Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 38
MENNTUN
38 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í
gamla daga, þegar fólk
keypti sér hluti, þótti það
ótvíræður kostur ef þeir
entust „von úr viti“ – eins
og sagt var. Flíkur voru
bestar sem hnökruðu hvorki né
trosnuðu, heimilistæki áttu að end-
ast heila mannsævi, óslítandi teppi
þóttu gulls ígildi og gott ef ekki
óbrjótandi glös líka. Og einhvern
veginn finnst mér eins og hlutirnir
hafi oft staðist þessar væntingar.
Ég hef í það minnsta heyrt sannar
sögur og séð með eigin augum hjá
foreldrum, þeirra foreldrum og
öðrum ættingjum hluti á borð við
aldarfjórðungs gömul gólfteppi,
þrítuga kjóla, fertugar gardínur og
fimmtugar eldavélar. Allt í fullu
fjöri og hefur lítið látið á sjá.
Ég hef líka heyrt sögur af
barnableium sem þvegnar voru
aftur og aftur
og entust
mánuðum ef
ekki árum
saman, úrum
sem gengu í
áratugi og bíl-
um sem fluttu
heilu kynslóðirnar milli staða og
varð aldrei misdægurt. Allt, í það
minnsta margt, var endingargott
og vandað; ef borgari keypti sér
einu sinni útvarp eða vasahníf
þurfti hann ekki að leggja út fyrir
öðru slíku tæki á lífsleiðinni.
Mér flaug þessi forsaga í hug
um daginn þegar ég sat á kaffihúsi
með vinum mínum og sími eins
þeirra andaðist. Það var hinn
dæmigerði farsími, finnskur að
gerð og hafði þjónað eiganda sín-
um vel frá því í hitteðfyrra. „Oh, nú
þarf ég að kaupa mér nýjan síma,“
dæsti vinurinn og hristi símann án
þess að neitt gerðist. Opinberaði
svo þá bjargföstu trú sína að far-
símar væru í raun aðeins fram-
leiddir til þess að endast í tvö til
þrjú ár – þá væri kominn tími til
þess að selja neytandanum nýjan
síma. Undir þetta tóku aðrir við
borðið, sögðu að þetta væri nú
meira með öll þessi nýju tæki.
Hvað þau biluðu grunsamlega
fljótt. Tekin voru dæmi af geisla-
spilurum, tölvum og myndbands-
tækjum; nýjustu tækni sem yrði
innan ótrúlega skamms nýjasta
brotajárn. Eða því sem næst.
Þegar þarna var komið sögu tók
ég að rifja upp í huganum brauð-
ristarraunir fjölskyldu minnar og
sá að þær komu heim og saman við
þessar fullyrðingar. Á heimili mínu
hafði til margra ára þjónað silfurlit
brauðrist sem glóðaði brauð af
miklum myndugleik, þótt hún
gerði svo sem ekki margt annað.
Eftir að hún dó drottni sínum eftir
áratuga starf, hef ég neyðst til að
gefa foreldrum mínum nýja brauð-
rist á hverju ári í jólagjöf, þar sem
engin þeirra hefur enst út árið.
Ég rakti ristarsöguna við borðið
og hlaut fínan hljómgrunn, fólki
fannst þetta styðja tilgátuna góðu.
Upp úr öllu þessu smíðuðum við
svo eftirfarandi kenningu: Fram-
leiðendur tækja, tóla og neyslu-
varnings í okkar fullkomna nútíma
beita öllum brögðum til þess að
auka eyðslu neytandans – þó þann-
ig að hann fái aldrei á tilfinninguna
að hann hafi verið svikinn.
Og þetta birtist í fleiri myndum
en tækjum sem endast stutt. Á
hársáputúpum og kremdósum
stendur að vel skuli notað af sáp-
unni/kreminu til þess að ná sem
bestum árangri. Staðreynd: Ef
mikið er notað í einu, klárast efnið
fyrr og ný dós er fyrr keypt.
Á markað kemur geislaspilari
með þriggja diska skífu. Ári síðar
er auglýstur nýr spilari með enn
fleiri möguleikum; fimm diskum í
einu og enn þynnri fjarstýringu.
Staðreynd: tækið gerir alveg sama
gagn en kaupandanum finnst hann
vera að missa af lestinni ef hann
bregst ekki við.
