Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR, sem er gam- all nemandi Stýrimannaskólans, var að grúska í færeyskum blöðum og sá þá að sjómannaskóli þeirra var með 50 nemendur í útskrift. Sem gestur var ég við útskrift Sjó- mannaskólans sl. vor. Útskriftin var innan við 30. Margfaldi maður þessar tölur með hinni alkunnu höfðatölureglu, en hún er 6,6 gagn- vart „stóra bróður“ en það nefna Færeyingar stundum okkur vina- þjóð sína. Útkoman er eftirfarandi: Fær. Ísl. tala tala Skipstjórar, kaup- skip 16 105 Stýrim.próf, kaupsk. 21 138 Fiskim.próf 20 132 Samtals 57 375 Í stýrimannaskólanum, eru 40– 50 nemendur. Í Vestmannaeyjum er enginn nemandi á sjávarútvegs- braut. Ekki fæ ég séð annað en að skóli Stanleys sé í góðu áliti, enda útskrifar hann bæði fógeta og prest auk sjómanna og tefur ekki hina fyrrnefndu með yfirheyrslum á ensku og dönsku. Á skrifandi stundu er enn að fjara undan Sjó- mannaskólanum, því ef frumvarp það sem nú er á Alþingi nær fram að ganga missa milli 100 og 110 stýrimenn atvinnuna. Gagnvart farmönnum er ástandið skelfilegt. Ég var að grúska í gömlum gögn- um, frá 1970–1974, þá kaupskipa- flotinn, varðskip, strandferðaskip og ferjur voru flest, voru um 1800 störf á þessum skipum. Nú telst mér til að ca 8–9% af þessum störfum séu eftir. Er því ekki að undra þótt fjari undan aðsókninni, enda sagði „meistari Stanley“ að annar skólastjórinn væri nú þegar búinn að for- djarfa skóla sínum og hinn á góðri leið. Þá sjá menn fyrir, að þá þeir fara í land byrjar fyrst „martröð- in“ við að fá vinnu. Starfsreynsla þeirra, ábyrgð og menntun er einskis metin. Margir hafa bætt við sig menntun, en það virð- ist ekki gagna neitt, „sjómannsstimpillinn“ hangir við þá. Það er nöturlegt að segja frá því að maður með íslenskt skip- stjórapróf á kaupskip, þrenn skip- stjórapróf erlendis og útgerðar- tæknipróf úr Tækniskóla Íslands, var vistaður á annan áratug svo langt niðri í launaskalanum, vegna menntunarleysis sagði skrifstofu- stjórinn, og forstjórinn sem er „barnakennari“ var honum sam- mála. Fyrir rest var hann kominn í 102.000 kr. mánaðarlaun, eftir 12 ára starf. Vinnudagurinn var megnið af tímanum 12 stundir á dag, og síðar 10 stundir. Undirrit- uðum var ýtt úr starfi til að sendi- bílstjóri, með unglingapróf, gæti haldið stöðu, en undirritaður hafði gegnt báðum stöðunum einn um 8 ára tímabil. Sendibílstjórinn var með fjögurra ára starfsaldur. Nú stóð ekki á því að hækka kaupið, og að sjálfsögðu fékk sendibílstjórinn í laun 139.250 kr, 13 launaflokkum hærri, en undirritaður, hvar voru nú ,,menntunarkröfurnar“? Sem áður var sagt frá. Það spillti eflaust ekki fyr- ir sendibílstjóranum, að hann er giftur konu sem er einn af æðstu yfirmönnum viðkom- andi stofnunar, og stórum menntaðri, hafandi gagnfræða- próf. Undirritaður var ekki einn um að fá reisupassa hjá því „pólitíska kvígildi“ sem þar ræður ríkj- um. Ég nota þetta sama orð og sá mæti ritstjóri Jónas Krist- jánsson notar um við- komandi herramann. Yfir 30 eldri starfsmenn, margir með áratuga starfsaldur, lutu sömu örlögum, og margir áttu örfá ár eftir í starfslok. Tugmilljónum var varið í starfs- lokasamninga. Ekkert þarf að spara þar, að því er virðist. Nú spyr einhver hvort undirrit- aður, sé ekki kominn út fyrir efnið? Nei, öðru nær, sjómenn hafa árum og áratugum saman verið fjarri öll- um störfum í landi og þar af leið- andi