Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 21

Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 21
Laxamýri - Nám- skeið í reykbind- indi verður hald- ið á vegum Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga dag- ana 30. apríl-5. maí nk. á Hótel Reynihlíð. Áhersla verður lögð á hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl í fallegu og rólegu um- hverfi Mývatns- sveitar, en sér- þjálfaðir hjúkr- unarfræðingar og sjúkraþjálf- arar munu stjórna meðferð- inni. Þá munu lækn- ir, næringarfræð- ingur og leiðbein- andi í slökun einnig taka þátt í því að hjálpa reyk- ingafólki og fyr- irlestrar verða alla dagana. Þátttakendur munu nýta sér góða líkamsræktaraðstöðu, sund- laug, fjölbreyttar gönguleiðir, náttúrulegt gufubað og ýmislegt fleira sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Námskeið þetta byggist á góðum undirbúningi og Reykbindindi í Mývatnssveit hefst um leið og skráning fer fram. Hjúkr- unarfræðingarnir munu hjálpa þátt- takendum sím- leiðis við und- irbúning með- ferðarinnar og sjá um stuðnings- meðferð að nám- skeiðinu loknu. Að sögn Dag- bjartar Bjarna- dóttur verkefn- isstjóra er ætlunin ef vel gengur að halda fleiri reykleys- isnámskeið í Mý- vatnssveit, en þetta námskeið er tilraunaverk- efni og er það von þeirra sem að þessu standa að vel takist til. Fyrir rúmu ári tók til starfa ráð- gjafarlína í reykbindindi á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga í sam- vinnu við Landlæknisembættið, Tóbaksvarnanefnd og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og hefur verið mikið gera, en fólk frá öllu landinu hringir í ráðgjaf- arlínuna. Dagbjört Bjarnadóttir verkefnisstjóri ásamt Jó- hönnu Kristjánsdóttur hjúkrunarfræðingi. LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 21 Fagradal - Einmuna veð- urblíða hefur verið á Suður- landi og þá er gott að nota tímann til ýmissa verka sem hafa setið á hakanum. Að klippa runna telst til hefð- bundinna vorverka. Helga Mjöll Stefánsdóttir nýtti góða veðrið og brá sér út í garð til að snyrta runna. Í Mýrdalnum hefur hitinn farið yfir 10 gráður á daginn og eru tún byrjuð að taka á sig grænan lit. Mikið var um innlenda og erlenda ferða- menn í Vík í Mýrdal yfir páskana og því er mikið að gerast í Vík og nágrenni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Helga Mjöll Stefánsdóttir klippir runna. Tún að byrja að grænka Holti - Aðalfundur Ferðamálasam- taka Suðurlands var haldinn á Kirkjubæjarklaustri nýlega og var þar kosin ný stjórn samtakanna: Eyja Þóra Einarsdóttir Moldnúpi, formaður, og meðstjórnendur: Erla Ívarsdóttir, Geirlandi, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Skeiðum, Eymund- ur Gunnarsson, Selfossi og Sigmar Georgsson, Vestmannaeyjum. Fráfarandi formaður Jóhanna B. Magnúsdóttir sagði frá þróttmiklu starfi þessara frjálsu félagssamtaka ferðaþjónustufólks á Suðurlandi, þeim áfanga að komið var upp Upp- lýsingamiðstöð Suðurlands, sem var rekin af Hveragerðisbæ allt árið með góðum árangri og til góðs fyrir ferða- þjónustuna. Unnið væri að því að koma upp Markaðsstofu Suðurlands og síðan sagði hún frá þátttöku í sýn- ingum og útgáfu þjónustubæklings- ins „Sumar á Suðurlandi“ ásamt öðru sem samtökin hefðu unnið að. Nýkjörinn formaður, Eyja Þóra Einarsdóttir, sagði að samtökin