Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 59

Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 59 DAGBÓK 60 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 24. apr- íl verður sextugur Þorkell Bjarnason, læknir, Röntgen Domus Medica. Hann og eiginkona hans, Ása Kristín Oddsdóttir, taka á móti gestum í Víkingasal Hótels Loftleiða, kl. 17.30-19.30. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu dósum að andvirði kr. 9.976 til styrktar Rauða kross Íslands. Þær heita Berglind Hermannsdóttir og Steinunn Baldursdóttir. LJÓÐABROT SVANURINN MINN SYNGUR Svanurinn minn syngur. Sólu ofar hljóma ljóðin hans og heilla helgar englasveitir. Blómin löngu liðin líf sitt aftur kalla. Fram úr freðnum gljúfrum fossar braut sér ryðja. - - - Svanurinn minn syngur sumarlangan daginn: Svífur sælli’ en áður sól um himinboga. – Ein er þó, sem unni of-heitt til að kætast; svansins löngu leiðir laugar hún í tárum. Halla Eyjólfsdóttir. MUNAWAR Ali frá Pakist- an óskar eftir pennavinum. Áhugamál hans eru lestur og tónlist. Mr. Munawar Ali, A-17, 106 Depot Lines, Karachi - 74400, Pakistan. munawar777@ hotmail.com Andrei, 23 ára rússneskur maður, óskar eftir íslensk- um pennavinum. Hann skrifar í tölvupósti. Hann hefur áhuga á Íslandi, mál- vísindum, tónlist, íþróttum o.fl. Netfang hans er: andreyme@mtu-net.ru Hicham, 27 ára gamall, frá San Diego óskar eftir pennavinum á aldrinum 21– 30 ára. Áhugamál hans eru fótbolti, lestur og ferðalög. Hicham Eighaity, 7302 Mesa, College Jr.#4, San Diego, CA. 92111, U.S.A. Pennavinir STAÐAN kom upp á heimsbikarmóti í atskák sem lauk fyrir skömmu í Cannes. Svart hafði Evg- eny Bareev (2709) gegn ungversku skákdrottning- unni Judit Polgar (2679). Rússinn nýtti sér til hins ýtrasta veikbyggða kóng- stöðu hvíts og tryggði sér þar með sæti í úrslitum þar sem hann mætti sjálfum Kasparov.. 20...Rxb2! 21.Rxb5 Útilokað var fyrir hvítan að þiggja fórnina þar sem eft- ir 21.Kxb2 Dc3+ eru honum allar bjargir bannaðar. 21...Hab8! 22.Kc1 Ekki gat hvítur þegið drottningar- fórnina sökum 22... Rd3+ og svartur mátar. Í framhaldinu er staða hvíts ekki öfundsverð: 22...De5 23.f4 Dc5 24.Df3 Rc4 25.Bxc4 Dxc4 26.Rd6 Dxa2 27.Kd1 Db1+ 28.Ke2 Dxh1 og hvítur gafst upp. Skákin tefldist í heild sinni: 1.e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Rf6 4.Bg5 dxe4 5.Rxe4 Be7 6.Bxf6 Bxf6 7.Rf3 Rd7 8.De2 O-O 9.O-O-O b6 10.h4 Bb7 11.h5 c5 12.h6 g6 13.dxc5 Bxe4 14.Dxe4 Rxc5 15.Db4 Dc7 16.Be2 b5 17.Kb1 a5 18.Dg4 Ra4 19.Rd4 Hfc8 20.Hd2 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 70 ÁRA afmæli. Nk.föstudag 27. apríl verður sjötugur Óli H. Óla- son, sjómaður frá Grímsey. Hann og kona hans Hall- dóra Traustadóttir taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 28. apríl á Hótel KEA Akureyri frá kl.17.00 SKRÁNING Í SÍMUM 551 9160 OG 551 9170 Ofurminni-Minnistækni Lær›u minnistækni sem hjálpar flér a› muna allt sem flig langar til a› muna og skerpa um lei› athyglisgáfuna. Námskei›i› ver›ur laugardaginn 28. apríl næstkomandi frá kl. 10:00 - 16:00. Ver› a›eins 6.500,- Hringdu og skrá›u flig núna! Skráningarsími: 891 8100 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert réttlátur og ráðagóð- ur og því leitar fólk gjarnan til þín. En þú þarft að læra að segja nei. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu græðgina ekki ná tök- um á þér því oft leiðir hún menn í glötun. Reyndu held- ur að búa að þínu og þá mun þér betur farnast. Naut (20. apríl - 20. maí)  Orkan streymir út frá þér en þú þarft að læra að passa þig svo aðrir tæmi ekki allar þín- ar orkubirgðir og þú eigir ekkert eftir fyrir sjálfan þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur tekið á taugarnar að þurfa að umgangast áhugalítið fólk en stundum verður ekki hjá því komist og þá reynir á þolinmæði og þrautseigju. