Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 45
Elsku Einar. Það er óþægileg
staða sem vinahópurinn er í, að
skrifa minningargrein um þig. Eitt-
hvað sem aldrei hvarflaði að neinu
okkar, það er svo sjálfsagt þegar við
erum ung og í blóma lífsins að við
verðum saman um ókomin ár. Við
söknum þín svo, þú varst okkur svo
mikið. Stórt skarð er höggvið í vina-
hópinn sem aldrei verður fyllt.
Hérna sitjum við í Sæbakka, hlust-
andi á Bítlana eins og við gerðum svo
oft, en eitthvað vantar. Að þú sért
hér hjá okkur.
Þú sem varst alltaf svo glaðlyndur,
kunnir ekki að reiðast. Alltaf var fjör
þar sem þú varst. Til dæmis allar
djammhelgarnar okkar saman og
sögurnar eftir þær. Þú varst oft og
iðulega miðpunkturinn í þeim sögum.
Eitt af því sem einkenndi þig var
mikil græjufíkn. Það voru ófáar
stundirnar sem þú eyddir í herberg-
inu þínu, annaðhvort einn eða með
fleirum að horfa á kvikmyndir. Það
var líka skilyrði að þegar þú fékkst
nýja mynd mátti enginn horfa á hana
nema þú í fyrsta skipti, eða eins og
þú sagðir: „Ég verð að afmeyja hana
EINAR SÆÞÓR
JÓHANNESSON
✝ Einar Sæþór Jó-hannesson fædd-
ist á Akureyri 3.
febrúar 1983. Hann
lést af slysförum á
Dalvík 14. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Dagný
Bjarkadóttir og Jó-
hannes Markússon.
Systkini Einars eru
Markús, f. 1971, og
Anna Sigríður, f.
1973.
Útför Einars fór
fram frá Dalvíkur-
kirkju 21. apríl.
einn.“ Þegar þeirri
einkaathöfn þinni var
lokið máttu allir horfa.
Og „stórmyndirnar“
mátti bara horfa á á
föstudags- eða laugar-
dagskvöldum, ekki
virkum dögum. Það var
regla, þín regla sem all-
ir virtu. Það er sárt til
þess að hugsa að stund-
irnar með þér fyrir
framan sjónvarpið
verði ekki fleiri.
Eftir að tölvan
hrundi hjá þér og þú
fékkst Napsterinn aft-
ur, þá varðst þú svo glaður, eða eins
og þú orðaðir það: „Nú er ég kominn
í gull!“
Elsku Einar, þér hefur verið ætlað
hlutverk annars staðar og við trúum
því að þegar röðin kemur að okkur,
takir þú á móti okkur með fallega
brosinu þínu. Við kveðjum þig með
miklum söknuði og þökkum fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum með þér.
Við sendum fjölskyldu Einars og
öllum aðstandendum okkar innileg-
ust samúðarkveðjur.
Brynjar, Sigurður, Heið-
veig, Dýrleif, Erlendur,
Arthur Már, Brynja og
Jón Freyr.
✝ Aldís Hafliða-dóttir fæddist í
Reykjavík 17. jan-
úar 1929. Hún and-
aðist á Landakots-
spítala á páskadag
hinn 15. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Hafliði
S Hafliðason bif-
reiðarstjóri, f. 4.
september 1904, d.
11. ágúst 1958, og
Ólöf Guðjónsdóttir
húsmóðir, f. 21 okt.
1906, d. 26. nóv.
1974. Systkini Aldís-
ar eru Aðalheiður Hafliðadóttir,
f. 28. apríl 1940, og Guðjón Haf-
liðason, f. 25. maí 1931.
Aldís giftist 1953 Karli Jó-
hannssyni lögreglufulltrúa, f. 7.
nóv. 1923, d. 16. sept 1997. For-
eldrar hans voru Jóhann Jóns-
son stórkaupmaður á Siglufirði
og Ragna Pétursdóttir gullsmið-
ur í Reykjavík.
