Morgunblaðið - 24.04.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 24.04.2001, Síða 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í MÖRGU mæðist samkeppnisráð, sbr. nýtt álitamál á græn- metismarkaðnum. Í fyrra felldi það þann úrskurð, sem staðfest- ur var af áfrýjunar- nefnd (áfrn), að í heilsugæslunni ríkti tvenns konar markað- ur, og væri annar al- gerlega frábrugðinn hinum. Þannig hlyti lungnabólga, sem sér- fræðingur í lungna- lækningum meðhöndl- aði, að vera allt annars konar lungna- bólga en sú, sem sérfræðingur í heimilislækningum glímdi við, enda mun dýrari í meðferð og því vænt- anlega miklu fínni. Því væri ekkert að því að meina þeim síðarnefnda að eiga kost á samskonar verktaka- samningi við Tryggingastofnun rík- isins til jafns við hinn. Hann sé „á öðrum markaði“. Vitnað er í al- mannatrygginga- og heilbrigðis- þjónustulög, sem gera ráð fyrir grunnheilsugæsluþjónustu, er heimilislæknar veiti, og sérfræði- þjónustu, sem sérhæfðir læknar á þrengri lækningasviðum sæju um. Sérgreinalæknar beinlínis skuld- bindi sig í samningum til að keppa ekki við heimilislækna (!). Hvernig skyldi vera hægt að ákveða, að eyrnabólga, sem eyrnalæknir fæst við, sé ekki á „markaði“ grunn- heilsugæslunnar? Um slík höfuð- atriði málsins um jafnræði í starfi allra sérfræðinga læknisfræðinnar kýs samkeppnisráð að álykta, að „ekki (sé) efni til að fjalla um hér“. Vitaskuld eru aðrir sérfræðingar en heimilislæknar í bullandi grunn- heilsugæslustarfi. Það vita allir, líka áfrn. Hún vill bara „ekki fjalla um það hér“. Þeir geta hver sem vill og nán- ast hvenær sem er opnað sínar gáttir og farið að praktísera, en fjölda heimilislækna er haldið niðri og þeim þannig gert ókleift að anna þjónustuþörfinni í frumheilsugæslunni. Meginhugmyndinni um skiptingu grunn- og sérgreindari þjón- ustu hefur því fyrir löngu verið varpað fyrir róða af heilbrigð- isyfirvöldum. Til þess að hún geti staðist og leitt til þeirrar hag- kvæmni, sem m.a. áfrn. telur að af hljótist, þarf vitaskuld ákveðna stýringu. Fyrir gífurlegan þrýsting sérgreinalækna (sem skv. ofan- greindu hafa lofað að keppa ekki við heimilislækna) var slík stýring látin sigla sinn sjó með afnámi til- vísana eftir mikinn bægslagang sællar minningar. Yfirvöld létu beygja sig, vitnuðu í mannréttindi og kváðust ekki geta tekið af fólki það frelsi að velja sérfræðing að eigin geðþótta á heilbrigðismark- aðnum. Um þetta læst áfrn. ekkert vita og vitnar mikið í tilvísana- reglur. Sagt var einnig, að stýra ætti íbúum til grunnheilsugæslu með verðlagningu. Í veruleikanum er verðmunur svo lítill, sérstaklega í ljósi skjótfengins afsláttarréttar, að hann skiptir engu máli. Þegar Barnalæknaþjónustan tók til starfa var farið að niðurgreiða þá þjón- ustu sérstaklega til að gera hana samkeppnisfæra við Læknavakt- ina, sem heilsugæslan stendur að, útmá alveg verðmuninn og greiða aukalega úr tryggingakerfinu t.d fyrir hverja meðferð á berkjubólgu jafngildi tveggja heilla viðtala á Læknavaktinni, þar sem fengist er við að lækna sams konar kvilla. Mismunandi markaður?! Samkeppnisráð eða áfrn voru ekki beðin að breyta lögum. Hins vegar var spurt hvort lög og ekki síst framkvæmd þeirra bryti í bága við góða samkeppnishætti. Það ætti að vera unnt að ætlast til, að ekki sé horft framhjá því „álitaefni hvort þjónusta sérfræðinga á hin- um ýmsu