Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 51 - frá einni fullkomnustu parketverksmiðju í Evrópu! Verðdæmi: Eik Unique 14mm 3ja stafa Tilboð kr. 2.650,- m2 Beyki Classic 14 mm 3ja stafa Tilboð kr. 2.707,- m2 Jatoba Elegance 14mm 3ja stafa Tilboð kr. 4.110,- m2 Fjallahlynur 14mm 3ja stafa Tilboð kr. 2.852,- m2 BALTIC WOOD parket Verðdæmi: Merbau, Hlynur, Beyki, Eik 7mm Tilboð kr. 1.190,- m2 Kirsuber, Mahony, Eik og Beyki 8mm Tilboð kr. 1.380,- m2 BERRY FLOOR plastparket SJÓMENNIRNIR Geir Sigurjóns- son, Gunnbjörn Jónsson, Ólafur Halldórsson og Baldur Jóhannsson voru heiðraðir í tilefni sjómanna- dagsins í Hafnarfirði. Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og for- maður hafnarstjórnar, Kristín Gunn- björnsdóttir, fulltrúi SVDK Hraun- prýði, og Guðbjartur Gunnarsson, sjómaður, fluttu ávörp. Valgerður sagði m.a. að störf sjó- manna, sjósókn og siglingar hefðu verið grundvöllur byggðar í Hafnar- firði allt frá miðri 15. öld. Fyrirtæki hefðu byggst upp til þjónustu við sjávarútveginn og hægt væri að rekja þá uppbyggingu langt aftur. Á síðustu tæpum tveim áratugum hefðu Hafnfirðingar sem og aðrir landsmenn staðið frammi fyrir mikl- um breytingum í sjávarútvegi, út- gerð og landvinnslu. Horft hefði ver- ið á eftir bátum og togurum sigla burt frá Hafnarfirði til annarra landshluta, ef ekki enn lengra til framtíðarstarfa. Þrátt fyrir þær breytingar og stundum erfiðleika, sem slíkar burtsiglingar hefðu valdið Hafnfirðingum, hefðu þeir ætíð horft fram á veginn og leitað nýrra leiða. Í því sambandi nefndi hún að Hafnar- fjarðarhöfn væri í mikilli uppbygg- ingu og hafnsækin starfsemi væri í örri þróun. Í Hafnarfirði væri öflug- ur fiskmarkaður starfandi, aðstaða til smábátaútgerðar væri hin besta og nýlega hefði verið keyptur til hafnarinnar einn öflugasti dráttar- bátur landsins. „Ágætu sjómenn, hetjur hafsins. Ykkar vinna, þarfir og geta, hefur verið og er leiðarljós í gegnum aldir í uppbyggingu bæjar eins og Hafnarfjarðar,“ sagði hún. „Þeim verður seint fullþakkað þeim öflugu baráttumönnum og félögum innan sjómannastéttarinnar sem staðið hafa vörð um og unnið að auknu öryggi og réttindum fyrir sjó- menn og fjölskyldur þeirra.“ Hún sagði ennfremur að þrátt fyr- ir breytingar liðinna áratuga væri það sjósóknin sem væri grundvöllur efnahagslegs sjálfstæðis Íslendinga. Kristín gerði öryggismál sjó- manna að umtalsefni. Hún minnti á hlutverk Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, rifjaði upp merk tímamót í sögu félagsins og áréttaði mikilvægi Slysavarnaskóla sjómanna, sem var stofnaður 1985. Í máli hennar kom fram að um 16.500 manns hefðu sótt námskeið skólans og þar af um 960 í fyrra. „En starf skólans er rétt að hefjast, því endurmenntun er nauð- synleg og sjómenn eru búnir að átta sig á að aldrei má víkja af þeirri braut að fækka slysum á sjó. Eitt banaslys hefur orðið frá síðasta sjómannadegi. Það er einu slysi of mikið.