Morgunblaðið - 24.04.2001, Síða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BENSÍNSPRENGJUÁRÁSIN á
bandaríska sendiráðið telst upplýst
en lögreglan í Reykjavík handtók á
laugardagskvöldið þriðja manninn í
tengslum við málið.
Tveir menn voru handteknir við
sendiráðið skömmu eftir verknaðinn.
Þeir voru báðir mjög ölvaðir.
Mönnunum hefur öllum verið
sleppt og telst málið upplýst.
Þrír yfir-
heyrðir
vegna árásar
á sendiráðið
Málþing um vinnuvistfræði
Hönnun, vellíð-
an, vandamál
ÁMORGUN kl. 13 til16 verður haldiðmálþing í Nor-
ræna húsinu á vegum
Vinnuvistfræðifélags Ís-
lands. Yfirskrift þingsins
er: Hönnun til framtíðar –
vellíðan eða vandamál?
Þórunn Sveinsdóttir er
formaður Vinnuvistfræði-
félags Íslands og hefur
ásamt stjórn félagsins
unnið að undirbúningi
þingsins. En hvað á að
fjalla þar um – nánar til
tekið?
„Eins og titill málþings-
ins gefur til kynna verður
sjónum beint að áhrifum
hönnunar á notandann.
Verður athyglinni fyrst og
fremst beint að hönnun
vinnuumhverfisins og
vinnuaðstöðu og rætt um hlutverk
og samvinnu ólíkra hagsmuna-
aðila í hönnunarferlinu, þ.e. hönn-
uða, stjórnenda, starfsmanna,
ráðgjafa og eftirlitsaðila. Einnig
verður fjallað um framtíðarsýn í
hönnun og rætt um þörf mannsins
fyrir hið listræna. Fyrirlesarar
verða átta talsins og munu þeir
fjalla um efnið út frá ólíku sjón-
arhorni. Málþingið er öllum opið
en sérstakir markhópar eru
stjórnendur og fulltrúar starfs-
manna í fyrirtækjum, hönnuðir og
aðrir fagaðilar sem koma að mót-
un vinnuumhverfis og samtök
launþega og atvinnurekenda.“
– Hvert er markmið þessa mál-
þings?
„Með málþinginu viljum við efla
umræðu um hlut vinnuvistfræði-
legra sjónarmiða í hönnun. Mik-
ilvægt er að hönnun þjóni þörfum
notandans og því þurfa þarfirnar
að vera vel skilgreindar. Þegar
snýr að vinnustöðum þarf það að
gerast í nánu samstarfi við þá sem
hlut eiga að máli, þ.e.a.s. starfs-
menn og stjórnendur. Til að
vinnuumhverfið og starfsaðstaðan
teljist fullnægjandi þarf einnig að
uppfylla ýmsar kröfur sem settar
hafa verið af löggjafanum til að
tryggja góðan aðbúnað, hollustu-
hætti og öryggi. Til að árangur af
hönnunarstarfinu verði sem best-
ur er oft nauðsynlegt að leita til og
hafa samvinnu við sérfræðinga á
fleiri sviðum.“
– Svo sem hvaða sérfræðinga?
„Til dæmis sérfræðinga í hljóð-
vist, lýsingu, líkamsbeitingu og
sálfélagslegum álagsþáttum. Með
því að leggja góðan grunn í und-
irbúningsvinnunni má oft spara
bæði tíma og fé og óþægindi sem
ella gætu komið upp síðar. Allir
þekkja þann kostnað og óþægindi
sem breytingar hafa í för með sér
eftir á.“
– Hverjir geta haft mest áhrif í
þessa veru?
„Við teljum að um ætti að vera
að ræða samvinnuverkefni, en
stundum er ekki höfð samvinna í
nægilegum mæli. Hin vinnuvist-
fræðilega hugsun þarf að koma til
frá hendi hönnuða, framleiðanda,
seljenda, stjórnenda og
starfsmanna fyrir-
tækja. Sem og frá sam-
tökum atvinnulífsins og
stjórnmálamönnum. Í
þessum efnum er oft
verið að taka alls kyns ákvarðanir
sem hafa áhrif á aðbúnað á vinnu-
stöðum og í skólum.“
– Erum við Íslendingar ekki á
sama róli í þessum efnum og ná-
grannalöndin?
