Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 61

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 61 DAGBÓK Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Vorvörur Ný sending vikulega Alltaf sama góða verðið. Sjúkravörur ehf. Blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingar í dag milli kl. 14 og 16. Kynning á hinu vinsæla sælgæti fyrir sykursjúka frá Estee með 15% afslætti Tilboðsdagar 15% afsláttur af hinum geysivinsælu Aðeins í þrjá daga. 25% afsláttur og meira af völdum tegundum. Einnig veitum við 15% afslátt af sjúkra- og stuðningssokkum. Sjúkravörur ehf. Verslunin Remedia í bláu húsi við Fákafen, sími 553 6511. Pennie og Annie hi ALLIR bridsspilarar eru sannir auðvaldssinnar sem svífast einskis í taumlausri sókn sinni eftir hámarks- slögum. Sex grönd er fínn samningur – ellefu slagir í verðtryggðum skuldbréf- um og vaxtamöguleikar í tveimur litum. En vandinn er sá að varðveita hags- munina í báðum litum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KG87 ♥ DG ♦ K652 ♣ G63 Suður ♠ ÁD6 ♥ Á3 ♦ ÁDG10 ♣ ÁK97 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 6 grönd Allir pass Útspil vesturs er spaða- tía. Hver er áætlunin? Fjórir á spaða, hjartaás, fjórir á tígul og ÁK í laufi. Samtals ellefu. Laufið er mikill vonarpeningur og vissulega kemur vel til greina að taka á ásinn og spila smáu að gosanum. En eigi austur drottn- inguna (og tían hefur ekki látið sjá sig) er óþægilegt að fá hjarta til baka. Þá þarf að velja um svíningu þar eða treysta á á að lauftían falli þriðja. Eitt- hvað betra hlýtur að vera í boði. Norður ♠ KG87 ♥ DG ♦ K652 ♣ G63 Vestur Austur ♠ 1094 ♠ 532 ♥ K1054 ♥ 98762 ♦ 97 ♦ 843 ♣ D1052 ♣ 84 Suður ♠ ÁD6 ♥ Á3 ♦ ÁDG10 ♣ ÁK97 Auðvitað. Spaðatían er heldur ólíklegt útspil frá fjórlit, þar eð 87 vantar í litinn. Ef vestur á þrjá spaða mest er hægt að samnýta möguleikana í hjarta og laufi. Sagnhafi tekur ÁD í spaða, laufás og ÁDG í tígli. Fer svo inn á blindan á spaða og spilar smáu laufi. Ef tían eða drottningin kemur frá austri er málið afgreitt, en áttan er ágæt líka. Suður lætur níuna og vestur verður að spila hjarta frá kóngi eða laufi upp í gaff- alinn. Af hverju mátti vestur ekki eiga fjóra spaða? Jú, sagnhafi getur ekki tekið fjórða spaðann með góðu móti því að þá þarf hann að fleygja annaðhvort laufi eða hjarta heima. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp á meist- aramóti Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Þorvarður Fannar Ólafsson (2055) hafði svart gegn Sveinbirni Jónssyni (1640) og tókst þeim fyrrnefnda að knýja fram sigur með einfaldri og snoturri fléttu. 21. ...Dxf4! Hvítur á sér ekki viðreisnar von eftir þetta enda fýkur í hafið að minnsta kosti peð og skiptamunur. 22. exf4 Rd3+ 23. Ke2 Rxc1+ 24. Hxc1 Bxf4 25. Hcc2 Ba4 26. g3 Bxc2 27. Hxc2 Be5 28. Ke3 Hed8 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Davíð Ólafsson 7 vinningar af 7 mögulegum, 2.–6. Sigurður Daði Sigfús- son, Sigurbjörn Björnsson, Sævar Bjarnason, Róbert Harðarson og Jón Árni Halldórsson 5 v. 7.–10. Björn Þorfinnsson, Þorvarð- ur F. Ólafsson, Baldur A. Kristinsson og Kjartan Guð- mundsson 4½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Lang- lundargeð þitt og skilningur er fólki oft undrunarefni en gagnvart sjálfum þér þarftu fyrst og fremst að leggja áherslu á innra jafnvægi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert með mörg járn í eld- inum og þarft að hafa þig allan við svo að ekkert fari nú úr- skeiðis. Gættu þess samt að teygja þig ekki of langt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhver óvænt uppákoma verður til þess að draga að sér athygli þína og það má engu muna að þú missir tökin á því sem þú ert að fást við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það skiptir öllu máli að þú leggir línurnar þannig strax í byrjun að ekki fari á milli mála hvert þú stefnir og með hvaða hætti þú ætlar að hrinda hug- sjón þinni í framkvæmd. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu það ekki á þig fá þótt einhver smávandamál komi upp í samskiptum þínum við samstarfsmenn. Þessi vanda- mál leysast af sjálfu sér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki teygja þig út í rök- ræður sem þú veist fyrirfram að þú hlýtur að tapa. Einhver ný manneskja kemur inn í líf þitt með mikinn lærdóm. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að sjá skóginn fyrir trjám því þótt smáatriðin geti verið heillandi þá skiptir öllu að hafa heildarsýn og vita hvernig vinna á henni braut- argengi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er oft viturlegt að hverfa frá verkefni sínu um stundar- sakir til þess að líta það úr meiri fjarlægð og öðlast nýja sýn sem gefur ný sóknarfæri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft ekkert að blása í lúðra til þess að koma málstað þínum á framfæri. Reyndu að temja þér meiri tillitssemi í samskiptum við aðra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er um að gera að hafa eitt- hvert það áhugamál sem gleð- ur sálina en ávallt skyldi mað- ur ganga hægt um gleðinnar dyr og láta alvöru dagsins ráða þar sem hún á við. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert nú í þeirri stöðu að þú átt ekki annars úrkosta en taka því sem að þér er rétt. Sýndu þolinmæði á meðan að þetta varir því fljótt skipast veður aftur þér í hag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt aldrei að missa trúna á því að það sem þú ert að gera getir þú borið fram til sigurs. Allur efi hefur í sér fólginn dauða og því máttu ekki hleypa honum að. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Varastu að dæma hlutina af fyrstu kynnum því oft ber yf- irborðið ekki með sér hvað undir býr. Gefðu þér því tíma til þess að grandskoða málin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla LJÓÐABROT MÓÐURÁST Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel, í fjallinu dunar, en komið er él, snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt. Auganu hverfur um heldimma nótt vegur á klakanum kalda. Hver er in grátna, sem gengur um hjarn, götunnar leitar – og sofandi barn hylur í faðmi og frostinu ver, fögur í tárum? En mátturinn þverr, – hún orkar ei áfram að halda. - - - Svo, þegar dagur úr dökkvanum rís, dauð er hún fundin á kolbláum ís. Snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík líknandi vetur, – en miskunnarrík sól móti sveininum lítur. Því að hann lifir og brosir og býr bjargandi móður í skjólinu hlýr, reifaður klæðnaði brúðar, sem bjó barninu værðir og lágt undir snjó fölnuð í frostinu sefur. - - - Jónas Hallgrímsson. 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur verður fimmtu- daginn 1. mars Sveinn Teitsson, trésmiður og mál- ari, Stangarholti 26, Reykjavík. Sambýliskona hans er Helga Guðjónsdótt- ir. Þau taka á móti gestum á Café Operu, Lækjargötu, milli kl. 17 og 20 á afmæl- isdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 27. febrúar er fimmtug Halla Guðmundsdóttir, Ásum í Gnúpverjahreppi, Árnes- sýslu. Eiginmaður hennar er Viðar Gunngeirsson. Þau hjónin eru að heiman. 50 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 27. febrúar verður fimmtug Ásta Baldvinsdóttir, leið- beinandi, Vallargerði 4, Kópavogi. Hún og fjölskylda hennar bjóða vinum og vandamönnum að fagna þessum áfanga með sér og þiggja „brunch“ á heimili hennar laugardaginn 3. mars kl. 12.00 á hádegi.                FRÉTTIR MARGRÉT Gústafsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands, flytur fyrirlestur sem hún kallar „Að gefa gaum að fjölskyld- unni: Heimsóknir aðstandenda á hjúkrunarheimili og viðbrögð starfs- fólks við þeim“. Fyrirlesturinn verð- ur haldinn fimmtudaginn 1. mars kl. 16.15 í hátíðasal Háskóla Íslands og er haldinn á vegum Rannsóknastofu í hjúkrunarfræði. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á samskipti að- standenda og starfsfólks á hjúkrun- arheimilum og áhrif þeirra á umönn- un. Í rannsókninni tóku þátt 15 aðstandendur og 16 hópar starfs- fólks (4–5 starfsmenn í hverjum hópi). Tekin voru tvö viðtöl við hvern aðstandanda og eitt viðtal við hvern hóp starfsfólks. Þá voru gerðar vett- vangsathuganir á átta deildum á þeim þrem hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu sem rannsókn- in tók til og var m.a. rætt formlega og óformlega við heimilisfólk og starfsfólk. Heimsóknir á hjúkrunarheimili Fyrirlestur í hjúkrunarfræði UNDIRSKRIFTASÖFNUN til stuðnings vegabótum, lýsingu og breikkun á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið í gangi undanfarið og nú þegar hefur á annað þúsund manns skráð sig. Listar til undirskriftar liggja frammi á bensínstöðvum á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorláks- höfn, í Hveragerði, á Hellu og Hvols- velli þar sem fólk getur skrifað nafn sitt og tjáð með því hug sinn. „Vegna mikils áhuga fólks sem oft leggur leið sína austur fyrir fjall, m.a. sum- arbústaðafólks og fleiri hagsmuna- aðila af höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og víðar, hefur verið opnaður möguleiki fyrir fólk að skrá undirskrift sína á heimasíðu Sunn- lenska fréttablaðsins á Netinu. Slóð- in er www.sunnlenska.is,“ segir í frétt frá samtökunum. Vilja bæta Hellisheiðina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.