Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 16
ÍÞRÓTTIR 16 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Svörin eru mörg og ekki allir sam-mála hvað valdi. Sérstaklega þar sem fremur góður fótbolti hefur verið leikinn í deildinni í vetur, opin sóknark- nattspyrna einkennt leik Roma, Lazio og Juventus auk þess sem minni spámenn eins og Atalanta og Perugia hafa átt góða spretti. Er deildin lélegri en fyrr eða er dáðleys- ið í Evrópu tímabundið fyrirbrigði? Flestir eru á því að um hvort tveggja sé að ræða, árangurinn í Evrópu sé sannarlega ömurlegur, svo reyndar að óheppni og tilviljanir hljóti að hafa eitthvað með málin að gera. Var tap Roma gegn Liverpool á dögunum tekið sem dæmi um það. „Það að besta lið Ítalíu skuli tapa á móti liði sem hefur verið fremur ósannfærandi í ensku deildinni í vet- ur og hefur verið með marga lykil- menn í langvarandi meiðslum er hreinn skandall. Capello talaði af lít- ilsvirðingu um Liverpool fyrir leikina og sagði þá ekki beinlínis „Il Manc- hester“ (eins og Ítalir kalla Man. Utd ævinlega). Honum hefði verið nær að vinna heimavinnuna sína, Liverpool- menn mættu agaðir til leiks á Ólymp- íuleikvanginum og slógu sofandi sauði út af laginu,“ sagði blaðið Corr- iere della Sera en bætti við að vissu- lega hefði vantað lykilmenn hjá Roma og liðið alls ekki sýnt eðlilegan leik. Juventus og Lazio byrjuðu leik- tíðina illa og voru afar lengi í gang en eru vissulega komin á betra ról nú og myndu sjálfsagt spjara sig meðal hinna bestu ef þau væru enn með í baráttunni. Mílanóliðin eru í móki, Inter nánast í dauðadái eftir háðug- lega útreið í forkeppni Meistaradeild- arinnar og þjálfaraskipti í kjölfarið. Milan höktir áfram með þungt og ímyndunarsnautt lið sem væri full- komið miðlungslið ef framherjinn kraftmikli Andry Schevcenko héldi því ekki gangandi. Eftir jafnteflið gegn Deportivo á heimavelli lét síðan Silvio Berlusconi, eigandi félagsins, þjálfarann Alberto Zaccheroni fara og fékk Cesare Maldini og Mauro Tassotti til að taka við. Markmiðið ekki síst að koma í veg fyrir frekari háðung Milan sem gæti spillt fyrir Berlusconi í þingkosningunum í vor. En slæm byrjun sem kann að orsak- ast af því að deildarkeppnin byrjaði mánuði síðar en í flestum öðrum lönd- um og meiðsli og breytingar hjá stór- liðunum skýra ekki alla hörmungina. Kostulegar afsakanir Byrjum á bröndurunum: Ítalir eru sérfræðingar í að tína til undarleg- ustu afsakanir fyrir eigin mistökum og misgjörðum. Ein vinsælasta kenn- ingin meðal knattspyrnuáhuga- manna er sú að ítölsk lið njóti ekki sannmælis hjá evrópskum dómurum vegna þess að Ítalir eigi enga hátt- setta fulltrúa hjá Knattspyrnusam- bandi Evrópu og því líðist stórmóðg- andi dómgæsla eins og hjá Spánverjanum Garcia Aranca í leik Roma og Liverpool á Anfield á dög- unum! Önnur er sú að vegna hinna miklu peninga sem fengist hafi fyrir sjónvarpsrétti skipti árangurinn á vellinum á einni leiktíð minna máli en áður en nafn liðsins og árangur yfir lengra tímabil meira máli. Zaccher- oni sagðist til dæmis ævinlega hafa stefnt að einu að fjórum efstu sæt- unum í deildinni, það væri það sem krafist væri af honum („Haldið þið að þjálfari Man. Utd sé beðinn um að tryggja Meistaradeildarsæti?