sérsviðum læknisfræð- innar skarist við þá almennu lækn- isþjónustu, sem sérfræðingar í heimilislækningum veita“, sem er hinn sanni raunveruleiki, í stað þess að rýna inn í einhvern sýnd- arveruleika, sem stjórnvöld sjálf hafa ekki hirt um. Ekkert mælir gegn því að heimilislæknar geti komið upp heilsugæslustarfi á eigin spýtur ef þeir fengju jafnan kjara- kost á borð við aðra sérfræðinga, sem nú eru að stofna til heilla skurðdeilda og þjónustumiðstöðva skv. gildandi verktakasamningum. Enn eru margir sjálfstætt starf- andi heimilislæknar, sem einhvern veginn voru mjög léttvægir fundnir af samkeppnisráði. Sjálfur telst ég til þess hóps og stofnaði með nokkrum kollegum fyrir margt löngu til reksturs heilsugæslu- stöðvar, þar sem steypt var saman samningsbundnum greiðslum til sjálfstætt starfandi lækna og kom- ið upp samstarfi við þáverandi borgaryfirvöld um kostun á heilsu- verndarþætti heilsugæslustarfsins. Sú stöð er nú rekin á sérstökum verktakasamningi. Við byggðum 5–6 lækna húsnæði (Lágmúla 4). Þá stöð langaði ríkið endilega að kaupa. Við leyfðum það. Fékk það hana fyrir um 60% af því, sem það greiddi svo fyrir næstu stöð sem það sjálft byggði. Félag íslenskra heimilislækna samdi fyrir nær tveimur áratugum, langfyrst allra sérgreinafélaga, ít- arlegan gæðastaðal um heilsu- gæslustarf og hefur fullt bolmagn til að standa vörð um þjónustugæði ásamt heilbrigðisyfirvöldum og miðlægum samstarfsstofnunum sem lagt gætu lið varðandi gæðaþróun og innra eftirlit. Ég veit ekki til þess að nokkurt annað sérgreinafélag hafi gert sér svo ít- arlegar starfskröfur, og er þeim þó greiðari leiðin á „markaðinn“. Það hefur gefist mjög illa að halda heilsugæslunni í helsi mann- fæðar, kjarakramar og miðstýrðs leiða. Margir af mætustu heimilis- læknum hafa ekki nennt þessu lengur og eru farnir. Heilsugæslan er við núverandi aðstæður ekki í stakk búin til að veita þá grunn- þjónustu, sem af henni er vænst jafnvel í þeim lögum sem áfrn vík- ur að og gerir að hluta röksemda sinna. Yfirvöld hafa fyrir löngu yf- irgefið tilgang þeirra og virðast varla skilja hann. Manneklan í grunnheilsugæsluþjónustunni veld- ur því, að enn fleiri leita til annarra sérfræðinga vegna slíkrar þjón- ustu, og er þá næsta broslegt að tala um „annan markað“. Það er heimóttarlegt, gamaldags og umfram allt óréttlátt og líklega mannréttindabrot að gefa ekki öll- um sérfræðingum læknisfræðinnar kost á að beita sér í starfi við sam- bærileg skilyrði. Fyrst heilbrigð- isyfirvöld hafa tekið þá stefnu að láta af allri stýringu í heilsugæslu verða þau að stíga skrefið til fulls úr rökkurmóðu tvískinnungsins til hins rómaða frelsis, sem verður þá að ná til allra. Sá kostur annar er auðvitað einnig fyrir hendi, sá sem samkeppnisráð og áfrn ganga útfrá, að taka upp einhvers konar stýringu á flæði neytenda um hina flóknu ranghala heilbrigðisþjónust- unnar einsog tíðkast víðast hvar í nágrannalöndunum. Þetta eru val- kostir, sen nýr heilbrigðisráðherra stendur nú frammi fyrir. Um heilsugæslumarkaðinn Ólafur Mixa Heilsa Það hefur gefist mjög illa, segir Ólafur Mixa, að halda heilsugæslunni í helsi mannfæðar, kjarakramar og mið- stýrðs leiða. Höfundur er læknir. Í NÝAFSTAÐINNI kosningabaráttu var þó nokkuð talað um að- gengismál fatlaðra sem hafa hingað til verið í miður góðum farvegi. Vaka kynnti tillögur sínar um samráðshóp