Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 55

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 55 UMSJÓNARFÉLAG einhverfra heldur félagsfund þriðjudaginn 27. febrúar kl. 20–22. Fundarefni er ein- hverfa og flogaveiki. Fyrirlesari verður Pétur Lúðvígs- son barnalæknir, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum barna. Fundurinn verður haldinn í fundar- sal í húsi ÖBÍ, Hátúni 10, 1. hæð (gengið inn hjá aðalinngangi þar sem matvöruverslunin er). Fundurinn er öllum opinn. Fundur um einhverfu og flogaveiki FRÆÐSLUFUNDUR Læknafé- lags Reykjavíkur fyrir almenning verður haldinn miðvikudagskvöldið 28. febrúar kl. 20.30 í húsnæði læknasamtakanna á 4. hæð, Hlíða- smára 8 í Kópavogi. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Á fundinum á miðvikudag fjallar Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins um strit, slit og sjúkdóma. Rætt verður um hvað eru atvinnusjúkdómar og atvinnu- tengdir sjúkdómar og hvaða áhrif þeir hafa í samfélaginu. Jafnframt verður sagt frá hvers konar bótum fólk á rétt á vegna atvinnutengdra sjúkdóma. Einnig verður fjallað um heilsuvernd á vinnustöðum sem er grundvöllurinn að forvörnum á þessu sviði. Fundurinn er þannig skipulagður að læknirinn heldur fyrst erindi og síðan er góður tími til fyrirspurna og umræðna. Fundur Læknafélagsins um strit, slit og sjúkdóma EFTIRFARANDI námskeið verða í boði Endurmennt- unarstofnunar Há- skóla Íslands næstu vikur: AutoCAD – Framhaldsnámskeið. Kennari: Magnús Þór Jónsson prófessor við HÍ. Tími: 1. og 2. mars kl. 9–17. Árangursstjórnun í rekstri fyrir- tækja. Umsjón: Ágúst Hrafnkelsson forstöðumaður eignadeildar Lands- banka Íslands hf. Tími: 12. og 13. mars kl. 9-12. Milliverkan lyfja – Greining og meðferð. Kennari: Dr. Sveinbjörn Gizurarson prófessor við HÍ. Tími: 26. og 27. feb. kl. 13–16. Fötlun, langvarandi veikindi og meðvirkar fjölskyldur – Nálgun fag- fólks, breyttar áherslur, nýjar hug- myndir. Kennarar: Andrés Ragn- arsson og Wilhelm Norðfjörð sálfræðingar. Tími: 2. mars kl. 9–16 og 3. mars kl. 9:30–12:30. Sýklalyf og ónæmi. Fyrirlesarar með honum eru sérfræðingar á þessu sviði. Tími: 14. mars kl. 18:15– 21:30. Talnalykill – Staðlað og mark- bundið próf í stærðfræði. Kennarar: Einar Guðmundsson forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála og Guðmundur Arn- kelsson dósent við HÍ. Tími: 16. mars kl. 9–16. Grunnatriði í vöruhúsum gagna. Kennari: Sigþór Örn Guðmundsson, Íslensku ráðgjafastofunni. Tími: 5.og 6. mars kl. 9–12. Leiðir til að meta hugbúnaðarferli SPICE – ISO/IEC 15504. Umsjón: Ebba Þóra Hvannberg dósent, gestafyrirlesarar úr SPICE vinnu- hópi (WG10). Tími: 5., 7. og 14. mars kl. 13–17. Linux. Kennarar: Theódór Ragn- ar Gíslason og/eða Tryggvi Farest- veit starfsmenn Firmanets. Tími: 12. og 13. mars kl. 13–17. Vefsmíðar með Flash-forriti – Framhaldsnámskeið. Kennari: Bragi Halldórsson vef- og marg- miðlunarhönnuður. Tími: 12. mars kl. 9–12, 14., 15. og 16. mars kl. 13– 16 og 19. mars kl. 9–12. Breytingar á skaðabótalögum Kennari: Gestur Jónsson hrl. Tími: 27. feb. kl. 16–19. Fjármálaskipan í hjúskap. Kenn- ari: Lára V. Júlíusdóttir hrl. og að- júnkt. Tími: 6.