Börn Karls og Al-
dísar eru: 1) Hafliði
A Karlsson, f. 24.
júní 1953, maki
Kristín Rúnarsdótt-
ir. Synir þeirra eru
Karl Jóhann og
Sveinn Óskar. 2)
Ragnar Karlsson, f.
1. sept 1956, maki
Karen Rögnvalds-
dóttir. Börn þeirra
eru a) Vilborg Al-
dís, maki hennar
Ingvar Hilmarsson,
barn þeirra Daníel
Þór; b) Ragna; c)Snædís. 3) Þor-
steinn Karlsson, f. 19. jan. 1960.
Aldís lauk skyldunámi og fór
eftir það á húsmæðraskóla í Sví-
þjóð. Hún vann lengst af í Út-
vegsbankanum við Bankastræti.
Útför Aldísar fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Á sólbjörtum páskadegi andaðist
æskuvinkona mín og samstarfskona
til margra ára á okkar ungu dögum,
Aldís Hafliðadóttir. Dída eins og við
kölluðum hana vann með mér í
Stjórnarráðinu á árunum 1947– 1959.
Þetta voru mótunarár okkar beggja í
starfi og leik og við giftumst og eign-
uðumst börn á sama tíma. Slíkir at-
burðir sem maður upplifir saman
setja spor sín á það sem eftir lifir æv-
innar og vinátta sem stofnað er til á
ungum dögum heldur áfram að vera
þótt ýmislegt gerist í áranna rás og
samfundum fækki í annríki daganna
eins og gengur. Dída var ákaflega
skemmtilegur og góður starfsfélagi
og vinur. Ég minnist stunda þegar við
vorum á vaktinni í gamla Stjórnar-
ráðshúsinu, hún uppi við skiptiborðið
og ég niðri á biðstofunni. Við urðum
að vera lengur en aðrir. Skiptiborðið
var opið til klukkan sex og ég varð að
vera á biðstofunni meðan einhverjir
ráðherrar voru í húsinu. Þessum tíma
sem var ekki annríkistími eyddum við
oft við að tala saman í innanhússím-
ann og jafnvel að raula dægurlög í
sinn hvorn endann – kenna hvor ann-
arri þau nýjustu. Dída söng m.a. fyrir
mig: „De sovar endnu i jorden, de
blommor som vi skal plocka en dag
skal de väkna med glädje når solvind-
ar leka og locka“. Dída hafði nefnilega
verið á húsmæðraskóla í Svíþjóð og
sagði mér margar magnaðar sögur
þaðan. Árin liðu og við eignuðumst
jafnaldra börn og hlupum saman upp
á Laufásborg að lokinni vinnu þegar
þeir dagar komu. Á árunum eftir
stríðið um það leyti sem við hófum að
vinna saman fékkst varla nokkur
skapaður hlutur í búðunum. Dída átti
samt heilmikið af fallegum fötum og
skóm því hún var skartmanneskja.
En hún var líka dugleg sölukona og
seldi oft vel meðfarin föt sín og skó
sem hún gat ekki notað og naut ég oft
góðs af því,
keypti af henni þessi fallegu föt. Við
hlógum oft að þessu síðar því hrædd
er ég um að fötin hennar hefðu ekki
passað á mig á seinni árum. Heimili
Dídu var einstaklega fallegt því hún
var bráðmyndarleg húsmóðir og með
afbrigðum myndarleg hannyrðakona.
Útsaumur og prjónaskapur lék í
höndunum á henni. Hún prjónaði
mikið á drengina sína og síðan á öll
barnabörnin sem voru henni einstak-
lega kær og skipti þá ekki máli hvort
þau voru henni tengd blóðböndum
eða komu í hennar hlut á annan hátt.