“ spurði Gazzetta dello Sport með fyrirlitning- artón yfir metnaðarleysinu). Þriðja kenningin er að þriggja stiga reglan hafi grafið undan gömlum og góðum gildum í ítalskri knattspyrnu, liðin séu orðin of sókndjörf og leggi ekki nægilega rækt við sterka vörn og skyndisóknir, hið fræga „catanaccio“- afbrigði. Sannarlega skemmtilegar kenn- ingar. En þungaviktarmenn eins og landsliðshetjan fyrrverandi og núver- andi ráðherra íþróttamála, Gianni Rivera líta í aðrar áttir. „Við erum hættir að byggja upp lið en röðum í staðinn saman hópum af andlausum erlendum leikmönnum.“ Það er kannski heldur ódýrt að benda á innrás útlendinganna í þessu sambandi en Rivera hefur vissulega mikið til síns máls, í haust voru yfir 80 erlendir leikmenn af misjöfnum gæð- um fengnir til ítalskra liða – færri en 30 þeirra hafa náð að skapa sér fast sæti í liðum sínum. Útlendingar að eyðileggja varnarhefð? Gengi ítalskra liða hefur farið mjög hnignandi eftir að Bosman-dómurinn féll fyrir nokkrum árum. Engin deildakeppni hefur fengið annað eins flóð af erlendum leikmönnum yfir sig og hvergi hafa verið eins gríðarlegar breytingar gerðar á leikmannahóp- um liðanna milli ára. Virðist sem Bosman hafi brugðið sér í líki njálgs hjá eigendum liðanna, slíkur hefur æðibunugangurinn verið. „Bosman- dómurinn hefur haft þær afleiðingar að lið geta leitað að leikmönnum í all- ar stöður alls staðar í heiminum og iðulega verður þetta auma púsluspil án allra karaktereinkenna,“ segir Ar- rigo Sacchi, fyrrverandi landsliðs- þjálfari, og Claudio Ranieri, þjálfari Chelsea, tekur í svipaðan streng: „Vandræðin á Ítalíu byrjuðu með hol- skeflu erlendra varnarmanna. Ein- beiting þeirra er ekki eins góð og Ítalanna. Fyrir Bosman-dóminn voru erlendu leikmennirnir næstum alltaf miðvallar- eða sóknarleikmenn og öll lið höfðu traustan hóp Ítala í öftustu varnarlínu,“ segir Ranieri og bendir á AC Milan undir stjórn Sacchi og Cap- ello sem besta dæmið. Og víst er að erlendir varnarleikmenn áttu löngum erfitt með að komast að á Ítalíu, Þjóð- verjarnir Hans-Peter Briegel og Andreas Brehme eru einir örfárra dæma um varnarmenn sem slógu í gegn, Englendingurinn Des Walker besta dæmið um hið gagnstæða. Í dag streyma alls kyns skussar suður eftir með fáeina landsleiki jafnvel að baki. Eitt kostulegasta dæmið var þegar AC Milan keypti danska ofur- bakvörðinn Steinar Nilssen! Þeir seldu hann að vísu fljótlega en svona fuglar hefðu verið stoppaðir í tollin- um hér áður fyrr. Milljónaeigendur í Bosman-þoku „Þið hafið eyðilagt knattspyrnuna okkar,“ sagði með stríðsletri á forsíðu La Gazzetta dello Sport á dögunum eftir að Lazio, Juve og Roma höfðu öll gert í buxurnar í Evrópu og var orð- unum beint að eigendum liðanna. „Rekstur ítalskra stórliða hefur verið í miklu ójafnvægi undanfarin ár,“ segir Gazzettan, „forríkir eigendurn- ir eru eins og litlir krakkar í risastórri dótabúð og eru alsælir yfir því að geta keypt allt dótið í búðinni. Hömluleysinu á hreyfingum leik- manna milli landa fylgir að menn kaupa og selja leikmenn eins og þeir séu á flóamarkaði. Krafan hefur auð- vitað alltaf verið um skjótan árangur hjá eigendunum en nú er svo komið að menn kaupa bara og kaupa leik- menn daginn út og inn þegar illa gengur. Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé fyrir lið að eiga sterkan hóp leik- manna í því mikla leikjaálagi sem er í dag getur varla vísað á gott að menn séu með 30–40 manna hóp landsliðs- manna innanborðs.