með fötluðum stúdent- um sem myndi starfa á vegum jafnréttisnefnd- ar stúdentaráðs. Hug- myndin er sú að fatlað- ir nemendur geti komið skilaboðum um hverju þurfi að breyta og bæta, til þeirra sem vinna að hagsmuna- málum stúdenta. Víða er pottur brotinn, t.d. er mikið um þröngar dyr sem erfitt er að komast í gegnum, aðgengi í tölvuverum er víð- ast hvar ábótavant, salernisaðstaða er ófullnægjandi í mörgum byggingum og svona mætti lengi telja. Vaka telur að þeir sem séu best til þess fallnir að benda á hvar þörf er á úrbótum séu einmitt stúdentar sem búa við hreyfi- hömlun og því viljum við að rödd þeirra heyrist. Röskva tók í sama streng og virtust þeir, að minnsta kosti korteri fyrir kosningar hafa áhuga á málefnum fatlaðra. Röskvu- menn töluðu um að taka upp sam- vinnu við Sjálfsbjörg til þess að bæta þessi mál. Háskóli Íslands er ríkisrekin stofn- un og því er nauðsynlegt að allir eigi aðgang að honum. Hvort sem farin verður leið Vöku eða Röskvu í þessu máli er það ljóst að víða þarf ýmislegt að bæta. Áður en stúdentaráð fer að knýja á við háskólayfirvöld um breyt- ingar þarf hinsvegar virkilega að fara ofan í saumana á starfsemi ráðsins sjálfs. Ellegar tapast allur trúverðug- leiki. Á vegum stúdentaráðs er rekin réttindaskrifstofa fyrir nemendur. Hún er til húsa í Stúdentaheimilinu, á annarri hæð. Til þess að komast þangað þarf að ganga upp langan stiga (u.þ.b. 30 tröppur) því engin lyfta er í húsinu. Það sér hver maður að fólk sem bundið er í hjólastól kemst ekki leiðar sinnar að réttinda- skrifstofu þeirri sem á að vera rekin í þágu allra stúdenta. Stúdentaráð heldur auk þess stúdentaráðsfundi. Allir nemendur skólans eiga að hafa aðgang að fundunum og hafa rétt til þess að fylgjast með því sem fer þar fram. Fundirnir eru haldnir í Garðs- búð, á Gamla Garði. Til þess að kom- ast þangað þarf að ganga upp þrönga stiga og fara í gegnum þröngar dyr. Fullyrt skal að hreyfihamlaðir komist ekki leiðar sinnar þangað. Ef fatlaðir hafa hvorki aðgang að réttindaskrif- stofu stúdenta né að stúdentaráðs- fundum hlýtur sú spurning að vakna hvort stúdentaráð sé í raun fyrir alla. Röskva hefur lengi stært sig af þeim árangri sem hún hefur náð í hagsmunabaráttu stúdenta. En ef fólk þar á bæ er svo kappsamt að bæta hag stúdenta, hvers vegna hef- urþað þá látið málefni fatlaðra stúd- enta sem vind um eyru þjóta alla þá tíð sem það hefur verið í meirihluta? Ástæðan hlýtur að vera áhugaleysi. Vaka mun taka fyrrgreint mál til um- ræðu á komandi stúdentaráðsfund- um. Er stúdentaráð fyrir alla? Jón Hákon Halldórsson Höfundar eru stúdentar í HÍ og fulltrúar Vöku í jafnréttisnefnd stúdentaráðs HÍ. HÍ Vaka telur, segja Jón Hákon Halldórsson og Unnur Svava Jóhannsdóttir, að stúd- entaráð eigi að vera fyrir alla stúdenta Háskóla Íslands. Unnur Svava Jóhannsdóttir FIMMTUDAGINN 26. apríl er enn á ný komið að þeim tíma- mótum að nemendur í 10. bekkjum grunn- skólanna ljúki sam- ræmdu prófunum. En á sama tíma vakna áhyggjur foreldra og þeirra sem vinna með börnum, hvort þessi tímamót verði áfalla- laus fyrir alla. Áhyggj- urnar stafa af því hvernig sum börn kjósa að halda upp á þessi próflok. Því stað- reyndin er að þarna byrja mörg börn að drekka áfengi. Ég sem lögreglu- maður hef þurft að horfa upp á mjög slæma lífsreynslu margra unglinga hvað þetta varðar. Þegar barn drekkur er það