Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 31 Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM, í Nor- ræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30, flytur Símon H. Ívarsson gítarleikari verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, John A. Speight og þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirs- sonar. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500, ókeypis fyrir handhafa stúd- entaskírteina. Gítarleikur á Háskóla- tónleikum SÍÐUSTU tónleikar Kammer- músíkklúbbsins á þessum vetri fóru fram í Bústaðakirkju á sunnudag, að vanda við góða aðsókn þrátt fyrir norðanhvellinn. Efst á blaði var strokkvartett eftir kannski persónu- legasta kvartetthöfund aldarinnar sem leið, jafnvel að Bartók meðtöld- um; tónskáld sem líkt og Beethoven spannaði alla mannlega tilfinninga- reynslu í nótnaskrifum sínum, enda oft nefndur „Beethoven aldarinnar“. Ólíkt sinfóníunum fimmtán endur- spegla kvartettar hans jafnmörgu innri mann Sjostakovitsj – ekki að- eins vegna innileika miðilsins, heldur einnig vegna minna opinbers um- stangs, og eftirlit yfirvalda því ekki eins smásmugulegt. Þá má einnig segja að kvartettarnir séu í heild jafnari að gæðum en sinfóníurnar, enda hóf höfundur ekki smíði þeirra fyrr en að fullum þroska og reynslu fengnum. Í raun má tala um nær óslitna röð meistaraverka í þessari mjög svo kröfuhörðu grein, og það m.a.s. þrátt fyrir að hver einasti kvartett ber sín einstöku skapgerð- arlegu og formrænu sérkenni. Eng- um svipar til annars. Helzt mætti nefna sem sameiginlegt með 9. kvartettinum frá 1964 og næsta fyr- irrennara hans nr. 8, að þáttafjöldi beggja er sá sami (5), svo og harm- rænt bergmál þeirra frá ógnum heimsstyrjaldarinnar, sem reyndar má finna víða í verkum Sjostakovitsj. Þegar mætt er í Bústaðakirkju með safaríka lifandi upptöku í eyrum frá frægum sal Moskvu-tónlistarhá- skólans, er óneitanlega sláandi hvað teppalagt rými kirkjunnar gerir lítið fyrir þennan viðkvæma miðil. Flytj- endur höfðu eflaust gert sér grein fyrir því, en samt varla nóg eftir spilamennskunni að dæma, sem sér- staklega í dýnamísku tilliti var oft heldur flögrandi á neðri enda styrk- leikastigans. Í þurru húsi hækka tak- mörkin fyrir því hvað má fara niður í styrk án þess að allt týnist. Þar ligg- ur við að þurfi að leika með e.k. „kompressor“-áferð eða styrkþjöpp- un, líkt og tíðkast í útsendingum popp-útvarpsstöðva. Bústaðakirkja er að þessu leyti erfitt hús, en engu að síður hljómaði margt fallega í oft vel samstilltum leik Camararctica-kvartettsins, sér- staklega í hægu Adagio-þáttunum tveimur, þar sem sammótun hópsins bar vott um talsverða yfirlegu. Fyrsta þáttinn skorti að vísu spennu og miðþáttinn meiri hrynskerpu, enda þótt leiðarinn kæmist furðuvel frá hvössum spiccato-kröfum höf- undar til 1. fiðlu. Í hinum óhemju- langa og snúna lokaþætti er ekki auðhlaupið að byggja upp drama- tíska stórboga, enda vantaði í heild bæði breiðara tímaskyn og ákveðn- ari stórdýnamíska mótun, en þó var eftirtektarvert hverju ekki eldri kammerhópur en Camerarctica gat áorkað, þegar haft er í huga að hann lifir ekki á strokkvartettleik. Enn hvassari prófsteinn var þó eftir, víðkunnugt meistaraverk Beethovens frá heróíska miðskeiði hans. 8. kvartettinn í e-moll Op. 59 nr. 2 frá 1806 var annar þriggja kvartetta kenndra við Rasúmovsky greifa, rússneska sendiherrann í Vín er pantaði