Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKA komið í 3. sæti eftir sigur á Val / B3 Þórður Guðjónsson gengur til liðs við Derby / B1 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir hefur sent frá sér fréttatil- kynningu í tilefni af því að gin- og klaufaveiki hefur komið upp víða á Bretlandseyjum. Hann hvetur Ís- lendinga, sem ferðast á næstunni til Stóra-Bretlands, til að viðhafa sér- staka varúð og forðast að fara um landbúnaðarsvæði og alls ekki heim á bóndabæi. Þá er við komu til Ís- lands öruggast að taka alls engin matvæli með sér til landsins og setja allan fatnað og skófatnað í þvott og hreinsun áður en hann er notaður á Íslandi. Strangt bann er við að hafa með sér til landsins hvers konar hrá matvæli. Þá beinir yfirdýralæknir því til þeirra sem hafa ferðast á landbúnaðarsvæðum í Stóra-Bretlandi að viðkomandi eiga að forðast snertingu við dýr hér- lendis í a.m.k. fimm daga eftir heim- komu. Gin- og klaufaveiki er veirusjúk- dómur sem leggst á klaufdýr en fólki stafar engin hætta af sjúk- dómnum. Veikin er bráðsmitandi og efnahagstjón gífurlegt. Veikin hefur aldrei greinst á Íslandi en það yrði gífurlegt áfall ef hún bærist til landsins, að því er segir í tilkynn- ingu yfirdýralæknis. Íslendingar forðist bresk landbúnaðar- svæði ÆTTINGJAR geta ekki komið í veg fyrir að upplýsingar um látna lög- ráða einstaklinga verði skráðar í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði, skv. lögfræðiáliti sem Guð- mundur H. Pétursson héraðsdóms- lögmaður vann fyrir landlæknisembættið. Hefur landlæknir í framhaldi af þessari niðurstöðu sent um 30 ein- staklingum, sem höfðu óskað eftir að gögn um látna ættingja þeirra yrðu ekki skráð í grunninn, bréf með vís- an til þessarar álitsgerðar, þar sem segir að því miður geti embættið ekki orðið við beiðni þeirra, skv. upp- lýsingum Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. Búast má við málaferlum Matthías sagði að sjálfsagt mætti búast við einhverjum málaferlum vegna þessa álitaefnis, eins og sam- tökin Mannvernd hefðu boðað. „Það er út af fyrir sig bara gott mál því þá fæst botn í þetta,“ sagði hann. Að sögn Matthíasar eru engin bein ákvæði í gagnagrunnslögunum um rétt aðstandenda til að hindra að gögn um látna fari í grunninn. Í at- hugasemdum með frumvarpinu var hins vegar tekið fram að frumvarpið gerði ekki ráð fyrir því að einstak- lingar gætu hafnað því að upplýsing- ar um látna foreldra þeirra væru færðar í gagnagrunninn. Var því óskað álits lögfræðings á ýmsum álitaefnum í þessu sambandi. Óskir foreldra um látin börn ættu að ná fram að ganga Í álitsgerð sinni kemst Guðmund- ur að þeirri niðurstöðu að óskir for- eldra látinna ólögráða barna um að gögn um þau verði ekki skráð í grunninn ættu að ná fram að ganga. .„Eðli máls samkvæmt má ætla að slíkar óskir foreldra ættu að ná fram að ganga enda um að ræða rétt (skyldu) sem fyrir hendi hefði verið í lifanda lífi barns, um að taka ákvarð- anir fyrir þess hönd, jafnvel þrátt fyrir að eiginlegu rétthæfi þess sé lokið [...]. Með sömu rökum myndi slíkt aftur á móti ekki ná til óska for- eldra um lögráða „börn“ sín, sem orðin voru lögráða við andlát, þar sem rétturinn til ákvörðunartöku fyrir þeirra hönd á grundvelli for- sjár, var ekki lengur fyrir hendi, fall- inn niður, og hinn lögráða einstak- lingur einn verið bær til að ráðstafa réttindum sínum og skyldum væri hann enn á lífi...