Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S amvinnuverkefnið, sem hefur hlotið nafnið Öldr- unarrannsókn Hjarta- verndar, er að mati Gunnars Sigurðssonar, formanns stjórnar Hjartaverndar, tvímælalaust það viðamesta sem Hjartavernd hefur staðið að en í því felast rannsóknir á öllum helstu líf- færakerfum sem tengjast færni og lífsgæðum á efri árum. „Það er mikill hugur í okkur, þetta er stór og yfirgripsmikill samningur um framhaldsverkefni á fyrri verkefnum Hjartaverndar í rannsókn sem er margfalt stærri að umfangi en fyrri rannsóknir. Hér ætlum við að athuga heilbrigði öldr- unar með hliðsjón af þeim upplýs- ingum sem við höfum um hóp tíu- þúsund einstaklinga úr fyrri rannsóknum Hjartaverndar. Við stefnum að því að kalla í þennan hóp að nýju og gera mun víðtækari rannsóknir en við höfum getað gert áður vegna þess stuðnings sem við höfum fengið frá bandaríska heil- brigðismálaráðuneytinu sem m.a. leyfir okkur að kaupa tæki og fram- kvæma rannsóknir sem við ella hefðum ekki getað lagt í. Við erum hér að fara út í nýjan áfanga sem við getum fullyrt að við hefðum ekki getað gert án stuðnings með þeim glæsileik sem þessi rannsókn verð- ur gerð,“ sagði Gunnar er hann var spurður um hvað honum væri efst í huga nú þegar samningurinn væri í höfn en hann var formlega undirrit- aður í Þjóðmenningarhúsinu í gær að viðstöddum fjölda gesta, þ.m.t. sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi, Barböru Griffiths. Aukinn fjöldi starfsmanna og nýr tækjabúnaður í kjölfar rannsóknar- innar krefst meira húsrýmis en Hjartavernd býr nú yfir og því eru flutningar fyrirhugaðir með haust- inu. Til að gefa hug- mynd um umfang tækjabúnaðar má nefna að tækjakaup munu að sögn Gunnars kosta um hálfan milljarð íslenskra króna sem Bandaríkjastjórn greiðir að fullu. Auk fjárhagsstuðnings nýt- ur Hjartavernd einnig faglegs stuðnings sem formaður stjórnar- innar kvað ekki síður mikilvægan. Rannsóknin nýtur einnig stuðnings íslenska ríkisins og ritaði Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra við þetta tækifæri undir viljayfirlýs- ingu til frekari stuðnings við störf Hjartaverndar. Ráðherra sagði viljayfirlýsinguna, sem felur í sér breytingar á þjónustusamningi Hjartaverndar og heilbrigðisráðu- neytisins, vera unna í samvinnu við fjármálaráðuneytið og væri fjár- málaráðherra, Geir Haarde, breyt- ingunum samþykkur. „Það er mjög gleðilegt að geta greitt fyrir því að þessi samstarfssamningur yrði að veruleika þar sem þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir rannsókn- á hjarta- og æðasjúkdóm sérstaka áherslu á æðaþel, V. Jónsson, læknir og dó Háskóla Íslands. Pálmi er maður öldrunarsviðs Land háskólasjúkrahúss, Landa hefur stundað margvísleg sóknir á sviði öldrunarlækn Í rannsókninni verða ra öll helstu líffærakerfi sem færni og lífsgæðum á ef Hver einstaklingur er tvis um boðaður til rannsóknar an endar með læknisskoðu tali við lækni og sér öldrunarhjúkrunarfræðing verða helstu niðurstöður sókninni á einstaklingnum honum. Leiði læknisrann ljós að eitthvað ami að eins um verður þegar gripið inn um beint inn á þær bra þarf. Fullkomnasta tækni ein ulómun, tölvusneiðmyndir skoðun verður notuð við r irnar. Helstu líffærakerfi rannsókna verða tekin e hjarta- og æðakerfi, bein, v fitudreifing líkamans og a jafnvægi og hreyfigeta. Heilabilun verður könnu arlegum vitrænum prófum bilun er sá þáttur í heilsu sem hefur hvað mest ham örkumlandi áhrif á lífsgæð lingsins og færni hans til athafna. Þetta eru einnig þ ir sem ákvarða helst þör tímaumönnun heima fyrir un á stofnunum. Ef vísbe um að einstaklingurinn sé heilabilun er hann sendur t rannsókna og meðferðar á móttöku Landspítala – sjúkrahúss á Landakoti, en sérgreindur samn- ingur verður gerður við þá deild um rannsókn- ina. Auk ofangreindra prófa verður gerð segul- ómun á heila allra einstakl því markmiði að reyna að hvort einhver merki sjá þessari rannsóknaraðfer tengja má minnisprófun þeim mældu þáttum og rannsóknum sem gerðar einstaklingum. Þessar vísb má svo hugsanlega not greina fyrr einstaklinga eð koma upp með nýja m möguleika. Ástæða rannsókna á hj æðakerfi er sú að hjarta