Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 41 Stórsekkir Algengar tegundir fyrirliggjandi Útvegum allar stærðir og gerðir Tæknileg ráðgjöf Bernh. Petersen ehf., Ánanaust 15, 101 Reykjavík, sími 551 1570, fax 552 8575. Netfang: steinpet@simnet.is Gull er gjöfin Gullsmiðir TÖKUM AÐ OKKUR AÐ SJÁ UM ERFIDRYKKJUR H Ó T E L B O R G RESTAURANT . CAFÉ Upplýsingar í s: 551 1247 Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Hilllukerfi / Milligólf Skrúfulaust Smellt saman! Netverslun - www.isold.is Heildarlausnir fyrir fyrirtækið fyrir lagerinn,verslunina, heimilið, bílskúrinn. Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Dúndurtilboð! NÚ EFTIR þinghlé verður tekið fyrir á Al- þingi frumvarp sam- gönguráðherra um áhafnir íslenskra skipa. Í greinargerð er sagt að megintilgangur frumvarpsins sé að laga íslenska löggjöf að alþjóða samþykkt um menntun, þjálfun, skír- teini og vaktstöður sjó- manna sem tekur til áhafna á flutninga- og farþegaskipum, svo- nefnda STCW-sam- þykkt frá 1978, sem Ís- lendingar urðu fullgildir aðilar að 21. júní 1995. Því ber að fagna að Ísland skuli hafa náð inn á svokallaðan hvít- lista alþjóða siglingamálastofnunar- innar IMO og skírteini íslenskra skipstjórnar- og vélstjórnarmanna verði gefin út samkvæmt samþykkt- inni. Ekki er hinsvegar fagnaðarefni hvernig frumvarpið tekur á málefn- um fiskimanna, þar kveður við ann- an tón. Það má segja að frumvarpið sé aðför að starfsréttindum skip- stjórnarmanna og vélstjóra auk þess sem öryggi skipa og manna er stefnt í voða. Hér á eftir ætla ég að gera grein fyrir afleiðingum sem breyt- ingarnar hafa í för með sér ef frumvarpið nær fram að ganga óbreytt. Ein meginbreytingin er sú að mælieiningu sem notuð er við ákvörðun á stærð skipa er breytt úr brúttólest- um (brl) í brúttótonn (brt), en við það mæl- ast skip í langflestum tilfellum stærri. Til samræmis er viðmiðun til réttinda breytt og 30 brl réttindi hækka í 50 brt. Við þessa breyt- ingu fá nokkrir aðilar réttindi á stærri skip en þeir áður höfðu. Samkvæmt 14. gr. skal vera á skipi 50 brt og minni einn stýrimað- ur en ekki þarf stýrimann ef útivera skips fer ekki fram úr 36 klst. á tímabilinu 1. apríl til 30. sept. en 24 klst. þess utan. Það er gert ráð fyrir því að skipstjóri sé vakandi við störf allt að 36 klst., sé útivera skips með þeim hætti. Ákvæði þetta brýtur ekki einungis kjarasamninga heldur einnig lög um lágmarks hvíldartíma sem skal vera 8 klst. 7. grein leggur þær skyldur á skipstjóra að hann sjái til þess að ávallt sé staðin örugg vakt, hvort sem skip er á siglingu, í höfn eða á legu og stýrimenn séu ábyrgir fyrir siglingu skips á sinni vakt. Það er vandséð hvernig skip- stjóri getur tryggt að staðin sé örugg vakt, stýrimannslaus og van- svefta sjálfur. Með þessu er vegið svo að öryggi manna að ekki verður við unað. Önnur breyting er sú að á skipum frá 50 brt til 700 brt skal vera einn stýrimaður. Þessi breyting er allsendis óskiljanleg. Nú er skylt að hafa 2 stýrimenn á skipum yfir 300 brl, sem eru um 570 brt skip. Flestir skuttogarar og loðnuskip landsmanna eru yfir gömlu mörkun- um. Ef frumvarpið nær fram að ganga leggjast um það bil 63 stöður 2. stýrimanns af, sem þýðir að senni- lega tapast