Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála felldi í gær úr gildi ákvörðun
samkeppnisráðs frá 15. desember
2000, þar sem kaup Prentsmiðjunn-
ar Odda hf. á Steindórsprenti – Gut-
enberg ehf. voru ógilt.
Samkeppnisráð taldi yfirtöku
Odda á Steindórsprenti – Gutenberg
leiða til markaðsyfirráða hins sam-
einaða fyrirtækis, hún drægi veru-
lega úr samkeppni og væri andstæð
markmiði samkeppnislaga. Prent-
smiðjan Oddi og Búnaðarbanki Ís-
lands hf., sem seldi Odda meirihluta
hlutafjár í Steindórsprenti – Guten-
berg 19. október 2000, kærðu
ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýj-
unarnefndar samkeppnismála, og
kröðust þess að ákvörðunin yrði
felld úr gildi. Samkeppnisráð krafð-
ist þess hins vegar að áfrýjunar-
nefndin staðfesti ógildingu samrun-
ans. Áfrýjunarnefndin féllst á kröfu
áfrýjenda og því má Prentsmiðjan
Oddi hf. yfirtaka Prentsmiðjuna
Steindórsprent – Gutenberg ehf.
Ánægður með niðurstöðu
áfrýjunarnefndarinnar
Þorgeir Baldursson, forstjóri
Prentsmiðjunnar Odda hf., segist
mjög ánægður með niðustöðu áfrýj-
unarnefndar samkeppnismála, ekki
eingöngu fyrir hönd Odda heldur al-
mennt fyrir fyrirtækjarekstur í
landinu. Hann segir að það kveði við
allt annan tón í úrskurði áfrýjunar-
nefndarinnar en í ákvörðun sam-
keppnisráðs. Nefndin geri sér því
grein fyrir hver raunveruleg sam-
keppni sé á þessum markaði og að ef
takast muni að ná fram hagkvæmni
og að hagræða í rekstrinum muni
neytendur njóta góðs af því. Heldur
meiru af verkefnum muni þá jafn-
framt væntanlega vera hægt að
halda inni í landinu.
„Með þessari niðurstöðu áfrýjun-
arnefndarinnar finnst okkur að við
getum haldið áfram því starfi sem
við teljum okkur hafa verið að vinna.
Við höfum verið að hagræða og
tækjavæða þannig að okkur takist
að keppa við þau stóru erlendu fyr-
irtæki sem eru að ásælast verkefni
hér á þessum markaði. Það var
skelfilegt að vera dæmdur á röngum
forsendum. Samkeppnisstofnun gaf
sér að þessi erlenda samkeppni væri
ekki til staðar í þeim mæli sem við
höfum haldið fram. Þetta brennur
hins vegar á okkur hvern einasta
dag,“ segir Þorgeir.
Tvö meginatriði bar í milli
Verulegur greindi á milli for-
svarsmanna Prentsmiðjunnar Odda,
annars vegar, og samkeppnisráðs,
hins vegar. Í fyrsta lagi er um að
ræða mismunandi mat á áhrifum er-
lendrar samkeppni á prentmarkað-
inn hér á landi. Í öðru lagi er hins
vegar mismunandi álit á því hver
væri markaðshlutdeild sameinaðs
fyrirtækis Odda og Steindórsprents
– Gutenberg. Samkeppnisráð gerði í
ákvörðun sinni mun minna úr nauð-
syn samruna á prentmarkaði hér á
landi til að mæta erlendri sam-
keppni en forsvarsmenn Odda. Þá
kom fram í ákvörðun samkeppnis-
ráðs að það metur markaðshlutdeild
sameinaðs fyrirtækis meiri en for-
svarsmenn Odda gera. Áfrýjunar-
nefnd samkeppnismála féllst í meg-
indráttum á sjónarmið Prent-
smiðjunnar Odda í þessum tveimur
málum.
