Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 50

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 50
MINNINGAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Katrín SigríðurEgilsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. júní 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. febrúar 2001. For- eldrar hennar voru Egill Einarsson, f. 15. júní 1894 á Borg á Mýrum, d. 1. maí 1986, og kona hans, Málfríður Magnús- dóttir, f. 8. ágúst 1894 á Ísafirði, d. 21. júní 1946. Systkini Katrínar eru Guð- mundur, f. 4. febrúar 1925, d. 14. ágúst 1969; Einar, f. 21. mars 1926, d. 8. mars 1994; Hrefna, f. 10. október 1928, og Þórdís, f. 2. júlí 1930. Katrín giftist 26. októ- ber 1946 Vilhjálmi Jónssyni, f. 9. september 1919 í Grafargerði, Hofshr. í Skagafirði, hæstaréttar- lögmanni og fyrrverandi for- stjóra Olíufélagsins hf. Foreldrar hans voru Jón Vilhjálmsson, f. 13. ágúst 1871, d. 18. desember 1937, og kona hans Sigurlaug Barða- dóttir, f. 7. desember 1878, d. 29. mars 1929. Börn Katrínar og Vil- hjálms eru: 1) Málfríður Ingunn bankamaður, f. 30. janúar 1951, var gift Þorsteini Sch. Thorsteins- syni. Þeirra synir eru Arnar, hag- fræðingur og tölvunarfræðinemi, f. 19. apríl 1975, og Sverrir flug- nemi, f. 20. febrúar 1979. 2) Sigurlaug bankamaður, f. 20. júni 1953. 3) Jón raf- magnsverkfræðing- ur, f. 5. maí 1955, kvæntur Jóhönnu Rósu Arnardóttur félagsfræðingi, f. 20. apríl 1962. Barn þeirra er Vilhjálm- ur, f. 24. nóvember 2000. Börn Rósu og stjúpbörn Jóns eru Svavar Brynjúlfs- son, f. 14. október 1979, og Erna Dís Brynjúlfsdóttir, f. 20. apríl 1981. Katrín ólst upp á Langárfossi á Mýrum en ung kom hún til Reykjavíkur og hóf nám í Verzl- unarskóla Íslands. Á námsárun- um bjó hún í Tjarnagötu 14 hjá móðursystur sinni, Sigríði, og manni hennar, Ólafi Lárussyni lagaprófessor. Þar bjuggu einnig móðursystur hennar, Lára og Ingunn. Að loknu prófi frá Verzl- unarskóla Íslands vann hún við skrifstofustörf, fyrst hjá Heild- verslun Magnúsar Víglundssonar. Hún var heimavinnandi húsmóðir í um tvo áratugi en hóf síðan að nýju störf utan heimilis er börnin voru vaxin úr grasi. Útför Katrínar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist Katrínu, tengda- móður minni, fyrir rúmlega 12 ár- um síðan. Mér er minnisstætt glæsilegur klæðnaður og reisn sem hún bjó yfir. Eftir því sem við kynntumst betur fékk ég að kynn- ast hlýlegri en jafnframt ákveðinni konu sem naut þess að lesa bækur og ferðast til framandi landa. Katrín ólst upp á Langárfossi á Mýrum. Á unglingsárunum flutti hún til Reykjavíkur til að stunda nám við Verzlunarskólann og bjó þá hjá móðursystrum sínum að Tjarnargötu 14 í Reykjavík. Var henni tíðrætt um hve notalegt hefði verið að eiga þær að, en hún missti móður sína aðeins 23 ára gömul. Katrín giftist Vilhjálmi Jónssyni 26. október 1946 og eign- uðust þau þrjú börn, Málfríði, Sig- urlaugu og Jón. Katín lagði mikla rækt við heim- ili sitt og fjölskyldu. Notalegt var að koma í Skildingarnesið, sjá nýj- ustu blöðin og fá kaffi og alltaf eitthvað með því. Á sprengidag og á gamlárskvöld hélt hún fjöl- skylduboð og var mikið í lagt. Hún kunni að meta gildi gamalla hluta og var ekki mikið gefin fyrir að henda þeim, fremur lét hún gera hlutina upp þannig að prýði var af. Á sama hátt verslaði hún aðeins hjá ákveðnum aðilum sem hún vissi að væru með góðar vörur, í þessu felst ótrúleg natni og hlý- hugur til þeirra sem matarins neyttu, þar sem eingöngu besta fá- anlega hráefnið var notað. Katrín lauk verslunarskólaprófi ung að árum og vann við skrif- stofustörf þau ár sem hún sinnti ekki heimilinu. Auðséð var að hún hafði haft ánægju af því að starfa á þeim vettvangi. Við fórum saman tvær ferðir innanlands. Fyrri ferðin var til Hrappseyjar í Breiðarfirði sem við höfðum báðar mjög gaman af. En það vill svo til að Katrín heitir í höfuðið á Katrínu Sívertsen sem ólst upp í Hrappsey og var fóst- urmóðir Málfríðar móður Katrín- ar. Afi minn og amma, Gestur Sól- bjartsson og Jakobína Jakobsdótt- ir, voru síðar eigendur og ábúendur í Hrappsey og kom ég þar oft sem barn. Þetta er skemmtileg tilviljun. Seinni ferðin var á Vestfirðina og var sú ferð ekki síður minnistæð enda skemmtilegir ferðafélagar þau Katrín og Vilhjálmur. Mörg minningarbrot hrannast upp