Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.02.2001, Qupperneq 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG og á morg- un velja stúdentar sér fulltrúa í Stúd- entaráð og á háskóla- fund. Röskva hefur á undanförnum vikum lagt sig fram við að kynna stúdentum þá ítarlegu stefnuskrá sem hún setur fram. Þar er að finna stór- tækar og framsækn- ar hugmyndir um betri háskóla og bættan hag stúdenta. Kosningarnar snúast óhjákvæmilega um fjáröflun háskólans, enda er bág fjárhags- staða höfuðvandamál hans. Fjár- veitingar til skólans verður að auka, það er grundvallarforsenda annarra framfara. Röskva hefur mótað skýra leið til þess, hún ætlar að ráðast í ítarlega útfært þjóðará- tak sem kemur til með að styrkja háskólann á öllum sviðum. Það er kosið um þjóðarátak í þágu Há- skóla Íslands. Aukið fjármagn úr atvinnulífi Háskólinn er 90 ára í ár. Afmæl- ishöldin veita kjörið tækifæri til þess að benda á mikilvægi skólans og virkja hina ólíku aðila þjóð- félagsins til að efla hann og styrkja á afmælisári. Hlutverki hvers og eins í átakinu er vandlega lýst í stefnuskrá Röskvu. Við ætlum m.a. að taka upp samstarf við Samtök atvinnulífsins og fleiri aðila um út- tekt á því hvernig háskólamenntun skilar sér til atvinnulífsins og leita markvisst eftir afmælisgjöfum frá fyrirtækjum til skólans. Byggingarfé frá ríki Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu verða virkjuð til uppbygg- ingar Stúdentagarða og sveitar- félögin á landsbyggðinni til eflingar rannsókna, t.d. með fjölgun fræða- setra HÍ vítt og breitt um landið. Markvisst verður barist fyrir því að ríkið geri vel við háskólann á af- mælisárinu með aukafjárveitingu til byggingaframkvæmda. Almenn- ingur verður fenginn til stuðnings átakinu og háskólinn launar átakið með fræðilegri og menningarlegri dagskrá fyrir almenning. Aldrei skólagjöld Í fjárhagsvandræðum háskólans og erfiðri samkeppnisstöðu fá hug- myndir um skólagjöld við háskól- ann byr undir báða vængi. Röskva stendur gegn hverskonar skóla- gjöldum við Háskóla Íslands, enda berst hún fyrir jafnrétti til náms. Helsta baráttumál Stúdentaráðs á næstu árum verður að tryggja að skólinn standi áfram öllum opinn. Þjóðarátakið mun gegna veiga- miklu hlutverki í að bæta stöðu skólans og stuðla þannig að skóla- gjaldalausum háskóla fyrir alla. Hugsum stórt Stúdentar hafa á undanförnum árum sýnt hvers þeir eru megn- ugir. Í tengslum við opnun Þjóð- arbókhlöðunnar var ráðist í átak til að safna þangað bókum. Átakið skilaði tugum milljóna. Fyrir tveimur árum réðst Stúdentaráð í átak til að fjölga tölvum í háskól- anum. Átakið skilaði rúmum 50 milljónum. Með samhentu þjóðará- taki getum við lyft grettistaki og eflt Háskóla Íslands verulega. Lát- um ekki afmælisárið líða án þess að nýta það sóknarfæri sem það veitir til að bæta stöðu skólans. Bætum kennslu, bætum aðstöðu, eflum rannsóknir. Þú hefur áhrif Röskva hvetur stúdenta til að kynna sér vel málefni beggja fylk- inga, taka afstöðu út frá þeim og nýta atkvæðisrétt sinn. Helsta hagsmunamál stúdenta er að auka fjárveitingar til háskólans, jafnt frá ríki, sveitarfélögum og atvinnulífi. Röskva hefur mótað skýran val- kost, valkost sem skilar árangri. Við hvetjum stúdenta til að kynna sér þjóðarátakið vel og mikilvægi þess fyrir skólann. Það lýtur að því að tryggja fjárhagsstöðu skólans, bæta samkeppnisstöðu, koma í veg fyrir skólagjöld og tryggja þannig jafnrétti til náms. Hugsum stórt. Stúdentar hafa áhrif. Þú hefur áhrif. Röskva vill þjóð- arátak – þú get- ur haft áhrif Þorvarður Tjörvi Ólafsson Kolbrún