Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isGóð byrjun Margrétar
með Charge / B1
Landsliðið tilbúið í slaginn
á Möltu /B1
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boð-
að sjómenn og útvegsmenn til fund-
ar í Karphúsinu í dag og er það fyrsti
fundur síðan slitnaði upp úr viðræð-
um þessara aðila sl. fimmtudag.
Samkvæmt upplýsingum frá emb-
ætti sáttasemjara í gær hefur bjart-
sýni þar um lausn deilunnar ekki
aukist en ástæða þótti til að kalla
menn saman þar sem nokkrir dagar
voru liðnir frá síðasta fundi.
Grétar Mar Jónsson, formaður
Farmanna- og fiskimannasambands
Íslands, sagði við Morgunblaðið í
gær að deilan yrði ekki leyst öðruvísi
en með fundum. Eitthvað yrði að
reyna. Hann vonaðist til þess að út-
vegsmenn hefðu eitthvað nýtt fram
að færa á fundinum í dag. Þegar
hann var spurður um hvort sjó-
mannasamtökin myndu gefa eitt-
hvað eftir af sínum kröfum sagði
Grétar Mar lítið vera til að slaka á.
Tók hann því næst til við líkingamál
úr heimi knattspyrnunnar.
„Við erum í vörn og höfum verið
það í fimmtán ár og aldrei komist
fram fyrir miðju. Við höfum fengið á
okkur fullt af mörkum og mér sýnist
að staðan sé þannig að við eigum von
á einu burstinu enn,“ sagði Grétar
Mar.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, LÍÚ, sagði
ekkert annað að gera en að halda
áfram þar sem frá var horfið „þegar
menn móðguðust“. Aðspurður sagði
hann útvegsmenn ekki vera með
nýtt útspil í viðræðunum eða tilboð.
Sáttasemjari hefði greinilega ákveð-
ið þennan fund.
„Það verður bara að koma í ljós
hvað gerist. Ég hef ekki heyrt í við-
semjanda okkar og engir óformlegir
fundir verið haldnir um helgina.
Þegar fundi var slitið síðasta
fimmtudag mátum við stöðuna þann-
ig að ekkert væri í spilunum þannig
að spurningin er hvort eitthvað hef-
ur gerst síðan,“ sagði Friðrik.
Útvegsmenn í Eyjum hafna
viðræðum um sérsamning
Sjómenn í Vestmannaeyjum
gerðu útvegsmönnum tilboð um
helgina um sérsamning en í gær
hafnaði Útvegsbændafélag Vest-
mannaeyja skriflegri beiðni Sjó-
mannafélagsins Jötuns um að félögin
tækju upp viðræður sín á milli. Í
svari útvegsbænda til Jötuns kemur
fram að eftir fund stjórnar félagsins
með LÍÚ og Samtökum atvinnulífs-
ins er ekki grundvöllur til samninga-
viðræðna í Eyjum þar sem samn-
ingsumboðið er hjá heildarsam-
tökunum.
Elías Björnsson, formaður Jötuns,
sagðist í samtali við Morgunblaðið
líta svo á að enn væri vilji meðal út-
vegsmanna í Eyjum til sérsamnings
þrátt fyrir formlegt svar Útvegs-
bændafélagsins í gær. „Við erum
með ýmis spjót úti. Verkfallið kemur
hart niður á mönnum hér í Eyjum.
Smærri bátar eru margir og lítið af
frystitogurum. Landvinnslan liggur
niðri og ástandið er skelfilegt hjá
fólkinu,“ sagði Elías.
Magnús Kristinsson, formaður
Útvegsbændafélags Vestmanna-
eyja, sagði stöðuna þannig í dag að
ekki væri grundvöllur fyrir sérstak-
ar viðræður við sjómenn í Eyjum,
hvað sem síðar gerðist og hvernig
sem mál þróuðust hjá heildarsam-
tökunum. Ekki væri hægt að útiloka
viðræður við sjómenn á seinni stig-
um.
Sjómenn og útvegsmenn boðaðir til
fundar í Karphúsinu í dag
Bjartsýni ríkis-
sáttasemjara
hefur ekki aukist
VEGNA mistaka við umönnun
hunds í einangrunarstöð gæludýra
í Hrísey komst drep í bæði eyru
hans þannig að talsverður hluti
eyrnanna féll af. Hundurinn, sem er
kjölturakki af svonefndri „toy-
poodle“-gerð, var fluttur til lands-
ins frá Finnlandi og hefur verið í
einangrunarstöðinni í fjórar vikur.
Stefán Björnsson, sem rekur ein-
angrunarstöðina, segir að í hári
hundsins hafi verið teygjur til að
halda því frá augum og andliti.
Þegar hundurinn var þrifinn á mið-
vikudaginn í síðustu viku voru nýj-
ar teygjur settar í hár hans. Stefán
segir að svo virðist sem þær hafi
verið settar í með röngum hætti og
líklega hertar um of. Við þetta
hlaut hundurinn sár á eyrum og
þegar mistökin komu í ljós á föstu-
dag var komið drep í eyrun. Hann
missti eyrað við kjúkuna öðrum
megin og hitt skarst illa. Stefán
harmar óhappið mjög og segir
þetta fyrsta slysið af þessu tagi á
þeim sjö árum sem hann hefur rek-
ið stöðina.
