Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 30
LISTIR
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RIKSUTSTILLINGER eða Far-
andssýningaráð Noregs hefur eytt
tugum milljóna til að gera sýn-
inguna Detox eins vel úr garði og
frekast er unnt. Eftir að hafa sent
sýninguna út um allan Noreg tókst
Listasafninu á Akureyri að krækja í
hana, einu safna á Íslandi. Það verð-
ur að teljast afrek af þessu frekar
litla safni að efna til jafnviðamikillar
og flókinnar sýningar, en vissulega
nýtur það myndarlegs styrkjar
Norska farandssýningaráðsins.
Detox er sannkallaður ævintýra-
heimur; nokkurs konar nútímatívolí,
svo mörgum listunnandanum mundi
þykja nóg um lætin. Sýningarstjóri
Detox, Ståle Stenslie, er heldur ekki
í vafa um hvert stefnir. Hann stað-
hæfir, bersýnilega með ertnislegum
hætti, að myndlist sé leiðinleg og
myndlistarmaðurinn hafi misst
röddina. Hann fullyrðir að hann hafi
lotið í lægra haldi fyrir afþreying-
ariðnaði nútímans og klykkir út með
þeirri staðhæfingu að hefðbundin
myndlist hafi endanlega glatað hlut-
verki sínu sem merkingarbær miðill
í samfélaginu. En hver lætur sér
ekki standa á sama?
Þannig fylgir Stenslie Detox úr
hlaði með boxhönskum, þeim eina
hætti sem er sýningunni samboðinn.
Um leið og gengið er inn í safnið
hefjast áreitin. Hver gestur er sigt-
aður gegnum rammgerða og eilítið
þrönga snúningsrimlahurð – Vernd,
eins og þetta verk Jan Skomak-
erstuen (f. 1966) heitir – og látinn
ganga eftir landgöngubrú sem end-
ar með því að hann verður að stika
niður of hátt þrep.
Eftir brúnni eru nemar sem fanga
myndbandsskeið af gestinum og
varpa á vegg með tilheyrandi að-
finnslutextum. Verkið heitir Hugs-
anlega smitaður og er eftir hinn
þekkta margmiðlunarlistamann
Knut Mork Skagen (f. 1977). Mynd-
skeiðunum er safnað af tölvu og
varpað skrykkjótt og tilviljunar-
kennt svo að viðkomandi virðist
hendast eftir lendingunni líkt og
vofa. Þannig geta menn verið að
velkjast á veggvarpinu löngu eftir
að þeir eru komnir í gegnum hliðið.
Þar er þeim blandað saman við
myndskeið úr gömlum klassískum
málverkum meðan textar á borð við:
Tíminn hefur liðið án þín, eða: Var-
aðu þig á að vakna.
Þar við hliðina stendur Nafnlaust
verk Martin Høyem (f. 1969) af
konuskrokki. Ef ýtt er á geirvörtur
hennar birtist skjámynd á magan-
um með knattspyrnuleik sem rofnar
jafnsnögglega og hún birtist nema
því aðeins að gesturinn gerist nógu
nærgöngull við styttuna sem búin er
nemum á innanverðum lærunum.
Bakvið afskermað innskot eru
tvær tölvur með verki Orgdot-hóps-
ins – myndlistarmannsins Steins
Sørlies (f. 1969), rithöfundarins
Olafs Havnes (f. 1966) og arkitekts-
ins Julians Lyngheims (f. 1966) –
Dead at Night. Þetta margræða
verk fullt af ógnvænlegum hættum
og hótunum í formi kúlna, eldflauga
og brynvarinna gervisporðdreka
umbreytir ævintýrinu á Netinu í
hreina martröð.
Þaðan liggur leiðin að Maskin 5.1,
vélmenni þeirra Thomas Kvam (f.
1972) og Frode Oldereid (f. 1966).
Sá fyrrnefndi á heiðurinn af vélbún-
aðinum meðan sá síðarnefndi er höf-
undur hugbúnaðarins. Þessi stál-
köngurló er búin hreyfanlegum
armi með gipshöfði sem lifnar við
þegar vélin er sett í gang. Mynd-
bandsupptaka skellur á gipsinu og
höfuðið tekur að tala tungum óða-
mála og syngja rokktónlist meðan
ásjónan breytist úr karli í konu –
líkasta Annie Lennox – og aftur í
karl.
