Morgunblaðið - 27.02.2001, Page 60
DAGBÓK
60 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Detti-
foss og Helgafell koma í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Bogdan og Lagarfoss
komu í gær. Eldborg
fór í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs. Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl.
17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Enska
kl. 10 og kl. 11. Góugleði
verður haldin föstud. 2.
mars kl. 13.30. Dagskrá:
maður og kona, félagar
úr leikhópnum Snúður
og Snælda flytja stuttan
leikþátt úr ritverki Jóns
Thoroddssen. Bingó eft-
ir leikþáttinn. Góa: Þur-
íður Kristjánsdóttir
fyrrverandi lektor flytur
hugleiðingu um Góu.
Gerðurbergskórinn
syngur undir stjórn
Kára Friðrikssonar.
Vinabandið leikur fyrir
dansi. Þjóðlegar kaffi-
veitingar, mætum í
þjóðbúningum.
Árskógar. Kl. 9 búta-
saumur og handavinna,
danskennsla kl. 9.30, kl.
9–12 bókband, kl. 13 op-
in smíðastofan og brids,
kl. 10 Íslandsbanki op-
inn, kl. 13.30 opið hús
spilað, teflt ofl.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
tréskurður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10 sund,
kl. 13–16 leirlist, kl. 14
dans. Íþróttadagur aldr-
aðra verður 28. feb. kl.
14–16 í Austurbergi,
Breiðholti. Leikfimi og
danssýning, söngur.
Rúta frá Bólstaðahlíð kl.
13.45, skráning á skrif-
stofu fyrir kl. 11, mið-
vikudaginn 28. febrúar.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16,30, spil og föndur.
Leikfimi í íþróttasal á
Hlaðhömrum, þriðjud.
kl. 16. Sundtímar á
Reykjalundi kl. 16 á
miðvikud. Pútttímar í
Íþróttahúsinu á Varmá
kl. 10–11 á laugard. Kó-
ræfingar hjá Vorboðum
kór eldri borgara í Mos.
á Hlaðhömrum á fimm-
tud. kl. 17–19. Jóga
kl.13.30–14.30 á föstud. í
Dvalarheimili Hlað-
hömrum. Uppl. hjá
Svanhildi í s. 586-8014
kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 10
samverustund, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 13
föndur og handavinna.
Félagstarf aldraðra
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðjudög-
um kl. 13.30. Fótaað-
gerðir mánudaga og
fimmtudaga. Ath. nýtt
símanúmer 565-6775.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Brids og saumur kl.
13:30. Línudans í fyrra-
málið kl. 11. Byrjendur
velkomnir. Á fimmtudag
er Opið hús í boði Rot-
aryklúbbs Hafn-
arfjarðar og Inn-
erwheel. Haustferð
FEBH 1.okt. til Prag,
Bratislava, Búdapest og
Vínar, skráning og uppl.
í Hraunseli s. 555 0142
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Alkort spilað
kl. 13.30. Miðvikud:
Göngu-Hrólfar fara í
göngu frá Hlemmi kl.
9.45. Leikhópurinn
Snúður og Snælda sýna,
„Gamlar perlur“. Sýn-
ingar eru á miðvikud.
kl. 14 og sunnud. kl. 17.
Miðapantanir í s. 588-
2111, 568-9082 og 551-
2203. Góugleði á vegum
FEB og Heimsferða
verður haldin föstudag-
inn 2. mars nk. Sala að-
göngumiða á skrifstofu
FEB. Uppl.í s. 588-
2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður og fleira, kl. 10
leikfimi, kl. 12.45 Bón-
usferð.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofan
opnuð kl. 13 boccia. Að-
stoð frá Skattstofu við
skattframtöl verður
veitt miðvikudaginn 7.
mars, skráning hafin.
Ferðagleði á Hótel
Sögu, „Kátir dagar, kátt
fólk“sunnudaginn 4.
mars. Nokkrir miðar til
sölu hjá félagsstarfinu.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í s. 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Leikfimi kl. 9.05, kl.
9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30
silkimálun, handa-
vinnustofa opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 10–17, kl. 14 boccia,
kl. 14.30 enska, þriðju-
dagsganga fer frá Gjá-
bakka kl. 14.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Spilað í kvöld kl.
19.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 jóga og
ganga, kl. 13–16 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum, kl.