Indíana Jafetsdóttir er eigandi
hundsins sem hún segir hafa þjáðst
talsvert. Tjónið sé tilfinnanlegt
enda útséð með að hægt sé að sýna
hann fyrir dómi á hundasýningum.
Að hennar sögn er hundurinn
finnskur og norskur meistari en
hér átti að nota hann til undaneldis.
„Það hefur verið mjög erfitt að fá
keypta hunda til landsins vegna
þess hve einangrunin er löng. Ég
veit ekki hvaða áhrif þetta mun
hafa á möguleika á því að kaupa
hunda erlendis frá,“ segir Indíana.
Hundurinn á nú eftir að vera
fjórar vikur í einangrunarstöðinni.
Indíana segist hafa sóst eftir því að
hundurinn verði þess í stað í heima-
einangrun enda nauðsynlegt að
hann njóti umönnunar allan sólar-
hringinn og slíkt sé ekki hægt í ein-
angrunarstöðinni í Hrísey. Þetta
hafi reynt mikið andlega á hundinn.
„Hann getur orðið taugaveiklaður
og óvíst hvort hann treystir fólki
framar,“ segir Indíana.
Mistök við umönnun í einangrunarstöðinni í Hrísey
Hundurinn missti af báðum eyrum en talsvert þurfti að sauma í hægra eyrað.
Hundur missti af eyrunum
FJÓRTÁN mánaða gömul telpa,
Ágústa Pálína Guðjónsdóttir, var
hætt komin á páskadag þegar hún
féll ofan í heitan pott á heimili sínu í
Hafnarfirði. Katrín Færseth, móðir
telpunnar, sagði að þegar hún og
Guðjón Ólafsson, faðir barnsins,
komu að henni í pottinum hefði hún
verið nær dauða en lífi og hætt að
anda. Faðirinn hefði síðan veitt
henni fyrstu hjálp, sem hefði án efa
bjargað lífi hennar.
„Þetta er engu líkt, mér datt
strax það versta í hug og ég hljóp
bara öskrandi um gólfin en hafði þó
rænu á að ná í símann og hringja í
112,“ sagði Katrín. „Það var bara
eins og hún væri sofandi, með lokuð
augun og búin að láta frá sér saur,
en pabbi hennar stumraði yfir henni
og kom í hana lífi.
Ég var búin að vera með átta ára
gömlum syni mínum í pottinum í
góðan klukkutíma þegar ég tók Pál-
ínu í pottinn en hún hafði verið sof-
andi í barnavagni sem var rétt hjá.
Ég kældi pottinn reyndar niður
fyrst og hann var alls ekki heitur
þegar hún var í honum. Hún var síð-
an með okkur í pottinum í svona
hálftíma áður en við fórum upp úr.
Guðjón fór með stelpuna inn og
þurrkaði henni og hún var síðan
bara að sprikla ber á gólfinu hjá
okkur.
Potturinn er úti í sólskála og þeg-
ar ég kom inn lokaði ég svaladyr-
unum og fór að klæða mig og finna
til föt á hana. Ég kom síðan aftur
inn í stofu og þá var hún bara þar að
vappa í kringum okkur. Ég fór síð-
an inn í svefnherbergi að ganga frá
sundfötunum og þá missti ég sjónar
á henni í eina til tvær mínútur og
þegar ég kem aftur inn í stofu sé ég
hana hvergi en svaladyrnar eru
opnar, ég hreinlega veit ekki hvort
ég opnaði þær aftur eða hvað – ég
bara man það ekki, en potturinn var
enn fullur af vatni.
Við kveiktum strax á perunni,
rukum út og sáum hana liggja í
pottinum með bakið upp. Manni
datt náttúrlega bara það svakaleg-
asta í hug og þegar við tókun hana
upp var hún bara eins og slytti, eins
og hún væri bara líflaus en þó ekki
blá eða neitt svoleiðis. Við fórum
með hana inn og Guðjón hnoðaði
hana á gólfinu og blés í hana nokkr-
um sinnum þangað til upp úr henni
hrökk mikið vatn og æla. Ég hafði
þá hringt í neyðarlínuna og innan
skamms kom sjúkrabíll en þegar
hann var kominn virtist hún vera
farin að ná andanum. Síðan var far-
ið með hana á barnaspítala Hrings-
ins þar sem hún var í sólarhring.
Það virðist sem henni hafi ekki
orðið meint af þessu og hún er alveg
eðlileg. Hún var náttúrlega rosa-
lega slöpp eftir þetta og svaf í eina
12 til 14 tíma en var síðan orðin al-
veg eldhress eftir sólarhring.“
Aldrei of varlega farið
Herdís Storgaard, framkvæmda-
stjóri Árvekni verkefnastjórnunar
slysavarna barna og unglinga, sagð-
ist hafa rætt við Katrínu eftir slysið
og að sem betur fer hefði barninu
ekki orðið meint af þessu þótt mun-
að hefði mjóu. Hún sagðist strax
hafa heyrt á fólkinu að það væri
mjög varkárt en að umrætt slys
sýndi að aldrei væri farið of varlega.
Herdís sagði að í kjölfar þessa
slyss vildi hún brýna fyrir fólki að
fara varlega í umgengni sinni við
heita potta.
Fjórtán mánaða gömul telpa var nærri drukknuð er hún féll ofan í heitan pott
Blés lífi í dóttur sína