Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ arlegt yfirvaraskegg. Hann var og duglegur að skekja sig fram og aft- ur í takt við lögin eins og hann á vanda til. Ekki heyrðist eitt auka- tekið orð frá sviðinu allan tímann. Það hefði nú verið gaman að fá að heyra einn brandara: „Ég hitti einu sinni gamlan vin minn, Steingrím...“ „Smellir“ eins og „Animalia“, „Sanity“ og „Musculus“ fengu eðli- lega sterkustu viðbrögðin. Fjörið datt aðeins niður þegar röð hægari laga var spiluð, m.a. „Manifesto“ og „Dimitri“ og hið mjög svo flotta „Lonesome Duke,“ sem fáir virtust kannast við. Allt fór svo á fullt þeg- ar „Svín“ var spilað og þá var ekki um annað að ræða en að taka fína sviðsdýfu....ahhh, minningar, minn- ingar. Hin eðla list, „slammið“ var annars í heiðri höfð og sviðsdýfur reglulegar, hvar fólk leið um salinn, borið uppi af öðrum áhorfendum. Sumir gripu þá tækifærið og sveifl- uðu sér í loftfestingum Gauksins sem svignuðu undan álaginu. Tónleikarnir náðu svo loks aftur ákveðnu hástigi í síðasta upp- klappslaginu, hinu frábæra „Partí- bær“. Þá var tíma- vélin alveg að gera sig; það var eins og það væri ’92 aftur! Og allt auð- vitað vitlaust. Rokk og ról! Svitamökkurinn var eðlilega mikill er Ham yfirgáfu sviðið í síðasta sinn og hinir hörð- ustu reikuðu um, berir að ofan með ánægjuglott á vörum, sýnilega sáttir. Sumir þeirra skimandi eftir týndum skóm og farsímum. Ég saknaði laga eins og „Auður Sif“, „Youth“ og „Austur.“ Og verst með hljóminn. Hann var ömurlegur. Segir mér svo hugur, að þeir sem voru ekki fremst uppi við sviðið, hafi numið lítið af rokksködduninni, sem þar fór fram. Það verður alltént rokkað feitt á Rammstein í kvöld enda menn þá komnir í alvöru æfingu, með tvenna tónleika á tveimur dögum að baki. Og ég ætla rétt að vona að hljóm- urinn verði í lagi þá! Umfram allt var gaman á þessum tónleikum, a.m.k. í og við kösina. Lagasmíðarnar að sjálfsögðu allar skotheldar, sígilt efni sem staðist hefur tímans tönn. Ham á í fartesk- inu fullt af frábærum lögum og staða hennar í íslenskri rokksögu er tryggð; fáar sveitir hafa náð jafn- mikilli hópdýrkun og rokknálgunin þar á bæ er einstök. Maður minnist orða S. Björns Blöndals: „Á fjórtándu öld var rokkið ekki til, en í dag er rokkið staðreynd.“ ÞAÐ voru rétt um sjö ár liðin síðan Ham hélt sína fyrstu kveðjutónleika á Tunglinu, þegar þessir „fyrstu seinni kveðjutónleikar“ fóru fram. Þá seldust að sögn 120 miðar í for- sölu. Á þessa tónleika, svo og á þá sem voru í gær, seldust upp á ör- skotsstund um 1200 miðar. Ég man ekki eftir öðrum eins lát- um og þeim sem hafa verið í kring- um þessa Ham/Rammstein tón- leika. Að komast að því hversu miklir rokkarar Íslendingar eru nú hefur verið reynsla, blönduð ánægju en um leið furðu. Enda var hálfgerð landsleiksstemning fyrir þessa tónleika, hópar af glorsoltn- um rándýrum farnir að hita upp í heima- sem öldurhúsum, yfir bjór- um og bárujárnsrokki. Og öðru hvoru brast herópið á: „Ham! Ham! Ham! Ham!