hafa þeir ekki þau tengsl, sem landmenn hafa, í allar áttir og vernda þá margfalt gagnvart upp- sögnum og/ eða breytingum í starfi. Nú spyr einhver hvort við- komandi starfsmannasamtök eigi ekki málsvara á þingi. Jú, víst eiga þau það, en hann gerði ekki neitt þrátt fyrir að honum hafi verið gerð grein fyrir ástandinu hjá við- komandi ríkisstofnun. Aftur á móti hafði hann stórar áhyggjur af starfsmönnum Samvinnuferða- Landsýnar, og er það vel. Fram- kvæmdastjórinn, Jens Andrésson, á allan heiður skilið, því hann veitti öllum sem til hans leituðu alla þá aðstoð sem hann gat, en það leit- uðu bara alltof fáir til þess heið- ursmanns. Aldrinum má þar um að kenna. Sjómenn ættu að hafa það í huga, að til að vera gjaldgengir á vinnumarkaðnum mega þeir helst ekki vera meira en rúmlega þrítug- ir að aldri. Þannig hafa tímarnir breyst. Þá vaknar sú spurning, hve mörg verða starfsárin til sjós, að skólanum loknum? Innan við tíu ár. Þetta ættu menn að íhuga vel, er þeir hugsa til framtíðarstarfs. Danskir stýrmenn eru svo á vin- sælir vinnumarkaðnum í landi að starfstími þeirra er einungis 5–6 ár til sjós. Hér heima er undantekning ef þeir komast í almennilegt starf, nema vélstjórar þeir eiga víða inn- angengt í góð störf. Stundum detta mér í hug „stéttleysingjarnir“ ind- versku. Mest hef ég séð til félaga minna sem stöðumælavarða, hjá Sorpu, eða sem næturverðir, horf- andi út í nóttina eins og þeir gerðu í áratugi. Nú eru þeir ekki lengur gjaldgengir í störf, er þeir gegndu um langt árabil, sem þingverðir, þeir hafa ekki nóga menntun. Það hlýtur að vera þungur biti fyrir Karl M. Kristjánsson og Ólöfu, að sjá þá ganga inn sem þingmenn, og auk þess eru víst einn eða fleiri gagnfræðingar, og iðnaðarmenn þingmenn. Já, jafnvel sá er síst skyldi „Sjómannaskólinn“ tekur þá ekki lengur í vinnu. Guðjón Ár- mann sýnir þarna hug sinn í verki til þeirra sjómanna er sóttu um starf, ekki meira um það. Þó hefur hann sýnt undantekningu, og hefur mann í vinnu er lengst hefur kom- ist í frægð í „aukabúgreininni“ sem svo er nefnd meðal íslenskra far- manna, og farmurinn á þriðja tug tonna. Þeir aukvisar er sóttu um störf höfðu enga slíka frægð fram að leggja með umsóknum sínum. Ég lýk hér með þessari grein minni og vona ég að hún verði ungum mönnum og konum til aðstoðar, þá viðkomandi velja sér starf til fram- tíðar. Síst af öllu ber ég neinn kala til Sjómannaskólans, er ég lauk ár- ið 1964. Þrátt fyrir þær hremm- ingar er ég hef þurft að ganga í gegnum atvinnulega eftir að ég kom í land, og lýst er hér í þessari grein, hefur mörgum félögum mín- um gengið verr, því miður. Hvar eru 375 nemend- ur, Guðjón Ármann? Sigurbjörn Guðmundsson Stýrimenn Mest hef ég séð til félaga minna, segir Sig- urbjörn Guðmundsson, sem stöðumælavarða, hjá Sorpu, eða sem næt- urverðir, horfandi út í nóttina eins og þeir gerðu í áratugi. Höfundur er landmaður. HEILSUVERND á vinnustað er forvarnar- starf sem miðar að því að koma í veg fyrir hvers kyns álagsein- kenni vegna rangrar líkamsbeitingar við vinnu. Forvarnarstarf er þríþætt. Fyrsta stig er að koma í veg fyrir álagseinkenni, annað stig er að koma í veg fyrir að áunnin álags- einkenni ágerist og þriðja stig er að hindra að álagseinkenni leiði til heilsutjóns og jafn- vel örorku. Unnið er að fyrsta og annars stigs forvörnum innan vinnustaðarins en þriðja stigs forvarnir fara að mestu fram innan