Erlend viðskipti hamla gegn
óhagstæðum áhrifum samrunans
Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar
kemur fram að nefndin telur að sam-
keppni erlendis frá sé nú þegar
nokkur. Ekki sé vafi á því að óhag-
stæðari skilmálar varðandi almennt
prentverk en nú ríki hér á landi
myndu kalla fram aukin viðskipti við
erlenda aðila. Þetta eigi alveg sér-
staklega við um prentun bóka og
tímarita erlendis. Þessi möguleiki sé
til þess fallinn að hamla gegn óhag-
stæðum áhrifum samruna Odda og
Steindórsprents – Gutenberg og
hindra eða takmarka möguleika fyr-
irtækisins til að áskilja sér óeðlilega
viðskiptaskilmála eftir hann. Í því
sambandi beri sérstaklega að hafa í
huga að erlend viðskipti af þessu
tagi séu frjáls og hafi að auki verið
gerð aðgengilegri með aðild Íslands
að Evrópska efnahagssvæðinu. Við
það bætist þær tækninýjungar sem
orðið hafi á undanförnum árum sem
auðveldi þessi viðskipti.
Frekari sameining á markaðnum
Í úrskurðinum segir að sam-
keppnisaðilar Oddasamstæðunnar á
hinum almenna prentmarkaði séu
margir og smáir. Þeir hafi ekki sam-
einast í neinum teljandi mæli enn
sem komið sé. Telja verði þó vissar
líkur fyrir því að slík þróun eigi eftir
að eiga sér stað með svipuðum hætti
og gerst hefur í mörgum öðrum
greinum, þar á meðal hjá bókafor-
lögum, enda sé afkastageta fyrir-
tækjanna á markaðnum umfram eft-
irspurn og nýting því ekki í æskilegu
horfi út frá arðsemissjónarmiðum.
Sé þetta haft í huga sé vart við því að
búast að nýir aðilar hasli sér völl á
hinum almenna prentmarkaði í
miklum mæli þó að nýleg dæmi séu
um slíkt. Fremur sé rétt að búast við
sameiningu þeirra fyrirtækja sem
fyrir séu á markaðnum sem myndu
þá væntanlega veita aukið aðhald.
„Þó að íslenskur prentmarkaður
sé smár verður hann engu að síður
að geta tekist á við samkeppni sem
stafar frá erlendum aðilum, þar á
meðal aðilum frá Evrópska efna-
hagssvæðinu,“ segir í úrskurði
áfrýjunarnefndarinnar. „Þetta á
ekki síst við um bækur og tímarit.
Ljóst er að íslensk fyrirtæki verða
að vera vel vædd tækjum og mönn-
um og tæknilega fullkomin til að
geta tekið þátt í þeirri samkeppni
með árangri og jafnframt átt sókn-
arfæri á erlenda markaði. Ágrein-
ingslaust er að fyrirtækið Steindórs-
prent – Gutenberg ehf. er búið
öflugum tækjakosti og hefur mikla
afkastagetu. Samanlagt er lítill vafi
á því að samruninn eykur tækni- og
afkastaforskot Oddasamstæðunnar
á keppinauta sína. Samruninn getur
því haft þau áhrif að samkeppni af
hálfu annarra aðila á íslenska mark-
aðnum veikist en á hinn bóginn get-
ur aukin stærðarhagkvæmni verið
gagnleg í samkeppni við erlenda
prentaðila. Áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála telur álitamál, út frá
þessum sjónarmiðum, hvort hinn
fyrirhugaði samruni muni hindra
virka samkeppni eða verða henni til
góðs. Rétt þykir að líta svo á að sá
vafi sem hér er á ferðinni falli frem-
ur áfrýjanda í hag.“
Lítur áfrýjunarnefnd samkeppn-
ismála svo á að kaupendur almenns
prentverks eigi talsverða möguleika
á að flytja viðskipti sín annað ef
vart verður við óhagstæð viðskipta-
skilyrði í kjölfar samruna Odda og
Steindórsprents – Gutenberg.