skipar fyrsta sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs og Tjörvi fyrsta sæti á lista Röskvu til háskóla- fundar. Stúdentar Stúdentaráðs- og há- skólafundarkosning- arnar snúast um fjár- öflun Háskóla Íslands, segja Kolbrún Benediktsdóttir og Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Það er kosið um þjóðarátak í þágu skólans. Kolbrún Benediktsdóttir ÞESSUM pistli er ætlað að hvetja stjórn- málamenn til að vinna vandlega úr þeim drög- um að frumvarpi til raf- orkulaga sem nú eru loks tilbúin. Ekki hefur skort umræður og deil- ur um virkjanir, um- hverfisáhrif þeirra og stóriðju. En skipulag þessa mikilvæga at- vinnuvegar hefur lengi verið hornreka hjá stjórnvöldum. Þjóð- hagsstofnun sýnir fjár- munaeign orkubúskap- ar í yfirliti 1999 með tæplega 17% hlutdeild, þar sem sjávarútvegur er 14% og landbúnaður tæp 9% svo að dæmi séu nefnd. Með vaxandi stóriðju eykst hlutdeildin enn. Ísland er trú- lega orðið mesta raforkuríki heims miðað við íbúafjölda. Stjórnmálamenn og sjálft Alþingi hafa varið miklum tíma í skipulag annarra atvinnuvega, svo sem sjáv- arútvegs (kvótakerfi o.fl.) og land- búnaðar. Þarna er himinn og haf á milli. Aðrar þjóðir hafa endurskipu- lagt raforkubúskap sinn frá grunni. Í lok greinar um raforkumál til- tekinna landshluta fyrir nokkru lof- aði ég að beina athyglinni næst að framtíðinni fyrir landið í heild, m.a. í ljósi reynslunnar í ríkjum Evrópu. Því ber að fagna að frumvarp til nýrra raforkulaga virðist loks í sjón- máli. Stjórnvöld hafa unnið að laga- smíð þessari innan eigin veggja. Fulltrúar raforkufyrirtækjanna hafa ekki verið hafðir með við sjálfa vinn- una. Kynning frumvarpsdraganna hefur einnig verið sérkennilega lok- uð. Ef marka má fréttir gera raf- orkufyrirtæki landsins verulegar at- hugasemdir við þessi drög. Það veldur áhyggjum að þeim sé nú varp- að til alþingismanna í slíkum bún- ingi. Með því er þeim lögð á herðar mun meiri vinna en ella. Til fróðleiks birti ég hér tvær myndir: Sú fyrri sýnir Evrópuríkin og mismunandi aðild þeirra að hinum ýmsu samtökum. Sú síðari er byggð á EURELECTRIC-töflum, sem sýndu hve langt hin ýmsu ESB-ríki væru komin í innleiðingu tilskipunar ESB um innri raforku- markað, og þar með „opnun markaðarins“. Okkur tókst að fá EES/ EFTA-ríkjunum þrem, Noregi, Íslandi og Sviss, bætt við svo að töflurnar tækju til allra ríkja, sem hlut eiga að máli. Þetta er gert með súluriti þar sem einfalt var að bæta við súlum fyrir Noreg, en erfið- ara fyrir Sviss og Ís- land, þar sem lagastoð skortir. Ljósgrænu súl- unum fyrir þau tvö ríki er því sleppt. *Væru þær sýndar, með fyrir- vara um fyrirhugaða stoð í nýjum raforkulögum, mundu þær geta sýnt tæp 40% fyrir Sviss (2003) og 100% fyrir Ísland (2004). Hér á landi skilst mér að frumvarpsdrögin geri ráð fyrir opnun markaðarins 2003 fyrir stærri notendur en 1. júlí 2004 fyrir alla (100%). Það sem súlumyndin sýnir okkur einnig er að Evrópuríkin hafa að meðaltali hrint samkeppni af stað mun hraðar en tilskipun ESB gerir kröfu til (línurnar 63% og 76% áætl- að). Enda mun ný tilskipun koma fram nú þegar í mars 2001. Hvarvetna í öðrum löndum er unn- ið að því að koma á samkeppni. Raf- orkufyrirtæki eru sameinuð til að auka hagkvæmni og arðsemi, lækka verð og bæta þjónustu. Þar sem stjórnvöld ákveða að styrkja veitur, sem sinna strjálbýli, á að gera það með sýnilegum hætti, ekki feluleik í verðskrá. Í Evrópu dregur ríkisvald- ið sig í vaxandi mæli út úr rekstri raf- orkufyrirtækja, en þau færast á hendur sveitarfélaga og einkaaðila. Meðal annars með hliðsjón