Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 41 Apotheker SCHELLER N A T U R K O S M E T I K LOK samræmdu prófanna ættu að vera tilhlökkunarefni og eru það fyrir marga. Einn skuggi hefur þó hvílt yf- ir þessum degi í allmörg ár. Þessi skuggi er sá að nokkur hópur unglinga þekkir enn ekki skemmtilegri leið til að fagna áfanganum en þá að neyta áfengis eða annarra vímuefna. Fyrir suma þeirra eru þetta fyrstu kynnin af vímuefnum. Enginn getur verið viss um hvert þau fyrstu kynni leiða hann eða hana. Það hefur margsinnis verið sýnt fram á að ákveðinn fjöldi fólks getur ekki stýrt neyslu sinni, sama hversu góðir og gegnir viðkomandi einstak- lingar eru að öðru leyti. Það er vissu- lega harðneskjulegt en engu að síður rétt að „smáfyllirí“ eftir samræmdu prófin getur orðið til þess að ungling- ur missi tökin á lífinu. Það er auðvit- að alvarlegt mál fyrir alla að missa tökin, en þó alvarlegast fyrir allra yngstu aldurshópana. Þeir sem lenda í því eiga á hættu að missa af árunum sem alla jafna eru notuð til að búa sig undir framtíðina, finna sér farveg í tilverunni, njóta lífsins með jafnöldr- unum, læra bæði í skóla og utan hans og mótast sem einstaklingar. Sé þessum árum sóað í rugl tekur mörg ár að vinna upp það sem tapast hefur. Hvað er til ráða? Gripið hefur verið til margra ráða til að vinna gegn þessari þróun, til að mynda að fara með unglinga í óvissu- ferðir á vegum foreldrafélaga og bjóða upp á ýmsa góða valkosti. Þessar leiðir gagnast mörgum en ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þær henta ekki öllum. Það eru hvorki allir ung- lingar né allar fjöl- skyldur steyptar í sama mót. Spurningin er hvort eitthvað sé til sem gagnast flestum eða öllum? Ef til vill er það ekki nema eitt og aðeins eitt: Að kunna að segja nei við hvers kyns áfengis- og vímu- efnaneyslu unglinga; að sætta sig ekki undir nokkrum kringum- stæðum við hana. Fyrir marga unglinga er nóg að fá skýr skilaboð um að foreldrar þeirra vilji ekki að þeir neyti áfengis. Þá hætta þeir við og fækkar í hópn- um sem áhættu tekur. Þeir sem engu að síður ætla að óhlýðnast þurfa líka að fá þau skýru skilaboð að það verði í óþökk foreldranna – eftir nokkurt þóf munu ef til vill sumir þeirra gef- ast upp. Einhverjir munu þrátt fyrir það reyna að brjóta bannið og einnig þeir þurfa að skilja að þeir hafa eng- an sigur unnið ef til þess kemur, þvert á móti, að þeir hafa gert mis- tök. Neysla áfengis og annarra vímu- efna er ekkert frekar viðunandi eftir að bannið er brotið. Það er ekki til umræðu að gefast upp. Þýðir eitthvað að streitast á móti? Það viðhorf heyrist stundum að ekkert þýði að streitast á móti ef unglingar ætli sér að drekka áfengi. Flestir þekkja þó án efa dæmi um að ákveðin neitun foreldra hefur dugað til að stöðva unglinga í því að fara að drekka. Kannski kostar það fýluköst en þau hljóta að vera skárri kostur en að sætta sig við drykkju barna sinna. Fýluköstin eru áreiðanlega færri þegar upp er staðið en fólk heldur. Ef foreldrar ræða um það sín á milli að harðneita að sætta sig við áfengisneyslu unglinga er auðveld- ara að standast þrýstinginn. For- eldrafélög eru ágætur vettvangur slíks samráðs og einnig er rétt að benda foreldrum á að þeir geta hve- nær sem er haft samband við For- eldrahúsið við Vonarstræti 4B eða hringt þangað í síma: 5116160. Þang- að er hægt að hringja hvort sem í óefni er komið eða ekki og fólkið sem þar starfar gerþekkir öll þau rök sem unglingar sem ætla sér að drekka nota. Það þekkir líka svörin sem hægt er að nota á móti. Ef þörf er á aðstoð á kvöldin, nóttunni eða um helgar er Foreldrasími Vímulausrar æsku opinn allan sólarhringinn en hann er 5811799. Það á enginn að þurfa að vera einn og óstuddur í þeirri glímu sem það getur verið að vera foreldri unglings. Sérstaklega ekki ef í hlut á unglingur sem heldur að hann viti hvað hann vill – og vill eitthvað sem er vont fyrir hann. Samræmd próf – samræmt nei Anna Ólafsdóttir Björnsson Vímuefni „Smáfyllirí“ eftir sam- ræmdu prófin getur orðið til þess, segir Anna Ólafsdóttir Björnsson, að unglingur missi tökin á lífinu. Höfundur er formaður Vímulausrar æsku. ÉG HEF heyrt um fólk sem hefur tekið að sér að styrkja eða ætt- leiða; barn/börn sem eru í neyð og alltaf