Gegnt þessu óhugnanlega ágenga
vélmenni er herbergi með NyTVerd-
en – Nýjum sjónvarpsheimi – Krist-
in Bergaust (f. 1957). Frá hæginda-
stóli með hjálmi má stýra
skjámyndum og leita sér að per-
sónuleika eftir gefnum skapgerðar-
forsendum og síðan velja sér íveru-
stað eftir því sem persónuleikinn
mótast. Varla eru takmörk fyrir
samsetningum persónuleikans né
draumalendum þessarar samsettu
mannveru. Ljúki gesturinn ferlinu
án skakkafalla fær hann jákvæð við-
brögð frá tölvunni.
Ef til vill eru bestu verkin stað-
sett á hægri hönd þegar inn er kom-
ið. Breska listakonan og leikritahöf-
undurinn Kate Pendry (f. 1965)
hefur staðsett ofurflúraðan, viktorí-
anskan sígaunavagn sinn – Talandi
höfuð Charlie Pendry – í miðrým-
inu. Inn í hann er hægt að stíga,
setja krónupening í slíður og sjá
andlit, dæmigerð fyrir sérhvern ára-
tug tuttugustu aldarinnar, þéttast
eins og vofur á sýndarskjá og ræða
fjálglega málin. Rúsínan í pylsuend-
anum er Prinsessan frá síðasta ára-
tug aldarinnar, sjálf Diana og tal
hennar um tilveruna hinum megin.
Kaldhæðnin ríður ekki við einteym-
ing.
Tilviljunarkennd Tourette-heil-
kenni byggist á gagnvirkum kvik-
myndum Genitalia-hópsins – Reidar
Engesbak, Torgeir Karlsen og
Christian Bjørnæs – sem hefur
komið sér fyrir í klefa gegnt síg-
aunavagni Pendry. Líkt og í tölvu-
leikjum þarf þátttakandi að leysa
ýmsar þrautir. Umgjörðin er þó
langtum flóknari og margræðari en
í nokkru venjulegu tölvuspili.
Drunur kallast verk Cybernetes-
hópsins – Bård A. Løftingsmo (f.
1972), Atle Barcley (f. 1967) og Jens
Laland (f. 1953) – en lítill vélhundur
er miðpunktur þess. Vélhundinum
má fjarstýra frá vefsíðu og fylgjast
með skynjun hans því augun nema
umhverfið og birta gestum hreyfi-
mynd af öllu því sem hundurinn sér.
Þannig reynir Cybernetes-hópurinn
að nálgast skynjun með nýjum hætti
og kanna hvort mögulegt sé að
skoða tilveruna með annars augum.
Innst í safninu er svo loks að
finna Limbo – Milli heims og helju –
Svíans Magnus Wallin (f. 1965), ef
til vill besta og dýpsta verk sýning-
arinnar. Tölvugerð hreyfimynd af
Ólympíuleikunum í Berlín 1936
bregður upp mynd af leikvanginum
séðum með augum fatlaðra, eins og
Hieronymus Bosch lýsti þeim um
1500. Þessir gallagripir fljúga yfir
leikvanginum í þyrlu og fylgjast
með glæsisýningu hinna gallalausu
og hreinræktuðu eins og hin fræga
heimildarmynd Leni Riefensthal
lýsti henni.
Eins og áður sagði er það afrek
aðstandenda Listasafnsins á Akur-
eyri að krækja í jafnviðamikið verk-
efni og Detox því þótt lengi megi
deila um listrænt inntak verkanna,
og sum þeirra virðist frekar eiga
heima í leiktækjasal en á listsýn-
ingu, skortir önnur hvergi þann
metnað sem góðir listamenn leggja í
framleiðslu sína. Eini gallinn – ef
hægt er að tala um slíkt – er hve
þjarmað er að sumum verkunum
vegna þess plássleysis sem Lista-
safnið má búa við ár eftir ár.
Hvernig var það annars? Var ekki
búið að lofa safninu auknu plássi í
sjö ára afmælisgjöf? Hvar eru þær
efndir? Efsta hæðin væri kjörin við-
bót og frómt frá sagt nauðsynleg ef
safnið á að dafna og verða höfuðstað
Norðurlands til þess sóma sem til
var stofnað. Með þeirri lofthæð sem
prýðir efstu hæðina mundi Lista-
safnið á Akureyri skáka öllum sam-
bærilegum söfnum fyrir sunnan og
þar með taka forystu sem vegleg-
asta listhús landsins. Til mikils er að
vinna, Akureyringar.