myndu vinna áfram að sömu við- fangsefnum. Markaðsskrifstofa sett á stofn Framtíðarverkefni sem samtökin vildu vinna að, væri að koma upp Markaðsstofu Suðurlands, þar sem ferðamálafulltrúar Suðurlands myndu sameina krafta sína gagnvart markaðssetningu á öllu svæðinu, því ferðaþjónustan væri mjög stækkandi atvinnugrein, sem þyrfti að halda ut- an um til að tryggja gæði þjónust- unnar og eftirspurn þar af leiðandi. Þá yrði haldið áfram að taka þátt í ferðakaupstefnunni Vest-Norden og nýjum aðilum hjálpað í kynningar- starfi þar, svo og gefinn út dreifing- arbæklingur á ensku þar sem þjón- ustuaðilar gætu skráð sig gegn vægu gjaldi. Stefnt væri að því að gefa út vandað kynningarrit um Suðurland og þá kosti sem það hefur upp á að bjóða við móttöku ferðamanna. Það væru mörg viðfangsefni fyrir þjón- ustuaðilana að vinna að á Suðurlandi ef spár um eina milljón ferðamanna árið 2016 myndu rætast. Fyrir Sunn- lendinga væri suðurstrandarvegur um Krísuvík frá Keflavíkurflugvelli bein áskorun um meira starf og markvissara, ásamt því að sveitar- félögin á Suðurlandi tækju þessi mál upp með ákveðnari hætti, þannig að fleiri ferðamálafulltrúar yrðu ráðnir til starfa og Markaðsskrifstofa Suð- urlands fengi fjármuni til að geta starfað. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Eyja Þóra Einarsdóttir Mörg verkefni bíða ferða- þjónustunnar á Suðurlandi Vestmannaeyjum - Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyjum gaf á dög- unum sónartæki til Heilbrigðisstofn- unar Vestmannaeyja. Tækið heitir „Ultrasound Center“ og leysir það af hólmi um 20 ára gamalt tæki sem var úr sér gengið. Nýja tækið er mun fullkomnara en það eldra og auð- veldar mjög alla skoðun, sérstaklega á fóstrum vanfærra kvenna. Þess má geta að kvenfélagið gaf einnig gamla tækið fyrir 20 árum. Andvirði tækisins er um 3 milljónir króna. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Gáfu sónartæki Hellnum - Nýlega var opnuð ný gámastöð í Snæfellsbæ og er hún staðsett á Rifi. Er hún liður í fram- kvæmdaáætlun Snæfellsbæjar í starfi að Staðardagskrá 21. Gáma- stöðin hefur fengið ágætar viðtökur og fer notkun hennar rólega af stað. Í viðtali við Morgunblaðið segja Krist- inn Jónasson bæjarstjóri og Ásbjörn Óttarsson forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar að mikilvægt sé að taka eitt skref í einu við uppbyggingu gámastöðvarinnar, kanna hver sam- setning sorpsins verður og aðlaga starfsemina þörfum bæjarfélagsins. „Opnun gámastöðvarinnar markar auðvitað tímamót í sorphirðu í Snæ- fellsbæ,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri. „Við gerðum samstarfs- samning við önnur bæjarfélög á Vest- urlandi um urðun við Fíflholt og með opnun gámastöðvarinnar lokum við nú öllum sorphaugum í Snæfellsbæ. Umsýsla með gámum svæðisins og gámalosun er í höndum Tómasar Sig- urðssonar verktaka en Öryggisþjón- usta Snæfellsbæjar sér um vöktun gámastöðvarinnar. Héðan í frá verð- ur sorp annaðhvort sent í urðun í Fíflholt eða því skilað til gámastöðv- arinnar sem flokkar mismunandi spilliefni og skilar til réttra förgunar- aðila. Með þessum beytingum á sorp- málum Snæfellsbæjar verður strang- lega bannað að losa sorp á öðrum stöðum en í gámastöðinni.