Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ATHAFNASVÆÐI í norðan-
verðu Vatnsendahvarfi er nú á
teikniborðinu hjá bæjarskipu-
lagi Kópavogs og voru drög að
slíku skipulagi lögð fram til
kynningar í skipulagsnefnd
bæjarins í síðustu viku. Um er
að ræða svæði fyrir blandaða
starfsemi þar sem verður
verslun, þjónusta og iðnaður á
rúmlega 20 hekturum sunnan
við Breiðholtsbraut.
Að sögn Birgis H. Sigurðs-
sonar, skipulagsstjóra í Kópa-
vogi, verða byggingarnar á
svæðinu á áberandi stað. „Það
er töluverður landhalli á svæð-
inu þannig að það þarf að
vanda mjög vel til verka og þá
sérstaklega í hönnun bygging-
anna sem þarna verða. Þetta
þurfa að vera glæsibyggingar
til þess að sóma sér vel á svæð-
inu. Verslunar- og þjónustu-
þátturinn verður þá nær
Breiðholtsbrautinni en iðnað-
arþátturinn fjær.“
Birgir segir að þarna hafi
verið gert ráð fyrir athafna-
svæði í aðalskipulagi bæjarins
síðustu 20 árin og nú hafi bæj-
aryfirvöld áhuga á að skipu-
leggja svæðið. Síðustu mánuði
hafi íbúðarsvæðið áVatnsenda,
og þá sérstaklega norðursvæð-
ið, verið í vinnslu hjá bæjar-
skipulaginu og því hafi verið
ákveðið að tengja þetta saman
og vinna á báðum svæðunum í
einu.
Vinna við skipulagningu
gatnamála hafi hins vegar tafið
fyrir þeirri vinnu.
„Það hefur verið samvinna
milli Kópavogsbæjar, Reykja-
víkur og vegagerðarinnar um
breytingar á gatnakerfi í norð-
anverðu Vatnsendahvarfi. Sú
vinna hefur meðal annars tekið
til þess hvernig Arnarnesveg-
urinn, sem er stofnbraut á
svæðinu, kemur til með að
vera á mörkum Reykjavíkur
og Kópavogs og hlutverk
Vatnsendavegarins í framtíð-
inni. Þetta hefur allt saman
áhrif á skipulag byggðarinnar
en nú eru þessar gatnateng-
ingar að skýrast og því hægt
að vinna frekar að deiliskipu-
lagi svæðisins.“
Nánar kynnt
á borgarafundi
Birgir segir að bæjarskipu-
lagið muni halda áfram
vinnunni við deiliskipulag
svæðisins á næstu vikum og í
kjölfarið muni þessar hug-
myndir verða kynntar bæj-
arbúum. M.a. verður gerð gerð
grein fyrir þessum hugmynd-
um og þeirri vinnu sem nú fer í
hönd á borgarafundi hinn 9.
maí nk. þar sem aðalskipulag
bæjarins verður kynnt.
Unnið að skipulagi athafnasvæðis í norðanverðu Vatnsendahvarfi
Verslun, þjónusta og iðnað-
ur á 20 hektara landsvæði
/ 0+
1
2345-6789
!!
" # $ % & ' $
Kópavogur
ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN
Fylkir og Víkingur í
Reykjavík hafa óskað eftir
styrkjum frá Reykjavíkur-
borg vegna stúkubygginga
við aðalknattspyrnuvelli
félaganna en erindin hafa
ekki fengið jákvæða af-
greiðslu frekar en mörg
önnur erindi reykvískra
íþróttafélaga varðandi ýms-
ar aðrar framkvæmdir, að
sögn Steinunnar V. Óskars-
dóttur, formanns Íþrótta-
og tómstundaráðs.
