Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 43

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 43 Mjög gott verð ! H TH H Ö N N U N Fyrir alla bletti. Borið á bletti fyrir vélþvott. Frábært fyrir ull og silki + - 30°. Ofnæmisfrítt og umhverfisvænt. FORÞVOTTAEFNI Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Opið: Mán. - fös kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15 HEYRST hefur að Tjörnin í Reykjavík kunni að vera meng- aðasti pollur á öllu landinu og víst er að óhrein er hún. Fyrir skömmu flaut dauð gæs í vatninu við vatns- bakkann hjá Ráðhúsinu og lá hún þar í nokkurn tíma, umflotin af alls kyns pappírsrusli, plastílátum, plastpokum og öðru drasli. Og ekki er ástandið betra á Tjarn- arbakkanum. Öll sorpílát eru venjulega yfirfull af rusli og ef eitthvað gustar, fýkur það út um allt. Auk alls þessa er fugladritið látið safnast fyrir á bakkanum dögum saman og það er miklu meiri slysagildra en náttúruleg hálka. Um helgar getur ástandið orðið ólýsanlegt og liggur við að maður beri kinnroða fyrir að vara innfæddur Reykvíkingur, þegar erlendir ferðamenn glotta yfir ástandinu en nóg er af þeim við Tjörnina á öllum árstímum. Öllum kvörtunum hefur verið svarað þannig að það sé of dýrt að láta verktaka hreinsa staðinn daglega og auk þess myndist hálka ef bakkinn er spúlaður í frosti. Í tíð fyrrverandi borgarstjórnar hafði borgin ráð á því að launa eft- irlitsmann með mann- og dýralífi við Tjörnina og var það gert ára- tugum saman og jafnframt var fuglunum gefið í vetrarkuldanum. En nú er öldin önnur. Núverandi borgaryfirvöld fundu upp það snjallræði að láta vigta brauðið, sem dýravinir í borginni gáfu fugl- unum, og í ljós kom að fuglarnir voru vel aldir um helgar, ef veðrið var sæmilegt, en þess á milli sultu gæsirnar heilu hungri því þær geta ekk sótt sér fæðu úr vatninu. Nú hafa bakarar í miðborginni tekið upp það ráð að setja stóra poka fulla af brauði fyrir framan Iðnó og eiga þeir heiður skilinn fyrir það. En eftir sem áður vantar fólk til að gefa fuglunum þegar eitthvað er að veðri. Það er vissulega áhyggjuefni þegar fjárhagur borgarinnar er orðinn svo þröngur að hún þarf að reiða sig á gjafmildi borgarbúa og bakara í borginni til að hlúa að því undri, sem fjölskrúðugt og óvið- jafnanlegt fuglalífið er í sjálfri miðborg Reykjavíkur. Því vekur það furðu að borgarstjórn er búin að ákveða að eyða nokkrum tugum miljóna af fé skattborgaranna í svokallaða „kosningu borgarbúa“ um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, svo þeir geti haft áhrif á staðsetningu flugvallarins til frambúðar. Og ekki vekur sjálf „kosningin“ minni furðu. Fyrir nokkrum vikum samdi þessi sama borgarstjórn við sam- gönguráðherra um áframhaldandi veru flugvallarins til næstu 16 ára. Og ekki nóg með það. Verið er að styrkja flugvöllinn með nýju undirlagi og munu fara í það ca sjö hundruð þúsund rúm- metrar af steinsteypu. Af hverju var ekki kosið þá? Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni hefur verið þar síðan fyrstu fluvélar komu til landsins og ekki hefur tekist að hrófla við honum. Enn síður verður hróflað við honum eftir þessar umfangsmiklu endur- bætur og jafnframt á að byggja stóra nýja flugstöð og þess hátt- ar mannvirki í tengslum við flugvöll- inn. Það er út í hött að ætla nú að telja borgarbúum trú um að þeir fái nokkru breytt héðan af um veru flugvallarins í Vatnsmýrinni og þessum „kosninga- kostnaði“ hefði betur verið varið til að tryggja vatnasvæði Tjarnarinnar í Vatns- mýrinni og þrífa sjálfa Tjörnina. Mengaðasti poll- ur á Íslandi? Sigríður Ásgeirsdóttir Tjörnin Fjárhagur borgarinnar er orðinn svo þröngur, segir Sigríður Ásgeirsdóttir, að hún þarf að reiða sig á gjafmildi borgarbúa og bakara. Höfundur er formaður Dýravernd- unarfélags Reykjavíkur. annan hvern miðvikudag HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.