Morgunblaðið - 24.04.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 24.04.2001, Síða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                    !          "     #  #    $  %   %  "      & ' " %  "            "  %   !         "        (      (  (    ) *  + *"     % #  " ,             "   $     *      '    "  %      - '       )"         .)  "  %         /        %             DÝRÐIN og draumurinn myndi verkið heita á íslensku, sem sönghóp- urinn Hljómeyki frumflytur í kvöld. Það verður á tónleikum sem hefjast klukkan 20 í Hjallakirkju í Kópavogi. Höfundur the Power and the Glory er Richard Rodney Bennett, heims- þekktur af tónsmíðum sínum fyrir tónleikasali og ekki síður kvikmynd- ir. Til að mynda hina þekktu „The Madding Crowd“ með Julie Christie og Alan Bates. En þetta kórverk var fyrst frumflutt nú í byrjun mars, í St. John’s College í Cambridge. Alls fengu fjórtán kórar frumflutn- ingsrétt á verkinu í síðasta mánuði, í Englandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada. Hljómeyki frestaði þá sínum tónleikum vegna veikinda en lætur nú til skarar skríða. Á tónleikunum í Hjallakirkju verða líka flutt verk eftir Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnars- dóttur og Hreiðar Inga Þorsteinsson. María meyjan skæra nefnist verk Hreiðars. Það er stutt og kröftugt, að sögn stjórnandans, Bernharðs Wilk- inssonar, og svo glænýtt að þetta er fyrsti flutningurinn. Verk Báru heitir Ég vil lofa eina þá og Hildigunnur nefnir sitt María drottins liljan. Höf- undarnir leita í gömul helgikvæði og Bernharður segir Hljómeyki einmitt oftast syngja trúarlega tónlist. Kórdrengir saman fyrir 40 árum Það var breski kórstjórinn Christopher Brown sem hratt af stað samstarfi kóranna um verk Rodneys Bennett. Hann hafði komið til Ís- lands með kór sinn úr Clare-skóla í Cambridge og þekkti þannig Hljóm- eyki. En þannig vill líka til að Bern- harður söng sem smápatti með Brown í drengjakór Westminster Abbey í Lundúnum. Það var fyrir fjórum áratugum og lengi vel seinna höfðu þessir tónvissu menn ekkert hvor af öðrum að segja. Það hefur nú breyst með óði Rodn- eys Bennett, sem ber þann tignar- lega undirtitil, í lauslegri þýðingu, Vísbendingar um ódauðleika úr barnsminni. Verkið er í fjórum þátt- um fyrir blandaðan kór og orgel. Á það leikur Lenka Mátéová á þessum tónleikum. En tónskáldið, sem fædd- ist í Englandi 1936, lærði í Lundún- um og París, hjá Pierre Boulez. Rodney Bennett býr á Manhattan og þykir liðtækur djasspíanisti og söngvari. Af Hljómeyki er það annars að segja að geisladiskur, tekinn upp í ársbyrjun, kemur væntanlega út í sumar. Hann er með verkum Báru Grímsdóttur. Og í júlí frumflytur sönghópurinn verk eftir Jón Nordal í Skálholti. Í Hljómeyki syngja kring- um 20 manns, en hópurinn var stofn- aður fyrir rúmum aldarfjórðungi. Frá 1994 hefur hann lotið stjórn Bernharðs sem hefur líka Söngsveit- ina Fílharmóníu á sínum snærum og sitthvað fleira. Hann er aðstoðarstjórnandi Sin- fóníunnar og stjórnar oft Kammer- sveit Reykjavíkur. Þá spilar hann á flautu í Blásarakvintett Reykjavíkur og kennir í ofanálag í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Allnokkur störf, að íslenskum hætti, bendir Bern- harður ánægður á þegar við slítum spjalli til að áfram megi æfa söngv- ana fyrir kvöldið. Dýrðin og draumurinn Hljómeyki kemur fram á tónleikum í Hjallakirkju í kvöld. STÚLKNAKÓR Langholtskirkju, Graduale nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar hreppti önnur verð- laun í Evrópsku kórakeppninni í Kalundborg í Danmörku, en keppn- in var haldin um síðustu helgi. Keppnin er haldin á nokkurra ára fresti, og er um 20 evrópskum kór- um boðið að taka þátt í henni hverju sinni. Þrettán kórar þekkt- ust boð um þátttöku og var keppt í tveimur flokkum. Fjórir kórar kepptu í flokki blandaðra kóra og níu í flokki kóra með raddskipanina SSA, þ.e. með tvær sópranraddir og eina altrödd, en það geta verið ým- ist stúlknakórar eða barnakórar. Þrenn verðlaun eru veitt í hvor- um flokki og hreppti Graduale nob- ili sem