Tæknibarokk
MYNDLIST
L i s t a s a f n i ð á
A k u r e y r i
Til 2. mars. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 13–18.
BLÖNDUÐ TÆKNI –
TÍU TÆKNILISTAVERK
EFTIR 16 LISTAMENN
Syngjandi höfuð á köngulóarstálgrind þeirra Thomas Kvam og Frode
Oldereid virkar óhugnanlega raunverulegt.
Sá sem leggur í að fara á fjörurnar við konubúkinn í
nafnlausu verki Martin Høyem fær að sjá falleg mörk.
Ofurflúraður viktoríanskur sígaunavagn Kate
Pendry býr yfir ótrúlegri fjölbreytni.
Halldór Björn Runólfsson
ÞAÐ er ekki beinlínis ráðist á
garðinn þar sem hann er lægstur
með þessari uppsetningu því þótt
verkið sé einfalt í sviðsetningu og
leikarar einungis tveir er efni þess
og persónur af því taginu að varla
ætti að vera á færi annarra en
þrautþjálfaðra atvinnumanna af
betri sortinni að takast á við verkið.
Eftir þessu argentínska leikriti var
fyrir rúmum áratug gerð fræg kvik-
mynd með þeim William Hurt og
Raoul Julia í aðalhlutverkum og
1990 setti Sigrún Valbergsdóttir
upp eftrminnilega sýningu á verkinu
með þeim Árna Pétri Guðjónssyni
og Guðmundi Ólafssyni í aðalhlut-
verkum hjá Alþýðuleikhúsinu sál-
uga. Þar fóru þeir félagar á kostum.
Halldór Magnússon og Daníel Ó.
Viggósson eru hæfileikaríkir piltar
og þeim tókst ljómandi vel að koma
til skila ýmsu af því sem verkið hef-
ur fram að færa. Þeir Molina og Val-
entín sitja saman í fangaklefa, Val-
entín er pólitískur fangi og Molina
er hommi sem hlotið hefur dóm fyrir
að áreita unga drengi. Hið ytra um-
hverfi er Argentína á tímum herfor-
ingjastjórnarinnar alræmdu. Milli
þeirra Molina og Valentíns þróast
sterkt samband, vináttu eða ástar,
ýmsar spurningar um mannlegt eðli
kvikna og hvort hinar sérstöku að-
stæður séu eingöngu þess valdandi
að atburðarásin þróast á ákveðinn
veg eða hvort eitthvað svipað á öðr-
um stað á öðrum tíma sé sífellt að
gerast. Hliðstæðurnar eru fjölmarg-
ar og eftir situr að þrátt fyrir
grimmdina og niðurlæginguna sem
þessir tveir menn verða fyrir þá lýs-
ir verkið því hvernig hið góða og
fagra getur blómstrað við nánast
hvaða aðstæður sem er. Enginn
skyldi heldur áfellast neinn að
óskoðuðu máli. Öllu þessu koma þeir
félagar Halldór og Daníel til skila og
leikur þeirra er einlægur og veru-
lega sannfærandi á köflum. Í leik
þeirra beggja var margt verulega
fallegt og sérstaklega ánægjulegt að
sjá hversu vel hugsuð mörg smáat-
riði voru í persónuteikningu Hall-
dórs á Molina. Halldór hefur um
árabil verið einn sterkasti leikari
LH og sýnir hér á sér nýja hlið.
Daníel hefur sömuleiðis góðan skiln-
ing á persónu sinni en þarf nokkru
meiri þjálfun í raddbeitingu og lík-
amstjáningu til að túlka hugsun
sína. Það sem þó helst skorti á var
hnitmiðaðri uppbygging þeirrar til-
finningalegu og líkamlegu spennu
sem þróast á milli Valentíns og Mol-
ina, og þrátt fyrir að atburðarásin
beinist í eina átt og eigi sitt hámark í
samskiptum þeirra var fátt sem
benti til þess framan af. Hinn tilfinn-
ingalega undirtexta, hin ósögðu orð,
var ekki alltaf að finna sem skyldi.