Henni þótti jafnvænt um þau öll. Ég
held að það hefðu ekki allir farið í föt-
in hennar í þessum efnum. En svona
var Dída. Hún var fyrst og fremst góð
manneskja. Við nokkrar samstarfs-
konur stofnuðum saman saumaklúbb
sem við kölluðum Stjórnarráðsklúbb-
inn. Hann hefur verið við lýði fram á
þennan dag þótt fundum hafi fækkað,
ekki síst vegna þrálátra veikinda
Dídu sem hún mátti þola á síðustu ár-
um. Það er ótrúlega gefandi að eiga
vináttu gegnum áratugi við fyrrver-
andi starfsfélaga. Þær minningar sem
við eigum með þeim eigum við ekki
með öðrum og að rifja upp allt sem
gerðist á ungu árunum er sífelld upp-
spretta gleði og umhugsunar. Af
hverju var þetta svona og hitt hinseg-
in. Í lífi okkar mannanna skiptast á
skin og skúrir – ljós og skuggar. Dída
mátti þola ýmislegt sem mörgum
hefði orðið ofviða, m.a. þegar hún
missti eiginmann sinn af slysförum.
En hún virtist bogna en ekki brotna.
Hennar gæfa voru góð börn, stjúp-
börn, tengdabörn og barnabörn sem
reyndust henni afburðavel í gegnum
þykkt og þunnt. Og nú hefur hún bor-
ist með sólvindunum yfir á Eilífðar-
landið. Hún er kvödd kærri kveðju af
okkur í Stjórnarráðsklúbbnum.
Minningin um hana mun lifa í hug
okkar og hjarta og það er björt minn-
ing. Við Erla, Stefanía María og Val-
gerður vottum sonum og stjúpbörn-
um Dídu og þeirra skylduliði innilega
samúð. Það mun létta sorg þeirra að
vita væntumþykju hennar umvefja
þau og vita að þau hlúðu að henni til
hinstu stundar.
Ásgerður Ingimarsdóttir.
Á páskadag lést í Landakotsspítala
æskuvinkona mín Aldís Hafliðadóttir
eftir langvarandi veikindi. Við kynnt-
umst fyrst þegar fjölskylda mín flutt-
ist í húsið á móti hennar fjölskyldu í
maí 1937. Hún bjó með fjölskyldu
sinni á Lindargötu 41, en við á Lind-
argötu 42. Það tókst fljótt vinátta á
milli okkar Dídu, eins og hún var allt-
af kölluð af ættingjum og vinum. Við
áttum þar yndislegar stundir saman
og það var mikill samgangur á milli
heimilanna.
Hún átti góða foreldra og mjög gott
var að koma til þeirra á þeirra mynd-
arlega heimili. Ólöf móðir Dídu var
mjög listfeng kona, og erfði Dída þá
eiginleika hennar. Dída hafði góða
kímnigáfu og sagði skemmtilega frá.
Árið 1946 fórum við fjórar stúlkur
saman á húsmæðraskóla, sem var á
vesturströnd Svíþjóðar og hét skólinn
Ljungskile.
Við Dída vorum saman í herbergi
og við vorum þar í níu mánuði og var
það yndislegur tími, sem við áttum
þar saman.
Dída var sérstaklega dugleg í sín-
um erfiðu veikindum. Fyrir rúmlega
þremur árum missti hún eiginmann
sinn af slysförum og var hún þá sjálf
orðin veik. Hún var mjög dugleg og
jákvæð og fór í sund á hverjum
morgni meðan hún hafði heilsu til.
Hún var mikil handavinnukona og
það var allt svo smekklegt sem hún
gerði.
Ég kveð þig, elsku vinkona, með
þeim orðum sem þú skrifaðir í skóla-
bók mína í Ljungskile.
Margt er það og margt er það,
sem minningarnar vekur,
en þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
Ég sendi aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi Aldísi
Hafliðadóttur.
Sigríður Sigurðardóttir.