Markaðshlutdeild ekki svo mikil að
hún ein geti ráðið úrslitum í málinu
Áfrýjunarnefndin telur þá leið
eina færa að meta markaðshlutdeild
Oddasamsteypunnar með hliðsjón af
hinum almenna prentmarkaði í heild
sinni eins og hann hafi verið skil-
greindur í hinum áfrýjaða úrskurði
en samkvæmt því megi reikna með
að markaðshlutdeild hennar verði
37–38% ef miðað sé við að samrun-
inn nái fram að ganga og hafi aukist
um 7% við hann. Í þessu sambandi
sé rétt að taka fram að meiri raun-
hæf samkeppni erlendis frá sé ein-
mitt í bókum og tímaritum þar sem
samrunastigið sé hærra. Áfrýjunar-
nefndin telur að markaðshlutdeild
þessi sé ekki svo mikil að hún ein sér
geti ráðið úrslitum í máli þessu.
Nefndin segir að aðrir þættir
skipti einnig máli þegar heildaráhrif
samrunans séu metin. „Heildarnið-
urstaðan er sú að hinn almenni
prentmarkaður á Íslandi er þess eðl-
is að ekki eru nægjanleg rök komin
fram um það að samruninn muni
hindra virka samkeppni í þeim mæli
að ástæða sé til að ógilda hann. Hef-
ur þá m.a. bæði verið tekið tillit til
þeirrar samkeppni sem kann að
stafa frá erlendum aðilum og að
markaður sá sem hér um ræðir er
opinn og aðgangur að honum
óhindraður í þeim skilningi að al-
mennar lagahömlur eru ekki fyrir
hendi sem hindra ný fyrirtæki að
taka sér stöðu á markaðnum eða efla
samstarf með sér aðrar en þær sem
leiða má af samkeppnislögum.
Við heildarmat á þessum atriðum
þykir verða að hafa í huga þá meg-
inreglu að samkeppnisyfirvöld skuli
ekki hnekkja lögmætum samning-
um fyrirtækja nema nauðsyn beri
til. Af þessum sökum ber að fella úr
gildi hina áfrýjuðu ákvörðun,“ segir
í úrskurði áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála.
Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um yfirtöku Odda á Steindórsprenti – Gutenberg
Ákvörðun samkeppn-
isráðs felld úr gildi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KAUPÞING hf. sendi frá sér árs-
uppgjör í gær. Þar kom fram að fyr-
irtækið hagnaðist um 727 milljónir
króna á síðasta ári, sem er 23%
aukning frá árinu 1999. Önnur fjár-
málafyrirtæki höfðu að meðaltali
spáð Kaupþingi 671 milljónar króna
hagnaðar og er afkoman því nokkru
betri en spár. Hún er hins vegar lak-
ari en um mitt ár í fyrra, því þá var
hagnaður 528 milljónir króna fyrir
fyrstu sex mánuði ársins.
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, segist nokkuð sáttur við
uppgjör ársins miðað við þær að-
stæður sem ríktu á síðari hluta þess
á fjármálamörkuðum. „Við höfum
ekki frekar en aðrir farið varhluta af
lækkun hlutabréfaverðs og vaxta-
hækkunum, og urðum fyrir verulegu
tapi vegna þessa. Að geta skilað þó
þessu þrátt fyrir slík áföll teljum við
nokkuð gott,“ segir Sigurður.
Þriðjungur hagnaðarins
af starfsemi erlendis
Hann segir að fjárfestingar Kaup-
þings erlendis séu farnar að skila
sér í verulegum mæli og yfir þriðj-
ungur hagnaðarins komi erlendis
frá, þ.e. frá Stokkhólmi, Lúxem-
borg, New York og Færeyjum.
Þessar einingar styðji rekstur
Kaupþings mjög.
