Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 26
ERLENT
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKVÆMT óformlegri talningu
dagblaðsins Miami Herald hefði Al
Gore ekki fengið nægilegan fjölda
atkvæða í Flórída til að vinna sigur
á George W. Bush í bandarísku for-
setakosningunum, þótt hæstiréttur
hefði heimilað að lokið yrði við hand-
talningu atkvæða í ríkinu.
Miami Herald fékk endurskoðun-
arfyrirtæki til að handtelja atkvæði
í Miami Dade-sýslu og niðurstaðan
var sú að Gore hefði ekki bætt við
sig nema 49 atkvæðum. „Þá hefði
vantað 140 atkvæði upp á til að
vinna upp forskot Bush, jafnvel þótt
tekið væri tillit til aukningar Gores í
Volusia, Palm Beach og Broward –
þeim þremur sýslum öðrum þar sem
Gore fór fram á handtalningu,“ seg-
ir í blaðinu í gær.
Enga merkingu að finna á
nær helmingi kjörseðlanna
Mark Siebel, fréttastjóri hjá
Miami Herald, segir að um 15 blaða-
menn og talningamenn hafi rann-
sakað 10.644 vafaatkvæði frá þess-
um sýslum og tekið er fram að
talningarmennirnir hafi notað víð-
ustu mögulegu skilgreiningu á því
hvenær atkvæði teldist gilt. Taldir
voru kjörseðlar sem talningarvélar
höfðu afgreitt sem auða eða ógilda.
Samkvæmt niðurstöðum Miami
Herald mátti túlka 1.555 seðlanna
sem atkvæði greidd Gore, en 1.506
sem atkvæði greidd Bush. 106 seðla
mátti túlka sem atkvæði greidd öðr-
um frambjóðendum og á 527 seðlum
var merkt við fleiri en einn fram-
bjóðanda. Á 4.892 seðlum var enga
merkingu að finna en á 2.058 seðlum
hafði verið gatað út fyrir þau svæði
sem merkt voru frambjóðendum.
„Margir áttu von á að talningin
leiddi í ljós fjölmörg ótalin atkvæði
greidd Gore, en svo reyndist ekki
vera,“ sagði aðalritstjóri blaðsins,
Martin Baron, á sunnudag.
Eftir forsetakosningarnar 7. nóv-
ember sl. fór Al Gore fram á end-
urtalningu vafaatkvæða í nokkrum
sýslum Flórída vegna þess hve
mjótt var á munum í ríkinu, en nið-
urstaðan þar réð úrslitum kosning-
anna. Gore játaði sig sigraðan 13.
desember, eftir að hæstiréttur
Bandaríkjanna úrskurðaði að hand-
talning atkvæða í nokkrum sýslum
Flórída stangaðist á við stjórnar-
skrána.
Repúblikanar segja
niðurstöðuna styrkja Bush
Repúblikanar segja niðurstöður
talningar Miami Herald benda til
þess að George W. Bush hafi allan
tímann verið réttmætur sigurvegari
forsetakosninganna.
„Bush var löglega kjörinn á kjör-
dag. Hann hafði unnið sigur strax
og niðurstöður fyrstu véltalningar-
innar í ríkinu lágu fyrir,“ sagði
Mark Wallace, lögmaður Repúblik-
anaflokksins í Miami í samtali við
AP-fréttastofuna í gær.
Demókratar túlka niðurstöðu
Miami Herald hins vegar þannig að
hvorug fylkingin hefði getað séð fyr-
ir um úrslit endurtalningar.
„Þetta sýnir enn betur hversu
óútreiknanleg endurtalning hefði
verið fyrir báða aðila,“ hafði AP í
gær eftir Doug Hattaway, fyrrver-
andi talsmanni fyrir kosningabar-
áttu Gores. „Þetta sýnir að viðleitni
Bush til að tefja og koma í veg fyrir
endurtalningu atkvæða kom honum
í raun ekki til góða.“
Fleiri fjölmiðlar láta
skoða vafaatkvæði
Nokkur bandarísk dagblöð og
fréttastofur hafa tekið sig saman og
fengið óháða rannsóknastofnun til
að skoða vafaatkvæðin í Flórída.
Stofnunin mun fara yfir 180 þús-
und kjörseðla frá öllum 67 sýslum
ríkisins, sem talningarvélar höfðu
afgreitt sem auða eða ógilda. Aðeins
verður reynt að lýsa merkingum á
seðlunum en ekki að fullyrða hvort
þeir hefðu átt að teljast gild at-
kvæði. Búist er við að talningunni
verði lokið fyrir aprílbyrjun, en
meðal þeirra fjölmiðla sem standa
að henni eru The New York Times,
The Washington Post, CNN, The
Wall Street Journal og AP-frétta-
stofan.