„Ég held að óhætt sé að fullyrða
að við séum komin heldur
skemmra á veg og það er ein
ástæða þess að Vinnuvistfræði-
félag Íslands var stofnað 1997.
Markmið félagsins er einmitt að
stuðla að því að vinnuvistfræðileg
þekking sé nýtt við hönnun og
skipulag vinnu og vinnuferla. Við
hönnun búnaðar og tækja og ým-
issa framleiðsluvara. Á vettvangi
félagsins gefst tækifæri fyrir
félagana að ræða hin ólíku sjón-
armið sem uppi eru á hinum svið-
unum sem skipta máli við hönnun
á vinnuumhverfi. Í vinnuvistfræð-
inni er rík áhersla lögð á þarfir,
vellíðan og öryggi fólks samhliða
því að vinnuafköst séu góð.“
– Á félagið fyrirmyndir erlend-
is?
„Já, á Norðurlöndunum hafa
verið starfandi sambærileg félög
um þrjátíu ára skeið. Einnig eru
starfandi Norðurlandasamtök og
varð okkar félag aðili að þeim fyr-
ir þremur árum. Haldnar eru ár-
legar ráðstefnur um vinnuvist-
fræðileg málefni og kemur að
okkur að halda slíka ráðstefnu ár-
ið 2003.“
– Hvað er er vinnuvistfræði í
þröngum skilningi orðsins?
„Þetta er í eðli sínu breitt hug-
tak og alþjóðlegu vinnuvistfræði-
samtökin hafa lagt áherslu á víða
merkingu orðsins svo hugtakið nái
til margra þátta vinnuumhverfis-
ins. Það krefst þverfaglegs sam-
starfs margra faghópa. Vinnuvist-
fræðin samþættir þekkingu úr
mörgum greinum mannvísinda í
því skyni að laga störf, kerfi, fram-
leiðsluvörur og umhverfi að lík-
amlegri og andlegri getu og tak-
mörkunum mannsins.“
– Hvað brennur mest
á þeim sem vinna innan
vinnuvistfræði um
þessar mundir?
„Óhætt er að segja
að þörfin sé mest á að auka hið
þverfaglega samstarf hér á landi
þannig að tekið sé tilllit til allra
þátta sem máli skipta strax í upp-
hafi hönnunarferlis. Mjög gjarnan
vildum við sjá fólk úr sem flestum
greinum þess hóps sem tekur þátt
í að móta og hanna vinnuumhverfi
á málþinginu á morgun – sem og
starfsmenn og stjórnendur fyrir-
tækja.“
Þórunn Sveinsdóttir
Þórunn Sveinsdóttir fæddist 7.
10. 1955 í Reykjavík. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð 1974, prófi í
sjúkraþjálfun frá Statens Fysio-
terapiskole í Bergen 1978, fram-
haldsnámi í fyrirbyggjandi
sjúkraþjálfun/vinnuvistfræði
lauk hún frá Svíþjóð 1992. Hún
hefur starfað sem sjúkraþjálfari
hjá Borgarspítalann, í Svíþjóð og
hjá Vinnueftirliti, þar sem hún er
nú deildarstjóri. Þórunn er gift
Magnúsi Guðmundssyni mat-
vælafræðingi hjá Iðntæknistofn-
un og eiga þau þrjú börn.
Auka þarf hið
þverfaglega
samstarf hér
HVALFJARÐARGÖNGIN
voru lokuð síðastliðna nótt og
verða lokuð næstu þrjár nætur
vegna framkvæmda.
Settir verða upp öflugir stál-
bitar við báða gangamunnana
sem koma eiga í veg fyrir
skemmdir á göngunum þegar
of hár farmur flutningabíla
rekst upp í göngin. Brögð hafa
verið að því að flutningabílar
með of háan farm hafi keyrt
niður og brotið viðvörunarskilt-
in beggja vegna ganganna og
stórskemmt göngin sjálf.
