Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 32
LISTIR
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Frábær hársnyrtistofa
Vinsæl og þekkt hársnyrtistofa með 6 stólum til sölu eða leigu strax
eða fljótlega. Er vel staðsett í gömlu hverfi í borginni og mikið að
gera. Gott tækifæri fyrir það fagfólk sem ekki getur eða vill kaupa
strax og þreifa sig áfram með því að leigja.
Höfum einnig mikið úrval af mjög góðum stofum víðs vegar um borg-
ina, sérstaklega viljum við benda á eina frábæra og „kool“ í miðborg-
inni.
Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
bitastæðari og meira spennandi.
Hannibal bætir í raun engu við. Þó að
Anthony Hopkins í hlutverki Lecters
sé í mynd mestallan tímann eykur
Hannibal ekki við skilning okkar á
persónunni heldur tekur hún frá okk-
ur þá skelfingardulúð sem Lecter er
sveipaður og var svo stór hluti af goð-
sögninni.
Sagan greinir frá gömlu fórnar-
lambi Lecters sem leitar hefnda og
hefur upp á skrímslinu með hjálp
ítalsks lögregluforingja í Flórens, þar
sem Lecter hefur legið í dvala í tíu ár.
Á meðan er FBI-konan Clarice Starl-
ing, sem Julianne Moore leikur, á
höttunum eftir honum og áður en lýk-
ur ná þau saman í einhverju hrikaleg-
asta kvöldverðarboði sem kvikmynd-
irnar kunna frá að greina og ég veit
ekki enn hvort er hrein smekkleysa
eða æðsta birtingarform áðurnefndar
kaldhæðni; hafa ber í huga í því sam-
bandi að Lecter hefur enga ánægju af
að fremja morð heldur aðeins niður-
lægingunni sem því fylgir fyrir fórn-
arlambið. Þetta súrrealíska atriði,
þetta leikhús fáránleikans, nær þann-
ig á vissan hátt eðli og inntaki geðsýk-
innar í Hannibal Lecter og er þess
vegna eina virkilega stuðandi atriði
myndarinnar.
En Scott, ferskum frá Gladiator, og
handritshöfundunum, sem eru engir
aukvisar, David Mamet og Steve Za-
illian, tekst hvorki að magna upp
spennu úr sögunni né gera hinu sér-
og Hopkins kreisti safann af ískaldri
nákvæmni þess sem veit að minna er
meira. Hann fann í Lecter geðsjúka
kaldhæðni, sem gerði illsku hans
óendanlega, en sýndi hann jafnframt
sem fágaðan og algerlega siðprúðan
herramann er myndaði sérstakt trún-
aðarsamband og næstum ástarsam-
band við lögreglukonuna Clarice
Starling (Jodie Foster). Það var þessi
tvöfeldni í skrímslinu sem áhorfendur
brugðust við. Þegar upp var staðið
hafði hið ótrúlega gerst. Hannibal
varð á einhvern öfugsnúinn hátt okk-
ar maður. Í lokin vorum við farin að
hlæja að bröndurunum hans. Þá sem
snerust um mannát.
Út á það gengur framhaldssagan
sem Harris skrifaði og kallaði einfald-
lega Hannibal og allir sem vildu vita
meira um skrímslið sökktu sér í hana.