vaxandi vandamál meðal alls staðar í heiminum og aðstandendur rannsók brýnt að finna hvaða þætti sem ákvarða heilbrigði hj elliárum. Kransæðasjúkd afleiðingar hans hafa sem er veruleg áhrif á lífsgæði arsamfélagið hér á Íslandi,“ sagði ráðherra. Hlutur íslenska ríkisins mun að sögn formanns stjórnar Hjartaverndar verða á bilinu 20 til 25% heildarrekstrarkostnaðar og er stuðningurinn álitinn afar mik- ilvægur til að halda forræði Hjarta- verndar og vísindamanna í rann- sókninni. Styrkur Öldrunardeildar bandarísku heilbrigðisstofnunar- innar nemur 20 milljónum banda- ríkjadala, eða tæpum 1,9 milljörð- um króna, en hann mætir eins og fyrr segir kostnaði við tækjakaup og annan rekstrarkostnað. Áætlað er að um 40 ný störf muni skapast þegar rannsóknin verður komin á fullan skrið, þar af mörg fyrir vel menntaða vísindamenn og lækna, þ.m.t. hjúkrunarfræðinga, röntgentækna og fleiri sérmennt- aða tæknimenn sem sjá munu um framkvæmd þeirra miklu rann- sókna sem þarna verða gerðar. Færni einstaklingsins og lífs- gæði á efri árum aukin Aðalmarkmið Öldrunarrann- sóknar Hjartaverndar eru að upp- lýsingar fáist um samband á milli mælanlegra þátta snemma á ævi einstaklingsins og þróun sjúkdóma í ellinni en ekki síst samband við heil- brigði öldrunar. Þótt aðalávinning- ur rannsóknanna sé líklega fyrir komandi kynslóðir er mögulegur ávinningur fyrir þá sem taka þátt í rannsókninni að fá greiningu sjúk- dóma, jafnvel á forstigi, og meðferð við hæfi í kjölfarið. Sé litið til fram- tíðar er helsti ávinningurinn sá að þær upplýsingar fáist sem nýta má í fyrirbyggjandi læknisfræði til að auka færni einstaklingsins og þar með lífsgæði hans á efri árum. Þannig er vonast til að upplýsingarnar nýtist til að fækka sjúkrahúsleg- um og seinka verulega þeim sjúkdómum sem herja á ellina. Einnig er talið líklegt að mikilvægar upplýs- ingar fáist um framlag gena til þró- unar öldrunarsjúkdóma. Stjórn rannsóknarverkefnisins er í höndum íslenskra og banda- rískra vísindamanna og er dr. Vil- mundur Guðnason, læknir og erfða- fræðingur, forstöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, aðalforsvarsmaður verkefnisins á Íslandi. Rannsóknir Vilmundar hafa lotið að rannsókn á flóknum margþátta sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, þar sem hann hefur einkum rannsakað sam- spil erfða og umhverfis í tilurð og þróun sjúkdóma. Aðrir stjórnendur rannsóknarverkefnisins hér á landi eru, auk Gunnars Sigurðssonar, Guðmundur Þorgeirsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, sem hefur um árabil stundað rannsóknir Tæplega tveggja milljarða samningur Hjartave Viðamesta rann Hjartaverndar ti Undir samninginn skrifuðu Gunnar Sigurðsson, Vilmundur G Öldrunarstofnunar Bandaríkjanna. Jón Kristjánsson Forsvarsmenn Hjarta- verndar og Öldr- unarstofnunar banda- rísku heilbrigðis- stofnunarinnar undirrituðu í gær sam- starfssamning sem veitir Hjartavernd 20 milljónir bandaríkja- dala, eða tæpa 1,9 milljarða króna, til sjö ára rannsóknarstarfs. Áætlað að skapa 40 ný störf DAGUR BÓKARINNAR Alþjóðadagur bókarinnar varhaldinn í gær að frumkvæðiUNESCO, Menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, og helg- aður bókinni og þeim, sem vinna við bækur með einum eða öðrum hætti. Máltækið segir: „Blindur er bók- laus maður“ og vissulega er það sannnefni, því að þjóðir þar sem ólæsi er t.d. landlægt eiga erfitt uppdráttar og búa yfirleitt við ör- birgð og skort. Bókin er undirstaða alls sem er menningarlegt og í henni birtist sú geymd, sem berst frá kynslóð til kynslóðar. Það er t.d. ekki lítils virði að Íslendingar skuli eiga sögu sína á bókum allt frá landnámstíð. Í tilefni Dags bókarinnar var efnt til hátíðahalda, sem Bókasamband Íslands og aðildarfélög þess stóðu að. Hátíðahöldin hafa staðið yfir síðastliðna viku. Matthías Johannessen, skáld og fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, samdi að beiðni Bókasambandsins ávarp Dags bókarinnar og segir þar m.a.: „Siðmenningin er ekki sízt fólgin í því að muna. Og við munum í arfleifðinni. Hún er ræktun, sem skerpir bæði mennsku og mannúð. Hún er í senn viðbót við eðlishvöt okkar og