Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 49 Sigfús Agnar Sveins- son, sá mæti maður, er fallinn frá eftir baráttu við banvænan sjúkdóm. Kynni okkar Sigfúsar Agnars hófust árið 1984 er ég var bú- settur um hríð á Sauðárkróki. Við Helena dóttir hans eignuðumst sam- an soninn Sigurjón í mars 1985 og þótt samband okkar stæði stutt slitn- aði aldrei alveg sá þráður sem mynd- aðist á milli okkar Sigfúsar Agnars á þeim tíma. Ávallt síðan var handtakið þétt og augnaráðið hlýtt er við hitt- umst. Þegar leiðir okkar Sigfúsar Agnars lágu saman í upphafi hafði hann talsvert löngu fyrr gert upp hug sinn gagnvart öðrum sjúkdómi sem ekki fer í manngreinarálit og miðlaði þeirri reynslu til mín af einstakri hóg- værð. Í því efni var hann mér fyr- irmynd um æðruleysi og breytt lífs- viðhorf sem mótaðist í huga mínum á þessum árum og hefur haft afgerandi áhrif á allt líf mitt síðar. Þessa minnist ég nú með þakklæti er hann er allur og fjölskyldu hans, ættingjum og vin- um votta ég mína dýpstu samúð. Hávar Sigurjónsson. Í kyrrð fjalla og dala á sólríkum dögum áttum við félagar unaðsríkar stundir í faðmi bylgjandi úthagagróð- urs og ilmríkrar sögu genginna kyn- slóða. Sögu gleði og sorgar, lífsbar- áttu, sigra og ósigra með lífið að veði. Við félagarnir hver á sinn hátt langt gengnir með lífið nutum sólríkra stunda og hurfum á vit tímalausrar veraldar með langa fortíð og óvissa framtíð. Sægarpurinn Sigfús Agnar Sveinsson var guðfaðir þessa hóps, Stefán Kemp leiðsögu- og sagnamað- urinn með 85 ára líf að baki fæddur og uppalinn á Illugastöðum í Laxárdal ytri. Skrifarinn fékk að fljóta með vel- kominn í félagsskapinn. Upphaf þessara ferða var sumarið 1999 og þær urðu býsna tíðar árið 2000. Það dæmafáa ár með endalaus- um sólar- og blíðviðrisdögum sem í annála verður fært. Söguslóðin um Þverárfjall nærliggjandi dali og fjöll tók sögulegum breytingum á liðnu sumri. Aldagamalli þjóðleið Skagfirð- inga um Hróarsgötur, Kolugafjall og Þverárfjall og þá ýmist um Norður- árdal eða Engjadalinn til Hallárdals og verslunarstaðarins Skagastrandar var bylt í orðsins fyllstu merkingu. Hafin var bygging nýrrar þjóðbraut- ar milli Sauðárkróks og Blönduóss um áðurnefnt svæði. Við „fjallahópurinn“ fylgdumst grannt með þessum breytingum öll- um langt fram yfir veturnætur og hlökkuðum til að sjá framhaldið næsta vor. Sigfúsi Agnari entist ekki aldur að sjá framhaldið. Við félagarn- ir höfðum hugboð um að svo gæti far- ið. Ferðirnar á liðnu sumri voru því vel nýttar og mörg varð sagan um göngu- og reiðleiðir, fjöll og fólk. Leitin að örlagasteininum þar sem Arnfríður Benjamínsdóttir varð úti í mars 1878 varð okkur uppspretta margs og víða var leitað fanga. Sagan af Jónasi frá Bandagerði tengdaföður Jónasar Þorbergssonar útvarpsstjóra kom okkur á sporið en hann lenti í sögufrægri villu við Arnfríðarsteininn sem er á svonefndu Þverárfjalli. En hvað var sægarpur á borð við Sigfús Agnar að vilja upp til fjalla og dala. Maður sem hafði helgað svo til allt sitt líf sjómennsku. Þegar Agnar hafði endanlega hnýtt landfestar skipa sinna og kom alfarinn í land söðlaði hann svo rækilega um líf sitt og áhugamál að undrun sætti. Að eiga með honum dagparta í Gönguskörð- um, Lambárbotnum eða á Laxárdal varð til endalausrar örnefnaleitar eða SIGFÚS AGNAR SVEINSSON ✝ Sigfús AgnarSveinsson, fyrr- verandi sjómaður, Sauðárkróki, fædd- ist í Reykjavík 20. janúar 1931. Hann lést 15. