menn geti læknast af eyðni ef þeir
hafa mök við óspjallaða stúlku.
Veldur það kynferðislegri misnotk-
un, aukinni ógæfu og útbreiðslu
þessa skelfilega sjúkdóms.
En miklu fleiri börn eru illa stödd
í hinni hart leiknu álfu Afríku vegna
atvinnuleysis, fátæktar, fáfræði og
hömlulítillar fólksfjölgunar, skorts
á lyfjum, getnaðarvörnum og
fræðslu. Barnadauði er algengur og
þó er mikill meirihluti þjóðanna
undir 20 ára aldri, og lífslíkur varla
meiri en um 50 ár. Örlítill hluti ungs
fólks á kost á langskólamenntun og
þó eru sums staðar allt að 100 nem-
endur í bekk í framhaldsskólum. Og
víða er landlæg spilling sem ný-
lenduþjóðir Evrópu eiga mikla sök
á. Áhyggjufullar þjóðir horfa með
ugg til framtíðar, því að margar
kynslóðir þarf til að bæta ógæfu
samtímans. Rétt eins og þetta fólk
hafi ekki enn þjáðst nóg, sem á fyrri
tíð var ýmist hneppt í þrældóm eða
arðrænt af erlendum kúgurum.
Sá sem fer til Afríku, kemur ekki
aftur samur maður. Ferð þangað er
í senn heillandi og skelfileg lífs-
reynsla. Ég hef farið þangað tvisvar
sinnum og ferðast víða um Camero-
on, Togo og Fílabeinsströndina, og
að auki til Madagaskar. Ég hef hrif-
ist af hlýju þessa fólks og reisn í fá-
tækt þess, og ég hef eignast þar
trausta og góða vini. En um leið
finnur maður til örvæntingar and-
spænis örbirgðinni. Það er sárt að
sjá 13–14 ára stúlkur með eigin
börn á baki og skynja örvona lífs-
baráttu þeirra, sem stundum sjá
ekki annað úrræði en að falbjóða
börn sín. Það skyldi því engan
undra þótt nýfædd börn finnist yf-
irgefin vegna úrræðaleysis eða
sjúkleika mæðranna.
Að fenginni slíkri reynslu stóð ég
fyrir því á liðnu ári ásamt reglu-
systkinum mínum í Alþjóða Sam-
Frímúrarareglunni Le Droit Hum-
ain að stofna barnahjálp undir heit-
inu SPES, sem er skammstöfun
fyrir Soutien Pour l’Enfance en So-
uffrance (Aðstoð við þjáða æsku).
En SPES er latneskt orð sem
merkir VON. SPES hefur nú komið
upp heimili fyrir munaðarlaus börn
í Lómé, höfuðborg Togo, af því að
þar eru hæf reglusystkin til að hafa
umsjón með starfinu. Við höfum
tekið hús á leigu og fyrstu börnin
eru komin í okkar umsjá. Við höfum
einnig teikningar þarlends arki-
tekts af fullkomnu barnaheimili fyr-
ir 100 börn og erum að safna fé til
að geta reist það. Áætlaður kostn-
aður er um 20 miljónir, sem þætti
ekki mikið fyrir húsnæði handa 100
börnum hér, en er mikið fyrir sjóði
SPES. Þeim sem kynnu að vilja
leggja þessu máli lið er bent á
bankareikning SPES (kt. 471100-
2930) í SPRON á Seltjarnarnesi,
1151-26-002200. Umsýslukostnaður
er enginn, því að allt starf er unnið í
sjálfboðavinnu.
Barn í Afríku
bregður upp mynd sinni
eitt andartak
guðar það
á glugga sjónvarpsins
eitt andartak
horfir hungrið
inn í huga þinn
úr tærðu andliti
angistarfulls barns
eitt andartak
horfist sekt þín
í augu við sekt þína
eitt andartak
kemst þú við
klökknar og segir:
blessað barn
hvað þú átt bágt
og slekkur á sjónvarpinu
Barn í Afríku
Meðal annarra orða
Höfundur er prófessor við Háskóla
Íslands.
eftir Njörð P. Njarðvík
ÉG VAKNAÐI upp-
tendraður í bæjarpóli-
tík einn morguninn.
Ég uppgötvaði að það
er rétt ár í bæjar-
stjórnarkosningar.
Skyndilega minntist
ég Lása kokks, sem
átti eftir að vaska upp
þegar skipið var að
sökkva. Almáttugur,
kosningar að koma, og
engin kosningaloforð
komin, enginn áróður
kominn í gang. Ég
yrði að hringja strax í
mína menn og
skamma þá fyrir sof-
andaháttinn. Út að
slá!