14 boccia. Dans kl. 18
hjá Sigvalda.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna. Miðvikudaginn 28
feb. kl. 15 verður Re-
bekka Kristjánsdóttir
með ferðakynningu á
vegum Úrvals-Útsýnar
Happadrætti.
Hraubær 105. Kl. 9–
16.30 postulínsmálun,
kl. 9–12 glerskurður, kl.
9.45 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl.12.15 versl-
unarferð í Bónus, kl.
13–16.30 myndlist.
Norðurbrún 1. Kl. 10–
11 boccia, kl. 9–16.45
opin handavinnustofan,
tréskurður. Aðstoð við
skattaframtal verður
mánudaginn 12. mars
kl. 9 tímapantanir hjá
ritara s. 568-6960.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
12 bútasaumur, kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl.11
leikfimi, kl. 13 búta-
saumur, tréútskurður
og frjáls spilamennska.
Miðvikudaginn 28. feb:
Íþróttahátíð, leikdagur
aldraðra í íþróttahúsinu
við Austurberg í Breið-
holti á vegum FÁÍA
m.a. danssýning, leik-
fimi, söngur og fleira.
Sýningin verður frá kl.
14–16. Lagt af stað frá
Vesturgötu kl. 13.30.
Uppl. og skráning í s.
562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 glerskurður,
myndlist og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi,
kl. 11 boccia, kl. 13
handmennt og keramik,
kl. 14 félagsvist.
Félag ábyrgra feðra
heldur fund í Shell-
húsinu, Skerjafirði, á
miðvikudögum kl. 20.
ÍAK. Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Eineltissamtökin halda
fundi á Túngötu 7 á
þriðjudögum kl. 20.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum,
Laugardalshöll, kl. 12.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Opið hús kl. 20. Jóna
Ingibjörg Jónsdóttir,
kynfræðingur, flytur er-
indi um kynlíf fatlaðra.
Fyrirspurnum svarað.
Kvenfélag Hreyfils. Að-
alfundurinn er í kvöld
kl. 20. Venjuleg aðal-
fundarstörf og félags-
vist.
Hringurinn Hafn-
arfirði. Aðalfundurinn
verður fimmtud. 1. mars
í Hringshúsinu, Suð-
urgötu 72, Hf. Venjuleg
aðalfundarstörf, kaffi og
bingó.
Þjóðdansafélagið Opið
hús í kvöld, gömlu dans-
arnir frá kl. 20.30 til 23.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Reykjavík.
Fundur fimmtudaginn
1. mars í safnaðarheim-
ilinu Laufásvegi 13 kl.
20.30. Gestur fundarins,
Hjördís í Blómavali
verður með sýni-
kennslu.
Reykjavíkurdeild SÍBS.
Félagsvist í húsnæði
Múlalundar, SÍBS, í
Hátúni 10c í kvöld
Félagar fjölmennið og
takið með ykkur gesti.
Byrjað að spila kl 20.
Mæting kl 19.30.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar heldur aðalfund
þriðjudaginn 6. mars kl.
20 í safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju.
Bögglauppboð. Komið
með pakka.
Í dag er þriðjudagur 27. febrúar,
58. dagur ársins 2001. Sprengidag-
ur. Orð dagsins: Ég vil lækna
fráhvarf þeirra, elska þá af frjáls-
um vilja, því að reiði mín hefur
snúið sér frá þeim.
(Hósea, 14 5.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
BOLLUDAGURINN hefurlöngum verið vinsæll hjá sæl-
kerum, sem hafa notað tækifærið og
úðað í sig bollum af öllum stærðum
og gerðum, löglega afsakaðir vegna
þess að á dagatalinu stendur jú skýr-
um stöfum „Bolludagur“ við þennan
tiltekna mánudag í febrúar. Ekki
nóg með það, heldur er næsti dagur
sprengidagur og þá kýla landsmenn
vömbina með saltketi og baunum þar
til þeir standa á blístri og geta ekki
meir. Í dag er einmitt sprengidag-
urinn og því vill Víkverji nota tæki-
færið og segja við samborgara sína:
Verði ykkur að góðu.