ver- ið sjálf á leiðinni að gera það sama en ein- hvern veginn aldrei komið því í verk eins og svo mörgu öðru. Svo var það eitt kvöldið að fjarstýring sjónvarps- ins rambar á Ómega og þetta kvöld var einmitt í gangi fjársöfnun, átak á vegum ABC-hjálpar- starfs, og verð ég að segja að ég varð heilluð af því sem ég sá þar. Í þetta sinn stóð yfir átakið „Börn hjálpa Börn- um“ og er það í þriðja sinn sem börn á Íslandi hjálpa börnum í neyð og með frábærum árangri en þau hafa safnað milli 2-3 milljóna kr. í hvert sinn. Á Ómega þetta kvöld var sýnt myndband af íslensku barnaþorpi á Indlandi sem börnin voru að safna fyrir. ABC er samkirkjulegt hjálp- arstarf og hefur byggt upp þetta barnaþorp frá grunni með fjáröflun og íslenskum stuðningsforeldrum barnanna en uppbygging þess hófst fyrir um 8 árum. Það snart mig verulega að sjá hvað þarna hefur verið unnið mikið og óeigingjarnt starf, bæði af indverskum og ís- lenskum aðilum, en ABC-hjálpar- starfið er allt unnið í sjálfboðavinnu. Á heimili „Litlu ljósanna“, en það er nafnið á heimilinu, eru um 1500 börn á ýmsum aldri í dag og er virkilega ánægjulegt að sjá hversu góður aðbúnaðurinn er og allt snyrtilegt og hvað þessum munað- arlausu og annars heimilislausu börnum virðist líða vel. Þau eru um- vafin kærleika, fá kristilegt uppeldi, eru vel öguð og þakklát. Þarna fer engin fjárupphæð í milliliði heldur beint til að fæða, klæða, mennta og í að veita þessum börnum umönnun. Við vitum að ástandið á götu- börnum á Indlandi er mjög dapurlegt, mörg þurfa að draga fram lífið með betli, þræla- vinnu og smáglæpum og er því stórkoslegt að geta tekið að sér munaðarleysingja á þennan hátt sem ann- ars eiga enga von um bjarta framtíð. Flest störf á heim- ilinu eru unnin af sjálfboðaliðum en þar starfa yfir 100 manns, kennarar, hjúkrunarfólk, kokkar, klæðskerar, hárskerar, raf- virkjar og aðrir umsjónarmenn. Af þessum 1500 börnum eru 610 í barnaskóla 865 í unglingaskóla og 25 eru kominn í menntaskóla, lögð er áhersla á að börnunum séu búnar aðstæður til að geta gengið mennta- veginn en menntunin skapar þeim framtíð sem þau þurfa ekki að kvíða. Draumurinn er einnig að gera þennan stuðning við munaðar- leysingjana að keðjuverkandi sam- starfi. Þegar þau eru orðin stór og búin að læra á heimilinu í skóla og á lífið, þá hjálpi þau næstu börnum. Og þetta virðist allt á góðri leið. Uppbyggingin hefur verið hröð á heimili „Litlu ljósanna“ og landrým- ið sem keypt var er stórt (Litla- Ísland) og þar hafa verið reistar margar veglegar byggingar. Eitt húsanna er t.d. 800 m² og það stendur til að reisa fleiri og kaupa stærri landskika. Börnin hafa öll nýlega fengið dýnur til að liggja á (í stað strámottna áður), kodda og ábreiðu, fína skólabúninga, skóla- vörur og annað. Mér skilst að draumurinn sé að kaupa kojur. Samuel Motupalli, forstöðumaður heimilisins, neitar aldrei neinu barni um inngöngu á heimilið og þar sem enn vantar stuðningsaðila fyrir um 100 börn er ekki hægt að kaupa koj- ur enn þá. ABC-hjálparstarfið er umsvifa- mikið hjálparstarf og á vegum þess hefur einnig verið reist heimili fyrir yfirgefin kornabörn í Orissa á Ind- landi. Einnig eru þau með viðamikið hjálparstarf í Kambódíu, Filippseyj- um Bangladesh og Uganda. Þar sem lykillinn að okkar eigin hamingju er að stuðla að því að gera aðra hamingjusama hvet ég þig, les- andi minn góður, til að leggja þessu máli einhvern liðsstyrk. Sá sem styrkir barn (en það kost- ar frá 700 – 2300 kr /mán.) fær senda mynd af barninu ásamt al- mennum upplýsingum um það, hagi þess og aðstæður og seinna meir um námsárangur og þroska þess. Ennig er möguleiki á bréfaskriftum þannig að persónuleg tengsl mynd- ist. Sjálfboðaliðar eru einn dýrmæt- asti fjársjóður ABC-hjálparstarfs, því að án þeirra væri starfið ekki til og veit ég fyrir víst að öll aðstoð við þau í Sigtúni 3 yrði vel þegin. Þess má til gamans geta að Sameinuðu þjóðirnar hafa valið að kalla árið 2001 ár sjálfboðaliðans. Síminn hjá ABC- hjálparstarfinu er 561-6117. „Litlu ljósin“ og ABC Birna Smith Hjálparstarf Börn á Indlandi hafa eignast nýja von og framtíðarsýn, segir Birna Smith, vegna ABC-hjálparstarfs. Höfundur hefur átt sæti í nefnd Heilsuhringsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.