Steinunn segir að á með-
an Reykjavíkurborg standi í
eins miklum fjárfestingum
á vettvangi íþróttamála og
raun ber vitni verði stúku-
byggingar að bíða. Ekki sé
hægt að gera allt fyrir alla í
einu en á dagskrá sé bygg-
ing yfirbyggðs knatt-
spyrnuhúss í Grafarvogi
sem kosti mörg hundruð
milljónir króna og fram-
kvæmdir við sundlaugina í
Laugardal þar sem einnig
sé um að ræða fjárfestingu
upp á mörg hundruð millj-
ónir auk þess sem mörg
hundruð milljónir hafi verið
veittar í styrki til íþrótta-
félaganna almennt til upp-
byggingar íþróttahúsa á
umliðnum árum.
Mismunandi kröfur
Í reglum Knattspyrnu-
sambands Íslands fyrir
knattspyrnuvelli eru leik-
vellir flokkaðir eftir því
hvaða leikir fara þar fram.
Bikarúrslitaleikur karla
skal fara fram á velli í flokki
A, en aðeins Laugardals-
völlur er í þeim flokki. Leik-
ir í Landssímadeild karla,
undanúrslit í bikarkeppni
KSÍ og úrslitaleikur kvenna
í bikarkeppni KSÍ skulu
fara fram á völlum í flokki B
eða þar fyrir ofan. Leikir í 1.
deild karla, 8 og 16 liða úr-
slit bikarkeppninnar,
Landssímadeild kvenna og
undanúrslit bikarkeppni
kvenna skulu fara fram á
völlum í flokki C eða þar
fyrir ofan. Auk þess eru
flokkar D og E.
Í vallarflokki A er krafist
a.m.k. 7.000 aðskilinna,
númeraðra og yfirbyggðra
sæta. Í flokki B er krafist
skipulagðra áhorfenda-
svæða fyrir a.m.k. 500
manns en fyrir a.m.k. 300
manns í flokki C. „Með
skipulögðum áhorfenda-
svæðum er átt við upp-
byggð stæði með varanlegu
undirlagi (s.s. malbiki,
hellum eða timburbekkj-
um), bekki eða aðskilin sæti
og reiknað með 50 cm stæð-
is- eða sætisbreidd á mann,“
segir í reglunum.
Steinunn segist lengi
hafa vitað af áhuga félag-
anna á fjármagni frá borg-
inni til að byggja stúkur. Í
því sambandi segist hún hafa
svarað því til að hún sé mjög
ósátt við það að Knatt-
spyrnusamband Íslands hafi
samþykkt reglur sem sagt sé
að komi erlendis frá og geri
þær kröfur til félaganna að
byggðar séu stúkur við
heimavelli félaganna. Lág-
markskurteisi sé að málið sé
rætt við fjárveitingarvaldið
enda sé ekki endalaust hægt
að ávísa svona kröfum á op-
inbera skattgreiðendur.
Ekki sé verið að tala um
neina smáaura heldur tugi
milljóna í uppbyggingu á
hverju svæði fyrir sig í
Reykjavík og samanlagt sé
þetta tala sem hlaupi á
hundruðum milljóna króna.
Fjögur afrekssvæði
Í fyrra lögðu ÍTR og
Íþróttabandalag Reykja-
víkur fram skýrslu, Skipu-
lag íþróttastarfs í Reykja-
vík. Framtíðarsýn til 2010.
Þar er m.a. lagt til að borg-
inni verði skipt í fjögur af-
rekssvæði og gert ráð fyrir
að einn afreksflokkur frá
hverri íþróttagrein verði á
hverju svæði eftir því sem
við eigi. Samhliða því verði
byggð upp keppnis- og æf-
ingaaðstaða fyrir afreks-
íþróttir í samvinnu við
Reykjavíkurborg, ríki og at-
vinnulíf.
Steinunn segir að með
þessari stefnumörkun hafi
verið lagðar línur um það að
byggja ætti upp tiltekin
svæði í borginni vegna
starfsemi afreksíþrótta-
félaga. Sameining íþrótta-
félaga og samstarf blandað-
ist líka inn í þessa umræðu.