á milli 110-120 störf. Á togurunum hefur 2. stýrimaður stjórnað vinnu á dekki auk þess að leysa af í brú. Hafa menn með þessu fengið nauðsynlega starfsþjálfun og verið í stakk búnir til að taka að sér skipstjórn síðar. Sama má segja um 2. stýrimann á öðrum veiðum, en ef frumvarpið nær fram að ganga leggst þessi starfsþjálfun væntan- lega af. Ef þessar stöður verða lagð- ar niður eykst álagið á þá sem eftir eru um borð og öryggi manna og skipa verður veruleg hætta búin. 8. grein frumvarpsins fjallar um undanþágur, en allnokkuð hefur ver- ið um að undanþágur hafi verið veittar bæði til skipstjórnar og vél- stjórnar til starfa á tilteknum skip- um í tiltekinn tíma. Hefur undan- þáguveiting þessi verið í höndum nefndar þar sem sæti eiga fulltrúar fagfélaganna auk Siglingastofnunar. Reynt hefur verið að halda undan- þágum í lágmarki en þó má segja að sanngirni hafi ríkt af hálfu félaganna og flestir fengið úrlausn á sínum málum. Samkvæmt frumvarpinu er það alfarið í höndum Siglingastofn- unar að fjalla um og veita undanþág- ur og er það óviðunandi fyrir fag- félögin. Í 8. grein en einnig fjallað um hvernig veita megi undanþágur, en þar segir að veita megi undan- þágu þeim sem hefur skírteini til að gegna næstu stöðu fyrir neðan. Þar segir t.d. að veita megi manni með réttindi til skipstjórnar á skipi allt að 50 brt undanþágu sem stýrimanni á skip allt að 700 brt. Að baki slíkum réttindum á að liggja 168 klst. nám auk siglingatíma (margir hafa fengið þau nánast gefins). Ekki má sá hinn sami leysa af skipstjóra ef hann for- fallast. Til stýrimannsréttinda á slíkt skip í dag er krafist 2 vetra náms í viðurkenndum skóla. Alveg er dagljóst undan hverra rifjum þessar breytingar á lögum um áhafnir skipa eru runnar, en það er frá forystu LÍÚ, en margítrekað hefur hún farið fram á fækkun á stýrimönnum og vélstjórum til að leysa tímabundin vandræði með mönnun á skipum, og nú hefur þeim tekist að fá samgönguráðherra í lið með sér. Alls staðar í þjóðfélaginu eru gerðar kröfur um aukna mennt- un og færni manna til starfa, en á sama tíma vilja þessir aðilar draga úr kröfum og fækka fólki sem haft hefur fyrir því að mennta sig til þessara starfa. Það er með ólíkind- um að hugsa til þess að á sama tíma og skipin verða stærri og fullkomn- ari, sum hver að minnsta kosti, gangi menn fram með þessum hætti með stjórnvöld í broddi fylkingar. Ef lög- in ná fram að ganga óbreytt er gerð þvílík aðför að störfum og öryggi sjómanna og fjölskyldum þeirra að fáheyrt er. Ég vona að alþingismenn og -konur geri sér grein fyrir því hversu alvarleg mál eru hér á ferð- inni og hafi vit fyrir samgönguráð- herra og samgöngunefnd og komi í veg fyrir að frumvarpið verði að lög- um óbreytt. Fækkun stýrimanna á fiskiskip- um og skert öryggi sjómanna Eiríkur Jónsson Öryggismál Ef lögin ná fram að ganga óbreytt, segir Eiríkur Jónsson, er gerð þvílík aðför að störfum og öryggi sjó- manna og fjölskyldum þeirra að fáheyrt er. Höfundur er stýrimaður og varaformaður Félags íslenskra skipstjórnarmanna. PÉTUR Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, er yfirlýs- ingaglaður og verður af þeim sökum áber- andi, sérstaklega fyrir þá sem lifa öldrun óþarflega lengi. Mann- eskjur sem eru