Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 34
MENNTUN
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MBA-nám
• Öll kennsla fer fram á ensku.
• 11 mánaða almennt MBA-stjórnunarnám með áherslu á
áætlanagerð, forystu og uppbyggingu víxlstarfandi liðsheildar.
• Nemendur alls staðar að, hámark 40 á námskeiði.
• Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla.
• „Hands on“-ráðgjafarverkefni.
MSc-nám
• Öll kennsla fer fram á ensku.
• Tveggja ára fullt nám.
• Fjármálahagfræði.
• Markaðsfræði.
• Áætlanagerð og alþjóðaviðskipti.
• Upplýsingatæknistjórnun.
Við getum boðið þér eitt
alþjóðlegasta MSc- og
MBA-nám á
Norðurlöndum
Föstudaginn 2. mars kl. 17.00
fyrir MBA og 18.00 fyrir MSc
á Hótel Sögu, fundarherbergi B.
Kynningarfundur
á Íslandi
Netfang: msc@bi.no, mba@bi.no
http://www.bi.edu
UMRÆÐA um aðalnám-skrá tónlistarskólannasem menntamálaráðu-neytið
sendi frá sér á liðnu
ári hefur af einhverj-
um ástæðum ekki farið
hátt. Með nýju aðal-
námskránni eru þó
gerðar veigamiklar
breytingar á umgjörð
starfsemi tónlistar-
skólanna og þá sér-
staklega á samræmdu
prófafyrirkomulagi
þeirra.
Undanfarna áratugi
hafa hin svonefndu
stigspróf verið notuð í
tónlistarskólum um
allt land til að meta
hvar nemendur standa
í námi. Stigsprófin, sem eru sam-
ræmd próf, hafa verið átta talsins
og hafa þann kost að nemendur
geta stefnt markvisst á að ljúka
hverju stigi eða áfanga á einu eða
tveimur árum. Að ljúka næsta stigi
hefur hjálpað mörgum nemandan-
um til að hafa skýr markmið með
námi sínu og gefið honum mögu-
leika á að bera sig saman við sam-
nemendur sína. Stigin hafa náð því
að verða nokkuð traustur mæli-
kvarði á framfarir nemenda og
hafa skólar notað þau með góðum
árangri til að meta hversu langt
þeir eru komnir í námi, t.d. þegar
nemendur flytjast á milli skóla.
Stigsprófakerfið
lagt niður?
Í nýrri aðalnámskrá tónlistar-
skóla er þetta stigsprófakerfi í
raun lagt niður. Þess í stað koma
nú þrjú samræmd áfangapróf:
Grunnpróf kemur í stað 3. stigs-
prófs, miðpróf kemur
í stað 5. stigsprófs, og
framhaldspróf í stað
7. stigsprófs. Þannig
hefur áfangaprófum í
um það bil tólf ára
námi verið fækkað úr
sjö í þrjú en áttunda
stigið er nú talið til
háskólanáms. Svo
virðist sem megintil-
gangurinn sé að sam-
ræma tónlistarnám
og almenna skóla-
kerfið þannig að flest-
ir sem taki grunnpróf
í tónlist séu jafnframt
að ljúka 7. bekk í al-
mennum grunnskóla,
þeir sem taki miðpróf séu að ljúka
10. bekk, og þeir sem ljúki fram-
haldsprófi séu að útskrifast úr
framhaldsskóla.
Erfitt að fá börn til að hugsa
fjögur ár fram í tímann
Undirritaður telur að með nýju
aðalnámskránni færist tvennt al-
varlega til verri vegar, miðað við
núverandi fyrirkomulag.
Í fyrsta lagi hefur fækkun
áfangaprófa úr sjö í þrjú þau áhrif
að um það bil fjögur ár líða milli
áfangaprófa í stað eins til tveggja
ára. Þessi breyting hefur það í för
með sér að kennarar geta ekki
lengur notað áfangaprófin eins
markvisst til að örva nemendur til
dáða, enda augljóst að það getur
verið mjög erfitt að fá börn til að
hugsa heil fjögur ár fram í tímann.
