Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 39
FRÉTTIR
HANNES Hlífar Stefánsson
virtist vera á góðri leið með að
tryggja sér sæti á heimsmeistara-
mótinu í skák þegar hann fékk
mjög vænlega stöðu í 12. umferð
gegn króatíska stórmeistaranum
Robert Zelcic. Hannes hafði svart
og var kominn með frípeð á e3
sem gerði hvítum afar erfitt fyrir
þrátt fyrir að vera manni yfir. Í
34. leik lék Hannes peðinu til e2,
sem leiddi beint til taps í fimm
leikjum, í stað þess að leika einum
millileik áður sem hefði tryggt
honum góða vinningsmöguleika.
Með þessu tapi er útséð um mögu-
leika Hannesar á sæti í heims-
meistaramótinu.
Jón Viktor gerði jafntefli við
rússneska stórmeistarann Maxim
Turov (2.553) í 12. umferð, Stefán
Kristjánsson gerði jafntefli við
svissneska alþjóðlega meistarann
Beat Zueger (2.448) og Bragi Þor-
finnsson tapaði fyrir makedóníska
stórmeistaranum Trjace Nedev
(2.514). Þrátt fyrir tap Braga er
árangur hans enn yfir þeim kröf-
um sem gerðar eru til áfanga að
alþjóðlegum meistaratitli. Staða
Íslendinganna fyrir síðustu um-
ferð er þess:
93.-118. Hannes H. Stefánsson
6v.
93.-118. Jón V. Gunnarsson 6 v.
149.-169. Bragi Þorfinnsson 5 v.
170.-185. Stefán Kristjánsson
4½ v.
Eftirfarandi skák var tefld í sjö-
undu umferð.
Hvítt: Ara Minasjan (Armeníu)
Svart: Jón Viktor Gunnarsson
Enski leikurinn
1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. Rf3 b6 4.
e3 Bb7 5. d4 cxd4 6. exd4 d6?!
Telja verður frekar varasamt að
gefa hvíti góð tök á c6-reitnum á
þennan hátt. Svartur leikur oftast
6. – e6 í stöðunni, eða jafnvel 6. –
d5 eða 6.– g6.
Í skákinni, Larsen-Panno, Bue-
nos Aires 1992, varð framhaldið
6...e6 7. a3 d5 8. cxd5 Rxd5 9.
Bb5+ Bc6 10. Bd3 Rxc3 11. bxc3
Rd7 12. 0–0 Be7 13. He1 0–0 14.
Bf4 He8 15. He3 g6 16. De2 Bb7
17. He1 (17. Hxe6?! fxe6 18.
Dxe6+ Kg7 19. Bb5 Rf6)
17...Bxa3!? 18. Rg5 Rf8 19. h4 Bd6
20. Bxd6 Dxd6 21. h5 Df4 22. He5
Hac8 (22...f6? 23. g3) 23. g3 Df6
24. Be4 Bxe4 25. Rxe4 De7 26.
hxg6 hxg6 27. d5 f6 28. Hxe6 Rxe6
29. d6 Df8 (29...Dd8 30. d7 He7 31.
dxc8D Dxc8 32. Rxf6+ Kg7 33.
Rd5 He8 34. De5+ Kf7 35. Df6+
Kg8 36. Dxg6+) 30. d7 Hcd8 31.
dxe8D og hvítur vann löngu síðar.
7. d5 g6 8. Bg5 –
Nýjung. Í skákinni, Holms-
gaard-Sjodell, Gausdal 1993, varð
framhaldið 8. g3 Bg7 9. Bg2 0–0
10. 0–0 Dc7 11. De2 a6 12. a4
Rbd7 13. Rd4 Hae8 14. Be3 Re5
15. b3 Reg4 16. Bd2 Kh8 17. h3
Rh6 18. Be3 Rhg8 19. Dd2 Rd7
20. Rc6 Rb8 21. a5 Rxc6 22. axb6
Dc8 23. dxc6 með betra tafli fyrir
hvít, sem vann skákina.
8...Bg7 9. Dd2 0–0 10. Bh6
Rbd7 11. Be2 He8 12. Bxg7 Kxg7
13. 0–0 Hc8 14. Rd4 a6 15. b3
Dc7 16. Hac1 Db8 17. f4 e6 18.