En fyrst yrði ég auðvitað að lesa
Moggann. Þar þenja sig stórar
greinar um Reykjavíkurflugvöll yf-
ir margar síður. Þetta varð ég að
lesa. Þvílíkt og annað eins! Á bara
að loka vellinum 2016 ef það verð-
ur samþykkt 17. marz nk.? Bind-
andi kosning segja þeir? Og meiri-
hluti kjósenda með vellinum núna
segir Gallup. Er þetta upphlaup
eitthvaða annað en það sýnist? Er
keisarinn bara í engu?
Ískaldur foss
Skyndilega helltist skilningurinn
yfir mig eins og ískaldur foss. Ég
og allir aðrir, sem hafa verið æstir
upp í kringum þetta flugvallarmál,
höfum bara verið hafðir að fíflum.
Hvernig gat ég verið svona vitlaus
að sjá ekki að Ingibjörg Sólrún er
að spila með okkur öll í eigin þágu.
Hún er byrjuð í kosningabarátt-
unni!
Og nú var ég enn svekktari útí
sjálfan mig. Ég hef líka verið erki-
bjáni í prímadonnupólitík alveg
síðan að ég studdi séra Bjarna á
móti Ásgeiri, – endalaus lúser.
Það er ekki á hana I. Sólrúnu
logið, að hún er einn snjallasti
skákmaðurinn í íslenzkri pólitík
um þessar mundir. Hvernig hún
kemst upp með alla mögulega hluti
í pólitík sem enginn annar getur.
Slegið fyrirhafnarlaust niður gagn-
rýni andstæðinganna.
Ef ekki öðruvísi þá
með þessu þessu sí-
gilda: „ENNNN
sjálfstæðismenn....“
Svo fer hún í sjón-
varpið og lætur
myndavélina vísa nið-
ur á við að sér þegar
hún talar um ráð-
herra Sjálfstæðis-
flokksins, sem eru
vondir við hana.
Þessa hugrökku
konu, sem berst
ótrauð gegn ofurefl-
inu. En þegar hún
svo talar sem mekt-
ugur borgarstjóri um
flugvöllinn eða annað sem henni
hentar, þá horfir hún arnfránum
augum lárétt beint í myndavélina
og dregur þá hvergi af tanna-
gnjósti.
Já, ég get ekki dulið aðdáun
mína á stjórnmálamanninum Sól-
rúnu! Hún á varla nokkurn sinn
líka í pólitík um þessar mundir og
ég meina það! (Davíð fyrirgefi mér
að tala svona.)
Kosningar 2002
Það hefur sosum enginn getað
fengið það uppúr henni Sólrúnu til
þessa, hvað hún vill í flugvallar-
málinu. Hún talar um nýtt lýðræði,
borgararnir skuli ákvarða framtíð
vallarins í bindandi kosningu 17.
marz. Víst vanti lóðir. Í miðjum
febrúar viðurkennir hún svo með
semingi, að kosningin verði líklega
aðeins bindandi fyrir hennar
valdatíð. Hvað er hún að gera í
raun og veru?
Í spennitreyju
Þessi stjórnmálameistari hefur
haldið þjóðinni í spennitreyju útaf
máli, sem er ekki einu sinni á dag-
skrá næstu 4 kjörtímabil! Hvað
skyldi allur sá fjölmiðlatími kosta
keyptur, sem hún er búin að ná til
sín út á málið? Hver er í sviðsljós-
inu alla daga nema hún og flugvöll-
urinn? Og meðreiðarfólkið hennar
skoppar í kring og stofnar sam-
tökin 102. Og við hin æsum okkur í
háaloft yfir því, að það eigi bara að
loka flugvellinum! Og kosningarn-
ar 2002 færast nær og nær og Sól-
rún ætlar að vera þar! Hver verð-
ur þar sigurstranglegastur?
Allt í plati
Það er bara allt í plati með
þennan flugvallarflutning! Hún
spilaði á mig, ráðherrana, þjóðina
og líka þig. Nú vita hinsvegar allir
hver hún er, þessi borgarstjóri í
Reykjavík. Og jafnvel líka vita
margir núna hverjir þeir Helgi
Hjövar og Árni Þór eru. R-listinn
er greinilega í pólitík undir forystu
Sólrúnar til þess að vinna kosn-
ingar.
Hvað yrði annars úr þessum R-
lista án Sólrúnar? Hverjir myndu
arftakarnir vera? Gætu þeir farið í
fötin hennar?