verkin. Annaðhvort í virð- ingarskyni eða umbeðinn vitnar Beethoven í rússneskt þjóðlag í nr. 1 og 2. Í e-moll kvartettinum birtist það í fúguðum Tríókafla III. þáttar; ekkert snautlegra en „Slava“ eða sjálfur keisarasöngurinn, sem Muss- orgsky notaði síðar í óperunni Boris Godúnov. Svipað og í Eroicu sinfón- íunni hefst I. þáttur á tveim hrópandi akkorðuhöggum með líðandi þrí- hljómslagferli næst á eftir. En í kvartettinum er stutt fjórtakta hendingin endurtekin í hækkuðum sekvenz með dramatískum alþögn- um á undan og eftir, líkt og tvær spurningar eftir fullyrðingu. Er þá þegar komið nærri allt byggingar- efni þáttarins, og það sem á eftir fer er eitt af þessum makalausu dæmum um snilld Beethovens í útfærslu magnþrunginnar framvindu úr nán- ast engu, sem átti eftir að kórónast á kosmískum mælikvarða í síðustu fimm kvartettum hans frá 3. áratug. Hægi II. þátturinn vísar ef nokkuð er enn meir fram að hægum þáttum síðustu kvartettanna og nær eftir- minnilegu prómeþeifsku svifi með panóramískum tónstigum og rytm- ísku „örlagaklukku“-frumi, er minn- ir ósjálfrátt á keimlíka dulúðarandrá í útfararmarsi Hetjuhljómkviðunn- ar, skorna niður í stofustærð. En Ludwig er líka meðvitaður um risa fortíðar, sbr. B-A-C-H hálfnóturnar í bassa (t. 63–64 ásamt sekvenzum). Fjaðurdillandi rússneska scherzóið og hinn herskátt hottandi lokaþáttur eru sömuleiðist drekkhlaðnir þrótt- miklum innblæstri, og í heild má segja, að sjaldan hafi náðst heil- steyptara jafnvægi milli formrænnar hnitmiðunar og gegnsærrar tjáning- ar en einmitt í þessum kvartetti. Svona alþekkt verk er ekkert lamb að leika sér við. Minnstu mistök skera í augun sem kastljós um nótt, og viðmiðunin er miskunnarlaus. Það má því merkilegt heita hvað hópur- inn komst klakklítið í gegnum þessa þraut þegar á heildina er litið. Helzt saknaði maður ákveðnari og þyngri hrynjandi, enda Beethoven maður rytmans umfram aðra klassíkera, en samt skilaði t.a.m. leikur hans með synkópum (I.) sér nokkuð vel. Ada- gióið (II.) var mjög fallega leikið, og þótt vel hefði farið á því að taka „Thème russe“ Tríóið í III. ofurlítið hægar, eða a.m.k. með holdmeira stakkatói, rann það lipurlega áfram. Dýnamísk mótun var yfirleitt vönd- uð, jafnvel um of miðað við aðstæður. En með heldur meiri skaphita í fín- alnum og öruggari inntónun á stöku stað, að ógleymdum tíðari og sam- stilltari gælum við hinar mörgu óskráðu örfermötur og rúbatóstaði, hefði Camerarctica farið langt með að ná glæsilegu sjömílnastökki yfir þá reynslugjá sem sjaldan verður brúuð nema með áratuga samvinnu. Tveir meistara- kvartettar TÓNLIST B ú s t a ð a k i r k j a Sjostakovitsj: Kvartett nr. 9 í Es. Beethoven: Kvartett í e Op. 59,2. Camerarctica (Hildigunnur Hall- dórsdóttir, Sigurlaug Eðvalds- dóttir, fiðlur; Guðmundur Krist- mundsson, víóla; Sigurður Halldórsson, selló). Sunnu- daginn 25. febrúar kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Örn Pálsson STÓRSVEIT Reykjavíkur hélt tón- leika í félagsheimilinu í Stykkishólmi sl. laugardag og bauð bæjarbúum á tónleikana. Hólmarar tóku boðinu með þökkum og fjölmenntu á tón- leikana. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Sæbjörn Jónsson. Hljómsveitin var stofnuð fyrir 10 árum og hefur Sæ- björn verið stjórnandi hennar frá upphafi. Hann hóf tónlistarferil sinn í Stykkishólmi fyrir rúmum 40 árum. Hann flutti fjögurra ára gamall frá Ólafsvík til Stykkishólms og ólst hér upp. Fyrir hvatningu frá Víkingi Jó- hannssyni byrjaði hann að spila á lúður. Hann spilaði með Lúðrasveit Stykkishólms, en hélt til Reykjavík- ur til frekara tónlistarnáms. Á ár- unum í Stykkishólmi spilaði hann í danshljómsveitinni Egon og sá þá um trommusláttinn. Hann hefur haft sterkar taugar til Stykkishólms og sýndi hann það í verki með þessum tónleikum. Með þessum tónleikum er hann að hætta sem stjórnandi hljómsveitarinnar og sökum veik- inda að ljúka tónlistarferlinum. Dag- skráin var fjölbreytt. Leikin voru m.a. lög sem tileinkuð voru Reykja- vík í tilefni menningarársins. Ein- sögvarar með hljómsveitinni voru Andrea Gylfadóttir og Ragnar Bjarnason. Að loknum tónleikum var Sæbjörn ávarpaður og honum færðir blómvendir frá bæjarbúum og fimm fermingarsystkinum sínum sem enn búa í Stykkishólmi. Mikil ánægja var hjá áheyrendum og fékk hljómsveitin og einsöngvarn- ir góðar viðtökur. Næstkomandi laugardag verða þessir tónleikar fluttir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sæbjörn Jónsson að kveðja Stórsveit Reykjavíkur Sterkar taugar til Stykkishólms Stykkishólmi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Sæbjörn Jónsson stjórnar hér Stórsveit Reykjavíkur í Stykkishólmi. Það er söngkonan Andrea Gylfadóttir sem syngur með sveitinni. RÉTTINDASTOFA Eddu hefur gengið frá samningi við portú- galska bókaforlagið Campo das Letras um útgáfu á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Lax- ness og við tékkneska útgáfufyrirtækið Au- rora um útgáfu á Kristnihaldi undir Jökli. Hvorug bókanna hef- ur áður komið út á þessum mál- um. Þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstætt fólk kemur út í Portúgal og áður hefur aðeins ein saga eftir Halldór verið gef- in út þar í landi, Atómstöðin ár- ið 1970. Campo das Letras er í hópi stærstu forlaga Portú- gals og gefur út fjölda titla í þýðingu, þar á meðal verk höfunda á borð við Nóbelsskáldin Pablo Neruda og Seam- us Heaney en einnig Federico García Lorca, Walter Benjamin, François Rabelais og Bertolt Brecht. Skáldsagan Kristni- hald undir Jökli hefur aldrei verið gefin út á tékknesku ólíkt ýmsum öðrum verkum Halldórs Laxness. Fyrsta bók Halldórs Laxness sem út kom á því máli var Salka Valka árið 1941 en síðasta verkið sem birtist á tékknesku var Úngfrúin góða og húsið árið 1987. Verk Laxness á portú- gölsku og tékknesku Halldór Laxness NÚ stendur yfir sýning Ásgeirs Lár- ussonar í Listhúsi Ófeigs, Skóla- vörðustíg 5. Verkin á sýningunni eru öll máluð með olíulitum á MDF-plöt- ur og nefnir Ásgeir sýninguna „Tví- litir“. Auk þessara verka er á sýning- unni ein ávaxtarenna. Ásgeir hefur haldið fjölda sýninga á undanförnum árum og hefur meðal annars sýnt áð- ur í Listhúsi Ófeigs. Vangaveltur um liti og vensl þeirra skipa stóran sess í listsköpun hans og svo er á þessari sýningu. Samspil litanna og tilvísan- ir þeirra í náttúru og tungumálið hafa verið meðal viðfangsefna Ás- geirs á undanförnum sýningum en nú athugar hann samspil tveggja lita á hreinum flötum. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 14. mars. Ásgeir Lár- usson sýnir í Listhúsi Ófeigs SLIM-LINE dömubuxur frá tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ♦ ♦ ♦ Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Netverslun - www.isold.is Hjóla- Heildarlausnir fyrir fyrirtækið skápar Hámarksnýting rýmis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.