Sama er uppi á teningnum í
framleiðslu bíla, síma og hvers
kyns heimilistækja. Með reglulegu
millibili er bætt við rafmagni í rúð-
ur, auknu númeraminni, meiri
snúningshraða, fleiri tökkum,
þynnri skjá... Í grunninn gera tæk-
in sama gagn, en fólkinu er talin
trú um að það þurfi ávallt að upp-
færa tækin sín. Þau sem ekki hafa
þegar bilað.
Nú er auðvitað ósanngjarnt að
alhæfa með þessum hætti um öll
tæki, alla framleiðendur og alla
kaupendur. En þar sem við sátum
þarna við hringborðið á kaffihús-
inu vorum við samt ekki í vafa um
að við hefðum rétt fyrir okkur. Vís-
indalegar sannanir og línurit frá
öllum heimsins heiðursmönnum
hefðu ekki getað breytt þar
nokkru um.
Og ekki minnkaði eldmóðurinn
þegar talið barst að því hvernig
krumlur gráðugra manna utan úr
heimi seilast inn í okkar eigin lík-
ama í bókstaflegri merkingu, og
breyta þar gangi mála.
„Nú eru tóbaksframleiðendur til
dæmis farnir að bæta efnum í síg-
arettur til þess að gera þær enn
meira ávanabindandi,“ sagði einn
viðstaddra og sló á sígarettupakk-
ann sinn á borðinu. Pakkinn límd-
ist við lófann á honum þegar hann
lyfti höndinni aftur.
Þetta þóttu að vísu ekki nýjar
fréttir en andaktin varð hins vegar
almenn og algjör þegar við stúlk-
urnar gáfum stuttan fyrirlestur
um meint markmið með fram-
leiðslu dömubinda. Við höfðum
nefnilega nýverið lesið býsna
óhuggulegar (en kannski óvís-
indalegar) úttektir á þeim bransa,
þar sem fram kom að í bindum og
tíðatöppum væri ekki einasta að
finna krabbameinsvaldandi efni á
borð við rayon og díoxín heldur
einnig asbest. Og asbest gerir að
verkum að konum blæðir meira og
lengur en þeim er eðlilegt. Þannig
hljóðar í það minnsta sagan sem
nú flýgur, og er höfð eftir vís-
indamönnum í Illinois. Markmið:
að selja sömu konunni fleiri bindi
en hún í raun þarf á að halda.
Við þessar fréttir fór hrollur um
alla viðstadda og einhver spurði
hvort ekki gæti verið að svipuð efni
væru notuð í einnota barnableiur.
Og kannski eyrnapinna og
plástra... Ýmsir kinkuðu kolli
ósjálfrátt og óttaslegnir.
Vegir græðginnar eru órannsak-
anlegir og hver veit hvaða brögð-
um er í raun beitt til þess að selja
meira af vörum sem álitnar eru
nauðsynjar? Við því höfðum við
kaffivinirnir auðvitað engin óyggj-
andi svör. Þetta voru allt getgátur.
En á leiðinni heim keyptum við
kúlutyggjó og viti menn. Bragðið
entist varla út götuna – margfalt
skemur en það gerði í gamla daga.
Við þurftum strax að stoppa í
næstu sjoppu eftir meira tyggjói.
Að endast
og andast
Um það sem upp getur komið í kaffi-
spjalli á rúmhelgum degi. Múgæsing
eða hópleit að sannleikanum? Ég veit
ekki. En kaffið var ilmandi.
VIÐHORF
Eftir Sigur-
björgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is
MARKMIÐ ráðstefnunn-ar, menntun í dreifbýli,er einkum að efla um-ræður um leiðir til að
styrkja skólastarf og efla samstarf
skólafólks á ólíkum skólastigum
hvarvetna um landið,“ segir Ingólfur
Ásgeir Jóhannesson, dósent við
kennaradeild Háskólans á Akureyri.
„Mörgum þykir sem dreifbýli og líf
þar og atvinna eigi undir högg að
sækja og þótt aðstandendur ráð-
stefnunnar taki ekki afstöðu til þess í
sjálfu sér þótti okkur ástæða til þess
að efla umræður um menntun í dreif-
býli.“
Ráðstefna verður í Stórutjarnar-
skóla laugardaginn 28 apríl nk og
ætla skólamenn þar að styrkja sam-
starf sitt á öllum skólastigum og efla
með því skólana í landinu.
