Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
K rabbameinsfélag Íslandsmun í tilefni 50 ára af-mælis félagsins á þessuári efna til landssöfnun-
ar til styrktar félaginu laugardag-
inn 3. mars nk. og er þetta fjórða
landssöfnunin sem félagið stendur
fyrir. Um 1.040 krabbamein grein-
ast nú árlega hér á landi og hefur
tíðni þeirra í heild aukist um 1,2% á
ári frá því að skipuleg skráning
hófst árið 1954. Tíðni krabbameins
í blöðruhálskirtli hefur nær fimm-
faldast og er orðið algengasta
krabbamein karla. Brjóstakrabba-
mein er algengasta krabbamein
kvenna og er orðið tvöfalt algeng-
ara en fyrir fjórum áratugum. Tíðni
lungnakrabbameins hefur nær þre-
faldast hjá körlum og meira en fjór-
faldast hjá konum en tíðni maga-
krabbameins er nú aðeins
þriðjungur af því sem áður var. Þá
er tíðni leghálskrabbameins einnig
aðeins þriðjungur af því sem var
um skeið en þar hefur leit að sjúk-
dómnum á forstigi haft áhrif.
Markmiðið með söfnuninni að
þessu sinni er að auka þjónustu við
krabbameinssjúklinga. Ætlunin er
að efla þátt endurhæfingar við að
hjálpa sjúklingum til að komast út í
lífið á nýjan leik eftir meðferð við
sjúkdómnum. Þá er ætlunin að efla
forvarnir og treysta aðra núverandi
starfsemi Krabbameinsfélagsins.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, er sérstakur verndari
landssöfnunarinnar en Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands, er verndari Krabbameins-
félagsins. Þau munu bæði leggja
söfnuninni lið og eiga það sam-
merkt að hafa þurft að glíma við
krabbamein og afleiðingar þess í
sínu persónulega lífi og leggja
mikla áherslu á eflingu Krabba-
meinsfélagsins og þess starfs sem
þar fer fram.
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands, kynnti
söfnunina á blaðamannafundi í gær
og sagði einkunnarorð söfnunar-
innar byggjast á því að einn af
hverjum þremur Íslendingum geti
vænst þess að fá krabbamein á lífs-
leiðinni. Hins vegar séu allir þannig
gerðir að þeir vilji sleppa við það
sem vont er, hvort sem það eru slys
eða sjúkdómar, og því sé raunin yf-
irleitt að þrír af hverjum þremur
telji að þeir sjálfir sleppi við að fá
krabbamein.
Landssöfnunin verður tvíþætt að
þessu sinni, annars vegar verður
leitað til einstaklinga með margvís-
legum hætti og hins vegar leitað
sérstaklega eftir stuðningi fyrir-
tækja í landinu. Gengið verður í
hús í samvinnu við Kiwanis og
Lions, safnað í samvinnu við út-
varpsstöðvar og í þætti í Sjónvarp-
inu, á vefsíðu söfnunarinnar
krabbamein2001.is og tekið við
framlögum í síma 907 5050 og 750
5050.
Krabbamein ekki
lengur dauðadómur
Að sögn Guðrúnar er krabba-
mein vaxandi vandamál á Íslandi,
líkt og í flestum vestrænum sam-
félögum. „Því miður þekkjum við
ekki ástæðurnar fyrir því í mörgum
tilvikum en fyrir 40 árum greindust
300–400 manns á hverju ári og nú
eru það rúmlega 1.000. Norræn
rannsókn krabbameinsskráa á
Norðurlöndunum sýnir okkur að ef
við höfumst ekkert að til að draga
úr, má vænta þess að tíðnin auk-
ist.“
Sé tekið mið af spám munu eftir
einn áratug greinast 1.300 til 1.400
ný tilfelli af krabbameini hér á
landi á hverju ári og samkvæmt
upplýsingum Krabbameinsfélags-
ins er nýgengi krabbameins hærra
í Reykjavík og Reykjanesi en ann-
ars staðar á landinu. Þá hefur tíðni
húðkrabbameins hjá konum á aldr-
inum 15 til 34 ára tvöfaldast á síð-
ustu tíu árum og er það rakið til
aukinna sólbaða og notkunar ljósa-
bekkja.