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Sauð- árkrókskirkju 24. febrúar. sagna og skyrtunnu sem leitað var í Skála- hnjúkslandi. Er þetta ekki líf að orna sér við er líður á ævina, næring fyrir sálina? Síðastliðið sumar var „fjallafélög- unum“ gott. Sigfús Agnar var „handanvatnamaður“ frá Gröf á Höfðaströnd, en þaðan eru miklar ættir komnar og fram- ættirnar skagfirskar í húð og hár m.a. Vala- dalsætt hin eldri en niðjar þeirrar ættar þekja nánast Skagafjörð allan. Sig- urður Sigfússon, frændi hans og móð- urbróðir, var mikill örlagavaldur um byggðaþróun á Sauðárkróki er stað- urinn var að breytast úr þorpi í bæ. Þetta var fyrir og um miðja síðustu öld. Árni Jóhannsson, fósturfaðir Agnars, fylgdi Sigurði til Sauðár- króks 1945 ásamt fjölmörgum af Grafarættinni sem komu „handan yf- ir“ og mynduðu sterkan og traustan kjarna í ört vaxandi þéttbýli í bænum undir Nöfum. Árið 1950 fluttu Árni og Ingibjörg, foreldrar Agnars, til Siglu- fjarðar þar sem Sverrir yngri bróðir hans var kominn til náms árinu fyrr. Agnar hafði fest rætur að nokkru á Króknum og árinu seinna festi hann sér konu sem varð lífsförunautur hans allt til æviloka. Hann var kallaður Aggi Sveins fyrstu áratugina sem ég þekkti til hans. Hann var sjómaður af Guðs náð. Áræðinn og djarfur, gekk að öllu án nokkurs hiks. Kunni til verka, verkhagur mjög við allan sjóbúnað, veiðarfæri, vélar og tæki. Átti vélbáta og trillur. Var lengi skipstjóri lengst á Blátindi sem nú er til endurnýjunar og varðveislu í Vestmannaeyjum. Fór fyrst á vertíðir sunnanlands 1949. Bjargaðist úr sjávarháska við Vest- mannaeyjar 12. Apríl 1952 er vélbát- urinn Veiga fórst og tveir drukknuðu af átta manna áhöfn. Fyrsta sjóslysið við Ísland þar sem gúmmíbátur varð mönnum til bjargar. Eitt sinn var Agnar talinn af í af- taka sunnanveðri á Skagafirði við þriðja mann. Bátsverjar voru Eðvald Gunnlaugsson frá Gröf á Höfðaströnd bjó í áratugi á Króknum og Alexand- er Jónsson. Þetta var árið 1955 í mars skömmu fyrir Sæluviku. Þeir félag- arnir komust inn á Heiðnuvíkina norðanundir Lambhöfðanum norð- vestan í Drangey, þar höfðu þeir sól- arhringsvist í miklum stormi án þess að geta látið vita af sér. Agnar var einn þeirra sem fór í „Eyjuna“ á vorin í „fugl“ og þekkti því vel það sérstæða líf er fylgdi fugla- og eggjatöku og Drangey var lífgjafi þeirra félaga. Á besta skeiði ævi sinnar misnotaði Aggi áfengi sér og sínum til skaða en söðlaði síðan um með þeim krafti og einurð sem einkenndi svo mjög skap- gerð hans. Allt hans líf breyttist, ham- ingjurík ár fóru í hönd. Áhugamálin frá bernsku og unglingsárum áttu hug hans allan og hans stóra fjöl- skylda tók þátt í öllu saman af lífi og sál. Hann eignaðist hesta og lífið varð að löngum reiðtúrum í góðum félags- skap jafnvel margra daga ferðum um fjöll og firnindi. Sigfús Agnar var greindur maður, raunar fjölgáfaður. Í honum bjó