Ingólfur segir að á ráðstefnunni
verði vakin athygli á ýmsu sem vel er
gert og á þeim sóknarfærum sem eru
fyrir hendi. „Þá eru stundaðar rann-
sóknir sem við viljum kynna, eins og
um háskólamenntun og búsetu,
stuðning við kennara í dreifbýli,
brottfall og fleira sem rætt verður,“
segir Ingólfur.
Kostir skóla í dreifbýli verða einn-
ig í brennidepli, og tíma verður varið
á ráðstefnunni til þess að fjalla um
nýja tæknina, en einnig verður rætt
um sígilda þætti eins og hvort fólk í
dreifbýli hafi sömu aðstöðu til að
stunda nám og aðrir.
Viðhorf við fámenna skóla
Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestr-
ar verða fluttir á ráðstefnunni í
Stórutjarnarskóla. Hér verða ein-
ungis nefnd valin dæmi.
Þóra Björk Jónsdóttir kennsluráð-
gjafi mun kynna niðurstöður rann-
sóknar sinnar sem hún vann til fulln-
aðar M.Ed.gráðu við KHÍ fyrr á
þessu ári. Í rannsókninni kannaði
hún með viðtölum hvað kennurum fá-
mennra grunnskóla finnst vera
stuðningur við sig í starfi.
Fámennir grunnskólar (þar sem
árgöngum er kennt saman vegna
fæðar) eru nærri helmingur grunn-
skóla landsins og þeir eru staðsettir
um allt land utan Reykjavíkur. Fá-
mennir grunnskólar eru ekki að
leggjast af. Þeim hefur ekki fækkað
mikið á síðustu áratugum.
„Litlir skólar hafa verið lagðir nið-
ur eða sameinaðir öðrum, en vegna
fækkunar nemenda eru skólar víða
um land að verða fámennir,“ segir
Þóra Björk. „Fámenni skólinn er
hinn hefðbundni sveitaskóli en nú er
svo komið einnig að sjávarþorpsskól-
inn hefur færri nemendum á að skipa
og er því að verða fámennur.“
Rannsókn Þóru Bjarkar beinist að
kennurum og fagumhverfi þeirra.
Við hvaða aðstæður leita kennarar
stuðnings, hvert leita þeir og hvernig
stuðning vilja þeir fá við störf sín?
Niðurstöður hennar benda til að
kennurum finnist mestur stuðningur
vera af einlægu og faglegu samstarfi
við samstarfsmenn og einnig sam-
starf milli skóla. „Kennarar telja sig
þurfa stuðning við að koma til móts
við fjölbreyttar þarfir nemenda,“
segir hún. „Eðli málsins samkvæmt
vinna fáir kennarar við fámenna
skóla og því er mikilvægt að búa
þannig í haginn að kennarar hafi
möguleika á samstarfi innan og ekki
síður milli skóla,“ segir Þóra Björk.
Niðurstöður geta verið sveitarstjórn-
um og skólastjórum leiðarljós við
skipulag skólastarfs í dreifbýli.
Gildi náms í heimabyggð
Dr. Bjarki Jóhannesson forstöðu-
maður þróunarsviðs Byggðastofnun-
ar mun í erindi sínu tala um þátt
menntunar í byggðaþróun. „Ég mun
víkja að einhæfni atvinnulífs á lands-
byggðinni,“ segir hann, „nauðsyn
þess að auka fjölbreytni þess og að
menntað vinnuafl sé til staðar á
landsbyggðinni til að mæta þörfum
nútímaatvinnuþróunar, m.a. í upplýs-
inga- og þekkingariðnaði.“
Hann segist ætla að víkja að nauð-
syn þess að námið fari að miklum
hluta fram í heimabyggð. Bæði til að
auðvelda sem flestum að stunda nám,
og eins til þess að sporna gegn því
róti sem kemst á ungt fólk, sem verð-
ur að flytja að heiman til að stunda
nám, og snýr þá e.t.v. ekki til baka að
námi loknu. „Þá mun ég víkja að
breyttu gildismati ungs fólks, sem í
síauknum mæli sækist eftir menntun
og störfum sem byggjast á mennt-
un,“ segir Bjarki.
Búseta og háskólanám
Ingi Rúnar Eðvarðsson, dósent við
rekstrardeild Háskólans á Akureyri,
mun á ráðstefnunni gera grein fyrir
niðurstöðum spurningarkönnunar
sem framkvæmd var haustið 2000 og
náði til náði til brautskráðra nem-
enda í hjúrkunarfræði og rekstrar-
og viðskiptafræði frá HÍ og HA.