“ „Viðhorf fólksins til þessarar ný- skipunar á sorpmálum bæjarfélags- ins skiptir auðvitað meginmáli,“ segir Ásbjörn Óttarsson forseti bæjar- stjórnar. „Aðlögun að nýjum aðstæð- um og kröfum um frágang sorps verður ekki unnin nema með sam- vinnu allra bæjarbúa. Við væntum þess að bæjarbúar fylgi þessari ný- skipan vel eftir og að þeir verði t.d. duglegir við það í sumar að skila garðaúrgangi í gámastöðina, því meiningin er að nota hann við upp- græðslu á gömlu sorphaugunum. Stefnt er að því að þeirri uppgræðslu ljúki sem fyrst og munum við m.a. nota jarðveg sem til fellur við fram- kvæmdir bæjarins í hana. Fólk má einnig koma með annan lífrænan úr- gang í gámastöðina og honum verður ekki blandað við úrgang sem fer til urðunar í Fíflholti,“ bætir Ásbjörn við og segir að mikilvægt sé að fólk geti treyst flokkun stöðvarinnar. „Sem stendur getum við ekki boðið upp á sérstaka gáma fyrir dagblöð, mjólkurfernur o.fl.,“ segir Ásbjörn. „Við verðum að bíða nýrra lausna með pappírsmálin. Þau skapa vanda víða um heim þar sem endurvinnslu pappírs hefur verið hætt og í Þýska- landi er dagblöðum nú safnað saman í himinháar stæður í þeirri von að ein- hver aðferð til arðbærrar endur- vinnslu finnist.“ Spilliefni í læstum gámum „Enn sem komið er er spilliefna- móttaka okkar í áhaldahúsi Snæfells- bæjar, sem er í Ólafsvík,“ segir Krist- inn, „en fljótlega fáum við læsta gáma sem settir verða upp á gáma- vellinum og mun þá starfsmaður þar taka á móti spilliefnum eins og raf- geymum, rafhlöðum, sprautum, lyfj- um og málningarefnum. Allt járna- rusl sem kemur í gámastöðina er strax sent í endurvinnslu og hið sama á við um bílhræ. Eigendur verða þó að tappa allri olíu af bílunum, tæma vatnskassa og taka rafgeyma úr þeim, þannig að hægt sé að pressa bílhræin saman og senda með gáma- flutningabifreiðum í endurvinnslu. Ekki er enn búið að taka endanlega ákvörðun um hvað gert verður í þeim fortíðarvanda sem bæjarfélagið á við að etja í málmúrgangi en leitað er leiða til að losna við hann á sem hag- kvæmastan hátt, sem fyrst.“ Safnkassar fyrir íbúana „Bæjarstjórn samþykkti á síðasta ári að leggja ákveðna fjárhæð í að kaupa safnkassa fyrir lífrænan úr- gang fyrir íbúana,“ segir Ásbjörn. „Nú erum við að leita tilboða í góða safnkassa og síðan auglýsum við og bjóðum íbúum bæjarfélagsins afnot af þeim. Safnkassarnir verða niður- greiddir til bæjarbúa þannig að þeir eiga að fá þá á sanngjörnu verði. Reiknað er með því að gera ákveðinn samning við hvern og einn íbúa og getur hann fengið að skila safnkass- anum ef hann vill ekki nota hann lengur, en gert er ráð fyrir því að þeir sem ekki noti safnkassa geti komið með sinn lífræna úrgang í gámastöð- ina. Við væntum þess svo að við get- um á einhvern hátt verðlaunað þá bæjarbúa sem nota safnkassa, því með því eru þeir að draga úr umfangi þess sorps sem þeir skila frá sér og þarf í dag að fara í urðun.“ Báðir eru Ásbjörn og Kristinn ánægðir með þær framfarir sem þeir telja að fylgi breytingum sem verða á sorpmálum Snæfellsbæjar með opn- un gámastöðvarinnar. Telja þeir að starf bæjarfélagsins að Staðardag- skrá 21 og sú framkvæmdaáætlun sem henni fylgir, hafi verið hvati að þessari nýju lausn í sorpmálum og segja að bæjarstjórnin vinni stöðugt að fleiri úrbótum í samræmi við hana. Ný gámastöð í Snæfellsbæ staðsett á Rifi Viðhorf fólksins skiptir mestu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.