Samkvæmt nýjum útreikningum
úr krabbameinsskránni getur þriðji
hver Íslendingur búist við því að
greinast með krabbamein einhvern
tímann fyrir 85 ára aldur. Um 1.040
krabbamein eru greind hér á landi
árlega, þar af 530 hjá körlum og
510 hjá konum miðað við meðaltal
áranna 1995–1999. Að sögn Guð-
rúnar er aldur þjóðarinnar megin-
ástæðan fyrir þessari aukningu, ís-
lenska þjóðin sé mjög ung og því
hlutfallslega að eldast en krabba-
mein er fremur sjúkdómur efri ára.
Af þeim sem greindust með
krabbamein á árunum 1995–1999
voru innan við 2% undir tvítugu,
6% á aldrinum 20–40 ára, 22% frá
40–60 ára, 54% á aldrinum 60–80
ára og 16% voru áttræðir eða eldri.
Meðalaldur karla við greiningu er
rúm 67 ár og meðalaldur kvenna er
rúm 62 ár.
Þrátt fyrir aukna tíðni krabba-
meins hafa lífslíkur krabbameins-
sjúklinga hins vegar batnað á und-
anförnum árum vegna bættrar
greiningar og framfara í meðferð-
um. Guðrún segir að í dag lifi mun
fleiri en áður, um 53% karla og 59%
kvenna lifa í fimm ár eða lengur
eftir að hafa greinst með
mein. Fyrir 30 árum vo
krabbameinssjúklingar á
eru á lífi um 7.200 eins
sem fengið hafa krabbam
mennustu hóparnir eru 1.4
með brjóstakrabbamein, 8
með blöðruhálskirtilskra
450 karlar og konur m
krabbamein og 380 karlar
með þvagblöðrukrabbame
„Krabbamein er ekki
dauðadómur eins og leng
margir óttast enn í dag. E
sjúkdómur og oft erfiður
ur sem hægt er að vinna
segir Guðrún.
Sífellt fleiri þurfa
endurhæfingu að h
Í samtali við Morgunbla
Guðrún það líklega efst
varðandi tilgang söfnunar
skipuleggja ráðgjafateymi
beitt sér fyrir aukinni e
ingu við krabbameinssjúkl
erum við fyrst og fremst a
heilbrigðisstarfsfólk, læk
fræðinga og sjúkraþjálf
taka á móti sjúklingum s
hafa meðferð. Eru kanns
og veru orðnir líkamlega h
ir, ef maður getur sagt sem
ekki búnir að finna fótfestu
að fara út í lífið. Okkur l
styðja þá til þess og stytt
batatíma þannig að fólk k
að njóta þeirra lífsgæða
þeirra.“
Guðrún sagði að aukn
horfur á undanförnum á
sem vonir stæðu til að a
frekar, leiddu til þess a
fleiri einstaklingar þyrftu
hæfingu að halda til þess a
í lífið á nýjan leik. „Þetta v
veg í okkar heilbrigðiskerf
mjög gott að mörgu leyt
viljum beita okkur fyrir
þessu verði komið á lagg
gera okkar í því að veita þ
gjöf. Til þess þurfum við fé
Þá sagði Guðrún nauðsy
treysta enn frekar það fo
starf sem nú þegar væri u
Krabbameinsfélaginu, t.d.
efla forvarnir gegn reykin
mesta heilsubót sem la
ættu kost á væri að h
reykja. Auk þess sagði Gu
nauðsynlegt að treysta
starf félagsins.
Ríflega 1.000 gr
með krabbamei
Krabbameinsfélag Íslands kynnti í gær fyrirhugaða landssöfn
verandi forseta Íslands. Á myndinni eru frá vinstri Guðrún A
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari söfnunari
seti Íslands og verndari Krabbameinsfélagsins, og Sigurður
Íslendingar greinast sí-
fellt fleiri með krabba-
mein á hverju ári. Leit-
arstarf og framfarir í
meðferð sjúklinga hafa
þó aukið lífslíkurnar og
fleiri þurfa á endurhæf-
ingu að halda til þess að
komast út í lífið á ný.