“ segir í álitsgerð- inni. Nægilegt að annað foreldri óski úrsagnar ef þau eru ósammála Guðmundur kemst einnig að þeirri niðurstöðu að ekki þurfi samþykki beggja foreldra þegar foreldrar eru ekki á einu máli um hvort segja beri upplýsingar um ólögráða börn þeirra úr gagnagrunninum. „Meginreglan er að báðir forsjárforeldrar taki ákvarðanir fyrir ólögráða barn sitt sameiginlega, þ.m.t. um ráðstöfun á persónulegum högum þess. Í tilvik- um sem þessum má telja það eðlilega túlkun á 8. gr. laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði að óski annað for- eldrið eftir því að upplýsingar um ólögráða barn sitt (einnig látið barn) fari ekki í gagnagrunninn skuli verða við slíkri beiðni, jafnvel þótt hitt for- eldrið sé á öndverðum meiði,“ segir m.a. í álitsgerðinni. Guðmundur kemst að lokum að þeirri niðurstöðu að gagnagrunns- lögin feli ekki í sér sérstaka heimild nákominna ættingja til að fara með réttindi nákomins lögráða einstak- lings, sé hann látinn. „Hvorki for- eldrar þess látna eða eftir atvikum maki hans eða börn, geta því haldið uppi einstaklingsbundnum rétti hins látna, nema þá helst í tilvikum að við- komandi hafi lögvarða hagsmuni af því sjálfur að upplýsingar um hinn látna fari ekki í gagnagrunninn eða á grundvelli fyrirmæla hins látna sem hann hefur sannanlega gefið í lifanda lífi,“ segir í álitsgerðinni. Geta ekki hindrað að gögn um látna fari í grunninn Landlæknir leitaði til lögmanns vegna óska 30 manns um úrsagnir látinna ættingja úr gagnagrunni á heilbrigðissviði JEPPABIFREIÐ valt út af Norð- fjarðarvegi við Sandskeið fyrir ofan Eskifjörð á sunnudagskvöld. Hjón með þrjú börn voru í bílnum en þau sluppu með minniháttar meiðsl. Lögreglan á Eskifirði fékk til- kynningu um slysið skömmu fyrir klukkan 22 en fólkið hafði hringt í Neyðarlínu og beðið um aðstoð. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var þá aftakaveður á þessum slóðum og skyggni lítið sem ekkert. Björgunarsveitir frá Eskifirði og Neskaupstað voru þegar kallaðar út. Starfsmenn RARIK sem staddir voru á Eskifirði aðstoðuðu einnig við leitina. Fólkið gat ekki gefið upp ná- kvæma staðsetningu þannig að það tók lögreglu og björgunarsveitir nokkurn tíma að finna bifreiðina. Lögreglan bað þá manninn að ganga upp á veg til móts við leit- arflokkana. Skömmu síðar ók lög- reglan fram á hann. Þá var liðinn rúmur hálftími frá slysinu sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Jeppinn hafði oltið út af veginum og runnið niður hlíðina. Allar rúður á hægri hlið hans höfðu brotnað og var fólkinu orðið nokkuð kalt þegar lögregla og björgunarsveitir komu að. Jeppinn er talsvert skemmdur. Aftakaveður á Austfjörðum á sunnudag Jeppi með fimm manna fjölskyldu valt Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Skyggni var afar slæmt og því sáu björgunarmenn ekki jeppann þrátt fyrir að hann væri skammt frá veginum. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra undirrituðu samning um lokafrágang þeirra eftirmála snjó- flóðsins á Flateyri sem snúa að rík- isvaldinu og Ofanflóðasjóði á borg- arafundi sem haldinn var í íþróttahúsinu á Flateyri í gær. Davíð og Siv komu við á Flateyri í ferð sinni um norðanverða Vestfirði í gær þar sem einnig var farið til Ísafjarðar og Bolungarvíkur, fyrirtæki heimsótt og fundað með bæjaryfirvöldum. Í fyrrnefndum samningi er gert ráð fyrir að útdeila um 50 milljónum króna frá ríkinu og sömu upphæð frá Ofanflóðasjóði vegna afleiðinga snjó- flóðsins 1995. Þá var einnig greint frá ráðstöfun eftirstöðva söfnunar- innar „Samhugur í verki“, um 58 milljóna króna, sem fara í ýmis verk- efni á Flateyri. Alls eru þetta því 158 milljónir króna sem renna nú til Flateyringa vegna snjóflóðsins fyrir rúmum fimm árum sem tók 20 mannslíf. Samkvæmt samningnum er kveð- ið á um að lokaframlag ríkisins, 50 milljónir króna, fari til endurbóta á gatnakerfinu í neðri hluta þorpsins, þangað sem byggðin hefur verið flutt eftir snjóflóðið. Þá er gert ráð fyrir að Ofanflóðasjóður taki að sér tiltek- in verkefni, sem eru m.a. frágangur gatna og opinna svæða í efri hluta bæjarins þar sem flóðið féll. 158 milljónir vegna eftir- mála snjóflóðsins á Flateyri Morgunblaðið/Sigurjón Davíð Oddsson forsætisráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra fengu sér sushi-rétti á Flateyri. Forsætisráðherra og umhverfisráðherra á Vestfjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.