Morgunblaðið - 24.04.2001, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 65
Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800
EINA BÍÓIÐ MEÐ
THX DIGITAL Í
ÖLLUM SÖLUM
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 3.45.
Ísl. tal. Vit nr. 194
www.sambioin.is
Tvíhöfði
Sýnd kl. 3.50.
Ísl. tal. Vit nr. 213
Trufluð tónlist - Brjálaður dans!
Tónlistin úr myndinni fæst í Japis
JULIA STILES • SEAN PATRICK THOMAS
SAVE THE LAST DANCE
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8
og 10.15. Vit nr. 216.
Sýnd kl. 5.45, 8 og
10.15. Vit nr. 207.
Sýnd kl. 5.30, 8.15 og 11. Vit nr. 224.
Kvikmyndir.is
Vinsælasta Stúlkan
Brjáluð
Gamanmynd
Þið munuð aldrei trúa því hversu nálægt heimsendi
við vorum
i l i í l i i
i
Kevin Costner (Dances with Wolves) í sannsögulegri spennumynd um Kúbudeiluna 1962 og hversu
nálægt glötun heimurinn komst.
Kvikmyndir.com
Snorrabraut 37, sími 551 1384
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 173.
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B. i. 16. Vit nr. 201.
www.sambioin.is
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 173.
Sumir menn
fæðast hetjur
JUDE LAW JOSEPH FIENNES
RACKEL WEISZ BOB HOSKINS OG ED HARRIS
SÝND Í FRÁBÆRUM HLJÓMGÆÐUM
FRÁ HJÓMSÝN, ÁRMÚLA 38
KVIKMYNDIR.is
HAUSVERKUR.is
KVIKMYNDIR.com
I I .i
.i
I I .
What Women
Want
Sýnd kl. 5.30 og 10.30.
Sagan er skrifuð af þeim sem brjóta reglurnar.
Sannsögulegt meistaraverk um óbilandi baráttu-
vilja. Robert De Niro og Cuba Gooding Jr. hafa
aldrei verið betri.
2 fyrir 1
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
Sprenghlægileg
ævintýramynd
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Íslenskur texti.
ÓSKARSVERÐLAUN
AFTUR Í STÓRAN SAL
4
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Kvikmyndir.is
Ó.F.E.Sýn. . .
Kvikmyndir.com i i
Empirei
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8 og 10.15.
GUÐ ER hér, þar og alls staðar,
a.m.k. ef litið er til þess hve margir
hafa fundið hann í örvæntingarfullri
leit sinni að sálarró. Einhvers staðar
heyrði ég því fleygt að Guð fyndist
alls staðar þar sem ímyndunaraflið
væri. Líklegast orð að sönnu. Jú,
guðleysingjar gætu notað þessa
„speki“ til þess að gefa grunsemd-
um sínum byr undir báða vængi um
leið og strangtrúaðir brosa út í ann-
að með þá „visku“ að vopni að
ímyndunaraflið sé einungis eitt af
mörgum sköpunarverkum hins al-
máttuga.
Leit prestsins Jesse Custer að
Guði tók enda síðasta haust þegar
margverðlaunaðri blaðaseríu um
ævintýri hans, Preacher, lauk á
tölublaði númer 66. Nú er komin út
síðasta bókin af þeim níu sem safna
saman ævintýrum hans í kiljur.
Custer er trúaður maður, a.m.k. í
þeim skilningi að hann er fullviss
um tilvist Guðs. Það er aftur á móti
ekki hægt að segja að hann sé mjög
sáttur við „hina órannsakanlegu“
vinnuhætti hans. Hann leitar því að
Guði í bókstaflegri merkingu til þess
að geta sagt honum til syndanna en
um leið í von um að fá einhverja
skýringu á því hvers vegna mann-
skepnan sé með vilja sköpuð, eins
meingölluð og hún nú er. Nokkuð
sem Custer þykir afar kvikindislegt
af Guði sem veit, kann og skilur allt.
Og Guð hefur ástæðu til þess að
óttast Custer. Svo er nefnilega mál
með vexti að í fyrsta tölublaðinu
tengdist sálu hans mesta slys í sögu
himnaríkis, slysabarn engils og
púka er gæti vel raskað jafnvæginu
í hinni eilífu bar-
áttu milli himins
og heljar. Þessi
vera sem býr
innra með honum
færir honum
kraft er hann
kallar „orðið“ en
með honum getur
hann fengið hvaða
vitund sem er til þess að hlýða skip-
un sinni.