ALDÍS
HAFLIÐADÓTTIR
betra fólk og urðu nýtir borgarar.
Já, margir eiga Samúel skuld að
launa að leiðarlokum, en einhver síð-
ustu orð hans voru hvort hann
skuldaði nokkrum neitt. Þegar hann
vissi að svo var ekki bað hann að
heilsa öllum. Það var honum líkt að
skilja þannig við.
Þegar ég hitti hann í síðasta skipti
um síðustu mánaðamót og sagði hon-
um að við sumarhúsaeigendur í landi
hans hygðum á frekari hitaveitufram-
kvæmdir þá birti yfir honum. Þar var
stuðningsmaður með engar úrtölur.
Eitt sinn er hann dvaldi á Reykja-
lundi uppgötvaði hann að nóbels-
skáldið okkar var þar. Notaði hann
tækifærið og las yfir honum ýmislegt
sem honum fannst hann eiga vantalað
við hann vegna afstöðu og umfjöllunar
um íslenskan landbúnað. „En mikið
þótti mér slæmt þegar ég áttaði mig á
því að það var alltof seint, ekkert
komst til skila,“ sagði Samúel. En nú
erum við í sömu sporum, of seint að
kankast á við höfðingjann í Djúpadal,
fá það óþvegið til baka, sjá glampann í
augunum og gamansemina krauma
undir niðri.
Í minningunni verður Samúel í
Djúpadal konungurinn í víðfeðmu ríki
sínu allt frá Reiphólsfjöllum til Gró-
ness. Ég og fjölskylda mín verðum
honum ævinlega þakklát fyrir að veita
okkur hlutdeild í ríkidæmi sínu með
skika undir sumarbústað. Og þegar
ég sé haförninn breiða út vængina og
hnita hringi milli fjallsbrúna í Reyk-
hólasveit mun ég hugsa til hans, sem
mat frelsið og dugnaðinn öðru frem-
ur.
Össur Stefánsson.
Samúel í Djúpadal, höfðingi sinnar
sveitar, var um margt óvenjulegur
maður.
Ungur keypti hann sér frelsi, háði
harða lífsbaráttu sem skilar einu
myndarlegasta býli hreppsins. Fund-
um okkar bar fyrst saman þegar und-
irrituðum var falið semja um nætur-
hólf við réttina við Múla í Kollafirði.
Samúel hafði þá sína meiningu þar á
og lá ekki á henni. Þá var það einnig
sem hann lagði mér lífsreglurnar sem
sveitarstjóra í hreppnum. Ráð hans
voru einlæg og góð og fann ég þá
hversu hjartagóður þessi harðgerði
maður var. Virðing hans gagnvart
náttúrunni sönn og einlæg. Þau höfðu
og marga hildi háð.
Mér er minnisstæð sú stund sem ég
átti með móður minni og Samúel upp
á Hjallahálsi. Við vorum að njóta nátt-
úrufegurðarinnar þar. Samúel bar að
og heilsaði. Þegar Samúel vissi að
móðir mín fæddist í Trékyllisvík og
ólst upp í Steingrímsfirði stóð ekki á
umræðuefninu, þar sagði hann okkur
m.a. frá því þegar hann ungur maður í
leitum gróf sig í fönn í Staðardal í
vonskuveðri.
Óvenjulegur sökum mannkosta
sinna. Einn þessara manna sem gerði
hlutina. Hann var fyrirmyndar bóndi.
Fé hans kom þyngst af fjalli, þrifn-
aður í fjárhúsunum hvergi meiri,
bændagistiþjónustan sem þau hjón
úbjuggu og ráku til fyrirmyndar,
heitavatnsholan og sundlaugin ein-
stök.
