Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ undirbýr nú ítar- lega kynningu meðal almennings á lífsýnasöfnum og reglum um söfnun og notkun lífsýna. Jafnframt mun embættið setja á fót dulkóðaða úrsagnarskrá yfir þá lífsýnagjafa sem vilja afturkalla svonefnt ætlað samþykki sitt fyrir því að lífsýni þeirra verði vistuð í lífsýnasafni. Er sú skrá sambærileg úr- sagnarskrá sem landlæknisembættið heldur vegna tilkynninga um úrsagnir úr miðlægum gagna- grunni á heilbrigðissviði, skv. upplýsingum sem fengust hjá landlæknisembættinu. Ganga út frá ætluðu samþykki við þjónusturannsóknir Lög um lífsýnasöfn tóku gildi 1. janúar sl. og fyrr í þessum mánuði gaf heilbrigðisráðuneytið út reglugerð með nánari fyrirmælum um vörslu og nýtingu lífsýna í lífsýnasöfnum, hvernig tryggt yrði að lífsýnagjafar gætu afturkallað ætlað samþykki o.fl. Samkvæmt lífsýnalögunum skal aflað upplýsts og óþvingaðs samþykkis þegar lífsýna er aflað sér- staklega til varðveislu í lífsýnasafni og vegna vís- indarannsókna. Getur lífsýnisgjafi hvenær sem er afturkallað slíkt samþykki sitt. Lögin kveða hins vegar einnig á um að hafi lífs- ýnum verið safnað vegna þjónusturannsóknar, sem gerð er vegna heilbrigðisþjónustu við einstakling eða meðferðar, megi ganga út frá ætluðu samþykki hans fyrir því að sýnið verði vistað í lífsýnasafni til notkunar skv. 9. grein laganna. Lífsýnisgjafi getur þó einnig í þessum tilfellum hvenær sem er afturkallað ætlað samþykki sitt fyr- ir vistun lífsýnis síns. „Við afturköllun ætlaðs samþykkis skal lífsýni ekki eytt, en það varðveitt til notkunar í þágu lífs- ýnisgjafa. Þegar aðgangur er veittur samkvæmt framangreindu skal það skráð. Önnur notkun er háð sérstakri heimild lífsýnisgjafa sbr. þó 4. mgr. Lífsýnisgjafi skal tilkynna landlækni ósk sína. Landlæknir skal annast gerð eyðublaða fyrir slíkar tilkynningar og sjá til þess að þau liggi frammi á heilbrigðisstofnunum, hjá sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmönnum og annars staðar þar sem lífsýni eru tekin. Um öryggi þessara upplýsinga fer skv. reglum sem Persónuvernd setur sbr. 8. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 110/2000 um lífsýnasöfn. Safnstjórn getur í undantekningartilvikum, að fengnu leyfi Persónuverndar og vísindasiðanefnd- ar, heimilað notkun lífsýna í öðrum tilgangi en ætl- að var þegar þau voru tekin, enda mæli brýnir hagsmunir með því og ávinningurinn vegi þyngra en hugsanlegt óhagræði fyrir lífsýnisgjafann eða aðra aðila,“ segir í 9. grein reglugerðarinnar. Heimilt er að vista lífsýni úr látnum einstaklingi í lífsýnasafni, skv. ákvæðum reglugerðarinnar, enda hafi hann ekki fyrir andlátið afturkallað ætlað sam- þykki sitt. Landlækni ber að sjá til þess að óskir lífsýnis- gjafa um afturköllun samþykkis séu virtar og ber honum að halda dulkóðaða úrsagnarskrá yfir lífs- ýnagjafa. Þá hafa verið settar reglur í reglugerðinni um hvernig tryggja skuli jafnræði þeirra sem óska eft- ir aðgangi að lífsýnasöfnum vegna vísindarann- sókna. Tekið er fram að ef um er að ræða erfða- rannsókn skuli að jafnaði leitað upplýsts samþykkis viðkomandi sé hann á lífi og ávallt ef unnt er að rekja upplýsingar til tiltekins einstak- lings og skal það háð mati vísindasiðanefndar og Persónuverndar. „Í lífsýnasöfnum sem orðið hafa til á heilbrigð- isstofnunum hins opinbera eða stofnunum sem kostaðar eru af almannafé skal safnstjórn við gerð samnings við vísindamenn gæta samræmis og jafn- ræðis við veitingu aðgangs að lífsýnasafni. Aðgang- ur að lífsýnasafni skal byggjast á faglegum og vís- indalegum forsendum að teknu tilliti til hagsmuna lífsýnisgjafa,“ segir í 11. gr. reglugerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum landlæknisembættis- ins mun það á næstu vikum vinna að öflun upplýs- inga um öll lífsýnasöfn í landinu en embættinu ber að halda skrá yfir þau, sem skal vera aðgengileg al- menningi á heimasíðu landlæknis. Loks er í reglugerðinni fjallað um upplýsinga- rétt lífsýnisgjafa en skv. henni er landlækni eða safnstjórn lífsýnasafns skylt að veita lífsýnisgjafa upplýsingar um hvort lífsýni úr honum eru geymd í lífsýnasafni, hverskonar lífsýni það eru, í hvaða til- gangi þau voru tekin, hver hafi fengið eða geti fengið aðgang að lífsýninu og á hvaða forsendum og loks hvaða öryggisráðstafanir eru viðhafðar við söfnun og geymslu lífsýnanna. Landlæknir undirbýr kynningu vegna gildistöku laga um lífsýni Geta afturkallað ætlað sam- þykki fyrir vistun lífsýna í safni UM 60 íslenskir