Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA HENGIFLUG G L E N N C L O S E Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 196. Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Íslenskt tal. Vit nr. 194 Sýnd kl. 3.50, 5.55 og 8. Enskt tal. Vit nr. 195 Sý nd m eð Ís le ns ku og e ns ku ta li. Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 12. Vit nr. 192. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 204. Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 191 Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 183. Sýnd kl. 10.05. Vit nr. 177 Sýnd kl.3.50. ísl tal. Vit nr. 169 ANTHONY HOPKINS JULIANNE MOORE Snilligáfa hans ÓUMDEILANLEG Illska hans ÓLÝSANLEG Nafn hans... MYND EFTIR RIDLEY SCOTT www.sambioin.is Spennandi ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit nr. 203. HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi sími 530 1919 þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6.  DV Rás 2 1/2 ÓFE.Sýn 1/2 Kvikmyndir.is Bylgjan  HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Tilnefnd til 2 óskarsverðlauna: Besta handrit byggt á áður útkomnu efni og besta kvikmyndataka. Sýnd kl. 8. Billy Elliot er tilnefnd til BAFTA verðlauna og Óskarsverðlauna 12 3ja Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. ANTHONY HOPKINS JULIANNE MOORE Snilligáfa hans ÓUMDEILANLEG Illska hans ÓLÝSANLEG Nafn hans... MYND EFTIR RIDLEY SCOTT Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. GSE DV  HL Mbl  ÓHT Rás 2 ÓFE Sýn Sýnd kl. 8 og 10. Golden Globe verðlaun fyrir besta leik  Rás 2 1/2 MBL 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com i i i i i Tilnefnd til 2 óskarsverðlauna : Besti karl- leikari í aðalhlutverki og besta hljóðsetning. Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur INGVAR E. SIGURÐSSON BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON EGGERT ÞORLEIFSSON NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR ÓHT Rás 2 ÓFE Sýn  DAGUR  SV Mbl Skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN www.hradlestrarskolinn.is SÍÐASTA HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐIÐ! Viltu margfalda lestrarhraðan og auka afköst í starfi? Viltu margfalda lestrarhraðan og auka afköst í námi? Ef svarið er jákvætt, skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestrarnám- skeið vetrarins (aukanámskeið) sem hefst fimmtudaginn 8. mars. - AUKANÁMSKEIÐ - BRODDAKLIPPTUR 14 ára pjakk- ur, Jamie Bell að nafni, var tekinn framyfir stórleikarann Russell Crowe og fékk verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki á BAFTA, verðlaunahátíð bresku kvikmynda- akademíunnar, sem haldin var á sunnudaginn í Lundúnum. Hinn ungi Bell hlaut heiður þennan fyrir hlutverk ballettdansarans unga í Billy Elliot en það er fyrsta myndin sem hann leikur í. Myndin rómaða var jafnframt valin besta breska myndin á hátíðinni. Keppinautar hins unga Bell um verðlaunin, Tom Hanks, Geoffrey Rush og Russell Crowe, virtust síður en svo von- sviknir yfir ósigrinum og hrópuðu og blístruðu af fögnuði þegar gutt- inn gekk upp á svið. „Ég var nú eig- inlega að pæla í að vera ekkert að hafa fyrir því að mæta, þótti það fremur tilgangslaust,“ sagði sig- urvegarinn undrandi. „Það er draumur hjá mér að starfa á bak við myndavélarnar, svona þegar ég næ upp í linsuna,“ sagði þessi bratti leikari ennfremur við blaðamenn. Finney heiðraður Aðstandendur BAFTA-verð- launanna hafa oft verið gagnrýndir fyrir það að einblína kannski um of á heimaframleiðsluna en að þessu sinni komu sigurmyndirnar frá Bandaríkjunum og Kína. Gladiator og Crouching Tiger, Hidden Dragon fengu fern verðlaun hvor. Sú fyrr- nefnda var valin besta myndin og fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku, klippingu og sviðsmynd en breski leikstjóri hennar, Ridley Scott, þurfti að sjá á eftir leikstjóraverð- laununum í hendur Angs Lees, hins taívanska leikstjóra síðarnefndu myndarinnar, sem