Markmið könnunarinnar var að
kanna áhrif háskólamenntunar á
byggðaþróun og búsetuskilyrði hér á
landi á tímabilinu 1987–2000.
Helstu rannsóknarspurningar
voru: Er marktækur munur á búsetu
nemenda Háskóla Íslands og Háskól-
ans á Akureyri að námi loknu? Ræðst
val á búsetustað að háskólanámi
loknu fyrst og fremst af annars vegar
tekjumöguleikum og hins vegar fag-
legum tækifærum? Eykst framboð á
háskólamenntuðu fólki í heima-
byggð?
Hér verður nefnt eitt dæmi úr
skýrslu sem Ingi Rúnar vinnur að
vegna rannsóknarinnar, og mun
segja frá á ráðstefnunni, dæmið er
um val á búsetu að grunnnámi loknu.
Margir þættir koma til álita þegar
fólk velur sér búsetu til skemmri
tíma eða til frambúðar. Á spurninga-
listanum gaf að líta fjölmarga val-
möguleika, en þegar svarendur höfðu
forgangsraðað þeim kom í ljós að
27% settu búsetu fjölskyldu/ættingja
í fyrsta sæti, einn af tíu setti uppruna
í fyrsta sæti og 13% settu atvinnu/
nám maka í fyrsta sæti. Þannig settu
50% svarenda fjölskyldutengda þætti
í fyrsta sæti. Tveir af tíu settu at-
vinnumöguleika í fyrsta sæti og 7%
settu tilboð um atvinnu frá fyrirtæki/
stofnun í fyrsta sæti. Lítill munur
kom fram eftir því hvar nemendur
höfðu stundað háskólanám. Fleiri
nemendur sem höfðu lokið námi við
HA settu atvinnu/nám maka í fyrsta
sæti og á sama hátt settu fleiri svar-
endur sem lokið höfðu námi við HÍ
atvinnumöguleika í fyrsta sæti.
Morgunblaðið/Kristján
Rödd barnsins kemur við sögu. Hólmfríður Árnadóttir, leikskólastjóri
Krummafótar á Grenivík, ræðir um hana.
Að nema í heima-
byggð, lifa og starfa
Fámennir skól-
ar eru nærri
helmingur
grunnskóla
landsins
Dreifbýlið/Markmið ráðstefnunnar 28/4 um menntun í dreifbýli er
að skapa lifandi umræður meðal skólamanna. Gunnar Hersveinn
innti nokkra um innihald fyrirlestra þeirra í Stórutjarnarskóla.
Ráðstefnan Menntun í dreifbýli
verður í Stórutjarnaskóla í
Ljósavatnsskarði laugardaginn
28. apríl:
10:00 Kaffi og fundargögn.
10:30 Ólafur J. Proppé , KHÍ.
10:38 Ávarp undirbúnings-
nefndar.
10:45 Bjarki Jóhannesson hjá
Byggðastofnun.
11:10 Ingi Rúnar Eðvarðsson
dósent við Háskólann á Ak-
ureyri.
11:25 Hólmfríður Árnadóttir
skólastjóri Krummafótar á
Grenivík.
11:40 Þóra Björk Jónsdóttir
hjá Skólaskrifstofu Skagfirð-
inga.
11:55 Helga M. Steinsson hjá
Verkmenntaskóla Austurlands.
13:30 Anna K Gunnarsdóttir
framkv.stj. Farskóla Norður-
lands vestra.
13:45 Anna Bergsdóttir skóla-
stjóri Grunnskólans í Grund-
arfirði.
14:00 Þóra Hjörleifsdóttir
kennari við Hrafnagilsskóla.
14:15 Kristín Eiríksdóttir
skólastjóri Leikskólans Brim-
vers.
14:45 Jón Torfi Jónasson pró-
fessor við félagsvísindadeild HÍ:
15:00 Elín R. Líndal formaður
byggðarráðs Húnaþings vestra
og Jafnréttisráðs.
15:15 Kynning hugar-
flugshópa.
15:40 Hugarflugshópar.
16:15 Skil úr hópstarfi, um-
ræður.
16:45 Þorsteinn Gunnarsson,
HA.
Skráning: oliarn@ismennt.is,
símar 464 3220, 464 3221, 464
3240.
Menntun í dreifbýli