„Afstaða mín í stúkumálinu
er endurspeglun á þessu,“
segir hún og bætir við að
það væri mjög óábyrgt að
ljá máls á því að stúkufram-
kvæmdir væru styrkhæfar
á þessum tímapunkti.
Fylkismenn byrjaðir
Yfirbyggð stúka fyrir
1.800 áhorfendur, þ.a. 550 í
sæti, er við völl Íslandmeist-
ara KR. Yfirbyggða stúkan
með bekkjum og steyptum
stæðum við gervigrasvöll-
inn í Laugardal, heimavöll
Þróttar, tekur um 2.000
áhorfendur, stúkan á Val-
bjarnarvelli rúmar 400
áhorfendur og 100 manna
yfirbyggð stúka með bekkj-
um er á Valsvelli, en aðrar
stúkur eru ekki við knatt-
spyrnuvelli á félagssvæðum
í Reykjavík.
Fylkismenn, sem höfn-
uðu í öðru sæti Landssíma-
deildar karla í fyrra,
greindu ÍTR frá því um
helgina að þeir ætluðu sér
að ljúka fyrsta áfanga stúku
í sumar og er gert ráð fyrir
að hann kosti 10,5 milljónir
króna. Í fyrstu er um að
ræða óyfirbyggða stæðis-
palla.
Morgunblaðið/Jim Smart
Framkvæmdir við stæði á pöllum við Fylkisvöll.
Vallarstúkur
ekki á dagskrá
Reykjavík
RÖKFESTA, líkamstjáning,
raddbeiting og málfar voru
þættir sem komið var inn á á
námskeiði í framkomu og
tjáningu sem Foreldra- og
kennarafélag Breiðholts-
skóla (FOK) stóð fyrir í há-
tíðarsal Breiðholtsskóla síð-
astliðinn laugardag. Yfirlýst
stefna FOK er að efla sam-
starf foreldra og skóla,
ásamt því að efla fræðslu-og
menningarstarf og var þetta
liður í því.
Eva Melberg á tvö börn í
Breiðholtsskóla og var einn
þrettán þátttakenda á nám-
skeiðinu. Hún kvaðst hafa
tekið þátt í námskeiðinu af
áhuga, enda hefði sér fundist
þetta vera grundvallaratriði
í mannlegum samskiptum.
„Maður lendir svo oft í
þeim aðstæðum að þurfa að
koma fram fyrir fólk og þá
er þetta kjörin leið til þess að
öðlast sjálfsöryggi. Ég hef
farið áður á svona námskeið
en það er langur tími síðan.
Maður er svo fljótur að
ryðga að það er tilvalið að
fara aftur til að liðka sig.
Mér fannst þetta gott nám-
skeið, og okkur öllum sem
vorum hér, og munum að
sjálfsögðu taka þátt í fram-
haldsnámskeiði ef tækifæri
býðst. Svona námskeið hafa
alltaf verið vel sótt þannig að
eflaust er það ástæðan fyrir
dræmri þátttöku núna að
námskeiðið var sett á klukk-
an 10 á laugardagsmorgni
og auglýsingin fór seint út.“
Helgi Kristófers var einn-
ig á meðal þátttakenda en
hann er í stjórn Foreldra- og
kennarafélags Breiðholts-
skóla og á tvö börn í skól-
anum. Og eins og Eva var
hann mjög ánægður með
námskeiðið en hafði ekki
tekið þátt í slíku áður.
„Okkur fannst alveg kjör-
ið að fá svona námskeið enda
datt okkur í hug að á eftir
yrði þægilegra að fá fólk í
samstarf í foreldrafélaginu.
Það er oft þannig að sama
fólkið fer upp og talar á
fundum, en þetta gefur
möguleika á að það verði
fleiri; a.m.k. vonar maður
það og sýnist reyndar að það
verði, í það minnsta stóðu
þau sig mjög vel sem komu.