aðhald. Neanderdalsmað- urinn átti hvorki ræktað tungumál né bækur. Hann átti því einungis skammtímaminni. Reynslan erfist illa og hann laut í gras, ósjálfbjarga í kröfuhörðu umhverfi. Og hvarf inn í myrkur sögunnar. Úr þessu myrkri komu svo þeir sem leiddu manninn til öndvegis í tilraunastöð náttúrunnar: Í upphafi var Orðið. Mundi það ekki hafa átt einhvern þátt í þessari þróun? Margt bendir til þess að á næstu árum verði skor- ið úr um það hvort íslenzkan lifir eða deyr sem skiljanlegt framhald arfleifðarinnar. Enginn mun vernda arf okkar og tungu, nema við sjálf. Hvorki fjarlægð né einangrun, úr því sem komið er. Hver tegundin af annarri deyr út í náttúrunni. Og í mannlífinu hafa tungurnar dáið út, hver af annarri. Ekki íslenzkan. Ekki enn! Baráttan um tunguna fjallar ekki einungis um framtíð hennar, heldur alla arfleifðina. For- sendur þess að við erum þjóð, en ekki óþjóð. Í þessari baráttu er hollt að hafa í huga svofellda lýs- ingu í Prests sögu Guðmundar góða: „ … þá þótti honum hart um höggva, því að þar var yndi hans sem bækurnar voru … “ Í sjávar- háskanum miðjum saknaði Ingi- mundur, fóstri Guðmundar bysk- ups, bókakistu sinnar og var hún fyrir borð drepin, eins og segir í sögunni. Ingimundur endurheimti hana óbrotna, þegar hana rak á land nokkru síðar. En það er alls óvíst að við heimtum okkar bóka- kistu aftur, ef við glutrum henni fyrir borð. Og hvað þá?“ Í þessum orðum felst áminning, sem ástæða er til að taka eftir. ÞRÆLAR EITURSINS Fíkniefni halda áfram að flæðainn í landið. Það sem af er þessu ári hafa yfirvöld gert upptæk- ar 22 þúsund e-töflur, sem er þrefalt það magn, sem komið var höndum yfir í fyrra. Ekki eru enn fjórir mán- uðir liðnir af árinu, en þó hefur yfir- völdum tekist að ná 12,2 kílóum af hassi, sem er næstum því helmingur þess magns, sem gert var upptækt í fyrra. Þetta kann að virðast mikið, en þó er ekki talið að lögregla og tollgæsla nái nema um fimm til tíu af hundraði þeirra fíkniefna, sem eru í umferð. Í Morgunblaðinu á laugardag sagði Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn og yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, að sölumennirnir væru margir og áberandi og álíka auðvelt væri fyrir ungt fólk að verða sér úti um eiturlyf og áfengi. Dæmi væru um að 15 til 16 ára unglingar seldu fíkni- efni, oftast nær til að fjármagna eig- in neyslu. Sölumennirnir væru sendir gagngert á skólaböll til að selja e-töflur og önnur fíkniefni. Þeir væru meira að segja í mark- aðssetningu: „Fíkniefnasalar mark- aðssetja e-töflur sem hættulaust fíkniefni og að þetta sé allt annað efni en var í umferð fyrir nokkrum árum,“ sagði Ásgeir í samtalinu og bætti við að þetta væri alrangt; ná- kvæmlega sömu efni væru í töflun- um nú og fyrir nokkrum árum. Um þessar mundir er verið að sýna á fjölum Þjóðleikhússins leik- ritið Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Í leikritinu er fjallað um villibörnin, sem búa frjáls og hamingjusöm á Bláa hnettinum og telja að lífið geti ekki orðið betra. Þá birtist gestur utan úr geimnum, sem ber nafnið Gleði-Glaumur, og fer að spyrja börnin hvað þau hafi fyrir stafni. Þau lýsa leikjum sínum og yndi af því að búa í samneyti við nátt- úruna. En það er sama hvað þau nefna, Gleði-Glaumur sýnir þeim alltaf fram á hvað það sé hundfúlt og leiðinlegt. Hann geti hins vegar komið þeim í tæri við alvöru skemmtan – kennt þeim að fljúga. Um leið og börnin hins vegar hafa kynnst fluginu verður ekki aftur snúið. Þau vilja alltaf geta flogið og það getur Gleði-Glaumur boðið þeim gegn vægu gjaldi. Kostar aðeins ör- litla æsku. Áður en varir hafa börnin látið æskuna af hendi fyrir skemmt- unina, fíknina. Það þarf ekki sterkt ímyndunarafl til að sjá í leikritinu sterkar tilvís- anir í heim eiturlyfjanna og þeirra freistinga, sem þeim getur fylgt í huga ungs fólks. Fluggleði barnanna er engu minni en fíknin, sem getur fylgt eitrinu. Sá er hins vegar mun- urinn að í leikritinu endurheimta börnin æsku sína, en það gerist ekki í hinum raunverulega heimi. Þar get- ur það ekki aðeins kostað æskuna að verða þræll eitursins, heldur lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.