Óformleg endurtalning dagblaðsins Miami Herald á atkvæðum í Flórída
Gore hefði ekki haft sigur
Miami. AFP, AP.
Reuters
Frá endurtalningu vafaatkvæða í Miami Dade-sýslu í desember sl.
LÖGFRÆÐINGAR Banda-
ríkjastjórnar og Microsoft
komu í gær fyrir áfrýjunar-
dómstól og þar ætluðu
fulltrúar tölvufyrirtækisins að
reyna fá hnekkt þeim úr-
skurði annars dómstóls, að
það hefði brotið lög um einok-
unarfyrirtæki og skyldi skipt
upp.
Málflutningur fyrir áfrýj-
unardómstólnum átti að taka
tvo daga en ekki er vitað hve-
nær hann kveður upp sinn úr-
skurð. Mun hann annaðhvort
staðfesta eða hafna dómi frá í
apríl fyrir ári þar sem sagði
að Microsoft hefði nýtt sér yf-
irburði sína og reynt að koma
í veg fyrir samkeppni. Þá
vilja lögfræðingar fyrirtækis-
ins, að afturkölluð verði fyr-
irmæli um, að því verði skipt
upp í tvö fyrirtæki og fram-
leiði annað stýrikerfin en hitt
hugbúnaðinn. Ýmsir lögspek-
ingar telja að Microsoft geti
gert sér góðar vonir um að fá
sínu framgengt í þessu máli.
Microsoft fyrir
áfrýjunardómstól
Vill fá
fyrri
dómi
hnekkt
Washington. AFP.
ÓTTAST er að kindur, smitaðar gin-
og klaufaveiki, hafi verið fluttar til
annarra Evrópulanda frá Bret-
landi en Bretar flytja út lifandi kind-
ur fyrir 32 milljónir punda árlega. Í
gær hittust landbúnaðarráðherrar
Evrópusambandsins í Brussel, þar
sem Nick Brown landbúnaðarráð-
herra upplýsti starfsbræður sína um
ástandið.
„Allir verða að vera á verði og
ferðir upp í sveit í nágrenni við hús-
dýr ættu ekki að eiga sér stað,“ hef-
ur Ben Gill, forseti bresku bænda-
samtakanna, lýst yfir hvað eftir
annað í breskum fjölmiðlum undan-
farið. Það var þó misjafnt eftir hér-
uðum, hvað fólk tók þær ábendingar
til sín og kæruleysi sums staðar olli
gremju hjá bændum er álitu fólk
sýna lítinn skilning á alvöru málsins.
Breska landbúnaðarráðuneytið er
þegar komið með ítarlegar upplýs-
ingar á heimasíðu sinni og breskur
landbúnaður nánast í herkví, enda er
gin- og klaufaveikin bráðsmitandi og
leggst á öll húsdýr, sem eru klauf-
dýr, en einnig á rottur.
„Þetta var það sem breskur land-
búnaður mátti síst við,“ sagði Tony
Blair forsætisráðherra er hann
heyrði af veikinni. Það má með sanni
segja, því breskur landbúnaður er
varla búinn að rétta við eftir að kúa-
riða skelfdi neytendur og stöðvaði
útflutning á nautakjöti 1996-1999.
Margir óttast að pestin nú ýti enn
undir samdrátt í breskum landbún-
aði.
Auk þess sem fólk er hvatt til að
vera ekki á ferð um landbúnaðar-
svæði Bretlands að nauðsynjalausu,
er búið að koma upp sóttkvíum í
kringum bóndabæi og sláturhús, þar
sem smit hefur verið staðfest eða
grunur leikur á smiti.
Veiðar verða lagðar niður í viku til
að byrja með, bændur eru hvattir til
að leggja strámottur vættar sótt-
hreinsandi efnum við aðkomu á land-
areignum sínum og pósturinn er
lagður við hliðin, en ekki borinn
heim. Strax var sett flutningsbann á
lifandi dýr og landbúnaðarafurðir.
Eftir ný tilfelli um helgina, dreifð
um allt land, er óttast að faraldurinn
nú verði enn verri en 1967, þegar yf-
ir 400 þúsund dýrum var fargað.
Náðarhögg fyrir breskan
landbúnað?