“ Fjórir sjómenn heiðraðir Ljósmynd/Högni Sigurðsson Frá heiðrun sjómanna í Hafnarfirði. Frá vinstri: Gunnbjörn Jónsson og Guðrún María Sigfúsdóttir, eiginkona hans, Geir Sigurjónsson og Berg- sveina Gísladóttir, kona hans, og Ólafur Halldórsson og Margíea Reim- arsdóttir, kona hans. Baldur Jóhannsson var ekki viðstaddur. SJÓMANNADAGURINN fór fram með hefðbundnu sniði undir Jökli. Hátíðar- höldin voru við höfnina á Rifi á laugardag, þar sem kappróður, koddaslagur og ýmsar uppákomur voru fram eftir degi. Sunnudag- urinn hófst með fjölmennri sjómannamessu á Ingjalds- hóli, en sjómenn lásu ritn- ingarorð. Eftir hádegið á sunnudag var safnast saman í Sjó- mannagarðinum á Hellis- sandi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, flutti hátíðar- ræðu og verðlaun vegna keppni á laugardaginn voru afhent. Tveir aldraðir sjó- menn, Eggert Ingimundar- son og Gunnar Guðlaugs- son, voru sæmdir heiðursmerki sjómanna- dagsins. Unglingabjörgun- arsveitin Drekinn sá svo um leiki fyrir yngri kyn- slóðina. Að lokum var safnast saman við aflraunasteina sem félagar úr Lions- klúbbi Nesþinga höfðu fært Sjómannagarðinum. Slíkir steinar voru rétt hjá Keflavíkurvör á Drymbum á Hellissandi fram yfir miðja síðustu öld en þeir hurfu í hafið í einu stór- briminu. Þyngd steinanna er sú sama og er á Steina- tökunum á Djúpalónssandi og bera þeir sömu nöfn. Fullsterkur 154 kg, hálf- sterkur 100 kg, hálfdrætt- ingur 54 kg og amlóði 23 kg. Fyrstur til að koma fullsterkum á stall var Ey- þór Sigmarsson. Aflraunasteinar í Sjómanna- garðinum á Hellissandi Hellissandi. Morgunblaðið. Tveir aldraðir sjómenn, Eggert Ingimundarson og Gunnar Guðlaugsson, voru sæmdir heiðursmerki. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir EINSTÖK veðurblíða lék um Óls- ara um sjómannadagshelgina í ár og tóku margir þátt í skemmti- og há- tíðardagskránni. Hátíðin hófst á laugardaginn við bryggjuna, þar sem áhafnir báta kepptu í kassaralli, trukkadrætti og kappróðri við mikinn fögnuð við- staddra. Sigursælasta liðið að þessu sinni var áhöfnin á Gunnari Bjarna- syni SH. Þá háðu einnig keppni í sömu greinum sjómannskonur og sjómannsdætur. Ungviðið keppti síðan í brettahlaupi við bryggjuna. Á hafnarbakkanum hafði einnig ver- ið komið fyrir fiskabúrum, þar sem gat að líta hinar ýmsu fiskitegundir sem nytjaðar eru. Dagskráin á laug- ardag endaði síðan með knatt- spyrnuleik á Ólafsvíkurvelli, þar sem heimamenn spiluðu við Fjölni úr Grafarvogi. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Að morgni sjómannadags var boðið upp á skemmtisiglingu og var hún vel sótt af fólki á öllum aldri. Siglt var út á víkina, m.a. með við- komu að Vallnabergi út af bænum Brimilsvöllum í Fróðárhreppi. Farið var á tveimur glæsilegum skipum flotans, Steinunni SH og Aðalvík SH, sem er nýjasti báturinn sem gerður er út frá Ólafsvík. Hátíðardagskrá hófst í sjómanna- garðinum kl. 13:30. Hátíðarræðu flutti Ásgeir Jóhannesson fv. for- stjóri, en hann var um tíma skrif- stofustjóri hjá kaupfélaginu Dags- brún í Ólafsvík. Heiðursmerki sjómannadagsins í ár hlutu Kristján Helgason, hafnarvörður við Ólafs- víkurhöfn, og Leifur Halldórsson, fv. skipstjóri en núverandi fram- kvæmdastjóri fiskverkunarinnar Klumbu í Ólafsvík. Þá var Torfi Sig- urðsson, trillusjómaður á Ýr