Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 62

Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nú þarftu að taka bílinn í gegn eftir veturinn. Frábærar rispuviðgerðir á bílalakki. Málum rispurnar, ekki bílinn. Sparar tíma og peninga. Bíllinn tilbúinn samdægurs. Frábær útkoma. Erum fluttir á Smiðjuveg 26, græn gata (Hjólkó) Símar 557 7200 og 567 7523 ÁÐUR en þær Ann Turner (Celia) og Jane Campion (Sweetie), vöktu verðskuldaða athygli með þessum frunmraunum sínum, leiddi Gillian Armstrong hóp hinna upprennandi, áströlsku leikstjórnarkvenna, sem getið hafa sér heimsfrægðar. Verið áberandi afl í hinni áberandi og áhrifaríku uppsveiflu þarlendra kvikmyndagerðarmanna, og gjarnan er kölluð ástralska nýbylgjan. Myndin hennar Armstrong var hin margverðlaunaða My Brilliant Car- eer (’79), sem einnig gerði heims- stjörnu úr Judy Davis. Líkt og stöllur hennar, gerir Armstrong sjálfstæð verk sem eiga sitt líf, dragast ekki í dilka með af- gerandi stimpil „kvennamynda“, þótt þær flestar fjalli um líf og stöðu kvernna í fortíð og samtíð. Ferskar og óhefðbundnar blandast þær hin- um ýmsu kvikmyndategundum, líkt og verk landa hennar í karllegg á borð við Peter Weir, Fred Schepisi og Bruce Beresford. Það sem ein- kennir og bætir myndir Armstrong eru vandaðir hefðbundnir þættir, einsog framúrskarandi kvikmynda- taka (gjarnan unnin af landa henn- arRussell Boyd); flæðandi klipping, sterkbyggðar og vel leiknar persón- ur. Þá er henni sýnt um að búningar og leikmunir séu óaðfinnanlegir og má segja að myndir Armstrong standist allar helstu gæðakröfur vönduðustu Hollywoodmynda. Gillian Armstrong er Melbourne- búi, fædd 18 desember 1950. Nam leikhúsfræði við Swinburne skóla, áður en hún settist í Kvikmynda- og sjónvarpsskóla Ástralíu; fyrst í heimaborginni, síðar í Sydney. Með- fram vann hún fyrir skólagjöldum sem gengilbeina. Að loknu námi starfaði Armstrong við hina ólíkustu þætti í ástralska kvikmyndaiðnaðin- um; klippari, aðstoðarhönnuður, list- rænn stjórnandi og leikstýrði nokkr- um stuttmyndum. Þeirra kunnust er The Singer and the Dancer (’77), sem vann til verðlauna sem sú besta leikna það árið á kvikmyndahátíðinni í Sydney. Hún var undanfari My Brilliant Career (’79), fyrstu myndar Armstrong í fullri lengd. Í henni fléttar Armstrong saman nútíma- hyggindum í samskiptum karls og konu, við þá glansmyndarlegu róm- antík 19. aldar, sem er kjarni bók- arinnar sem byggt er á. Ein besta mynd nýbylgjunnar að flestra dómi og vann til fjölda viðurkenninga, m.a. sjö AFI- verðlauna (Australian Film Industry), þ.á m. fyrir besta leikstjórn og kjörin besta mynd ársins. Sama afrek vann hún hjá samtökum breskra gagnrýn- enda. Þessar dæmafáu viðtökur byrjenda, reyndust Armstrong nægt veganesti. My Brilliant Career opnaði henni allar dyr. Eftir að hafa lokið við Star- struck (’82), meðalmynd um tónlistarfólk, var stefnan tekin á Bandaríkin, að hætti fjölda landa hennar og kollega. Þar lauk Armstrong næsta verki, sem var hin mislukkaða Mrs Soffel (’84), með Hollywoodstjörnunni Diane Keaton og Ástralanum Mel Gibson í aðalhlutverkum. Hún lék eiginkonu fangavarðar, hann einn fanganna. Þetta hneykslanlega efni hvatti þó ekki áhorf á myndina, sem var fálega tekið af almenning þótt hún fengi heldur jákvæða dóma. Armstrong hefur jafnan verið áhugasöm um tónlist og næst tók hún sér fyrir hendur að leikstýra Hard to Handle: Bob Dylan With Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson GILLIAN ARMSTRONG Óskar og Lúcinda: Armstrong fyrir miðju ásamt Ralph Fiennes og ungum meðleikara hans. Little Women skartaði stórleikkonum á borð við Winonu Ryder og Susan Sarandon. Sam Neill og Judy Davis í My Brilliant Career. MY BRILLIANT CAREER (1979) Undur vel leikstýrð, skrifuð og leikin mynd, sem markaði tímamót sem fyrsta stór- virki áströlsku nýbylgjunnar gert af kvenmannshöndum. Bæði Armstrong og Judy Davis urðu heimsfrægar fyrir vikið, sú síð- arnefnda fyrir ógleymanlega túlkun á hæfileikaríkri og gáfaðri stúlku sem elst upp í afkjálka í Ástralíu um aldamótin 1900. Í henni togast á löngun til að brjót- ast úr einsemdinni og gerast