löggæslu- og toll- gæslumenn sitja þessa dagana nám- skeið í fíkniefnalöggæslu með sér- staka áherslu á fíkniefnaeftirlit á flugvöllum. Námskeiðahaldarar eru þrír sérfræðingar frá fíkniefna- stofnun bandaríska dómsmálaráðu- neytisins, en námskeiðið er sér- sniðið fyrir þá sem vinna við lög- og tollgæslu á flugvöllum. Haldin verða tvö tveggja daga námskeið og hófst það fyrra í gær. Auk starfsmanna lögreglustjór- ans á Keflavíkurflugvelli sækja námskeiðið starfsmenn ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík og aðrir lögreglumenn sem starfa við fíkniefnalöggæslu. Bandaríska sendiráðið á Íslandi og í Kaupmannahöfn höfðu milligöngu um komu sérfræðinganna þriggja til landsins að beiðni Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráðherra og Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra. Lögregluskóli ríkisins annast umsjón og skipulagningu námskeiðsins. Námskeiðahaldið er liður í sam- starfi íslenskra og bandarískra lög- regluyfirvalda sem komst á á síð- asta ári í kjölfar heimsóknar Sólveigar Pétursdóttur til Banda- ríkjanna í nóvember 1999. Þar átti hún fund með Janet Reno dóms- málaráðherra og fleirum. Þar var m.a. rætt um að koma á samvinnu ríkjanna um aðferðir í baráttunni við eiturlyfjavandann, m.a. í þjálfun lögreglumanna, bæði hvað varðar fíkniefnalöggæslu og þjálfun við landamæraeftirlit og nýjasta tækja- búnað sem beitt er við fíkniefnaleit. Morgunblaðið/Ásdís Við upphaf námskeiðsins í Lögregluskóla ríkisins í gær. Frá vinstri: Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, Barbara Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskólans. Bandarískir sérfræð- ingar með námskeið í fíkniefnalöggæslu BROTIST var inn í fyrirtæki á Granda í Reykjavík í fyrrinótt. Maðurinn hafði brotið rúðu til að komast inn en við það fór þjófa- varnarkerfi fyrirtækisins í gang. Öryggisvörður kom á staðinn skömmu síðar. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði öryggisverðinum tekist að klófesta mann sem grunaður er um innbrotið. Hann var færður í fanga- geymslur lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni virðist sem engu hafi þó verið stolið frá fyrirtækinu. Misheppn- að innbrot SIGRÚN Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að í a.m.k. þremur mismunandi tilvikum sé þeim, sem skrá upplýsingar um ein- staklinga, skylt að láta viðkomandi vita áður en upplýsingarnar eru skráðar. Að öðrum kosti sé and- mælaréttur viðkomandi misvirtur. „Það getur t.d. átt við þegar gerðir eru markhópar, þ.e. hópar sem eru líklegir til að kaupa til tekna vöru,“ segir Sigrún. Annað tilvik um lögbundna fyrir- framaðvörun, sem einstaklingar eiga rétt á, lýtur að starfsemi fyrirtækja sem safna upplýsingum um fjár- hagsmálefni. Þetta eru t.d. aðilar sem halda svokallaða „svarta lista“. Þriðja tilvikið segir Sigrún snúa að heilbrigðisgeiranum, nánar tiltek- ið þegar upplýsingar eru fengnar um eintaklinga úr sjúkraskrám. „Ef fyr- ir dyrum stendur t.d. að gera lækn- isfræðilega rannsókn og leitað er í sjúkraskrám fólks eftir upplýsingum þá þarf fyrst að liggja fyrir sam- þykki sjúklinga.“ Að þessu viðbættu eru ákvæði í lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga um að hinn skráði geti hvenær sem er fengið upplýsingar eftir á um það sem um hann er skráð hjá ábyrgðaraðila. Einnig getur hver sem er fengið al- menna vitneskju um það sem um hann er skráð hjá ábyrgðaraðila. Aðvara skal fólk áður en vinnsla persónuupplýsinga hefst Markhópar, svartir listar og sjúkraskrár KARLMAÐUR um þrítugt var fluttur á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi vegna áverka sem hann hlaut í slagsmálum á skemmtistað í Borgarnesi aðfara- nótt sunnudags. Lögreglan hand- tók mann um þrítugt vegna máls- ins. Maðurinn sem slasaðist hlaut áverka í andliti samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Borgarnesi. Hann hefur kært líkamsárásina. Borgarnes Líkamsárás á skemmtistað ♦ ♦ ♦ ÖKUMAÐUR ók út af veg- inum um Langadal á sunnu- dagskvöld. Bíllinn lenti í skafli en við höggið blésu líknarbelgir í bílnum út. Mað- urinn fékk far með hópferða- bifreið til Sauðárkróks. Hann kenndi sér eymsla í baki og leitaði sér aðstoðar á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðár- króki. Nokkuð var um að bílar færu út af í umdæmi lögregl- unnar á Sauðárkróki á sunnu- dagskvöld enda veður og skyggni slæmt. Ekki er þó vitað um eignatjón. Ók út í skafl Líknar- belgir blésu út
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.