Ridley Scott hefur gert framhalds-
mynd upp úr bókinni og í ljós kemur
að hún er því sem næst óþörf viðbót
og minnir að því leytinu á þriðju Guð-
föðursmyndina; það var fínt að fá
hana en hún þjónaði svo sem engum
tilgangi. Allir sem vilja vita meira um
skrímslið Hannibal munu flykkjast á
myndina en það er ekki hægt að sjá
Hannibal án þess að bera hana saman
við Lömbin þagna, hversu ósann-
gjarnt sem það nú er, og sá saman-
burður verður alltaf fyrri myndinni í
vil. Allt sem við vildum vita um Lecter
er í fyrri myndinni og allt þar er betur
gert enda sagan frá hendi Harris mun
HANNIBAL Lecter, kallaður
mannætan, er án efa sú persóna hryll-
ings- og spennumyndanna sem vakið
hefur hvað mestan ugg í brjósti áhorf-
enda síðustu áratuga en kannski ekki
mjög afdráttarlausan heldur miklu
fremur tvíræðan og blendinn. Um
hann skrifaði Thomas Harris fanta-
góða nútímahrollvekju sem hann kall-
aði Lömbin þagna og Jonathan
Demme kvikmyndaði með eftirminni-
legum árangri en Anthony Hopkins
fór með hlutverk Lecters. Er óhætt
að segja að sjaldan eða aldrei hafi
nokkrum morðingja verið lýst af
meira listfengi en þar. Persónan,
Hannibal, bauð upp á safaríka túlkun
staka sambandi Lecters og Starling
viðhlítandi skil og þar með vantar sál-
ina í Hannibal. Hopkins er að sönnu
ágætur sem Lecter. Hann hefur enn
svipbrigðalaust dauðaandlit Lecters
og hina ísköldu rósemi fjöldamorð-
ingjans, sem lyftir hrollvekjunni þrátt
fyrir allt yfir meðalmennskuna, en
setningarnar sem hann fær eru ekki
eins meitlaðar og áður og maður er
engu nær um það hver maðurinn er
og hvers vegna hann hagar sér eins
og hann gerir. Moore hefur í rauninni
mjög lítið hlutverk í sögunni. Hún
finnur ennþá til undarlegrar sam-
kenndar með skrímslinu en það er
orðið að yfirborðskenndu, jafnvel til-
gerðarlegu melódrama; maður skilur
ekki hvaðan tárin í augum hennar
koma.
Sólarlitlir dagar
KVIKMYNDIR
L a u g a r á s b í ó ,
H á s k ó l a b í ó , B í ó h ö l l -
i n o g B o r g a r b í ó
A k u r e y r i
Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit:
David Mamet og Steve Zaillian.
Farmleiðendur: Dino De Laurentiis
og Ridley Scott. Aðalhlutverk:
Anthony Hopkins, Julianne Moore,
Ray Liotta, Gary Oldman, Frankie
R. Faison, Giancarlo Giannini og
Francesca Neri.
Universal/MGM 2001.
HANNIBAL 1 ⁄2
Arnaldur Indriðason
„Hopkins er að sönnu ágætur sem Lecter. Hann hefur enn svipbrigða-
laust dauðaandlit Lecters og hina ísköldu rósemi fjöldamorðingjans,
sem lyftir hrollvekjunni þrátt fyrir allt yfir meðalmennskuna.“
HLJÓÐFÆRASMÍÐI getur varla
talist öflug iðngrein á Íslandi. Orgel-
smiðir hafa þó verið hér nokkrir. Síð-
ustu árin hefur Björgvin Tómasson
orgelsmiður í Mosfellsbæ borið hróð-
ur þeirra hæst, og smíðað mörg ágæt
orgel, meðal annars einstaklega fal-
legt og hljómgott orgel í Lágafells-
kirkju. Ekki eru mörg misseri síðan
lesa mátti í blöðum að Björgvin hefði
hætt störfum við orgelsmíðar; fyrst
og fremst vegna þess að hann taldi
forsvarsmenn tónlistarmála þjóð-
kirkjunnar vinna gegn honum með
því að sniðganga hann, og vísa safn-
aðarnefndum í orgelhugleiðingum
frekar á erlenda orgelsmiði. Það er
því sérstaklega ánægjulegt að sjá og
heyra afrakstur nýrrar orgelsmíði
Björgvins fyrir Hjallakirkju í Kópa-
vogi. Orgelið það er númer 22, eða
ópus 22 meðal smíðisgripa hans. Út-
litslega er orgelið sérstaklega vel
heppnað. Það er látlaust og einfalt;
fjórir pípukassar standa í ramma á
bakvegg kirkjunnar, andspænis alt-
arinu, og tréverkið er einfalt og
smekklegt. Orgelið fellur sérstaklega
vel að byggingarstíl þessarar fallegu
kirkju. Hljómborðið er þannig stað-
sett að þegar kórinn syngur við org-
elið stendur hann hjá söfnuðinum,
enda er kirkjan stutt og víð fremur en
löng og mjó eins og gamli kirkjustíll-
inn er. Þessi staðsetning hljóðfæris-
ins hlýtur að vera mikill kostur og
gott tækifæri til að efla almennan
söng í kirkjunni. Hljóðfærið sjálft hef-
ur 24 raddir og þrjár framlengingar í
pedal. Hljómborðin eru þrjú, fótspil
með þremur röddum, aðalverk með
tíu röddum og svellverk með ellefu
röddum.