tón- listargáfa. Hann spilaði á píanó og samdi lög. Hann tók afdráttarlausa afstöðu í þjóðmálum en umburðar- lyndur um annarra skoðanir. Hann var ágætur hagyrðingur og mikill húmoristi. Hann var sérlega vel á sig kominn til líkama og sálar. Hann var karlmenni til lundar. Við vorum nágrannar í þrjátíu ár. Yngri börnin hans urðu partur af heimilishaldi okkar. Þau pössuðu börnin árum saman. Óteljandi urðu ferðirnar í eldhúsið til Lenu og Agga. Og þar var nú hlegið og margar sögur sagðar. Lífsgleðin var mikil á Hóla- vegi 34 og margir fengu að njóta þeirrar gleði. Sjaldan var þar stoppað svo ekki kæmu einn til tveir til við- bótar í samfélagið. Sjálfur lífsþráður- inn lá um þetta heimili. Sigfús Agnar átti fágæta mannkosta konu, hana Lenu sína, þvílík kjölfesta í blíðu og stríðu. Börn þeirra og niðjar eru hvert öðru mannvænlegra. „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.“ Hin síðari árin sótti Agnar mjög á Höfðaströndina til Grafar þar sem hann átti sín bernskuár þar sem móð- urfólk hans bjó búi sínu. Af föður sín- um Sveini Jónssyni frá Torfastöðum í Fljótshlíð hafði hann lítið að segja. Samvistir Sveins og Ingibjargar urðu stuttar en þau eignuðust saman tvo drengi, Agnar og Sverri. Sigfús Agnar var alltaf að fara „uvrum“ að Gröf, huga að hrossum eða fara til berja. Stórfjölskyldan hafði endurgert gamla stóra íbúðar- húsið og þar hafði hver grein ættar- innar sinn tíma. Hann kom „handan yfir“ að kvöldi í lok slíkra ferða og nýjar voru áformaðar er lagst var á koddann. Nú hefur hann farið sína síðustu ferð „uvrum“ og kemur ekki til baka. Það var gott að eiga Sigfús Agnar að samferðamanni í hálfa öld. Vinfesti hans var mikið. Samvistir við heimili hans voru okkur óendanlega mikils virði. Það vorar senn um Skagafjörð og fagnandi mun fjörður- inn taka á mót nýjum kynslóðum. Sæ- garpur á borð við Agnar getur orðið ungum mönnum leiðarljós er þeir leggja í glímuna við hafið. Hörður Ingimarsson.                         !               ! "       # #$      " # $ # %&  #   ''(  "")) #  *+ )',&"     "!- ( !' (%&    ',.     + ))(   * # / %              010%2   #3  #"' "  ""4  !    #&       !   & #'' )' 5/6""#  0' -''( 5"' 0' -''( + #) /5/17(, '( 5"'! 2/5"' ',&" 2' %/2' ''( %&" ), " (2  "/ (   82 5 1 8  $211 , ) 7"#")" 9:-  '"   ) *+     !,   +  #) -. /+ +.     &):',&" )  &):',&" %&  &):',&"   %(; ',&"  &):%(; ''( /                $ 8 2 <   " % ; 5&= (" !    0 1        ) %&7"),   ,&" %&,!'-3    ,&" 5  ""''( 5"'!    ,&"   ""!-   ,&" 5"')":5"' ''( 2) :   "   '( 9,!'" ',&"     '( -8&7 ',&" (;  ; / %               8>   $   : /;  '&" 9 )) ?  !   !0 1              ! -  2. +  #'' 3    /  !(     0 1   4   ") +*',&"  "  /  " ''( )#  (#',&" +*"# ''( 9 "- ,&" * "# ',&" (;  ; /             9 @$211 9 &" >)'7:  + '         !5        ' #) (  /+      6/!       2.    # #$   3'8& ''( ,, + )',&" 2) :")''( 5"'" %&")''( 5"'!  ',&"  ")''( )"'(  " "))'   ;  ; (;  ;  ; / 7         8       /   ! +          +  +  $/82$211 :)  , A?  !/ ! %& " ',&"   "; ''( # )"-"-; ''(  "+ )',&" . -; ''( 9 + )# ,&" ""-; ''( 3',&" 8& +*-; ',&" 9 ))  ":',&" "  -; ',&"    (;  ; /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.