jafnframt var valin besta myndin á öðru tungu- máli en ensku og þótti aukinheldur innihalda bestu tónlist og búninga. Julia Roberts hélt sinni sig- urgöngu áfram þegar hún var út- nefnd besta leikkonan fyrir rullu sína í Erin Brockovich og þau Julie Walters úr Billy Elliot og Benicio del Toro úr Traffic voru valin bestu aukaleikararnir. Breski gæðaleikarinn Albert Fin- ney var síðan heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til kvikmyndasög- unnar með því að vera tekinn inn í heiðurssamtök bresku kvikmynda- akademíunnar þar sem hann hittir fyrir ekki ómerkari leikara en Eliza- beth Taylor og Michael Caine. Þegar Finney var spurður hvort slík verðlaun mörkuðu endalok á löngum ferli svaraði hann af al- kunnri gamansemi: „Gamlir leik- arar setjast ekki í helgan stein. Hlut- verkin þeirra verða bara minni.“ Reuters Julie Walters og Jamie Bell úr Billy Elliot unnu bæði til BAFTA- verðlaunanna fyrir frammistöðu sína. Bresku BAFTA-kvikmyndaverðlaunin Guttinn sigraði Hanks og Crowe HVORT kom svo á undan eggið eða hænan, maðurinn eða konan, myndasagan eða ofurhetjan? Það má eflaust sitja yfir kollu og deila um þetta allt saman. Alan Moore kemur okkur svo sannarlega á bragðið með bókinni League of Extraordinary Gentlemen, þar eru nefnilega aðal- söguhetjurnar vel þekktar „ofur- hetjur“ á meðal bókmenntaunnenda sem allar voru skapaðar a.m.k. 50 ár- um áður en Superman stökk eins og engispretta á milli bygginga í fyrsta ævintýri sínu á síðum Action Comics #1 árið 1938. Og a.m.k. 20 árum áður en fyrsta myndasögublaðið leit dags- ins ljós. Hvernig stendur á þessu? Aðalsöguhetjur League of Extra- ordinary Gentlemen eru nokkrar af hinum klassískum bresku sögu- hetjum ævintýrasagnana Viktoríu- tímabilsins. Sagan gerist árið 1898. Iðnbylt- ingin er að slíta barnsskónum í frek- ar bjagaðri útgáfu af þeim raunveru- leika og því upplausnarsamfélagi sem var í Bretlandi á þessum tíma. Þegar breska heimsveldið þarfnast aðstoðar til þess að glíma við þær ógnir sem tæknivæðingin ber í skauti sér er leitað til „óvenjulegra einstaklinga“ sem þykja sniðnir til verksins vegna sérstöðu sinnar. Ofurmannahópurinn er saman- settur af ævintýramanninum Allan Quatermain, uppreisnarseggnum Kaftein Nemó, hinum ósýnilega Hawley Griffin, Dr. Jekyll/Hr. Hyde og Mina Murray (fyrrum eiginkona Jonathans Harker’s er féll svo harkalega fyrir Transilvaníuprinsin- um Vlad Dracula). Það er ekki nóg með það að Moore skuli samtvinna örlög þessara sögu- persóna því við sögu koma einnig aðrir góðkunningjar bókaormanna. Það er leyniþjónustumaðurinn Bond sem smalar hópnum af fyrirskipun yfirmannsins „M“, Pollýana lendir í miður skemmtilegri lífsreynslu, Auguste Dupin hjálpar hópnum að leysa dularfulla morðgátu á Rue Morgue auk þess sem Sherlock Holmes, fylgifiskar hans og fleiri sögupersónur 19. aldar bókmennta skjóta upp kollinum hér og þar til þess að þjóna sögunni. Alan Moore hefur einbeitt sér að því að flytja ofurhetjuna inn á ný sögusvið, og er þessi bók skemmti- legasta og að mínu mati besta bókin í þeirri tilraunastarfsemi. Hann kryddar söguþráðinn af miklu list- fengi bæði með tilvísunum sem tengjast fyrri ævintýrum söguper- sónanna auk annarra bókmennta frá sama tíma. Til dæmis er ekki ólíklegt að málverk í bakgrunninum sé í raun „Mynd af Dorian Gray“. Sagan er eflaust ein skemmtileg- asta lesning síðasta árs og þótt það sé ekki nauðsynlegt að hafa lesið all- ar þær bókmenntir sem vitnað er í er lesandinn vel verðlaunaður fyrir þrekvirkið. Því meira sem þú þekkir bókmenntasöguna því erfiðara verð- ur að lesa bókina fyrir hlátursköst- um. MYNDASAGA VIKUNNAR Ofurhetjur 19. aldar sameinist! League of Extraordinary Gentle- men eftir Alan Moore. Kevin O’Neill teiknar. Útgefin af Am- erica’s Best Comics árið 2000. Fæst í myndasöguverslun Nexus. Birgir Örn Steinarsson Albert Finney fékk sérstök heiðursverðlaun BAFTA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.