Eftir tilkomumikinn inngang með
Trumpet Voluntary eftir William
Boyce og prelúdíu og fúgu í D-dúr eft-
ir Buxtehude lék Jón Ólafur Sigurðs-
son, organisti kirkjunnar, sálmfor-
leiki og fleiri þekkt verk eftir Jóhann
Sebastian Bach til að sýna möguleika
nýja hljóðfærisins. Ekki er annað að
heyra en að vel hafi tekist til með val
radda og raddskipan. Allar algeng-
ustu raddir eru í orgelinu, en einnig
nokkrar sérstakar sem komu
skemmtilega á óvart. Þar nefni ég
helst samspil þriggja radda í svell-
verki, Trégedeckt 8’, Nazard 2 2/3’ og
Terz 1 3/5’ sem hljómuðu saman eins
og fallegt bassaklukkuspil, en þessa
raddskipan notaði Jón Ólafur í Adag-
io úr Tokkötu og fúgu í C-dúr. Mildu
raddir orgelsins voru sérstaklega
hljómþýðar og hvellu, skæru raddirn-
ar voru hljómmiklar án þess að vera
háværar. Jafnvægi milli radda var
gott og hljómur hljóðfærisins jafnan
mjög heill og góður. Kórinn flutti með
organista sínum Lofsöng úr órator-
íunni Sál eftir Händel, og söng skín-
andi vel. Lokaverkið á efnisskránni
var nýtt verk eftir Jón Þórarinsson,
Te Deum, en verkið var frumflutt
með einsöngvurum, kór og hljómsveit
26. janúar á þessu ári. Hér var það
flutt með orgelundirleik í stað hljóm-
sveitar, Lenka Mátéová lék með
kórnum auk trompetleikaranna Guð-
mundar Hafsteinssonar og Jóhanns I.
Stefánssonar. Einsöngvarar voru
Marta Halldórsdóttir sópran og Gísli
Magnason tenór. Verk Jóns er ris-
mikil smíð, en ekki kom fram í efnis-
skrá hvort verkið var samið fyrir kór
Hjallakirkju og nýja orgelið. Óhætt
er að segja að kórinn hafi staðið sig
með mikilli prýði, því kórparturinn
var sannarlega ekki auðveldur. Stutt-
ur einsöngvarakaflinn var sérstak-
lega fallegur, og sungu þau Marta og
Gísli hann mjög vel. Marta er marg-
reynd og góð atvinnusöngkona, en
það var sérstaklega gaman að heyra í
Gísla Magnasyni, ákaflega efnilegum
söngvara sem þarf að fá fleiri tæki-
færi til að syngja opinberlega. Lenka
lék fagmannlega með á orgelið og
trompetleikur Guðmundar og Jó-
hanns var sindrandi og svipmikill.
Söfnuður Hjallakirkju, organistinn
og kórinn geta glaðst yfir vel heppn-
uðu hljóðfæri kirkjunnar. Sá sem best
má þó við una er orgelsmiðurinn
Björgvin Tómasson, sem enn einu
sinni hefur sýnt að hann er miklu
meira en fullfær um að smíða falleg
og góð hljóðfæri sem hvaða kirkja
sem er, hvar sem er, gæti verið full-
sæmd af.
Ópus 22 í
Hjallakirkju
TÓNLIST
H j a l l a k i r k j a
Vígsla nýs orgels Hjallakirkju.
Jón Ólafur Sigurðsson organisti lék
verk eftir Dietrich Buxtehude og
Jóhann Sebastian Bach. Lenka Mát-
éová organisti og trompetleik-
ararnir Guðmundur Hafsteinsson
og Jóhann I. Stefánsson fluttu
Trumpet Voluntary eftir William
Boyce, Kór Hjallakirkju og Jón
Ólafur Sigurðsson fluttu Lofsöng úr
óratoríunni Sál eftir Georg Fried-
rich Händel og kórinn, einsöngv-
ararnir Marta Guðrún Halldórs-
dóttir sópran og Gísli Magnason
tenór, trompetleikararnir og Lenka
Mátéová fluttu Te Deum eftir Jón
Þórarinsson undir stjórn Jóns Ólafs
Sigurðssonar. Sunnudag kl. 20.30.