Óvenjulegur samanber þegar hann
lét bora eftir heita vatninu og spek-
ingarnir sögðu honum þegar þeim
þótti nógu djúpt borað að það væri
ekki til neins, hann hélt nú ekki hann
Samúel og skipaði þeim að bora dýpra
og ekki stóð á því, vatnið kom. Og ekki
vílaði hann það fyrir sér að byggja
sundlaug og reka sér og öðrum til
heilsubótar og ánægju.
Oft verður mér hugsað til þess hve
hann var um margt frábrugðinn öðr-
um í sveitinni, sbr. þegar þau hjónin
ákváðu að byggja upp gistiþjónustu,
hann var ekki að spyrja um á hvern
hátt hægt væri að fara í kringum hlut-
ina, nei hann kom og bað mig um allar
reglugerðir, hvaða leyfi þyrfti og
hverjir yrðu að koma og taka þetta
allt út. Þar var allt gert 100% . Öryggi,
hreinlæti, rúm, lín, innanstokksmunir
og allur aðbúnaður eins og best gerist.
Gæfan var með Samúel að hafa
Jenny sér við hlið sem lífsförunaut,
saman eignuðust þau myndar börn
samheldna fjölskyldu.
Samúel kenndi mér að þekkja
sveitina, hann hafði sína skoðun á því
þegar fjallskilareglugerðin var endur-
skoðuð og þótti mér miður að hafa
ekki nógsamlega gefið gaum að orð-
um hans þegar hann sagði að á þá
væri hallað sem ættu yfir mikið land
að fara með fátt fé.
Þá verða dagarnir sem við stóðum í
hestafárinu, rekstrinum á Brjáns-
lækjarhrossunum úr Múlasveit
ógleymanlegir.
Verst var Samúel að við skyldum
ekki taka strákinn, binda hann og
dýfa í ána eins og við ætluðum, svo of-
bauð okkur meðferð hans á blessuð-
um skepnunum á Gufudalsárbrúnni.
Höfðingi er fallinn frá, - síðustu ár-
in voru honum erfið, eftir stendur gott
ævistarf.
Fjölskylda mín þakkar af heilum
huga einlæga og góða vináttu. Við
vottum Jenny og börnunum samúð
okkar.
Bjarni P. Magnússon.
Okkar fyrstu kynni af Samúel hóf-
ust þegar við byggðum sumarbústað í
landi Miðhúsa í Djúpadal, þar sem
vildi svo skemmtilega til, að við völd-
um land þar sem Samúel sagðist hafa
viljað byggja sér hús sem ungur mað-
ur. Samúel hafði gaman af að segja
sögur úr fortíðinni og voru þær marg-
ar góðar.
Eftirtektarvert var hversu dugleg
þessi fjölskylda er. Að ráðast í að bora
eftir heitu vatni uppi í miðju fjalli, þó
að margir hefðu litla trú á að það tæk-
ist. En þarna var blettur sem var sí-
grænn og snjólaus, þarna skyldi bor-
að. Í kjölfarið var byggð sundlaug
sem allir njóta góðs af. Samúel átti
orðið erfitt um gang síðustu árin og
gekk við tvær hækjur. En samt varð
það ekki til að stöðva hann. Hugurinn
var meiri, en líkaminn vildi ekki alltaf
hlýða. Sem dæmi má nefna að okkar
bústaður stendur í brekku og til að
komast í heimsókn, renndi Samúel
sér bara á rassinum niður brekkuna
og fékk svo hjálp til að komast aftur
upp. Samúel hafði ákveðnar skoðanir
á bæði fólki og málefnum sem fóru
ekki leynt. Hann var hreinn og beinn
og sannur vinur vina sinna. Að lokum
viljum við þakka alla velvild í okkar
garð.
Jenný, Brynja, Leifur, Sigurdís,
Helga, Þóra og barnabörn. Við vott-
um ykkur okkar innilegustu samúð.
Megi guð styrkja ykkur.
Ása, Ingibergur, Kristín,
Guðjón, Elísabet, Jón, Val-
gerður og Kristinn.