fyrr segir önnur verðlaun í flokki stúlknakóra. Kórinn fékk 22,88 stig af 25 mögulegum, en að- eins aðeins 0,37 stig skildu íslensku stúlkurnar frá kórnum sem hreppti fyrsta sætið, en það var Aurin Leanykar-kórinn frá Ungverja- landi, sem hlotið hefur fjölmörg verðlaun í alþjóðlegum kórakeppn- um á liðnum árum. Þriðji kórinn í þessum flokki fékk aðeins 19 stig. Kórarnir sem sigruðu í flokki blandaðra kóra náðu ekki sama ár- angri og Graduale nobili, þannig að stúlkurnar úr Langholtinu voru í öðru sæti í allri keppninni. Einkunn kóranna er tvískipt, og er gefið annars vegar fyrir tæknilega kunn- áttu og hins vegar fyrir listræna út- færslu söngsins. Graduale nobili hlaut 22,5 fyrir söngtækni, en 23,25 fyrir listræna túlkun. Að sögn Jóns Stefánssonar ríkti mikil gleði í kórnum þegar úrslit voru kunngjörð seinnipart sunnu- dags. „Þetta er frábært. Stelpurnar voru einbeittar og fannst virkilega gaman að taka þátt í keppninni. Þær náðu því að yfirvinna hræðslu og kvíða og sungu eins og englar.“ Kórinn þurfti að syngja eitt af skylduverkunum í keppninni og valdi verk eftir Peeter Bruun, Agn- ethes Cradle Song, en að auki mátti kórinn syngja verk að eigin vali í 15 mínútur. Þar var uppistaðan ís- lensk kórverk: Salutatio Mariae eft- ir Jón Nordal, Maríuljóð eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur og nýtt verk, Haec est sancta solemnitas eftir Þorkel Sigurbjörnsson, samið sér- staklega fyrir kórinn. Að lokum söng kórinn Malagueña úr Lorca- svítu eftir finnska tónskáldið Ein- ojuhani Rautavaara. Graduale nobili hélt tónleika í Langholtskirkju skömmu fyrir páska og hlaut afbragðsgóða dóma fyrir söng sinn. Þeir sem vilja heyra í kórnum eiga möguleika á því á sunnudagskvöldið, en þá syngur kórinn aftur í Langholtskirkju kl. 20. „Sungu eins og englar“ Graduale nobili hreppir 2. verðlaun í evrópskri kórakeppni SÓL skein inn um glugga á hátíðasal háskólans á laugardag og jók eflaust gleði afmælisgesta sem þar sátu. Þrjátíu ár voru uppá dag síðan fyrstu handritin komu heim frá Dan- mörku og sjálfstæðisbarátta Íslend- inga þótti loks í höfn. Þetta voru hin fríða og mikla Flateyjarbók og lítil svört skrudda, Konungsbók eddu- kvæða, aðalperla íslenskra miðalda- bókmennta. Sú bók í nýrri útgáfu Lögbergs er einmitt afmælisgjöfin nú. Að loknum ræðuhöldum og leik- lestri við athöfnina í Háskólanum af- henti Vésteinn Ólason, forstöðumað- ur Árnastofnunar, Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra fyrsta eintak ritsins, en upplagið takmarkast við 500 bækur. Það var Gylfi Þ. Gíslason, þáver- andi ráðherra menntamála, sem fékk handritin frá danska starfs- bróður sínum, Helge Larsen, árið 1971. Ritin komu heim með dönsku varðskipi og þótti landsmönnum fengur að, þeir flykktust niður á höfn og síðar til afhendingarinnar í Háskólabíói. Þá leyndi sér ekki til- finning um endurheimtan þjóðarauð, vitund um dýrmætan arf. „Þarna rættist draumur þjóðar- innar um að fá handritin heim og ég held að vonir flestra um árangurinn hafi ræst,“ sagði Jónas Kristjánsson, fyrrum forstöðumaður Árnastofnun- ar. Hann spjallaði við blaðamann eftir athöfnina og bætti við að hand- ritin hefðu eflt hér þjóðernisvitund og tilfinningu fyrir íslenskri tungu og menningu. Fólk hefði minnst þess að á Íslandi hefði verið skrifað linnu- lítið gegnum aldirnar, þetta hefði meðal annars aukið áhuga á ís- lenskunámi við Háskólann og óbein- línis eflt nútímabókmenntir í land- inu. „Frá þessum tímamótum fram til 1997 voru handritin áfram að tínast heim og nú höfum við þau öll í Árna- stofnun. Þar getur þjóðin skoðað þessar gersemar sínar og það hefur hún gert og heldur því áfram. Skóla- börn heimsækja stofnunina og vinna verkefni um handritin svo æskan þekkir til þeirra. Og það eru sann- arlega fleiri en útlendir gestir sem forvitnast um þessi fornu skrif. Allt er þetta gott og það líka að brátt verður farið að byggja nýtt hús yfir Árnastofnun við hlið Þjóðarbókhlöð- unnar. Hitt er öllu verra, að útgáfa texta og handrita hefur ekki verið eins mikil og ákjósanlegt má telja. Hún kostar mikla vinnu og peninga og þeir eru víst eitthvað færri en maður vildi. En nýju bókinni má auðvitað fagna og það gerum við nú.