Þetta var mjög skemmtilegt
námskeið, það var tekið létt
á því og maður hafði gaman
af þessu.“
Skólarnir verði menning-
armiðstöðvar hverfanna
Og Helgi vill meira af svo
góðu. „Við höfum verið með
ýmiss konar námskeið í skól-
anum handa foreldrum
þannig að það er heilmikið
um að vera, uppbyggjandi
starf, og segja má að þetta sé
framhald á því. Það er mjög
gaman að standa að þessu og
ætti í raun að vera miklu
meira um það að skólarnir
séu nýttir sem menningar-
miðstöðvar í hverfunum. Á
kvöldin standa heilu tölvu-
verin ónotuð; það ætti að
vera miklu meira um það að
halda góð námskeið. Það var
t.d. haldið námskeið í heima-
síðugerð og í framhaldi af
því er í dag mjög myndarleg
heimasíða Foreldra- og
kennarafélagsins (http://
www.if.is/~fok/) og skólans
einnig (http://breidholts-
skoli.ismennt.is/). Þetta er
einfaldlega bara árangur af
námskeiðinu.“ Sagði hann að
þar sem Breiðholtsskóli væri
móðurskóli í foreldrastarfi
væri í gangi könnun á við-
horfi foreldra til skólans og
jafnframt til FOK. Þar væri
kannað hvað væri hægt að
gera betur svo að samstarf
foreldra við skólann verði
sem best og jafnframt hvað
FOK gæti gert betur í starfi
sínu, bæði með námskeiðum
og fyrirlestrum.
„Síðan er einnig áhuga-
vert að fá svör við því hvort
foreldrum finnist FOK vera
á réttri leið eða hvort for-
eldrar vilji fara aðrar leiðir.
Þetta er könnun sem skilað
er inn nafnlaust og mjög
mikilvægt að sem flestir skili
inn til að fá sem bestan ár-
angur og ánægjulegt skóla-
starf,“ sagði Helgi að lokum.
Námskeiðið, sem þótti vel
heppnað þrátt fyrir að ein-
ungis 13 foreldrar hafi tekið
þátt, var haldið á vegum
Junior Chamber-hreyfing-
arinnar á Íslandi og byggði á
fyrirlestri og léttum verk-
efnum þar sem þátttakendur
fengu að spreyta sig á fram-
komu í ræðustól og fengu
leiðbeiningar um undir-
stöðuatriði í ræðumennsku
og fundarstjórn. Leiðbein-
andi var Pétur R. Pétursson,
sölustjóri hjá Prentmet ehf.
„Foreldrafélagið sóttist
eftir því í gegnum Junior
Chamber-hreyfinguna að fá
þetta námskeið haldið og
þetta gekk mjög vel,“ sagði
Pétur í samtali við Morgun-
blaðið. „Það var farið í gegn-
um grunnatriði í ræðu-
mennsku, framkomu og
tjáningu og svokallaða 16
ræðulykla þar sem verið er
að kenna hvernig á að
byggja upp ræðu, hvernig á
að undirbúa sig fyrir að
halda ræðu, hvernig er best
að skrifa ræðuna, halda fram
rökum og vera sannfærður;
einnig var farið í hluti eins
og raddbeitingu, augnaráð,
málfar og hjálpartæki,
þ.e.a.s. myndvarpa, skjá-
varpa og annað slíkt. Og síð-
an voru teknar léttar og
skemmtilegar æfingar þann-
ig að fólk gat fengið að
spreyta sig á verkefnavinnu
sem er unnin í tengslum við
svona námskeið. Þá kom fólk
m.a. upp á svið og talaði
óundirbúið um eitthvert
ákveðið efni í tvær mínútur,“
sagði Pétur.
Námskeið í ræðumennsku fyrir foreldra
„Komum örugglega á
framhaldsnámskeið“
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Pétur R. Pétursson, leiðbeinandi á námskeiðinu, Eva Mel-
berg og Helgi Kristófers.
Breiðholt