“ Liam Brady sem lék með Juventus og Inter á árum áð- ur tekur undir þessi orð. „Á Ítalíu eru alltof margir leikmenn sem telja sig eiga rétt á sæti í liðunum. Við erum ekki að tala um 15 leikmenn með til- kall til sætis í aðalliði, eins og t.d. hjá Man. Utd, heldur 25. Það hlýtur að vera höfuðverkur að velja menn á bekkinn. Þegar ég spilaði með Juventus (og varð meistari 2 ár í röð) valdi liðið sig sjálft. Við vorum með 5–6 varamenn, mest unga leikmenn sem gerðu sér grein fyrir að þær ættu ýmislegt ólært og sættu sig við stöðu sína. Í dag skapa leikmenn, sem telja sig eiga að vera í liðinu en eru það ekki, óróa og því er ómögulegt fyrir þjálf- arana að skapa liðsanda,“ segir Brady. Virðast allnokkur sannindi í þess- um orðum. Flest sterkustu lið Evr- ópu í dag eru lið sem hafa byggt upp lið hægt og rólega og yfirleitt er kjarni liðsins heimamenn (upp aldir hjá liðunum eða allavega innlendir leikmenn). Þetta gildir um Manchest- er United og Arsenal í Englandi, Ba- yern München og Leverkusen í Þýskalandi, Real Madrid, Deportivo og Valencia á Spáni. Barcelona reyndi nýbreytni, að flytja nánast heilt landslið inn í einu en sú tilraun hefur reynst brokkgeng. Það er síðan kaldhæðni örlaganna að Claudio Ranieri skuli í ljósi ofan- greindra orða sinna stýra liði sem er dæmi um „ítölsku Bosman-veikina“, dæmalaust mistækum milljónaher „Il Chelsea di Londres“. Yfirburðirnir liðin tíð En þrátt fyrir hrakfarirnar síðustu 2 ár getur vart öll von verið úti fyrir land sem hefur átt 8 sigurvegara af síðustu 12 í Evrópukeppni félagsliða og 4 af 12 í Meistaradeildinni. Topp- baráttan í Serie A er geysiskemmti- leg og flestum ber saman um að fall Roma gegn Liverpool hafi verið slys; sigling þeirra í deildinni sýni það. „Ítalski fótboltinn á ekki beinlínis í krísu, hinir voru bara betri í Evrópu- keppninni í vetur,“ segir Dino Zoff, þjálfari Lazio. Landsliðsþjálfarinn Giovanni Trapattoni telur að ítölsku deildinni hafi ekki farið aftur. „Miklu frekar er að hinir hafi náð okkur, iðu- lega byggt leik sinn á ítalskri fyrir- mynd. Þar til nýlega léku allir bestu útlendingarnir á Ítalíu, nú eru þeir úti um allt. Til langs tíma höfðum við deild sem var með tæknilega yfir- burði, bjó yfir betri stíl og var takt- ískt betur skipulögð. Sú tíð er liðin.“ Hvaða deildakeppni þykir Ítölum sjálfum svo best í dag? Um það eru bæði blaðamenn og aðdáendur sam- mála, Primera Liga – spænska deild- in. Þangað líti menn í dag eftir glæstri og árangursríkri knatt- spyrnu. Enska og ítalska deildin fá svo tiltölulega jafnmörg atkvæði í öðru til þriðja sæti. Ítölsk félagslið hafa flest mætt svefndrukkin til leiks í Evrópumótunum Góða nótt, Evrópa! Reuters Argentínumaðurinn Diego Simeone, leikmaður Lazio, og aðrir leikmenn með ítölskum liðum, hafa þurft að játa sig sigraða í Evrópukeppninni. Hér verður Simeone undir í keppni við Eirik Bakke, leikmann Leeds, í Meistaradeild Evrópu í Róm á dögunum. ÍTÖLSK félagslið hafa átt afar slöku gengi að fagna í Evrópukeppn- um í vetur. AC Milan féll úr Meistaradeildinni fyrir skömmu og er þar með ekkert ítalskt lið eftir í Evrópukeppninni. Á sama tíma eru fjögur ensk lið eftir í keppninni og hvorki fleiri né færri en sjö spænsk lið. Fyrir 10 árum áttu Ítalir fimm lið í keppninni á sama tímapunkti, áðurnefnd lönd engin. Er þessi leiktíð ekki burðug byrj- un á nýjum áratug en á síðasta áratug réðu ítölsk félagslið lögum og lofum í Evrópu og unnu til hvorki fleiri né færri en 13 Evróputitla fyrir utan einhverjar „vináttudollur“ sem kenndar eru við HM félagsliða og meistara meistaranna í Evrópu. Ítalir taka þessum tíð- indum að vonum þunglega og spyrja hvað orðið hafi um yfirburði „il campionato piu bello del mondo“ – fallegustu og bestu deild- arkeppni í heimi. Einar Logi Vignisson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.