Ég get ekki annað en dáðst að
henni Sólrúnu um leið og ég
skammast mín fyrir að hafa látið
hana spila svona með mig. Þvílíkur
pólitíkus!
Í Bandaríkjunum fá ástsælir
stjórnmálamenn gælunöfn frá al-
menningi. Bill, Al, Jack. Hérna
Dabbi og Dóri o.s.frv.
Á Sauðárkróki heitir flugvöllur-
inn Alexandersvöllur. Mætti ekki
finna eitthvert annað nafn á
Reykjavíkurflugvöll?
Sólvöllur í Vatnsmýri?
Sólvöllur?
Halldór
Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
Flugvallarmál
Ég get ekki annað
en dáðst að henni
Sólrúnu, segir Halldór
Jónsson, um leið og
ég skammast mín fyrir
að hafa látið hana
spila svona með mig.
ÞANNIG hljómar
eitt af slagorðum Blóð-
bankans. Og af hverju?
Flest okkar sem gef-
um blóð, gerum það af
tillitssemi við samborg-
arann og af því við vilj-
um láta gott af okkur
leiða.
Meðal þeirra sem
ekki gefa blóð, eru al-
gengar ástæður að fólk
annaðhvort heldur að
það geti ekki gefið blóð
eða að það hefur bara
ekki hugsað út í það.
Meðal kvenna er
mjög algengt að heyra
að þær geti ekki gefið
blóð af því þær hafi ekki nægilega
mikið af því í líkamanum. Víst er að
konur hafa minna blóð en karlar frá
náttúrunnar hendi, svona að öllu
jöfnu. Þess vegna er það rétt að það
er algengara meðal kvenna, en karla,
að geta ekki gefið blóð. Hitt er annað
mál að þessi ástæða er örugglega
töluvert orðum aukin og mun fleiri
konur geta gefið blóð en gera það í
dag.
Sú ánægjulega þróun hefur átt sér
stað á síðustu misserum að hlutur
kvenna meðal blóðgjafa hefur farið
vaxandi. Þess má geta að nú hefur
fyrsta konan náð að gefa 50 sinnum
blóð í Blóðbankanum. Þessum tíma-
mótum verður sérstaklega fagnað nú
á aðalfundi Blóðgjafafélags Íslands í
lok febrúar.
Fram til þessa hefur íslenski blóð-
gjafahópurinn verið borinn uppi af
körlum og til langs tíma hefur hlut-
fall kvenna verið u.þ.b. 10%.
Hlutur kvenna meðal blóðgjafa
hjá nágrannaþjóðum okkar er mun
stærri og í sumum tilfellum eru kon-
ur í meirihluta blóðgjafa. Ástæður
fyrir rýrum hlut kvenna meðal blóð-
gjafa á Íslandi eru án efa nokkrar.
Söguleg skýring gæti verið að
blóðgjafaþjónustan á Íslandi er ung
að árum. Á stríðstímum voru konur
hvattar til að gefa blóð á meðan karl-
arnir börðust á víg-
stöðvunum. Einnig má
benda á að á meðal ná-
grannaþjóða okkar eru
konur minntar reglu-
lega á að gerast blóð-
gjafar ef til ófriðar
komi. Þannig má segja
að í vitund þessara
þjóða sé gert ráð fyrir
að konur geti borið
uppi stóran hluta blóð-
gjafaþjónustunnar.
Þessi skýring hefur,
sem betur fer, ekki átt
við á Íslandi svo af
þeim ástæðum hefur
ekki verið lögð áhersla
á hana.
Meðal ástæðna, sem vissulega
eiga við á Íslandi, er að við þurfum á
kvenkyns blóðgjöfum að halda til að
auka fjölbreytni í íslenska blóðgjafa-
hópnum.
Á síðasta ári gáfu fleiri konur blóð
en nokkru sinni áður. Það er mikið
öryggi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi
að geta sótt í breiðan og tryggan hóp
einstaklinga að gefa blóð. Dæmin er-
lendis frá sanna að stórir hópar ein-
staklinga geta útilokast frá blóðgjöf
með skömmum fyrirvara.
Konur geta líka gefið blóð.
Konur geta líka
gefið blóð
Björn
Harðarson
Höfundur er forstöðumaður
Blóðbankans.
Blóðgjöf
Íslenski blóðgjafahóp-
urinn hefur verið borinn
uppi af körlum og lengi
hefur hlutfall kvenna
verið 10%. Björn Harð-
arson segir þó hlut
kvenna fara sívaxandi.