Víkverji er ekki sérlega sólginn í
saltketið en heldur þeim mun meira
upp á bollurnar. Í sérstöku upp-
áhaldi eru litlar og loftkenndar boll-
ur úr vatnsdeigi með bráðnu súkkul-
aði á kollinum og örlítilli rjómaslettu
í miðjunni. En því er þannig farið
með Víkverja eins og svo marga aðra
að allra bestar eru og verða bollurn-
ar hennar mömmu. Víkverji hefur
enn ekki fundið vatnsdeigsbollur í
bakaríum borgarinnar sem komast í
hálfkvisti við bollur móðurinnar.
x x x
EN ÞVÍ er það að Víkverji gerirbolludaginn að umfjöllunarefni
að um helgina heyrði hann auglýs-
ingu í útvarpi sem honum þótti
hljóma heldur undarlega. Hún var
frá ónefndu bakaríi og hófst á orðinu
„Bolludagar“. Þetta þótti Víkverja
skrýtið, enda mundi hann ekki til
þess að hafa heyrt þetta tiltekna orð
í fleirtölu, vissi semsé ekki til þess að
bolludögum hefði fjölgað á dagatal-
inu. Víkverja flaug fyrst í hug að út-
varpsþulurinn hefði mismælt sig og
sagt „bolludagar“ í stað „bolludag-
ur“. Við nánari umhugsun áttaði Vík-
verji sig þó á því að að þetta væri
snjallt bragð í markaðssetningu bak-
arans, sem eðlilega vill gera alla
daga að bolludögum, af þeirri ein-
földu ástæðu að á bolludag er mun
meira verslað við hann en flesta aðra
daga ársins. Enda má orðið sjá bollu-
dagsbollur í hillum bakaríanna þó-
nokkrum dögum fyrir sjálfan bollu-
daginn og þar með fjölgar auðvitað
þeim dögum sem kalla má bolludaga.
Spurningin er svo hvenær þeir dagar
verða svo margir að bakarar fara að
auglýsa bolluviku í stað bolludags.
x x x
ÁMORGUN er svo öskudagurinnog þá klæða börnin sig upp í lit-
skrúðuga búninga, mála sig í framan
og ganga syngjandi milli verslana í
von um að fá að launum sælgæti eða
peninga. Þegar Víkverji var yngri
var aðalatriðið að útbúa sem frum-
legasta öskupoka og hengja þá aftan
í sem flesta sem á vegi hans urðu.
Eins heyrðist af börnum norðan
heiða sem slógu köttinn úr tunnunni
að gömlum sið. En tímarnir breytast
og þó að Víkverji segi sjálfur frá er
ekki svo ýkja langt síðan hann skott-
aðist um hengjandi öskupoka aftan í
náungann. Enn ein breyting virðist
nú vera að verða á siðum í kringum
þann dag og hún er sú að kaupmenn
eru farnir að auglýsa mat sem tilval-
inn er í öskudagsmáltíðina. Að
minnsta kosti heyrði Víkverji eina
auglýsingu í sama auglýsingatíma
Ríkisútvarpsins og áður var minnst
á, þar sem neytendur voru minntir á
að tiltekin tegund af lambalæri væri
tilvalin í matinn á öskudag. Víkverji
hlustar nú með athygli á auglýsingar
í útvarpinu og fylgist einnig með
auglýsingum annarra fjölmiðla og
bíður eftir að sjá og heyra orð á borð
við „sprengidagar“ og „öskudagar“ –
í fleirtölu. Orðið „bolluvika“ mun
ennfremur án efa vekja athygli hans
þegar það berst um öldur ljósvak-
ans. Einnig bíður hann eftir að fleiri
fæðutegundir verði markaðssettar
sérstaklega til þess að bera á borð á
öskudag. Það getur ekki verið spurn-
ing um hvort, heldur hvenær að því
kemur.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 áþekkur, 8 leður, 9 æg-
isnálin, 10 gljúfur, 11
suða, 13 hinn, 15 gleðjast,
18 sussar á, 21 vitrun, 22
drepa, 23 fnykur, 24 lygi.
LÓÐRÉTT:
2 ökumaður, 3 prútta, 4
Evrópubúa, 5 ekki gaml-
an, 6 spil, 7 flanar, 12
væg, 14 tangi, 15 vatns-
fall, 16 grotta, 17 flðtinn,
18 furðu, 19 tími, 20 vit-
laus.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 ósjór, 4 þokki, 7 kerlu, 8 ötull, 9 föl, 11 prik, 13
vinn, 14 eigna, 15 ómar, 17 næmt, 20 Óli, 22 ertur, 23 lú-
ann, 24 akrar, 25 tossi.
Lóðrétt: 1 ósköp, 2 jarfi, 3 rauf, 4 þjöl, 5 kauði, 6 iglan,
10 öngul, 12 ker, 13 van, 15 ópera, 16 aktar, 18 Ævars,
19 tangi, 20 órar, 21 illt.