heilbrigðiskerfisins, m.a. í formi meðferðar. Andlegir og líkamlegir þættir Í vinnuumhverfinu er að mörgu að huga, bæði andlegum og líkamlegum þáttum. Andlegir þættir, t.d. sam- skipti, álag og streita, geta í sumum tilfellum skipt meira máli en líkam- legir þættir eins og vinnuaðstaða, lýsing og loftræsting. Í öðrum tilfell- um er vinnuandinn til fyrirmyndar en augljóst að vinnuaðstaðan veldur líkamlegri spennu og vanlíðan. Þannig getur oft reynst erfitt að greina hvaðan gott kemur og hvað það er sem veldur spennu- og álags- einkennum. Þar að auki er það þekkt að andleg líðan hefur áhrif á líkamlega líðan og öfugt. Álagseinkenni valda viðkom- andi oft hugarangri og vangaveltum um það hvort hann geti áfram sinnt starfi sínu. Þau valda líka oft erfið- leikum utan vinnutíma, t.d. við fram- kvæmd heimilisstarfa eða í tómstundum. Hlutverk ráðgjafa Til að tryggja ákjós- anlegt starfsumhverfi gerir ráðgjafi í heilsu- og vinnuvernd úttekt á vinnuaðstöðu, skráir niðurstöður og skilar skýrslu í lok úttektar. Skýrslan er síðan not- uð sem verkfæri í stefnumótun fyrirtæk- isins hvað varðar heilsu- og vinnuvernd. Þetta gerir atvinnu- rekendum og/eða yfir- mönnum kleift að fylgj- ast með áhættuþáttum í vinnu- umhverfinu og auðveldar þeim að grípa til aðgerða. Til að fá heildarmynd af aðstæðum á vinnustað er gerð úttekt hjá hverj- um starfsmanni fyrir sig. Út frá henni eru áhrif vinnuaðstöðu á and- lega og líkamlega vellíðan metin. Ráðgjafi heldur utan um niðurstöður og kortleggur þörf á úrbótum á við- komandi vinnustað og raðar úrlausn- um í forgangsröð. Sami aðili sér um að kalla til aðra fagaðila ef þörf er á. Ráðgjafinn er í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsmenn, bæði hvað varðar breytingar á vinnuum- hverfi og veitir jafnt og þétt upplýs- ingar og fræðslu um andlega og lík- amlega vellíðan á vinnustað. Uppbygging heilsuverndar Heilsuvernd miðar að því að við- halda andlegri og líkamlegri heilsu og vellíðan einstaklinga á vinnu- staðnum. Hver starfsmaður ber þó sjálfur ábyrgð á eigin heilsu og hvers kyns hvatning til heilsueflingar af hálfu fyrirtækja og stofnana, s.s. námskeið, fyrirlestrar og íþrótta- styrkur, er mikilvægur hluti af heilsuverndarstarfinu. Til þess að árangur náist í upp- byggingu á heilsuvernd innan vinnu- staðarins er nauðsynlegt að stjórn- endur og starfsmenn séu samhuga. Úttekt á vinnuumhverfinu og mat á því hvernig núverandi heilsuvernd- arstarfi er háttað í fyrirtækinu er grundvöllur þess að sett séu raun- hæf markmið við uppbyggingu þess. Hvernig er hægt að ná þeim mark- miðum sem sett eru? Með reglulegri eftirfylgni ráðgjafa er hægt að meta og mæla árangurinn af heilsuvernd- arstarfinu. Þar er farið yfir hvað hef- ur verið gert og hvert næsta skref framfara er. Hafa ber í huga að læknisskoðanir trúnaðarlæknis, vigtun eða fitumælingar, einar og sér og án markmiða, eru aðeins hluti af forvarnarstarfi. Heilsufarsskoð- anir geta verið hluti af heilsuvernd og eiga að taka mið af áhættuþáttum í umhverfinu. Fræðsla, ráðgjöf og námskeið fyrir starfsmenn og stjórnendur skapa forsendur fyrir ábyrgð á eigin heilsu. Ávinningur atvinnurekenda er fólginn í auknum afköstum starfs- manna og fækkun veikindadaga og fjarveru vegna meðferðar í vinnu- tíma. Með aukinni almennri vellíðan á vinnustað er ávinningurinn fólginn í tvíefldu starfsliði sem sér hag sinn í því að skapa