SH, heiðraður fyrir björgunarstörf en hann bjargaði manni þegar kviknaði í trillu út af Rifi í ágúst sl. Tvær unglingahljómsveitir úr bænum stigu á svið í sjómannagarðinum og töframaður sýndi listir sínar. Að lokinni dagskrá í sjómannagarðin- um var farið í skrúðgöngu til messu í Ólafsvíkurkirkju. Prédikun flutti Lilja Stefánsdóttir, skipstjórar lásu ritningarlestra, Erla Höskuldsdóttir söng stólvers og prestur var sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Slysa- varnadeildin Sumargjöf stóð svo fyrir árlegri kaffisölu í safnaðar- heimilinu að messu lokinni. Að kvöldi sjómannadags hélt dag- skráin áfram í félagsheimilinu Klifi og boðið upp á hátíðarkvöldverð og var Flosi Ólafsson veislustjóri. Að kvöldverði loknum var stiginn dans undir tónum hljómsveitarinnar Upplyftingar. Hefð er fyrir því að sjómannskonur séu heiðraðar í Ólafsvík í þessu kvöldhófi og í ár voru það systurnar Jenný og Metta Guðmundsdætur sem heiðraðar voru. Kassarall, kapp- róður og messa Ólafsvík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Una Jónsdóttir Heiðursmerki sjómannadagsins í ár hlutu Kristján Helgason, hafnar- vörður við Ólafsvíkurhöfn, og Leifur Halldórsson, fv. skipstjóri en nú- verandi framkvæmdastjóri fiskverkunarinnar Klumbu í Ólafsvík. DAGSKRÁ Sjómannadags- ins á Húsavík fór vel fram, veður var með ágætasta móti og hátíðarhöldin vel sótt. Að venju voru húsvískir sjómenn heiðraðir fyrir störf sín og fór athöfnin fram í Félagsheimili Húsavíkur þar sem kaffisala Slysavarnar- deildar kvenna fór fram. Að þessu sinni voru Þórður Ás- geirsson og Magnús Andrés- son heiðraðir. Þórður fæddist á Húsavík 4. júní 1930 og Magnús er fæddur á Drangs- nesi 13. september 1931. Doddi og Maggi, eins og þeir eru jafnan kallaðir, byrj- uðu til sjós á sínum unglingsárum. Þeir hafa stundað sjómennsku jafnt á smærri bátum sem stærri skipum og hafa unnið með öll algengustu veið- arfæri. Þeir fóru báðir á vertíðir suð- ur með sjó eins og algengt var, voru á trillubát með sama nafni. Þessi útgerð þeirra var far- sæl og þeir kappsamir og fiskimenn góðir. Árið 1971 létu þeir byggja fyrir sig 12 brl. bát á Seyðisfirði sem þeir gerðu út til ársins 1978, er þeir keyptu 20 brl. bát sem þeir nefndu Ásgeir eins og þá fyrri. Sameiginlegri útgerð þeirra lauk svo 1984 er þeir seldu Ásgeir. Höfðu þeir þá verið saman til sjós og í útgerð í 26 ár. Þeir félag- ar keyptu hvor sinn trillu- bátinn og stunduðu sjóinn áfram. Maggi hætti sinni út- gerð 1998 og seldi bátinn. Doddi er enn að og gerir út Ásgeir ÞH sem er 8 brl. plastbátur. Ásgeir sonur hans hefur að mestu tekið við bátnum en Doddi er í landi við beitn- ingu og annað sem til fellur við útgerð í dag. Þórður Ásgeirsson og Magnús Andrésson. Húsavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Hafþór Félagarnir Þórður og Magnús heiðraðir síldveiðum fyrir Norðurlandi og í út- hafinu. Þeir félagar byrjuðu saman til sjós 1959 og hófu síðan sameiginlega útgerð 1961 er þeir létu byggja fyrir sig 5 tonna trillu sem þeir nefndu Ás- geir, en Doddi hafði áður gert út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.