Gin- og klaufaveiki smitar fólk
ekki nema í hreinum undantekn-
ingatilfellum, en er bráðsmitandi
dýrasjúkdómur, sem smitast jafn
auðveldlega og flensa milli manna.
Þetta er vírussjúkdómur, þar sem
vírusinn getur smitast bæði við
snertingu og um loft. Einkennin
koma í ljós innan 48 tíma frá smiti og
eru lömun, lystarleysi og síðan vætl-
andi útbrot við kjaft og klaufir dýr-
anna.
Útflutningsverðmæti nautakjöts
fyrir bannið 1996 var 520 milljónir
punda á ári, en í fyrra fluttu Bretar
út nautakjöt fyrir fimm milljónir. Á
undanförnum tíu árum hefur starfs-
mönnum í landbúnaði, mörgum að-
eins í hálfu starfi, fækkað úr 660
þúsund í 550 þúsund. Bændur eru
um 250 þúsund í Bretlandi en 40
þúsund hafa lagt niður búskap und-
anfarin tvö ár. Styrkir til bresks
landbúnaðar, bæði innlendir og
ESB-styrkir, nema um 4 milljörðum
punda á ári, en framleiðsluverðmæti
bresks landbúnaðar er um 7,6 millj-
arðar punda svo um styrkina munar.
Nútíma landbúnaðarhættir
ýta undir smithættu
Gin- og klaufaveiki hefur gætt í
Bretlandi síðan á 19. öld. Árið 1981
komu upp nokkur tilfelli, en síðasti
faraldurinn gekk yfir 1967. Pestin
braust út í október, fyrstu vikuna
komu upp tilfelli á 23 bæjum, á
þriðju vikunni voru komin upp 400
tilfelli og samtals urðu þau 2.364,
þegar allt var gengið yfir í júní árið
eftir. Herinn aðstoðaði við að farga
dýrum og 434 þúsund húsdýrum var
slátrað. Margir muna hrækestina
víða um sveitir, þar sem hræin voru
brennd og þau síðan urðuð.
Það er enn of snemmt að segja til
um hver framvindan verður nú.
Grunur leikur á að pestin hafi komið
upp á ákveðnum bóndabæ, en það
veit enginn fyrir víst enn. Kenning-
arnar eru margar. Ólöglegur inn-
flutningur dýra er einn möguleikinn,
en samgöngur yfirleitt geta ýtt und-
ir smit, hvort sem eru ferðamenn
eða ólöglegir innflytjendur. Á und-
anförnum árum hefur pestin komið
upp víðar en nokkru sinni áður, í
sextíu löndum, jafnvel þar sem
hennar hefur ekki gætt í eina kyn-
slóð.
Auk þessa ýta aðstæður í nútíma
landbúnaði einnig undir smithættu.
Dýr eru ekki aðeins flutt milli lands-
hluta, heldur milli landa.
Um helgina kom upp tilfelli hjá
bónda, sem á þrettán bæi um allt
Bretland, flytur dýr á milli bæjanna
og til útlanda og kaupir dýr á mörk-
uðum, sem hann var einmitt nýbúinn
að gera. Í fyrra fluttu Bretar út lif-
andi sauðfé fyrir 32 milljónir punda,
mest til Frakklands, en einnig til
Hollands, Ítalíu, Þýskalands og
Grikklands.
Sláturhúsum hefur farið fækkandi
undanfarin ár, litlum sláturhúsum
lokað og sláturhús orðið færri og
stærri. Ef smit uppgötvast í slátur-
húsi eru þar samankomin dýr víðs
vegar að af landinu og því margir
staðir að leita á. Allir eru þó sam-
mála um að skjótar aðgerðir og mikil
aðgæsla skipti öllu máli og því reyna
bresk stjórnvöld nú að framfylgja.
Yfirvöld landbúnaðarmála í Bretlandi bregðast hart við gin- og klaufaveikinni í landinu
Logandi hrækestir
lýsa upp sveitirnar
AP
Eftir slátrun er skrokkunum safnað saman í stóra kesti og þeir brenndir.
Breskar sveitir eru nánast í umsáturs-
ástandi vegna tilfella gin- og klaufaveiki,
enda mörgum í minni faraldur 1967 þegar
meira en 400 þúsund búfjárdýrum var slátr-
að, segir Sigrún Davíðsdóttir. Nú lýsa hræ-
kestir, þar sem verið er að brenna skrokk-
ana, aftur upp sveitirnar.