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það væri ekki úr vegi að slá upp smá samkvæmi fyrir vini og vandamenn og endur- gjalda þeim þannig þá mörgu greiða sem þeir hafa innt af hendi í þína þágu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú mátt ekki láta einkamálin ganga út yfir þá ábyrgð sem þú berð á vinnustað þínum. Ef nauðsyn krefur skaltu taka þér frí til að ganga frá málunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú munt eiga í byrjunarörð- ugleikum þegar þú hefst handa við stórt verkefni sem þér verður falið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Finndu einhverjar nýjar að- ferðir svo þú getir skilað þeim árangri í starfi sem af þér er vænst. Treystu á sjálfan þig því aðrir munu ekki leysa þessi mál fyrir þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Reyndu að leiða þetta allt hjá þér og öllu máli skipt- ir að þú haldir ró þinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er svo margt sem manni getur dottið í hug en á samt enga möguleika í heimi raun- veruleikans. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt miklu skipti að ná ár- angri í starfi máttu ekki gleyma starfsgleðinni. Hún er ein af undirstöðuatriðum þess að þér verði eitthvað úr verki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhverjar breytingar liggja í loftinu og þótt þér lítist ekki á allt sem þeim fylgir skaltu vera jákvæður og leggja þig fram um að þær gangi þrautalaust fyrir sig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú verður að taka málin í þín- ar hendur því annars koðna þau bara niður og ekkert verður úr því að þú fáir þá umbun sem þú átt skilið ef þú bara beitir þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Í LOK febrúar fór fram í Haag í Hollandi árlegt al- þjóðlegt bridsmót kennt við Forbo-Krommenie, sem er styrktaraðili mótsins. Þetta er sveitakeppni í tveimur flokkum – annars vegar er keppni fjölda sveita sem hafa það markmið að kom- ast í tíu liða úrslit, en hins vegar er svokallað „Nations Cup,“ þar sem fjórar þjóðir keppa innbyrðis nokkurs konar sýningarleiki. Gest- gjafarnir eru auðvitað alltaf í hópi keppenda í „Þjóðar- leikunum“, en í þetta sinn voru hinar þrjár þjóðirnar Ítalir, Bandaríkjamenn og Pólverjar. Bandaríkjamenn unnu með góðum sigri á Hollendingum í lokaumferð- inni. Þar kom þetta spil upp: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K42 ♥ Á872 ♦ 3 ♣ DG1062 Vestur Austur ♠ G6 ♠ 10953 ♥ KG5 ♥ 1094 ♦ Á754 ♦ 1094 ♣ 8743 ♣ 9 Suður ♠ ÁD87 ♥ D63 ♦ KD9 ♣ ÁK5 Vestur Norður Austur Suður Jansma Gitelman Verhees Moss -- Pass Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 6 grönd Pass Pass Pass Slemman er bersýnilega mjög vond í NS og á hinu borðinu fóru Hollendingar niður á sex laufum. En Moss tókst að vinna sex grönd eft- ir hagstætt útspil Jansma í byrjun – en hann kom út með hjarta frá KGx. Moss átti fyrsta slaginn á drottninguna og sá nú ellefu slagi og tólf í hagstæðri spaðalegu. Hann fór inn á blindan á spaðakóng og spil- aði tígli á kónginn. Jansma drap strax (enda staðan óljós) og spilaði hjartakóng. Moss tók með ás, fór heim á lauf og spilaði tíguldrott- tningu. Síðan rúllaði hann niður öllum laufunum og þvingaði austur í lokastöð- unni með fjórlitinn í spaða og hæsta tígul. Neyðarlegt spil fyrir Hollendinga og kostaði þá 17 IMPa. Í sigursveitinni með Git- elman og Moss spiluðu Weinstein og Carruthers. Ítalir urðu í öðru sæti, Hol- lendingar þriðju og Pólverj- ar fjórðu. Fjöldi áhuga- verðra spila kom upp á mótinu, og verða sum þeirra skoðuð hér í þættinum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla Hlutavelta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.