Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýr sýningarstjóri Þjóðminjasafns Ný sýning: Skáldað í tré OPNUÐ verður sýn-ing hjá Þjóðminja-safninu í húsa- kynnum Landsvirkjunar í Ljósafossstöð við Sog í Grímsnesi á morgun. Nýr sýningarstjóri hefur verið ráðinn við Þjóðminjasafnið og er þetta að auki ný staða. Sýningarstjórinn nýi heitir Guðrún Guð- mundsdóttir, hún var spurð hvað starfið fæli í sér? „Að vera tengiliður milli ólíkra aðila og skipuleggja og halda utan um alla þá ólíku þætti sem koma að nýjum grunnsýningum sem opnaðar verða þegar Þjóðminjasafn Íslands flytur aftur í endurbyggt húsnæði sitt við Suður- götu. Einnig kem ég að öðrum markaðs- og ímyndarmálum safnsins.“ – Hvað áttu við þegar þú talar um grunnsýningar? „Grunnsýningar eru fastar sýn- ingar í safninu sem gera grein fyr- ir menningarsögu þjóðarinnar frá landnámi til dagsins í dag og verða þar sýndir allir merkustu gripir safnsins. Með sýningunum vill safnið leggja sitt af mörkum til gera grein fyrir merkri sögu okk- ar Íslendinga, styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar og í rauninni að efla stolt okkar yfir sögulegum minj- um okkar. Unnið er að undirbún- ingi fræðsluefnis fyrir skóla og al- menning á væntanlegum grunn- sýningum.“ – Verða grunnsýningar þá í svipuðum anda og var fyrir breyt- ingarnar á safninu? „Efnt var til samkeppni um hönnun nýrra grunnsýninga sem opnaðar verða í desember 2002 og varð sænska fyrirtækið Co-De- sign hlutskarpast. Við bindum miklar vonir við að gestsauga þeirra leiði til frjórra sýninga. Það er nú einu sinni þannig að sínum augum lítur hver kynslóð á fortíð- ina. Sýn okkar á hana mótast að vissu marki af aðstæðum í sam- tímanum hverju sinni. Fortíðin er því í raun alltaf í endurskoðun og Þjóðminjasafnið þarf að vera leið- andi í þeim efnum. Við stefnum að því að koma safninu í virkt sam- band við samtímann.“ – Hvað getur þú sagt mér um sýninguna sem opnuð verður á morgun í Ljósafossstöð í Gríms- nesi? „Á sýningunni eru útskornir gripir úr eigu Þjóðminjasafnsins – enda ber sýningin nafnið: Skáldað í tré. Elstu dýrgripirnir eru frá tólftu öld og þeir yngstu frá nítjándu öld. Þetta er samstarfs- verkefni Þjóðminjasafns Íslands, Byggðasafns Árnesinga og Landsvirkjunar, sem er bakhjarl Þjóðminjasafnsins næstu þrjú ár- in.“ – Hefur þú víða farið til að kynna þér sýningahald af þessu tagi? „Ég er nýlega komin úr ferð um Norðurlönd þar sem ég sá m.a. sýningu í Hels- inki, en Þjóðminjasafn- ið þar var að opna nýj- ar grunnsýningar á sl. ári eftir gagngerar endurbætur á húsnæði þess.“ – Eru grunnsýningarnar í Hels- inki líkar þeim sem verða hér? „Okkar sýningaraðstaða er önnur en safnsins í Helsinki og sýningarhugmynd okkar er byggð upp á annan hátt. Ég vænti þess að okkar sýningar veki upp marg- ar spurningar og forvitni. Hvað snertir hönnun sýning- anna er gert ráð fyrir að fólk geti farið margar leiðir í skoðun sinni á þeim. Markmið okkar með hinum nýju grunnsýningum er að færa safnið nær fólkinu, svo sem með ferskum efnistökum og framsetn- ingu og ekki síður í gegnum kynn- ingarefni og útgáfumál.“ – Verða skipulagðar umræður í kringum opnun hinna nýju grunn- sýninga? „Já, fyrirhugað er málþing um svona sýningahald í sumar. Þar vonumst við eftir að finna frjóar hugmyndir og nýja sýn á þetta efni. Markmiðið er líka að fá breiðari hóp til þess að taka þátt í undirbúningi og umræðum um grunnsýningarnar, það ætlum viða gera með því að senda út spurningar til almennings og fræðifélaga um upplifun þeirra á 20. öldinni og fá fólk þannig til að taka þátt í þessu með okkur. Þess má geta að við höfum og hug á að efna til samkeppni um hönnun minjagripa fyrir Þjóð- minjasafn Íslands.“ – Hvert er að þínu mati helsta hlutverk Þjóðminjasafns Íslands? „Þjóðminjasafnið er vísinda- rannsókna- og þjónustustofnun, ekki aðeins fyrir höfuðborgar- svæðið heldur ekki síður fyrir allt landið. Grunnsýningar eru því í rauninni verkefni sem hefur mik- ilvægi á landsvísu.“ – Er Þjóðminjasafnið ekki varðveisluaðili fjölmargra minja um allt land? „Jú, t.d. eru hús í húsasafni Þjóðminja- safns víða um land og við erum í samvinnu við byggða- og minjasöfn á landsvísu. Við erum að reyna að gera safnið sýnilegra al- menningi en áður og hina fjöl- þættu starfsemi þessi.“ – Hvernig leggst hið nýja starf í þig? „Vel, ég lít á þetta sem spenn- andi verkefni og áskorun að vinna að nútímalegri ímynd Þjóðminja- safns í hugum almennings og gefa því, ásamt samstarfsfólki mínu, nútímalegri og sýnilegri blæ.“ Guðrún Guðmundsdóttir  Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 12. maí 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Sam- vinnuskólanum og tók svo BFA- próf frá háskólanum í Iowa City og Post-Graduade Diploma frá Curtinháskólanum í Perth í Ástr- alíu. Hún lauk MFA-námi frá The Schoole of de Art Institute of Chicago. Hún hefur starfað við kennslu og sem framleiðslustjóri hjá Góðu fólki, hún var fram- kvæmdastjóri JPV-forlagsins en er nú sýningarstjóri Þjóðminja- safns Íslands. Guðrún er gift Rúnari Helga Vignissyni rithöf- undi og eiga þau tvo drengi. Fortíðin er í raun alltaf í endurskoðun Vertu ekkert að æsa þig upp við að leita að þessum tittum, Jóhann minn, á meðan ég pressa út 1 stk. álver í kjördæmið mitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.