Eiríkur P. Jörundsson
kynnti sér í gær mark-
mið landssöfnunar
Krabbameinsfélagsins.
Fyrrverandi og núverandi forseti taka höndum sa
RÉTTUR EÐA VERND DÝRA
AÐILD AÐ ALÞJÓÐA-
HVALVEIÐIRÁÐINU
Mælt er með því að „Ísland geristaðili að Alþjóðahvalveiði-ráðinu á ný og að unnið verði
markvisst að undirbúningi þess að hval-
veiðar hefjist sem fyrst“, í þeim drögum
að ályktunum flokksþings Framsókn-
arflokksins sem til umfjöllunar voru á
miðstjórnarfundi flokksins um síðustu
helgi. Þetta er ekki endanleg afstaða
flokksins, enda verður flokksþingið
ekki haldið fyrr en í næsta mánuði.
Engu að síður er athyglisvert og
ánægjulegt að tillaga um inngöngu í
hvalveiðiráðið skuli nú til umfjöllunar í
öðrum stjórnarflokknum.
Morgunblaðið lagðist eindregið gegn
úrsögn Íslands úr Alþjóðahvalveiði-
ráðinu er hún var ákveðin í árslok 1991.
Rök blaðsins fyrir þeirri afstöðu voru
m.a. þau að lítið ríki eins og Ísland verði
að afla málstað sínum fylgis innan við-
urkenndra alþjóðasamtaka og að sú
ákvörðun að hverfa frá samstarfi innan
hvalveiðiráðsins sé ekki í neinu sam-
ræmi við þá starfshætti sem annars hafi
einkennt þátttöku Íslands í alþjóðlegu
samstarfi. Hæpið sé að ætla að byggja
ákvörðun um að hefja hvalveiðar á nýj-
an leik á aðild Íslands að Norður-Atl-
antshafssjávarspendýraráðinu
(NAMMCO) og að úrsögnin skaði í raun
möguleika Íslands á að hefja hvalveiðar
á nýjan leik. Raunar hefur ekkert kom-
ið fram sem bendir til að úrsögnin úr
Alþjóðahvalveiðiráðinu hafi styrkt
stöðu Íslands á nokkurn hátt, enda sátu
önnur hvalveiðiríki áfram í ráðinu.
Því hefur með tilvísun til vísinda-
legra rannsókna verið haldið fram, að
ýmsir hvalastofnar hér við land séu
ekki í neinni útrýmingarhættu og þoli
veiðar. Morgunblaðið hefur bent á þá
hræsni sem felst í afstöðu ýmissa ríkja,
t.d. Bandaríkjanna, sem leggjast gegn
hvalveiðum Íslendinga og fleiri þjóða
en knýja á um undanþágur vegna hval-
veiða frumbyggja í Bandaríkjunum og
horfa fram hjá dauða fjölda hvala vegna
hernaðartilrauna bandaríska flotans.
Engu að síður dregur Morgunblaðið í
efa, að forsendur hafi skapazt enn sem
komið er til að hefja hvalveiðar á nýjan
leik. Ástæður þeirrar afstöðu eru í
fyrsta lagi að slíkt gæti haft neikvæð
áhrif á markaði fyrir íslenzkar sjávar-
afurðir erlendis vegna þess hversu út-
breidd andstaðan við hvalveiðar er
meðal neytenda í helztu viðskiptalönd-
um okkar. Það er staðreynd sem við
getum ekki horft fram hjá. Í öðru lagi
er hætta á að hagsmunir ferðaþjónust-
unnar bíði skaða af, ekki sízt vegna sí-
vaxandi ásóknar erlendra ferðamanna í
hvalaskoðunarferðir og vaxandi tekna
af þeirri starfsemi. Í þriðja lagi hefur
enn ekki verið sýnt fram á að neinn
markaður að ráði sé fyrir hvalaafurðir.
Þau vandkvæði, sem virðast á slíkum
útflutningi Norðmanna þessa dagana,
benda ekki til að sú forsenda hafi
breytzt.
