Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 23
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 23
MOKVEIÐI hefur verið á loðnumið-
unum út af Snæfellsnesi síðan fyrir
helgi en loðna hefur ekki látið sjá sig
aftur fyrir austan land. Um 400.000
tonn eru eftir af kvótanum og þar
sem hrognafyllingin í göngunni fyrir
vestan er komin yfir 20% óttast
menn að erfitt verði að ná kvótanum,
ekki síst ef ekki fer að birta til fyrir
austan.
Mikið var að gera í öllum loðnu-
verksmiðjum landsins um helgina.
Þrjú skip lönduðu t.d. ríflega 3.200
tonnum hjá Tanga hf. á Vopnafirði í
gær og í fyrradag og þar á meðal var
Sunnuberg NS, sem var með um
1.250 tonn.
Lárus Grímsson, skipstjóri á
Sunnubergi, fór austurleiðina til
baka vestur í þeirri von að hitta á
loðnu en varð ekki að ósk sinni frek-
ar en öðrum. „Það er alltaf þessi
möguleiki að hitta á hana fyrir aust-
an og því er farið þennan spotta þótt
það sé ívið lengra, því ef hún brestur
á sparar það fleiri, fleiri klukkutíma.
Samband var haft við öll fley á svæð-
inu en enginn hafði séð neitt. Að vísu
voru einhverjar hreytur úti í djúp-
köntunum en það var ekki neitt,
neitt.“
Að sögn Lárusar er nóg eftir í
göngunni við Snæfellsnes en
hrognafyllingin er skelfilega langt
komin, eins og hann orðar það. Hann
segir það mikinn misskilning að
blanda hugsanlegu verkfalli við um-
ræðuna fyrir vestan því loðnan í
göngunni verði löngu búin að hrygna
og horfin fyrir 15. mars. „Það eru
svona 10 til 12 dagar eftir,“ segir
hann.
Tangi hefur fryst þó nokkuð af
loðnu á Rússlandsmarkað en Lárus
segir að hrognafyllingin sé of mikil
fyrir Japansmarkað því Japanir vilji
ekki að hrognafyllingin sé mikið
meiri en 20%. „Þetta er skelfileg
staða, en sem betur fer finnst
Rússanum bara betra að hafa smá
átu í loðnunni því hún kryddar hana
svolítið. En við erum skelfingu
lostnir því þetta eru engin afköst hjá
okkur þegar túrinn tekur fjóra
sólarhringa, ef allt gengur upp.“
Hann segir ennfremur að komi
ekki loðna fyrir austan bitni það illa
á bræðslunum á Austurlandi. „Ef
eitthvað kemur fyrir austan eigum
við möguleika á að ná kvótanum en
staðan er ekki góð og jafnvel óskilj-
anleg. Reyndar hefur hún farið utan
við kantana og eitt árið kom hún upp
við Reykjanes öllum að óvörum.“
Morgunblaðið/RAXLoðnusjómenn hafa veitt grimmt að undanförnu í skjóli Snæfellssjökuls.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Ísleifur VE landaði um 1.100 tonnum af loðnu í Eyjum á sunnudag.
Mokveiði út af
Snæfellsnesi
NIÐURSTÖÐUR bráðabirgða-
skýrslu stjórnvalda á Nýfundnalandi
gefa til kynna að ekki megi kenna
aukinni selagengd á fiskimiðum við
landið um hnignum fiskistofna. Sjó-
menn á Nýfundnalandi hafa lengi
haldið því fram að vöðuselir séu á
góðri leið með að leggja fiskistofnana
í rúst og hafa hvatt til stórfelldra sel-
veiða til að halda selastofninum í
skefjum. Sjómenn segja að selirnir
bíti í kvið þorska, sjúgi úr þeim lifrina
og skilji rotnandi hræin eftir. Nefnd
sem skipuð var til að rannsaka afrán
selanna heldur því hinsvegar fram að
þótt selir éti mikið af fiski liggi ekki
fyrir nein vísindaleg sönnun fyrir því
að hnignun þorskstofnsins megi rekja
beint til þess. Niðurstaðan hefur vak-
ið hörð viðbrögð meðal fiskimanna á
Nýfundnalandi en dýraverndunar-
sinnar segjast í sjöunda himni, nú
liggi fyrir að ekki þurfi að drepa seli
til verndar fiskinum.
Ekki selnum
að kenna