Daginn sem hið vandræðalega af-
kvæmi ástar og haturs leit dagsins
ljós yfirgaf Guð hásæti sitt í himna-
ríki og steig niður til jarðar. Það
skýrir líklegast hvernig söguhetja
okkar getur látið sér detta í hug að
finna Guð holdi klæddan sprangandi
um Ameríku.
Það sem gerir Preacher að merki-
legri blaðaseríu er hvernig höfund-
urinn Garth Ennis nær að tvinna
saman hina alvarlegu og ósvarandi
ráðgátu um tilgang hins frjálsa vilja
manna við ævintýra- og spennuheim
skotbardaga, fimmaurabrandara og
tilheyrandi sóðaskap. Ætli hann sé
að reyna segja okkur eitthvað um
mannseðlið sjálft?
Hér vantar ekki ímyndunaraflið
og því ættu flestir að geta sætt sig
við að Guð komi einhvers staðar að
verki en ég leyfi mér að efast um að
þessum ritum verði nokkurntímann
dreift á meðal barna í sunnudaga-
skólanum.
Preacher: Alamo eftir Garth
Ennis. Teiknuð af Steve Dillon.
Níunda og síðasta bókin í bókaröð-
inni um prestinn Jesse Custer.
Útgefin af Vertigo/DC Comic2001.
Fæst í bókabúðum og mynda-
söguverslun Nexus.
MYNDASAGA
VIKUNNAR
Guði sé lof fyrir
frjálsan vilja?
Birgir Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
Aðalsögupersónur Preacher, Jesse Custer, Tulip
og vampíran Cassidy.
ÞAÐ ER óhætt að fullyrða að það
hafi farið lítið fyrir íslensku hip-
hoppi og rappi á síðustu árum.
Engu að síður rennur menningin vel
áfram um þessar mundir í stríðum
og ferskum neðanjarðarstraumum
og í kvöld geta rappþyrstir svo
sannarlega svalað þorsta sínum á
Stefnumótakvöldi Undirtóna sem
haldið er á Gauki á Stöng.
„Það er fjöldi af litlum böndum í
bílskúrunum,“ segir Eyjólfur Ey-
vindarsson, eða Sesar A eins og
hann kallar sig, einn þeirra sem
koma fram á Gauknum í kvöld.
„Þetta eru kannski krakkar sem eru
allir undir tvítugt. Það er að ryðja
sér til rúms að semja á íslensku
frekar en ensku, þótt það sé hvort
tveggja í gangi.“
Eyjólfur bendir á velgengni rapp-
hljómsveita í Músíktilraunum í
þessu sambandi síðustu árin en Tríó
Óla Skans lenti í öðru sæti ’97 og
svo sigruðu Rottweilerhundarnir,
sem Erpur bróðir hans er meðlimur
í, þremur árum síðar.
Eyjólfur segist mest hafa unnið
með bróður sínum í gegnum árin en
að hann sé nú að vinna efni einn og
óstuddur, bæði tónlist og rímur. Það
hefur vakið athygli að Eyjólfur
rappar á íslensku.
„Ég hugsa á íslensku, tjái mig því
betur og finnst það þægilegra. Ís-
lenskan er mitt mál og mér finnst
það þannig séð eðlilegt að rappa á
henni. Það er ekkert nauðsynlegt,
fer bara eftir því hvað hentar hverj-
um og einum.“
Eyjólfur er að þreifa fyrir sér
með plötuútgáfu en efnið sem hann
ætlar að flytja í kvöld ásamt Dj
Galdri er samið fyrir væntanlega
frumraun hans.
„Ég var að koma upp aðstöðu
heima hjá mér til þess að taka upp
þannig að nú hef ég í rauninni bara
fyrst tækifæri til þess að koma
þessu í einhvern farveg,“ segir Eyj-
ólfur „Sesar A“ að lokum.
Einnig koma fram í kvöld rapp-
ararnir Vivid Brain (sem sigraði
Rímnaflæði í ár), Bangsi og plötu-
snúðarnir Dj Paranoia, Dj B-Ruff og
Dj Snabel A. Húsið opnar kl. 21, það
kostar 500 kr. inn og aldurs-
takmarkið er 18 ár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eyjólfur Eyvindarsson, betur
þekktur sem Sesar A.
Rappið rís