Þær breytingar geta orðið í umhverfi
okkar, að rétt sé að hefja hvalveiðar á
ný. En þá skiptir höfuðmáli að sú
ákvörðun sé tekin í sátt við önnur ríki
og slíkt getur aðeins gerzt með því að
Ísland eigi aðild að Alþjóðahvalveiði-
ráðinu. Þess vegna er jákvætt að aðild
sé nú til umræðu í stjórnarliðinu og
vonandi er sú umræða aðeins fyrsta
skrefið í átt til þess að Ísland gangi aft-
ur í ráðið.
Umræða um aðbúnað dýra semræktuð eru til manneldis og for-
sendur manna til að nýta sér þá auðlind
sem villt dýr eru hefur farið vaxandi
undanfarna áratugi. Athygli vekur að
sú umræða snýst ekki lengur eingöngu
um dýravernd heldur er nú einnig farið
að ræða um réttindi dýra á svipuðum
nótum og rætt er um réttindi manna. Í
grein Sigrúnar Davíðsdóttur sem birt-
ist í Morgunblaðinu sl. sunnudag
fjallaði hún um hugmyndafræði sem al-
farið hafnar nýtingu dýra á hefðbund-
inn máta á þeirri forsendu að eiginleiki
dýranna til að þjást geri þau jafnrétthá
mönnum. Samkvæmt þessari hug-
myndafræði er allri neyslu á afurðum
sem rekja má til dýraríkisins hafnað,
hvort heldur sem um er að ræða kjöt,
fisk, egg, mjólkurvörur, leður, skinn,
matarlím eða annað þess háttar, þar
sem fylgjendur hennar telja að dýr hafi
rétt til lífs óháð hagsmunum manna.
Hugmyndafræðileg stefnumörkun af
þessu tagi er öfgakennd þar sem í henni
felst að réttindi dýra og manna eru
nánast lögð að jöfnu.
Á undanförnum áratugum hefur
töluvert áunnist í baráttu dýravernd-
unarsamtaka fyrir verndun dýra og
viðunandi aðbúnaði þeirra og er það
vel. Sem dæmi um slíkt má nefna að
neytendur í Evrópu virðast flestir vera
tilbúnir til að borga hærra verð fyrir af-
urðir á borð við svínakjöt, kjúklinga og
hænuegg sem framleidd eru á búum
þar sem horfið hefur verið frá fjölda-
framleiðslu og hámarksafkostum í
ómannúðlegu umhverfi. Þess í stað tek-
ur framleiðsluferlið mið af eldri gildum
hefðbundins búskapar til sveita þar
sem náttúrulegt umhverfi er nýtt til
skepnuhalds. Reynsla undanfarinna
ára, m.a. af hörmulegum afleiðingum í
nautgriparækt þar sem gengið var
mjög langt í nýtingu á sláturúrgangi
sem að lokum orsakaði kúariðufarald-
urinn, hefur að sama skapi ýtt undir
breyttar áherslur í framleiðsluháttum
til að þjóna kröfum neytenda um
heilsusamlega vöru.
Einnig er ljóst að flestir neytendur
sætta sig ekki lengur við að vörur sem
tilheyra daglegu lífi, svo sem hreinlæt-
is- og snyrtivörur, séu reyndar á dýr-
um. Almenningur er sömuleiðis í sívax-
andi mæli farinn að marka sér skoðun á
því hvað sé réttlætanlegt þegar kemur
að því að nýta afurðir unnar úr dýrum.
Fæstir sætta sig núorðið við dráp á
dýrum sem eru í útrýmingarhættu, svo
sem skjaldbökum, nashyrningum og
fílum, né heldur við að dýr séu drepin
einungis til að nýta mjög takmarkaðan
hluta þeirra í lúxusmatvöru.
Skynsamlega afmarkaður réttur
manna til að lifa af með því að nýta sér
dýr á siðlegan og hófsaman hátt hlýtur
að vera æðri rétti dýra, að því tilskildu
að maðurinn beri tilhlýðilega virðingu
fyrir umhverfi sínu og gæti þess að
raska ekki náttúrlegu jafnvægi.