Hér hefði betur hugsuð leikmynd
vafalaust getað hjálpað leikendum,
því kjarni þess hversu náin sam-
skiptin verða á endanum felst að
nokkru leyti í því hversu lítið rými
þeir hafa til að hreyfa sig í. Fanga-
klefinn er þröngur og óþægilegt fyr-
ir tvo menn að deila honum. Rýmið
sem þeir Halldór og Daníel hafa til
umráða er alltof stórt og greinilegt
að leikstjóri og leikmyndateiknari
hafa ekki fyllilega áttað sig á þessari
forsendu sem verkið gefur sér.
Sýning Leikfélags Hafnarfjarðar
á Kossi kóngulóarkonunnar ber
vitni um áhugaleikfélag sem sinnir
leiklist af alvöru. Lárus Vilhjálms-
son, formaður félagsins, ritar harða
ádrepu í leikskrá til yfirvalda í Hafn-
arfirði fyrir að hafa ekki umbunað
LH sem skyldi fyrir þrotlaust starf
til margra ára. Húsnæðisleysi háir
starfsemi félagsins verulega og
verður ekki annað séð af skrifum
formannsins en áhugi á lausn þess
máls sé næsta lítill hjá bæjaryfir-
völdum. Hann segir ennfremur að
leikfélagið hafi að þessu sinni leitað
til eins úr eigin röðum til að taka að
sér leikstjórn og sér þess nokkur
merki í sýningunni. Ástæðan er ein-
föld að sögn Lárusar, því kostnaður
við ráðningu atvinnuleikstjóra er
leikfélaginu ofviða og slíkt sé heldur
engin trygging fyrir vönduðum
vinnubrögðum. Þetta er stór fullyrð-
ing og alvarleg sem áhugahreyfingin
þarf að skýra betur.
Í lokin fylgir athugasemd sem
alltof oft þarf að brýna áhugaleik-
félögin með. Það er ófyrirgefanlegur
klaufaskapur að birta ekki nafn þýð-
anda verks í leikskrá. Vonandi end-
urspeglar það ekki í þessu tilfelli
virðingarleysi leikfélagsins fyrir
höfundarrétti þýðandans á verki
sínu.
Ást milli
tveggja karla
LEIKLIST
H a f n a r f j a r ð a r -
l e i k h ú s i ð
eftir Manuel Puig í þýðingu
Ingibjargar Haraldsdóttur.
Leikstjóri: Gunnar B. Guðmunds-
son. Ljós: Hilmar Karl Arnarson.
Leikmynd: Huld Óskarsdóttir.
Leikmunir: Gaukur Gunnarsson.
Lokalag: m.u.t.e. Leikarar: Halldór
Magnússon, Daníel Ó. Viggósson.
Raddir: Lárus Vilhjálmsson,
Garðar Borgþórsson.
Fimmtudaginn 22. febrúar.
KOSS KÓNGULÓAR-
KONUNNAR
Hávar Sigurjónsson
UNGLINGAKÓR Selfosskirkju
heldur árlega bollutónleika sína í
Selfosskirkju kl. 20 í kvöld, þriðju-
dagskvöld. Á efnisskrá kórsins eru
ítölsk, frönsk og kanadísk kórverk
auk negrasálma. Þessir tónleikar
eru einnig vettvangur fyrir elstu
kórfélagana sem stunda viðbótar-
söngnám og koma 11 einsöngvarar
fram úr þeirra röðum. Píanó- og org-
elleik annast Glúmur Gylfason og
Helena Káradóttir og stjórnandi er
Margrét Bóasdóttir.
Kórinn hefur fengið boð um þátt-
töku í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni
í júlí og eru tónleikarnir einn liður í
þeim undirbúningi. Aðgangseyrir er
1.000 kr. og rennur í ferðasjóð kórs-
ins. Foreldrafélagið býður síðan upp
á bollukaffi í safnaðarsalnum að
loknum tónleikum.
Bollutónleikar á
sprengidag
NÚ stendur yfir gluggasýning á sag-
brenndum verkum Vilborgar Guð-
jónsdóttur leirlistakonu í Sneglu list-
hús við Klapparstíg. Verkin eru úr
skúlptúrleir sem brenndur er við
1.230º, þar á eftir eru þau sag-
brennd.
Sýningin stendur til 12. mars.
Skúlptúrleir
í Sneglu
♦ ♦ ♦