af ger- breyttum samgöngum og breyttri kjördæmaskipan kynni að vera rétt að stofna 5–6 öflugar dreifiveitur úr þeim 11–12 mjög svo misstóru veit- um sem fyrir eru hér á landi. Þær gætu einnig rekið minni og meðal- stórar virkjanir. Öflug samkeppni gæti orðið milli þessara veitna. Vandinn verður mestur við að koma á virkri samkeppni í raforku- framleiðslu á sæmilega skömmum tíma. En skyldi það ekki vera hægt ef sterkur vilji er fyrir hendi? Nauðsynlegt að góð sátt verði um ný raforkulög Aðalsteinn Guðjohnsen Raforkulög Vandinn verður mestur við að koma á virkri samkeppni í raforku- framleiðslu á sæmilega skömmum tíma, segir Aðalsteinn Guðjohnsen. En skyldi það ekki vera hægt ef sterkur vilji er fyrir hendi? Höfundur er orkuráðgjafi borg- arstjóra, áður rafmagnsstjóri í Reykjavík og formaður samtaka raforkufyrirtækja. LÍFSHORFUR þeirra sem veikj- ast af krabbameini hafa batnað mik- ið á undanförnum áratugum og er það mikið fagnaðarefni. Nú eru um 7.000 manns á lífi sem greinst hafa með krabbamein og er stór hluti þeirra á vinnumarkaði. Staða og möguleikar þessa fólks eru því í vax- andi mæli viðfangsefni í starfs- mannastjórnun á vinnu- stöðum. Það er hagur einstak- lingsins jafnt sem þjóð- félagsins í heild að menn geti unnið fyrir sér eins og kostur er, en kann- anir leiða í ljós að þeir sem hafa fengið krabba- mein hafa áhyggjur af skertri starfsorku. Að sama skapi er það hagur vinnustaða að geta áfram notið starfskrafta fólks sem veikst hefur af krabbameini. Viðfangs- efni vinnustaðanna og vinnufélaganna er eink- um í því fólgið að sýna starfsfólki sem veikst hefur þann sveigjanleika sem aðstæður þess krefjast hvað varðar eðli verkefna, vinnuframlag og viðveru. Þarna standa ólíkir vinnustaðir vissulega misjafnlega að vígi, en við getum mikið lært til að taka vel og skipu- lega á móti starfsfólki sem snýr aft- ur til starfa, rétt eins og við höfum þurft að gera varðandi ýmislegt annað sem valdið getur röskun á at- vinnuþátttöku fólks. Því ber sér- staklega að fagna þeirri vakningu sem Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir um þetta efni. Þáttur vinnustað- arins er þó einungis hluti þess mikla stuðnings sem ein- staklingur þarf á að halda greinist hann með krabbamein. Sjúkdómnum fylgir gríðarlegt álag á þá sem veikjast og að- standendur þeirra. Auk meðferðar og endurhæfingar þurfa þeir á miklum stuðningi og traustri ráðgjöf að halda. Krabbameinsfélag Íslands hefur unnið brautryðjandastarf á því sviði, jafnt sem á sviðum for- varna, leitar, fræðslu og rannsókna. Félagið á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í að auka lífslíkur krabbameinssjúklinga og gera þeim kleift að snúa aftur til starfa að með- ferð lokinni. Í tilefni af 50 ára afmæli Krabba- meinsfélagsins mun félagið efna til landssöfnunar laugardaginn 3. mars næstkomandi. Markmið söfnunar- innar er að treysta núverandi starf- semi Krabbameinsfélagsins, efla forvarnir og auka þjónustu við krabbameinssjúklinga, ekki síst með því að hjálpa þeim að komast út í líf- ið á nýjan leik. Vonandi sjá flestir sér fært að leggja sitt af mörkum til landssöfnunarinnar því öflug starf- semi Krabbameinsfélagsins er allra hagur, krabbameinssjúklinga, að- standenda þeirra, vinnustaða og þjóðfélagsins í heild. Styðjum Krabbameinsfélagið Ari Edwald Landssöfnun Sveigjanleiki við krabbameinssjúka, seg- ir Ari Edwald, er í vax- andi mæli viðfangsefni í starfsmannastjórnun. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Mjólkurglös kr. 1.050 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.