ORGELTÓNLEIKAR
Bergþóra Jónsdótt ir
HÖFUNDUR Hótelbarsins segir
svo frá í leikskrá að hugmyndin að
verkinu hafi kviknað þegar hún
rakst á mynd, innrammaða auglýs-
ingu fyrir þýska bjórtegund, í tiltekt
í geymslum leikfélagsins. Og þessi
sama mynd skipar heiðurssess í
leikrýminu sem Grímnir hefur skap-
að í gömlu bíóhúsi í miðjum Stykk-
ishólmsbæ. Rými sem hentar sýn-
ingunni ágætlega, en gæti reynst
þröngur kostur fyrir önnur verk.
Persónur Hótelbarsins eru starfs-
fólk og gestir lítils bars, væntanlega
á hóteli staðarins. Við fylgjumst
með gleðskapnum eina kvöldstund
og svo eftirköstum morguninn eftir.
Verkið byggist frekar á svipmynd-
um af ástandi en framvindu. Það er
varla fyrr en í seinni hlutanum sem
örlar á fléttu, lítilli sögu um víxl á
ferðatöskum í gamalkunnum farsa-
stíl. Þangað til erum við einfaldlega
áhorfendur að fólki að hamast við að
skemmta sér, drekka, daðra og
klæmast. Kunnuglegt að sjálfsögðu,
og hið nýbakaða leikskáld Grímnis
kann svo sannarlega að skrifa liðug
og eðlileg samtöl.
Og það þýðir ekkert að fitja upp á
trýnið yfir linnulitlu neðanþindar-
gríninu, til þess er það alltof kunn-
uglegt. Hins vegar er ekki laust við
að mig gruni að Sigríður eigi eftir að
skrifa betra leikrit þegar hún nær
aðeins betra valdi á formi og fram-
vindu, því hún hefur greinilega eyra
fyrir talsmáta og getu til að skila
honum ómenguðum á blað.
Þröstur Guðbjartsson hefur skil-
að ágætu verki við að koma Hót-
elbarnum á svið. Leikstíllinn er
ýkjukenndur og óheflaður, sem á
ágætlega við, en dansatriðin voru
bæði heldur stirð og dálítið utan-
veltu við verkið, ekki síst undarleg
uppákoman með trúðanefin í lokin.
Nær hefði verið að hjálpa höfund-
inum að leiða verkið til lykta á hefð-
bundnari hátt, sýnist mér. Staðsetn-
ingar og gangur leiksins er fumlaus
og krafturinn helst frá upphafi til
enda.
Af einstökum leikurum má nefna
Jóhann Inga Hinriksson, sem var
hinn sígildi sviðshommi í hlutverki
bareigandans og drottningarinnar
Bóbós.
Stöðluð sviðsmanngerð eins og
Mikki refur og Grasagudda. Sigrún
Jónsdóttir var trúverðug sem partý-
dýrið Lára og Margrét Ásgeirsdótt-
ir gerði margt verulega vel í hlut-
verki Gróu stallsystur hennar. Hjá
sumum leikendum mátti sjá nokk-
urn byrjendabrag, sem á sér áreið-
anlega náttúrulegar skýringar og
verður horfinn að ári.
Ég vona að Grímni auðnist að
rækta þetta nýja leikskáld. Það er
ekki ónýtur liðsstyrkur og mikil-
vægt að halda henni við efnið, hvetja
hana til dáða og framfara. Það eru
ýmsir glampar í Hótelbarnum sem
segja mér að Sigríður Gísladóttir
hafi hvorki sagt sitt síðasta né besta
orð á leiksviði. Áfram, stelpa!
Út á
lífið
LEIKLIST
L e i k f é l a g i ð G r í m n i r ,
S t y k k i s h ó l m i
Höfundur: Sigríður Gísladóttir.
Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson.
Leikendur: Árni Valgeirsson, Vil-
borg Jónsdóttir, Jens Ingólfsson,
Þorgrímur Vilbergsson, Jóhann
Ingi Hinriksson, Margrét Ásgeirs-
dóttir, Erna Björg Guðmunds-
dóttir, Sigrún Jónsdóttir, Herdís
Teitsdóttir, Ólafur Ingi Berg-
steinsson, Guðmundur Bragi Kjart-
ansson og Kristín Björg Jónsdóttir.
Sunnudagurinn 25. febrúar 2001.
HÓTELBARINN
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
„Það eru ýmsir glampar í Hótelbarnum sem segja mér að Sigríður
Gísladóttir hafi hvorki sagt sitt síðasta né besta orð á leiksviði.“
Þorgeir Tryggvason