sér og fyrirtækinu fleiri sóknarfæri. Heilsuvernd – hvað er það? Björg Þórðardóttir Forvarnir Heilsuvernd miðar að því, segir Björg Þórðardóttir, að við- halda andlegri og lík- amlegri heilsu og vellíð- an einstaklinga á vinnustaðnum. Höfundur er iðjuþjálfi. „ÞAÐ kvað vera fal- legt í Kína, keisarans hallir skína“. Svo orti Tómas, og bætti við: að ekkert væri fegra vorkvöldi í vestur- bænum. Utanríkis- ráðuneytinu hefur ef- laust þótt fallegt í Kína, og í samræmi við það reist sendiráð þar. En fallegast hlýt- ur því að þykja í Jap- an. Þar rís nú íslenskt sendiráð, sem skal kosta 800 milljónir króna. Árlegur rekst- ur 100 milljónir. Fyrr- verandi forstjóri Flugleiða, Sigurð- ur Helgason, óskaði eftir viðskiptalegum rökstuðningi utan- ríkisráðuneytisins vegna þessarar framkvæmdar. Hann bíður enn svars. Framkvæmdin virðist því byggð á ímynduðum forsendum, en ekki þeirri staðreynd, að japanskt efnahagslíf stefnir til kreppu. Slík- ar ímyndanir nefna Bandaríkja- menn gjarnan „make believe“, það er að viðkomandi skapi sér gervi- sannleika. Reyndar eru Banda- ríkjamenn aðilar að slíkum gervi- heimi með lokun flugbrautar 07/25 í Keflavík. Þar urðu utanríkisráðu- neyti ríkjanna sammála um millj- óna króna sparnað, sumir segja þrjár milljónir, á hverju ári við lok- un þeirrar flugbrautar. Þetta ein- stæða flugbann hefur nú staðið í sex ár, og sjöundi vetur þess er senn liðinn. Þó er flugbrautin í fyrsta flokks ástandi, og þarfnast einskis viðhalds. Hún er að- eins máluð krossum, og í því felst sparn- aðurinn. Hið nýjasta úr hin- um ímyndaða heimi snýr að flugstjórnar- miðstöðvum austan- hafs. Flugleiðum hf. hafa frá sl. hausti boð- ist lægri yfirflugs- gjöld, ef þeir skrái B-757-flugvélar sínar undir 100 tonna þyngd í farþegaflugi til og frá Evrópu. Eftir sem áður mega Flugleiðir nota 113 tonna hámark til og frá Bandaríkj- unum. Flugleiðir hafa tekið þessu boði, enda fylgir því töluverður sparnaður. En kostnaður flug- stjórnarmiðstöðva við yfirflug B-757 er væntanlega sá sami, hvort sem hún lyftir sér til flugs 106 tonn eða 99. Fyrir viðkomandi mun þetta skapa vandamál, og auka þeim áhyggjur, sérstaklega varð- andi heimflug frá Evrópu, til Keflavíkurflugvallar, sem var byggður sem „all weather airport“, þ.e. fyrir öll veðurskilyrði, en hefur verið skertur um tvær flugbrautir, braut 16/34, með staðsetningu flug- stöðvar við enda þeirrar 1.100 m brautar, ásamt lokun brautar 07/ 25, með krossum. Á þennan skerta flugvöll munu flugmenn Flugleiða fljúga eftirleið- is á e.k. vængstýfðum flugvélum, með eldsneyti, sem miðast að mestu leyti við lágmarkskröfu fyrir varaflugvöll innanlands, sérstak- lega hvað varðar hinar lengstu flugleiðir. Glasgowflugvöllur gæti ekki nýst slíkum flugvélum sem varaflugvöllur, en hins vegar er hægt að millilenda þar, og hafa þaðan nægt eldsneyti til baka. En þessir valkostir, sem flug- menn Flugleiða munu búa við eft- irleiðis, eru engin sýndar-veröld, heldur alvöru-heimur. Ameríkanar myndu nefna slíkt „the real thing“. Flugmenn Flugleiða vita vel hvað slíkt þýðir í reynd. Veruleiki og óskhyggja Ámundi H. Ólafsson Höfundur er fyrrverandi flugstjóri. Flug Eftirleiðis munu flug- menn Flugleiða fljúga á vængstýfðum flug- vélum, segir Ámundi H. Ólafsson, sem miðast að mestu leyti við lág- markskröfur fyrir vara- flugvöll innanlands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.