„Það má segja að tvennt haldi
uppi afkomunni á síðasta ári. Ann-
ars vegar reksturinn erlendis og
hins vegar ýmis stór verkefni sem
við höfum unnið að á síðasta ári og
hafa gefið ágætar tekjur. Stöðutaka
fyrirtækisins skilar hins vegar ekki
neinum tekjum, frekar er tap af
þeirri starfsemi,“ segir Sigurður.
Í fréttatilkynningu segir að yfir-
lýst markmið Kaupþings sé að helm-
ingur tekna þess komi að utan innan
fjögurra ára og að þetta markmið sé
á góðri leið með að nást. Heildar-
umfang verðbréfaviðskipta hjá
Kaupþingi jókst um 113% á milli ára
og var 872 milljarðar króna í fyrra.
Vöxtur efnahagsreiknings Kaup-
þings var mikill á síðasta ári, eða
164%, miðað við 22% árið á undan.
Eigið fé jókst um 138% í 4,6 millj-
arða króna og skýrist það meðal
annars af hlutafjáraukningu sem fór
fram samhliða skráningu félagsins á
Verðbréfaþing Íslands í október síð-
astliðnum. Rekstrargjöld jukust
meira, um 94%, en hreinar rekstr-
artekjur, 73%. Í fréttatilkynningu
frá félaginu segir að skýring þessa
sé meðal annars mikil fjölgun starfs-
manna, en þeim fjölgaði um 34% í
254.
Í fréttatilkynningunni segir að
framtíðarhorfur félagsins séu viðun-
andi. Staða þess innanlands sé
traust og með útrás gefist mikil
vaxtartækifæri auk þess sem útrás-
in dreifi áhættu.
Hagnaður Kaupþings hf. 727 milljónir króna
Vöxtur efnahags 164%
!
!" #$%
"
#$%&
' ( ) "
!"
!"
*)**+
*),,-
,),..
*),/0
1
2,-/
&'()*+
&,(-./
*)3.4
&'()*+
**5+6
4/536
+15+6
*31
!
!"
#
"
"
""
"
$
%
%
$ ##
PHARMACO hf. og Balkanpharma,
sem er dótturfyrirtæki Pharmaco,
seldu í gær allt hlutafé sitt í Delta hf.
Nafnvirði hlutafjárins voru rúmar
43,5 milljónir króna, eða 19,9%
hlutafjár, og gengið 25, sem þýðir að
söluverð er tæpur 1,1 milljarður
króna. Bókfært virði hlutafjárins var
839 milljónir króna, þannig að geng-
ishagnaður Pharmaco er tæpar 250
milljónir króna.
Kaupandi er Jóhann Óli Guð-
mundsson, eigandi Securitas, og seg-
ir hann að ástæður kaupanna séu að-
allega þær að Delta sé framsækið og
spennandi fyrirtæki og hann beri
traust til stjórnenda þess og stjórn-
ar. Þá hafi hann um árabil tekið þátt
í fjárfestingum í heilbrigðisgeiran-
um og hafi lengi talið þann geira
áhugaverðan.
Sindri Sindrason, forstjóri
Pharmaco, segir að þegar Pharmaco
keypti í Delta í fyrravor hafi fyrir-
tækið verið á höttunum eftir sam-
vinnu sem hafi ekki alveg gengið eft-
ir eins og að var stefnt, en Pharmaco
eigi viðskipti við Delta eftir þessa
sölu sem áður.
Hann segir það sem mestu hafi
ráðið um söluna vera að stjórnendur
Pharmaco telji að fjármunirnir nýt-
ist betur í eigin fyrirtæki en með því
að vera hluthafi með þessum hætti í
Delta en einnig spili inn í að eftir að
hafa tekið Balkanpharma yfir að
fullu þá sé Pharmaco í líkari rekstri
og Delta en áður hafi verið.
Jóhann Óli Guðmundsson
kaupir 19,9% í Delta hf.