Með þessu er verið að taka af
kennurum mjög mikilvægt örvun-
artæki sem stigsprófin hafa svo
sannarlega verið. Fyrir margan
nemandann hefur það verið upp-
spretta mikils stolts að hafa lokið
tilteknum stigsprófum og hefur
þar líklega vegið þyngst að prófin
hafa verið samræmd þannig að
kunningjahópurinn, a.m.k. þeir
sem þekkja til hljóðfæranáms, hef-
ur borið ákveðna virðingu fyrir
prófunum. Ekki ósvipað lituðum
beltum í sjálfsvarnaríþróttum og
stigum í skák. Stigsprófin hafa
þannig verið viðráðanleg þrep í
tónlistarnáminu sem hafa haldið
mörgum nemandanum við efnið.
Í öðru lagi hafa tengslin við al-
menna skólakerfið, sem koma ljós-
lega fram í nafngiftunum grunn-
próf, miðpróf og framhaldspróf,
þann ókost að láta þeim nemend-
um sem eru komnir lengra í al-
menna skólakerfinu en í tónlist-
arnáminu, til dæmis vegna þess að
þeir hafa byrjað seint í tónlist-
arnámi, finnst þeir vera einhvers
konar eftirlegukindur. Með hlið-
sjón af reynslu minni af tónlistar-
kennslu unglinga tel ég að nem-
anda í 10. bekk þyki ekki mikil
reisn yfir því að ljúka grunnprófi í
tónlist, sem leynt eða ljóst miðast
við 7. bekkjar próf í grunnskóla.
Með þessari tengingu er í raun
verið að ræna tónlistarnám þeirri
sérstöðu sem það hefur haft til
þessa, þ.e. að vera vel skilgreint
áfanganám óháð aldri nemenda. Sé
markmiðið með þessari breytingu
að samræma tónlistarnám námi í
hinu almenna skólakerfi er reynd-
ar alveg óskiljanlegt að ekki virðist
hafa verið tekið með í reikninginn
að hingað til hafa nemendur fengið
6. stigs próf metið til eininga í
framhaldsskólum. Þetta stig hefur
nú verið lagt niður. Þannig verða
nemendur væntanlega að ljúka
framhaldsprófi (fyrrverandi 7.
stigi) með opinberum tónleikum til
að fá nám sitt metið til eininga.
Þetta er býsna langt frá því að
vera raunhæf krafa fyrir náms-
mann sem hefur tónlistina sem
aukafag. Með þessu er verið að
skerða möguleika tónlistarnem-
enda til að fá nám sitt metið sem
valáfanga í framhaldsskólum
landsins.
Útþynning
prófakerfisins
Í nýju aðalnámskránni er gert
ráð fyrir að tónlistarskólar hafi
frelsi til að haga prófum á milli
grunn-, mið- og framhaldsprófa
eins og þeir sjálfir kjósa. Þetta
hljómar kannski víðsýnt og lýð-
ræðislegt í fyrstu en þegar betur
er að gáð hlýtur þetta fyrirkomu-
lag, sem tekur til u.þ.b. 80 tónlist-
arskóla á landinu, að verða til þess
að fjöldi ólíkra prófa verður til.
Prófa sem eru algjörlega ósam-
ræmd og gefa nemendum enga
hugmynd um hvar þeir standa í
námi í samanburði við félaga sína í
öðrum tónlistarskólum. Ekki mun
þetta heldur hjálpa skólum að
meta nemendur sem flytjast á milli
skóla. Þá má ekki heldur gleyma
því að sumir tónlistarskólar úti á
landsbyggðinni, þar sem oft er að-
eins einn kennari á hvert hljóðfæri,
verða á eigin spýtur að búa til heilt
millistigsprófakerfi á hvert hljóð-
færi, kannski fyrir örfáa nemend-
ur.
Þessar breytingar á kerfi sem
hefur reynst geysivel á Íslandi og
annars staðar, svo sem á Bretlandi
þaðan sem fyrirmynd stigspróf-
anna er komin, eru undirrituðum
mikið undrunar- og áhyggjuefni.
Sérstaklega þar sem ekki sést við
lestur nýju námskrárinnar að þar
sé nokkur ný hugmyndafræði á
ferð sem réttlæti slíka útþynningu
prófakerfisins. Nýju áfangaprófin;
grunnpróf, miðpróf og framhalds-
próf, verða nánast nákvæmlega
eins uppbyggð og gömlu stigspróf-
in með þeirri einu breytingu að í
einum lið (sem gildir einungis 10%)
má velja á milli þess að leika frum-
samið lag, hljómsetja laglínu,
spinna laglínu út frá hljómum eða
leika verk samkvæmt námskrá.