–7. mars kl. 16–19. Uppbygging og stjórnun þjón- ustumála. Kennari: Pála Þórisdóttir forstöðumaður einstaklingssviðs EUROPAY Ísland. Tími: 27. og 28. feb. kl. 8:30–12:30. Þjónusta – Sala – Samstarf. Kennari: Gísli Blöndal markaðs- og þjónusturáðgjafi. Tími: 1. mars kl. 13–16 og 2. mars kl. 9–12. Upplýsingatækni í markaðssetn- ingu. Umsjón: Kristján Jóhannsson rekstrarhagfræðingur og fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Ný- herja. Tími: 6. og 7. mars kl. 8:30– 12:30. Verðlagning á þjónustu. Kennari: Pála Þórisdóttir forstöðumaður ein- staklingssviðs EUROPAY Ísland. Tími: 13. mars kl. 8:30–12:30. Leyfi til að gera eignaskiptayfir- lýsingar. Tími: Kennt verður frá kl. 17–20, mánudag, miðvikudag og föstudag í 4 vikur, þ.e. frá 26. feb.– 24. mars., próf 30. og 31. mars. Kennarar: Adólf Adólfsson, Bjarni Þór Jónsson, Davíð Arnljótsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Magn- ús Ólafsson, Magnús Sædal, Valtýr Sigurðsson og Örn Ingvarsson. 26. feb.–24. mars., próf 30. og 31. mars. Verðbréf fyrir almenning. Kenn- ari: Kristján Jóhannsson lektor í fjármálum við HÍ. Tími: Mán. 26. feb.–26. mars kl. 17–20. Þjónusta og viðmót. Kennari: Gísli Blöndal markaðs- og þjónustu- ráðgjafi. Tími (1): 26. og 27. feb. kl. 13–16. Ætlað fólki hjá opinberum stofnunum. Tími (2): 5. og 6. mars kl. 13–16. Ætlað fólki í samkeppn- isgreinum. Skattframtal rekstraraðila – RSK 1.04. Kennari: Karl Óskar Magnús- son hjá Ríkisskattstjóra. Tími: 28. feb. kl. 13–17. Íslensk heilbrigðisþjónusta. Um- sjón: Vilborg Ingólfsdóttir yfir- hjúkrunarfræðingur hjá Landlækn- isembættinu og Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir. Tími: 5. og 6. mars kl. 8:30–12:30. Tölfræðileg líkanagerð, log-line- ar-, logistic- og survival-líkön. Kennari: Helgi Tómasson tölfræð- ingur, dósent við Háskóla Íslands. Tími: Þri. 6. mars–3. apríl kl. 16–19 (5x). Gæðakerfi –- ISO 9000. Kennar- ar: Pétur K. Maack prófessor og Kjartan J. Kárason framkvæmda- stjóri hjá Vottun hf. Tími: 1., 2. og 9. mars kl. 8–13. Upplýsingatækni fyrir almenna stjórnendur. Kennarar: Björn Ár- sæll Pétursson verkfræðingur hjá Hugviti hf. og Kristján Finnsson tölvunarfræðingur. Tími: 5. mars kl. 8:30–12:30. Starfsmat sem leið til að ákveða laun. Kennari: Drífa Sigurðardóttir ráðgjafi á starfsþróunarsviði Price- waterhouseCoopers. Tími: 7. og 8. mars kl. 8:30–12:30. Danska fyrir fólk í norrænu sam- starfi og viðskiptum (II), Danska II. Kennarar: Ágústa Pála Ásgeirsdótt- ir og Bertha Sigurðardóttir kenn- arar við Verzlunarskóla Íslands. Tími: 12., 14., 19., 21. og 23. mars kl. 16–19. Þjarkar (róbótar). Kennari: Magnús Kristbergsson verkfræð- ingur. Tími: 9. mars kl. 9–17. Málmtæring og varnir. Kennarar: Einar Jón Ásbjörnsson vélaverk- fræðingur, Ásbjörn Einarsson efna- verkfræðingur og Pétur Sigurðsson efnafræðingur. Tími: 14. og 15. mars kl. 9–17. Námskeið Endur- menntunarstofnunar Há- skóla Íslands í vetur ♦ ♦ ♦ MÁLSTOFA verður haldin í Mið- stöð nýbúa v/Skeljanes, fimmtudag- inn 1. mars kl. 20. Að þessu sinni mun Haukur Guð- mundsson, lögfræðingur í dóms- málaráðuneytinu, fjalla um lög og reglur um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og nýtt frumvarp til laga um útlendinga. Fjallað verður um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá þessi leyfi