á tímamótum sem þessum. Eitt af því sem stendur upp úr er sú gleði sem hún sýndi þegar við Jón tilkynntum að við ættum von á barni. Vilhjálmur litli fæddist 24. nóvember síðastliðinn og ég var hrærð yfir því hve mikla ánægju það veitti Katrínu. Ég er fegin að hún fékk tækifæri til að sjá hann en jafnframt þykir mér miður að drengurinn fær ekki að kynnast ömmu sinni. Við munum eftir bestu getu segja honum sögur og sýna honum myndir til að halda minningu hennar á lofti. Elsku Vilhjálmur, Fríða, Silla, Arnar og Sverrir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Jóhanna Rósa Arnardóttir. Skerjafjörðurinn hefur ávallt verið mitt annað heimili. Hjá ömmu og afa í Skerjó hef ég haldið upp á afmælið mitt, fagnað fæð- ingu frelsarans og kvatt liðin ár. Þar kenndi amma mér á klukku og að lesa og skrifa. Amma var ákveðin kona sem vildi allt fyrir mann gera, ég ber mikla virðingu fyrir henni. Það var alltaf jafn gaman að koma til ömmu út í Skerjó og þangað kom ég oft. Amma hafði frá mörgu að segja og erfitt var fyrir sælkera eins og mig að fara þaðan án þess að standa á blístri. Það var nefnilega eins og amma gæti töfrað fram veislu án nokk- urrar fyrirhafnar. Og ef ömmu fannst vera of langt um liðið síðan ég kom í heimsókn gat maður átt von á hringingu þar sem amma til- kynnti að hún hefði verið að baka flatkökur og ég yrði að koma og smakka hvort þær væru í lagi. Þá hikaði maður heldur ekki og henti frá sér skólabókunum og þaut út í Skerjó, hún kunni á manni lagið hún amma. Minningarnar um hana ömmu eru margar og góðar. Ég sé ömmu fyrir mér berandi á borð kökur á gamlárskvöldi þegar klukkan er farin að ganga eitt og félagarnir farnir að bíða. En alltaf gaf maður sér tíma fyrir ömmu. Maður bragðaði á öllu saman þótt maður væri orðinn pakksaddur af ham- borgarhryggnum og fyrir löngu orðinn of seinn í hátíðahöldin. Amma og afi ætluðu að fara til Kanaríeyja í næsta mánuði til að njóta sólarinnar í nokkra daga og auðvitað var amma búin að bjóða mér að vera á litla KR-ingnum sín- um á meðan. Ég hef gert víðreist á bílnum hennar ömmu, ég hef ef- laust keyrt hann meira en hún sjálf því hún notaði hann bara einu sinni til tvisvar í viku til að fara út í Hagabúð eða í lagningu. Ég hef hinsvegar keyrt hann um allt land, hvort sem hugmyndin var að fara í tjaldferðalag austur að Kirkjubæj- arklaustri eða bara að veiða í Þingvallavatni. Ég var einmitt á bílnum hennar ömmu í haust þeg- ar ég náði í nokkrar gæsir í soðið en hugmyndin var alltaf að bjóða henni og afa upp á þær við rétt til- efni. Gæsirnar eru því miður enn í frystinum. Þegar ég fékk einkaflugmanns- skírteinið var amma líka ein af þeim fyrstu sem fengu að fara með mér í flugtúr. Við flugum saman vestur að Langárfossi og skoðuð- um uppeldisstað ömmu úr lofti. Ég veit að ömmu fannst þetta gaman því mér skilst að hún hafi verið að gera afa vitlausan næstu daga á eftir, svo mikið talaði hún um þetta. En amma flýgur ekki oftar með mér og ekki segir hún mér fleiri sögur af Mrs. Kennard og veiði- mönnunum við Langá. En minn- ingarnar um allar góðu stundirnar sem við áttum saman gleymast aldrei. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þú varst góður vinur amma mín og ég sakna þín mikið. Sverrir. Það voru válegar fréttir sem biðu mín þegar ég steig út úr flug- vallarrútunni við Loftleiðir, amma Katrín lá á gjörgæsludeild Land- spítalans. Tæpum sólarhring seinna hélt ég í hönd hennar er hún kvaddi þennan heim. Þegar ég horfi um öxl og hugsa um þann tíma sem við áttum saman sé ég að fáar manneskjur hafa haft jafn- KATRÍN SIGRÍÐUR EGILSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur (   B/ $$211 1" ')"  !   #  *+  !-   1  # #'' "-> 9) '( / 5 8    %/C2+9  $211 - )? !5-  1  5. /    $ "-2) :''( /           2 <9 52 <  =  " 8: ;  D   !     !-      & #$   7"),2) :',&" -# ,9"- ''( 9) /2) :',&" -# ,5/0'"''( 5 )03'2) :''( (;  ; / (          8>1E   @19$211 $ ); F/      !-     & #''   9 :,!'8/ ",,   378& ''(  ) ,&"   ##; () ##; /          5151$211 $ !/ /   " !  9   , ; (;  ; /         0C  9 3 "G?; !/      $        ! -   1 +  #$   , ; (;  ; /              2 <  8>$211 9 : "'  !       ! -    2.    & #'' -# ,1&# ''( )' 8/)! ',&" "-1&# ''( 5"';%& " ',&"    ;  ; (;  ;  ; /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.