Samkvæmt nýju námskránni er
reyndar gert ráð fyrir að sömu
prófdómarar dæmi áfangaprófin á
öllu landinu. Þetta væri vissulega
kostur, enda hefur kannski stund-
um gætt einhvers misræmis á
stigsprófum milli fámennra byggð-
arlaga og stærri byggðakjarna,
m.a. vegna skorts á þjálfuðum
prófdómurum. Þetta hefði hins
Tónlistarskólar/Aðalnámskrá fyrir tónlistarskóla var gefin út á liðnu ári. Þar koma m.a.
fram ný áfangapróf. Ólafur Elíasson píanóleikari telur þau ekki vera til bóta og vill hefja
stigsprófin aftur til vegs og virðingar. Hann ber prófin saman í þessari grein.
Áfanga- eða
stigspróf
í tónlist?
Nauðsynlegt er að um prófin skapist umræða, segir Ólafur. Nýlega voru
nemendur í Tónlistarskóla Akureyrar að spila í fyrirtækjum.
Námi í tónlistarskólum er nú skipt
í þrjá meginflokka
Var ástæða til að setja stigspróf
skör lægra en áfangapróf?
Ólafur Elíasson
Morgunblaðið/Kristján
AÐALNÁMSKRÁ tónlistar-
skóla geta áhugasamir fundið á
rafrænu formi á heimasíðu
menntamálaráðuneytisins, nán-
ar tiltekið á http://bella.mrn.-
stjr.is/utgafur/namskratonlist.-
pdf. Hér eru nokkur brot valin
af blaðamanni Morgunblaðsins:
„Nám í tónlistarskólum
skiptist í þrjá megináfanga:
grunnnám, miðnám og fram-
haldsnám. Til grunnnáms telst
einnig fornám, þ.e. samþætt
byrjendanám, sniðið að aldri og
þroska ungra barna. Þessi
áfangaskipting er óháð upp-
byggingu almenna skólakerfis-
ins. Engu að síður má finna þar
nokkra samsvörun. Þannig sam-
svarar grunnnám u.þ.b. neðri
bekkjum grunnskóla, miðnám
efri bekkjum og framhaldsnám
svarar til náms á framhalds-
skólastigi, þ.e. að háskólastigi.“
„Hverjum megináfanga
lýkur með áfangaprófum, þ.e.
grunnprófi, miðprófi og fram-
haldsprófi, annars vegar í hljóð-
færaleik og hins vegar í tón-
fræðagreinum. Jafnframt er
heimilt að skipta námsferlinu í
smærri áfanga eða stig.“
„Námstími innan hvers
áfanga getur verið breytilegur
og ræðst hann meðal annars af
aldri, þroska, ástundun og fram-
förum. Miðað er við að flestir
nemendur, sem hefja hljóðfæra-
nám 8–9 ára, ljúki grunnnámi á
þremur árum. Gera má ráð fyrir
að eldri nemendur geti farið
hraðar yfir. Í mið- og fram-
haldsnámi eykst umfang náms-
ins og sá tími, sem tekur að
ljúka áföngunum, lengist að
jafnaði. Lok framhaldsnáms
miðast við að nemendur séu
undir það búnir að takast á við
tónlistarnám á háskólastigi.
Tónlistarskólum er heimilt að
skipta áföngunum niður í stig
þannig að grunnnám nái yfir
fornám og I.–III. stig, miðnám
IV.–V. stig og framhaldsnám
VI.– VII. stig.“
„Skólum er í sjálfsvald sett
hvort nemendur þeirra taka
stigspróf á milli áfangaprófa en
áfangapróf skulu hins vegar
koma í stað stigsprófa við lok
viðkomandi áfanga, sjá nánar á
bls. 45. Samsetning, fram-
kvæmd og prófdæming stigs-
prófa er alfarið ákvörðun og á
ábyrgð þeirra skóla sem kjósa
að halda þau enda er ekki fjallað
um stig og stigspróf í greina-
námskrám. Séu tekin stigspróf
má gera ráð fyrir að nemendur í
grunnnámi ljúki um það bil einu
stigi á ári en þegar ofar dragi
lengist námstíminn á milli
stiga.“
Tónlistarskólar
í aðalnámskrá