rit- höfundur úti í hinum stóra heimi eða falla fyrir ástum nágranna- bóndans. Hún á athvarf hjá auð- ugri ömmu sem reynir að liðsinna stúlkunni sem best útúr þeim hömlum sem þjóðfélagsstaðan setur henni. Ástarsagan er sterk en myndin er öðru fremur um feminískt sjálfstæði og sjálfri sér samkvæm, en margir sætta sig ekki við endinn. Armstrong bygg- ir myndina á sjálfsævisöglegri skáldsögu ástralska rithöfund- arins Miles Franklin. LITTLE WOMEN (1994) Aftur byggir leikstjór- inn á frægu skáldverki Louisu May Alcott, um sjálfstæðar kon- ur, á tímum sem kunnu ekki að meta slíka skörunga. Bókin kom út á sjöunda áratug 19. aldar. Að- alpersónurnar fjórar systur á Nýja-Englandi á tímum þræla- stríðsins. Faðirinn er að heiman, systurnar eru einstaklega sam- stæðar og deila vonum sínum og þrám á erfiðum tímum. Fimmta konan í heimilishaldinu er móð- irin, sem Susan Sarandon leikur eftirminnilega. Systrahópurinn er engu að síður sundurleitur, með hina sterku og óhagganlegu Jo í fararbroddi. Winona Ryder hefur aldrei verið betri en þetta höfuð fjölskyldunnar (sem Alcott mun byggja á eigin persónu). Kisten Dunst, Claire Danes og Trini Alv- arado, eru allar óaðfinnanlegar, líkt og Samantha Mathis, sem fer með hlutverk yngstu systurinnar þegar táningsárin taka við. Efnið er sem klæðskersniðið fyrir Armstrong sem skilar sinni bestu mynd utan heimahaganna. Hand- rit, leikstjórn, leikur, kvikmynda- taka, búningar og leiktjöld, sem endurskapa óaðfinnanlega tíma- bilið, allt einsog best verður á kosið. Sannkölluð klassík. OSCAR AND LUCINDA (1997) Fátt er hefðbundið við nýj- ustu mynd Armstrong. Persón- urnar stórskrýtnar, atburðarásin jafnvel enn undarlegri. Óskar (Ralph Fiennes) er sveitadreng- ur, guðfræðingur frá Oxford, sem á litla samleið með samborg- urunum. Að auki forfallinn fjár- hættuspilari, einsog Lúcinda (Cate Blanchett). Þetta dæma- lausa par kynnist um borð í skipi á leið til Ástralíu. Efnið og frá- sagnarmátinn er á þann veg að myndin nær aldrei sterkum, dramatískum tökum á áhorf- andanaum, sem upplifir hana sem súrrealíska töfrareisu um stór- brotið landslag á mörkum draums og veruleika, í félagsskap persóna á mörkum álfheima og mann- heima. Myndin er sigur fyrir Fiennes, hér leikur hann einsog sá sem valdið hefur. Blanchett mætir honum fullkomlega. Tom Petty and The Heartbreakers; heimildarmynd um þessa nafntog- uðu og vandmeðförnu tónlistar- menn. Síðan sneri hún aftur heim til Ástralíu og lauk við High Tide (’87), undarlega mynd um afdankaða söngkonu (Judy Davis), og enda- sleppt samband hennar við hljóm- sveitina og dóttur sína. Næsta stór- verkefni var The Last Days of Chez Nouis (’92), báðar þessar myndir fengu lofsamlega dóma en dræma aðsókn. Inná milli komu heimildar- myndin Bingo, Bridesmaides and Braces (’88), og Fires Within (’91), sem komu og fóru án Þess að vekja umtalsverða eftirtekt. Nú fannst Arnstrong tími til kom- inn að hressa uppá ferilinn og hélt á ný í vesturvíking. Áfangastaðurinn Hollywood, viðfangsefnið hið marg- kvikmyndaða meistaraverk Louisu May Alcott, Little Women. Menn höfðu ekki gleymt sígildri kvik- myndaútgáfu Cukors frá ’33, með Katherine Hepburne, en Armstrong tókst engu að síður snilldarvel upp. Myndin hennar jafnast fullkomlega á við hinn fræga forvera sinn og er tví- mælalaust ámóta sigur fyrir Arm- strong og My Brilliamt Career. Hlaut fjölda tilnefninga, eitthvað af verðlaunum og var ein mest sótta mynd ársins 1994. Myndin sem fylgdi sigrinum eftir, er ekki við allra hæfi, svo ekki sé meira sagt. Allir geta þó verið sam- mála um að Oscar and Lucinda (’97), er afburða vel leikin af Ralph Fienn- es og hinni, þá nánast óþekktu, Cate Blanchett. Ánægjulegt er til þess að vita að þessar hæfileikaríku konur eru ein- mitt að leiða hesta sína saman á nýj- an leik í myndinni Charlotte Gray. Fjallar um skoska konu (Blanchett), sem heldur yfir Ermasundið og legg- ur frönsku andspyrnuhreyfingunni lið í síðari heimsstyrjöldinni. Lofar óneitanlega góðu, en við verðum að bíða þess að sjá ár- angurinn um sinn, myndin verður frum- sýnd að ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.