ÞESSI mynd barst á mál-
verkauppboð Svarthamars,
sem verður 4. mars nk.
Myndin virðist vera máluð á
3. eða 4. áratug síðustu ald-
ar, líklega af Arnarhóli með
útsýn yfir ytri höfnina til
Skarðsheiðar og Esju.
Myndin er merkt Jón
Helgason í hægra horni að
neðan. Merkingin er skrifuð
ofan í blauta málninguna.
Myndin er máluð á striga,
sem límdur hefur verið á
pappa. Aftan á myndina er
skráð: 3/7.83 – Til Freyju
frá Sigga. Allur umbúnaður
myndarinnar virðist vera
gamall, jafnvel upphafleg-
ur. Mynd þessi var seld á
uppboði hjá Gallery Borg
fyrir nokkrum árum. Þar
sem bornar hafa verið
brigður á að mynd þessi sé
eftir Jón Helgason biskup
(1866–1942), en eigandi tel-
ur hana vera eftir hann,
óskar uppboðshaldari,
Bárður Halldórsson, eftir
því að komast í samband við
alla þá sem geta veitt ein-
hverjar frekari upplýsingar
um myndina. Símar hans
eru 565-4360 og 692-5105.
5. og 6. fl. Fjölnis
Í 5.–6. fl. Fjölnis í Grafar-
vogi eru litlar sálir, sem
leggja sig allar fram um að
standa sig sem best fyrir
félagið sitt. Farið er víða,
tekið þátt í Reykjavíkur-
móti og fleiru. Ekki kemur
neitt frá félaginu á móti.
Það væri lítið mál fyrir
félagið að koma til móts við
börnin og veita þeim viður-
kenningarskjöl eða medalíu
fyrir þátttökuna. Það yrði
góð hvatning fyrir krakk-
ana til að halda áfram að
standa sig fyrir félagið. Það
eru svona litlir hlutir sem
gefa krökkunum svo mikið.
Fjölnismenn, ekki bara
þiggja, gefið líka. Takið þátt
í leiknum.
Óánægð móðir.
Hugleiðingar
yfir kaffibolla
18. febrúar sl. fylgdist ég
með fundi í Ráðhúsi
Reykjavíkur, sem sjónvarp-
að var beint til landsmanna.
Umræðuefnið var flugvöll-
urinn í Vatnsmýrinni.
Margir ræðumenn fluttu
skemmtileg ávörp og hinn
geðþekki Stefán Jón Haf-
stein stjórnaði fundinum af
snilld.
Að morgni 19. febrúar sl.
sat ég yfir kaffibolla á heim-
ili mínu og hlustaði að venju
á morgunfréttir RÚV.
Fyrsta fréttin (kl. 8) var sú,
að Inga Jóna Þórðardóttir
(„first lady“ minnihluta
borgarstjórnar) ætlaði ekki
að greiða atkvæði um flug-
vallarmálið (farin í fýlu?)
heldur sitja heima; fréttinni
fylgdi viðtal við frúna. Frétt
þessi var svo endurtekin kl.
9 og einnig kl. 12.20. Eftir
að hafa heyrt þessa merku
frétt lesna þrisvar var ég
komin í svo gott skap að ég
ákvað að leigja mér kerru
og fara á kjörstað og kjósa
17. mars. Ég vil ekki vera
fýlupoki.
Í Degi (Heiti potturinn)
segir 21. febrúar sl. að Inga
Jóna ætli að taka sömu af-
stöðu og Davíð, þ.e. „hunsa
málið og lýsa á það frati“.
Vonandi viðrar vel á
kosningadaginn.
kt. 201019-4359.
Tapað/fundið
Eyrnalokkar töpuðust
TAPAST hafa að undan-
förnu þrír eyrnalokkar. Í
október sl. tapaðist á Hótel
Geysi eða umhverfi silfur-
eyrnalokkur með bláum
ferköntuðum steini. Í des-
ember tapaðist í miðbæ
Reykjavíkur, gullhringur,
hálfur hringur með mattri
áferð, hálfur hringur með
glansandi áferð. Síðastlið-
inn sunnudag tapaðist síðan
einhvers staðar í Reykjavík
eyrnalokkur með glærri
perlu.
Ef einhver kannast við
þetta, vinsamlegast hafið
samband við Írisi í síma 891
7441 eða netfang iris@lh.is
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Kannast einhver við myndina?