“ Troðfullur Gaukurinn minnti svo meira á einhverja þunga- rokksknæpu í Hollandi, loftið fullt af gleði og hættu og allir uppgír- aðir. Margir komnir til að sjá Ham í fyrsta skipti, búnir að hlusta á sög- ur af þessari goðsagnakenndu sveit í öll þessi ár, þar sem meðlimir voru dýrkaðir sem hálfguðir og því löngu búnir að taka sér stöðu upp við svið- ið, tilbúnir í „slammið“. Flestir gömlu hundarnir mættir líka, gengnir í barndóm með sælubros á vör. Já, loksins skil ég þessa kalla sem fara að sjá Hljóma á Broadway með stjörnur í augunum. Endurkoma hljómsveita hefur alltaf verið frem- ur vafasamt fyrirbæri samkvæmt mínum kokkabókum, en þetta kvöld hugsaði maður einfaldlega: „Æ, fari það kolað“. Pælingar skildar eftir heima og fortíðarþráin tekin með í staðinn. Hvaða ansk… máli skiptir þetta líka, ef framundan er heil- næmt og ánægjulegt stuðkvöld? Það er merkilegt frá því að segja, að hápunktur tónleikanna varð áður en tónleikarnir sjálfir byrjuðu. Spennan, biðin, eftirvæntingin 10 mínútum áður en sveitin steig á svið var einfaldlega rosaleg, fólk stapp- andi og öskrandi, spennt og óþol- inmótt. Loksins, loksins var þetta að verða að veruleika. Þegar fyrstu tónar „Trúboða- sleikjarans“ liðu út í salinn keyrði auðvitað allt um koll og þeir heit- ustu tóku að hrista hausinn fram og aftur, syngjandi með: „Já, trúboð tungu mína trylla!“ En það voru að- eins nokkrar mínútur liðnar af lag- inu þegar botninn datt úr hljóðkerf- inu. Hljómurinn varð kraftlaus, alger ömmuhljómur. Og svoleiðis var það restina af tónleikunum. Hræðilegt. Rokktónleikar eiga að skera í eyrun! Broslegt líka þegar heyrðist kallað hástöfum eftir lagið: „Hærra! Hærra!“ En þá var ekki um annað að ræða en að troða sér fremst til að ná að njóta betur. Og þar var sko gaman að lifa. Sviti og ósvikin gleðitár runnu í stríðum straumum og langt síðan maður hefur upplifað svona vel hið frumstæða í sér – eitthvað sem gott rokk, hreint bæði og tært, á auðvelt með að draga fram. Sveit- in sjálf var næsta ógreinileg; her- toginn, Sigurjón, var þarna ein- beittur með pókerfésið og prófessorinn, Óttarr Proppé, flottur að vanda með barðahatt og mynd- HAMfarir á Gauknum Arnar Eggert Thoroddsen „Ham! Ham! Ham! Ham!“ Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Óttarr Proppé, „Prófessorinn“ og Sigurjón Kjart- ansson, „Hertoginn“. FJÖLMIÐLAR um allan heim eru nú í óðaönn að leiðrétta þann misskilning að Britney Spears og kærastinn hennar, Justin Timberlake, hafi látist í bílslysi. Uppsprettu orðrómsins er að finna hjá útvarpsmönnum sem kalla sig Kramer og Twitch og útvarpa þætti í Texas í Banda- ríkjunum. Á þriðjudagskvöldið sögðu þeir áheyrendum sínum þá sögu að Britney og Justin væru bæði látin eftir harðan árekstur í Los Angeles. Þeir komu sér upp heimildamanni sem sagði Cedars Sinai-spítal- ann í L.A. hafa staðfest fregn- ina. Hin falsaða dánarfregn barst út eins og eldur í sinu og hafa spítalar, lögregla og fjölmiðlar í Los Angeles ekki haft undan að svara hringingum frá forvitnum aðdáendum. Talsmaður Spears, Lisa Kasteler, segir parið vera við hestaheilsu og allar fregnir af slysinu séu uppspuni frá rótum. Orðrómur Britney og Justin á lífi kveðinn niður TÓNLIST H a m l e i k a r Tónleikar Ham á Gauki á Stöng, miðvikudaginn 13. júní, 2001. GAUKUR Á STÖNG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.