“ Skylda til að vinna úr arfinum Páll Skúlason, rektor háskólans, setti athöfnina um helgina og minnti á „þá mikilvægu skyldu að sinna og vinna úr þeim mikla og merka sögu- lega arfi sem hin fornu íslensku handrit geyma“. Páll sagði Íslend- inga hafa axlað þessa skyldu fyrir þremur áratugum, enn væri gríðar- mikið starf eftir og óvíst hvort því lyki nokkurn tíma. Menntamálaráðherra talaði næst- ur og sagði þá heitstrengingu lifa frá því að fyrstu ritin komu að andi þeirra og kjarni yrði áfram lifandi þáttur í íslensku þjóðlífi. Með end- urreisn Þjóðminjasafns og nýrri byggingu milli þess og Þjóðarbók- hlöðu yrði svæðið helsta miðstöð hérlendrar menningar. Fimm stofn- anir um íslenskt mál og bókmenntir fengju inni í nýja húsinu og við hæfi yrði að minnast með slíkri ákvörðun hundrað ára afmælis heimastjórnar árið 2004. Næstur las prófessor Peter Foote frá Lundúnum sitt erindi, afmælis- gestum til yndisauka því að þessi gamalreyndi fræðimaður fylgdist vel með handritamálinu og hafði kannski aðra sýn á það en innanbúð- arfólk. Hann byrjaði vitaskuld á byrjuninni, þegar „Háskóli Íslands var kominn á þroskaaldur … og hægt var að telja hann réttborinn arfa að þeim skræðum sem Árni lét eftir sig. Þrátt fyrir það þóttu mér kröfur þeirra Íslendinga er vildu heimta aftur hvert einasta handrit óraunsæjar … Mér fannst að hér væru menn að æsa sig út af bók- menntum sem margir hefðu aldrei lesið“. Og þegar deilan stóð sem hæst kvaðst Foote stundum hafa sagt „að mér væri alveg sama hvar helvítis handritin væru, bara þau væru vel geymd og yrðu aðgengi- leg“. Svo benti prófessorinn á kosti þess að stríðið um ritin dróst á lang- inn, samkeppni þjóðanna hefði orðið til þess að efla fræðin og bæta að- stöðu til iðkunar þeirra. Hver töf hefði væntanlega komið af samsæri lærðra manna og orðið til vísinda- legra framfara. „Þetta var einstæð barátta, enginn tapaði og allir græddu,“ sagði Foote. Þeir feðgar Benedikt Erlingsson og Erlingur Gíslason lásu næst eddukvæðið Hárbarðsljóð. Þar reyn- ir Ása-Þór að fá ferjukarl til þess að flytja hann yfir sund, en karlinn þrjóskast við enda Óðinn faðir Þórs þarna kominn í dulargervi, ekki á því að láta strákinn ráðskast með sig. Að svo búnu fjallaði Ólafur Hall- dórsson handritafræðingur ítarlega um mál dagsins, Konungsbók og Flateyjarbók, sem er stærsta og veglegasta skinnhandritið og eitt þeirra sem varðveittust heil. Fyrr- nefnda bókin er aftur á móti lítið handrit en einstætt vegna efnisins, alls þorra eddukvæða, 29 talsins. Meiri hluti þeirra hefur einungis geymst á þessari litlu og lúnu bók. Loks fékk ráðherra fyrsta eintak nýju útgáfunnar af Konungsbók eddukvæða. Forstöðumaður Árna- stofnunar sagði verkið hafa verið unnið frekar hratt og nánast lögð nótt við dag á tímabili. „Við erum býsna stolt af þessari nýju bók,“ sagði Vésteinn, „teljum að hún sé í senn fallegur og eigulegur gripur og geti orðið hverjum sem það vill leggja á sig leiðsögn í að lesa eddu- kvæði beint af síðum hins merka handrits.“ Um er að ræða ljósprent handrits- ins auk prentaðs stafbrigðarétts texta þess með sama texta á nútíma- stafsetningu hinum megin á hverri opnu. Þetta er III bindi í röðinni Ís- lensk miðaldahandrit hjá Lögbergs- útgáfu og Árnastofnun. Þar starfar Guðvarður Már Gunnlaugsson, sem annaðist ritstjórn texta í bókinni, en inngang skrifaði Vésteinn. Sagði hann einn ávinning af nýju bókinni að ljósprentun frá 1891, eina sam- bærilega bókin, væri nú fágæt. Raf- rænir textar sem til urðu við und- irbúning útgáfunnar gæfu einnig kost á margvíslegu fræðistarfi. Ný útgáfa Konungsbókar eddukvæða var kynnt í Háskóla Íslands um helgina. Þórunn Þórsdóttir sat þessa þrjátíu ára afmælisveislu heimkomu fyrstu ís- lensku handritanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vésteinn Ólason afhendir Birni Bjarnasyni fyrsta eintak bókarinnar. Uppljómuð handritahátíð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.