og komið inn á samanburð við önnur Evrópulönd og stöðu hæl- isleitenda sem hingað leita. Allir sem áhuga hafa á málinu eru velkomnir í Skeljanesið (endastöð strætó nr. 5). Málstofa um atvinnu- og dval- arleyfi á Íslandi  AÐALFUNDUR Foreldrafélags misþroska barna vegna ársins 2000 verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20 í safnaðarheimili Há- teigskirkju. Á dagskrá eru hefð- bundin aðalfundarstörf. Fundurinn er opinn öllum félögum og eru þeir hvattir til þess að mæta og koma með hugmyndir að nýjum verkefn- um á nýju starfsári. Opna Húsavíkurmótið Í frétt um Bocciamót sem birtist sl. laugardag var rangt farið með heiti mótsins. Sagt var að þetta væri Þórðarmótið en það er ekki rétt heldur Opna Húsavíkurmótið. Þórðarmótið er ekki firmakeppni heldur er att kappi við lið annars staðar frá á landinu. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Garðyrkjuskólinn Lesandi hringdi vegna viðtals við Þórð G. Halldórsson garð- yrkjubónda í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Hann vildi benda á að Garðyrkjuskóli ríkisins væri ekki í Hveragerði, eins og sagði í viðtal- inu, heldur í Ölfusi. Lektor en ekki prófessor Röng fyrirsögn birtist með frétt um ályktun Barnageðlæknafélags Íslands, sem birtist í Morgun- blaðinu sl. laugardag. Í fréttinni var fjallað um þá ákvörðun Há- skóla Íslands að ráða ekki í stöðu lektors í barna- og unglingageð- lækningum. Í fyrirsögninni er hins vegar talað um stöðu prófessors í þessari grein. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Rangt þjóðerni Ranghermt var í viðtali við Höllu Linker í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að eiginmaður hennar, Francisco Aguirre, væri frá Úrúgvæ. Hið rétta er að hann er frá Ekvador. Beðist er velvirð- ingar á rangherminu. Nafn féll niður Í formála minningargreinar um Kristján Kristjánsson á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu sunnudaginn 25. febrúar féll niður í upptalningu á systkinum hans nafn elstu syst- urinnar, Kristínar Guðríðar, f. 1908. Leiðrétt SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höf- uðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund þriðjudaginn 27. febr- úar kl. 20 í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6. Þessi fundur er í um- sjón Skógræktarfélags Íslands. Þetta er fyrsti fræðslufundur árs- ins í fræðslusamstarfi skógræktar- félaganna og Búnaðarbanka Ís- lands. Aðalerindi kvöldsins flytur Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri. Erindið kallar hann: „Er landgræðsla forsenda skógræktar?“ og veltir m.a. upp spurningum um ræktunaraðferðir við ólíkar aðstæð- ur. Hann mun ennfremur ræða um landgræðsluskóga og markmið landbóta, val á landi til landgræðslu og skógræktar og til hvers og fyrir hverja við erum að bæta og fegra ásýnd landsins okkar. Áður en Sveinn stígur á stokk verður kynning á nýjum fræðslu- bæklingi þar sem það helsta í fræðslustarfi skógræktarfélaganna á þessu ári kemur fram. Í upphafi dagskrár munu Jón Páll og Árni Scheving leika djass. Allir eru velkomnir á meðan húsrými leyfir og verður boðið upp á kaffi og kleinur. Fræðslufundur skógræktarfélaganna Er landgræðsla forsenda skógræktar? ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.