Ennfremur verða göngin
þrifin, ljós hreinsuð og yfir-
borðsmerkingar endurnýjaðar.
Göngin verða lokuð frá mið-
nætti til klukkan sex að morgni
allar næturnar.
Hval-
fjarðar-
göng
lokuð á
næturnar
LEKI kom að netabátnum Antoni
GK þar sem hann var staddur suður
af Krýsuvíkurbjargi á laugardags-
kvöld. Björgunarbátur var sendur
til aðstoðar og var sjó dælt úr bátn-
um á leið í land.
Að sögn Sigurðar Ragnars Við-
arssonar, formanns björgunarsveit-
arinnar Þorbjarnar í Grindavík,
barst hjálparbeiðni um kl. 21 og um
hálftíma síðar var björgunarbát-
urinn Oddur V. Gíslason kominn á
vettvang. Anton var þá mikið siginn
að aftan en dælur um borð í bátnum
virkuðu enn og hann hafði vélarafl.
Bátnum var því siglt til hafnar í
Grindavík þar sem slökkviliðið beið
með öflugar dælur. Björgunar-
aðgerðum var lokið um kl. 22.30.
Útkallið á laugardaginn var
fimmta aðstoðarbeiðnin sem björg-
unarsveitin sinnti á jafnmörgum
dögum. Sigurður Ragnar segir að
sveitin hafi einkum komið bátum til
aðstoðar sem hafi orðið vélarvana
eða flækt í skrúfu. Lítil hætta hafi
yfirleitt verið á ferðum.
Leki kom að Antoni GK út af Krýsuvíkurbjargi
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Anton GK var mikið siginn að aftan þegar hann kom til hafnar í Grindavík.
Dælt úr bátnum á leið til hafnar
VAJDA Pál, borgarstjóri Búdapest,
var í heimsókn í Reykjavík um
helgina til að kynna sér notkun á
heitu vatni í tengslum við ferðaþjón-
ustu. Sigmar B. Hauksson, verkefn-
isstjóri Heilsuborgar í Reykjavík,
segir að heimsóknin hafi verið liður í
samstarfi borganna á þessu sviði en
þær eru báðar aðilar í samtökum
sem heita ESPA, European Spa
Association, sem eru samtök heilsu-
lindafyrirtækja og -borga í Evrópu.
Sigmar segir að Ungverjar eigi
mikið af heitavatnslindum og séu
framarlega í heilsutengdri ferða-
þjónustu. Í fyrra heimsótti Sigmar
og aðrir í verkefnisstjórninni Búda-
pest og kynntu sér hvernig Ungverj-
ar markaðssetja sig og nýta heitt
vatn til heilsueflingar. Í framhaldi af
því var ákveðið að koma samstarfinu
í fastari skorður og það hefur nú skil-
að sér með heimsókn Vajda Pál til
Reykjavíkur.
Þá hefur verið frá því gengið að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri fari til Búdapest í boði borg-
arinnar og verði þar 10. maí þegar
aðalfundur ESPA verður haldinn.
Sigmar segir að þar verði ákveðið
hvernig borgirnar hagi samstarfi
sínu.
Sigmar telur að samstarf borg-
anna geti skilað sér á tvennan hátt.
Annars vegar gætu íslensk fyrirtæki
í raforkugeiranum fengið verkefni í
Ungverjalandi og þá fyrst og fremst
á sviði hönnunar og útfærslu. Í öðru
lagi geti Reykvíkingar lært að nýta
heilsulindir sínar enn frekar, jafnt
fyrir borgarbúa og ekki síður fyrir
ferðamenn.
Borgarstjóri Búdapest var í
heimsókn í Reykjavík um helgina
Kynnti sér nýt-
ingu heits vatns
Morgunblaðið/Jim Smart
Vajda Pál, borgarstjóri í Búdapest, og Sigmar B. Hauksson,
verkefnisstjóri Heilsuborgarinnar í Reykjavík.