líklegra til að verða fórnarlamb ofbeldis, nei- kvæðrar kynlífsreynslu og afbrota. Fyrir nokkrum árum var það al- gengt að að börn væru í hópum í nágrenni skólanna, við verslunar- miðstöðvar eða í miðborginni tölu- vert ölvuð og illa til reika strax að loknu síðasta prófinu. Síðustu ár hafa stofnanir og félög í Reykjavík tekið höndum saman til að breyta þessu. Með góðri samvinnu þess- ara aðila hefur það tekist og þeir sem tóku þátt í þessu sam- starfi á síðasta ári eru ánægðir með þann ár- angur sem þá náðist. En það þýðir ekki að okkur sé óhætt að sleppa því að hafa sama viðbúnað þetta árið. Enda hafa allir þessir aðilar hist aftur og rætt um hlutverk hvers og eins til að reyna að gera þennan dag skemmtilegan og áfallalausan. Flestir skólar bjóða upp á ferðir með nemendum, í samráði við for- eldrafélögin og/eða félagsmiðstöð- ina í viðkomandi hverfi. Ég hef rætt við nemendur sem höfðu farið í ferðir með sínum skólum á síðasta ári og þeir voru mjög ánægðir, en sama var ekki að segja um þá sem heima sátu. En hvar fá börnin áfengi? Þau sem eru að ljúka samræmdum próf- um eru aðeins 15–16 ára. Í könn- unum sem hafa verið gerðar, þar sem börnin hafa meðal annars verið spurð um hvernig þau útvegi sér áfengi, segjast þau útvega sér það hjá vinum, kunningjum og í sumum tilfellum hjá foreldrum sínum. Sam- kvæmt áfengislögum má ekki selja, veita eða afhenda þeim sem er yngri en 20 ára áfengi. Sérstaklega vil ég ítreka að það er bannað sam- kvæmt þessum lögum að afhenda þeim áfengi. En sumir telja að þeir séu einungis að brjóta lög ef þeir kaupa fyrir börnin áfengi. Hvar drekka börnin áfengið? Í sumum tilfellum drekka þau utan- dyra en mjög oft í heimahúsum, í foreldralausum „partíum“. Stund- um hefur það borið við að þessi for- eldralausu „partí“ eru um miðjan dag, frá hádegi og fram eftir degi, á meðan foreldrarnir eru í vinnu. Í sumum tilfellum þar sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af slík- um samkvæmum, eftir lok sam- ræmdra prófa, höfðu foreldrar veitt leyfi fyrir því að börnin þeirra byðu heim vinum sínum til að grilla sam- an en samkvæmin endað í miklum drykkjuveislum. Annað sem vert er að hafa í huga er, að þrátt fyrir að nemendur fari í þær ferðir sem í boði eru er hætt við því að sum hver vilji „fagna“ þessum tímamótum á annan hátt síðar. Því hvet ég foreldra til að halda vöku sinni einnig næstu daga á eftir, föstudag og laugardag, það munum við einnig gera. Samkvæmt barnaverndarlögum mega börn sem eru yngri en 16 ára ekki vera úti eftir kl. 22 frá 1. sept- ember til 1. maí, en miðað er við fæðingardag barnsins. Að sjálf- sögðu ætlast ég til að foreldrar virði þessi lög sem önnur. Á þessum tímamótum vill ég segja við foreldra barna í 10. bekk: Hvetjið börnin ykkar til að sækja þær ferðir sem í boði eru hjá skól- unum, veitið börnum ykkar athygli og stuðning á þessum degi og leyfið ekki foreldralaus „partí“. Virðum landslög, kaupum ekki áfengi fyrir börn og virðum útivistartíma. Virðum landslög Anna Elísabet Ólafsdóttir Próf Samkvæmt áfengis- lögum, segir Anna Elísabet Ólafsdóttir, má ekki selja, veita eða af- henda þeim sem er yngri en 20 ára áfengi. Höfundur er rannsóknarlög- reglumaður í forvarna- og fræðslu- deild lögreglunnar í Reykjavík og starfar í samstarfshópi vegna sam- ræmdra prófa í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.