öryrkj- ar, hvort sem er af völdum slysa eða ann- ars, fara görsamlega með taugar Péturs og má glögglega sjá það á málflutningi hans í þingi og í blöðum. Hann leggur kapp á að vernda ríkið fyrir óþarfa kostnaði og væri það í góðu lagi ef óþarfinn væri ekki aldrað fólk og öryrkjar. Ég er viss um að þjóðin lítur ekki á þetta fólk sem lata vesalinga sem drekki vín hvenær sem því verður við kom- ið. Þessi hái herra ætti að líta sér nær og á ég þar við embættismenn hvers konar og eru arkitektar og skipuleggendur á ríkis vegum með- taldir. Ég gæti talið aragrúa mis- taka upp á milljarða. Nú minni ég Pétur aðeins á safnahúsið við Hverfisgötu og viðbótina við alþing- ishúsið sem fóru hundruð milljóna fram úr áætlun. Það reyndist stjórnvöldum léttur leikur að afsaka það og fór Davíð Oddsson á kostum í þeim efnum. Þar höfðu hönnuðir fengið að leika lausum hala í fjár- hirslum almennings og ekki heigl- um hent að sporna við slíku ofurefli enda engir tómthúsmenn þar á ferð. Íslendingar eru furðu fljótir að trúa stjórnmálamönnum og þola þeim alls konar fyrirslátt og fáránlegar skýringar. Það sem lagar stöðu Pét- urs Blöndals gagnvart því fólki, sem hann telur að fái óþarflega mikla aðstoð, er að hann hefur skipað sér í raðir kynlegra kvista. En svo ótrú- lega vill til að hann er alþingismað- ur og menn því nauðbeygðir til að taka hann að einhverju leyti alvar- lega. Grein Péturs í Morgunblaðinu 30. desember er dæmigerð fyrir hug hans í garð þeirra verst stöddu. Pétur er sýnilega á móti réttlæti fyrir alla og dregur fólk í dilka eftir efnum og aðstæðum. Ég fyrir mitt leyti finn ekki til með honum í þessu vandræðastríði hans gegn fólki sem ekkert hefur gert á hlut hans nema að vera til. Ég vona að hann lesi sér til um forfeður okkar allra og reyni að skilja að mis- munandi tímar kalla á mismunandi athafnir. Það er til fátækt fólk í dag og það hefur ekki kosið sér það hlut- skipti. Að álasa illa stöddu fólki um leti og sjálfskaparvíti er í meira lagi ömurlegt af vörum fulltrúa þess. Veit Pétur Blöndal ekki af misréttinu í þjóðfélaginu? Það er kannski í of mikið ráð- ist að reyna að fá Pét- ur til að skilja að það þarf ekki stór- ar breytingar til jöfnuðar launa svo létt sé á ríkissjóði. Samkennd er greinilega langt fyrir ofan skilning Péturs Blöndals. Háttvirtur þing- maðurinn hlýtur að vita að hjúkr- unarfólk sjúkrahúsa býr flest við óhóflegt vinnuálag, hefur margfalt lægri laun en embættismenn sem sestir eru í helgan stein á kostnað ríkis. Eftirlauna- og lífeyrissjóða fjárausturinn í hinn íslenska aðal er eitthvað sem Pétri væri nær að spá í vilji hann ríkissjóði verulega vel. Við þær dyr þrýtur vonandi ekki kjarkinn. Jöfnuðarleiðir til farsæld- ar í þjóðfélögum og ójöfnuður til of- beldis. Hér á landi er verið að festa misréttið í sessi og er það þegar far- ið að skaða samfélagið. Pétur og skoðanasystkin hans ættu að leiða hug sinn að tilgangi mannsinns hér á jörðu. Það væri snjallt hjá Pétri Blöndal að biðja þjóðina afsökunar. Aldraðir og Blöndal Albert Jensen Höfundur er trésmíðameistari. Öryrkjar Verið er að festa mis- réttið í sessi, að mati Alberts Jensens, sem telur að það sé þegar farið að skaða sam- félagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.