Bf3 e5 19. Rc6 Bxc6 20. dxc6 Rc5
21. b4 Re6 22. fxe5 dxe5 23. b5
axb5 24. cxb5 Rd4
Jón Viktor hefur fengið erfiða
stöðu út úr byrjuninni. Armeninn
á geysisterkt valdað frípeð á c6 og
eina von Jóns er að leika fram e-
og f-peðinu sínu og reyna á þann
hátt að skapa sér mótspil.
25. Df2 Dd6 26. Be4 He7 27.
a4?! –
Það er óvíst, að hvítur græði á
uppskiptunum 27. Dxf6+ Dxf6 28.
Hxf6 Kxf6 29. Rd5+ Ke6 30. Rxe7
Kxe7, jafnvel þótt hann eigi
valdaða frípeðið á c6 og biskup á
móti riddara. Hins vegar virðist
sjálfsagt að koma í veg fyrir
næsta leik svarts og leika 27. h3
o.s.frv.
27...Rg4 28. Dh4 f5 29. Rd5 Hf7
30. Rxb6 –
(Sjá stöðumynd I)
Hvítur vinnur peð, en svartur er
kominn með það mótspil, sem er
honum nauðsynlegt.
30...Re2+ 31. Kh1 Hcf8 32. Bd5
–
Eftir 32. Hce1 verður staðan
mjög tvísýn, eftir 32. – fxe4, t.d.
33. Hxf7+ Hxf7 34. Dxg4 Dd2! 35.
Dh4 Hf4 36. Rc4 Dc3 37. De7+
Kh6 38. Hd1 Dxc4 39. c7 o.s.frv.
32...Rxc1 33. Bxf7 Hxf7 34. h3?!
–
Eftir 34. Hxc1 Dd2 35. Hf1 Re3
36. Hg1 Rxg2 37. Dc4 (37 Hxg2
Dd1+ 38. Hg1 Df3+, jafnt) 37. –
Re1 38. Df1 Rd3 39. Rc4 er staðan
vandmetin, en óneitanlega eru
hvítu frípeðin á drottningarvæng
ógnandi.
34...e4! 35. hxg4 Re2
(Sjá stöðumynd II)
36. He1 Rg3+ 37. Kh2 f4!
Skyndilega er svartur kominn
með hótanir, sem getur reynst
erfitt að mæta, vegna þess að
hvíta drottningin er lokuð úti í
augnablikinu.
38. Rd7? –
Það er ekki að sjá annað, en að
hvítur eigi vinningsstöðu, eftir 38.
g5!
Málið er hreint ekki einfalt, en
ein leiðin er þannig: 38...e3 39.
Rc4 Db4 40. Dh6+ Kg8 41. Hd1
e2 42. Hd8+ Df8 43. Hxf8+ Hxf8
44. Dxf8+ Kxf8 45. c7 e1D 46.
c8D+ o.s.frv.
38...Dd2 39. Hg1 Df2 40. Dg5 –
Eða 40. Dh3 Re2 41. Hd1 f3 42.
c7 fxg2 43. Dxg2 Dh4+ 44. Dh3
Hf2+ 45. Kh1 Dxh3+ mát.
40...Re2 41. Hd1 f3
(Sjá stöðumynd III).
Nú verður fátt um varnir.
42. De5+ Kh6 43. g5+ Kh5 44.
Rf6+ Hxf6 45. gxf6+ Kh6
og hvítur gafst upp, því að hann
verður mát, eftir 46. Kh3 Dxg2+
47. Kh4 g5+ 48. Dxg5+ Dxg5+
49. Kh3 Dg3+.
Minningarskákmót um
Guðmund Arnlaugsson
Búist er við þátttöku sjö stór-
meistara á minningarmóti um
Guðmund Arnlaugsson, fyrsta
rektor Menntaskólans við Hamra-
hlíð, en mótið fer fram í hátíðarsal
skólans í dag, 15. júní, og hefst kl.
15. Keppendur verða 14-16 og
verður keppt með nýju hraðskáka-
fyrirkomulagi, 3 3, sem þýðir að
hver keppandi fær þrjár mínútur
til að ljúka skákinni en 3 sekúndur
bætast við eftir hvern leik. Þetta
ætti að girða fyrir þann möguleika
að menn séu barðir niður með
unnið tafl. Miðað við 40 leikja
skák stæði viðureignin að hámarki
í 10 mínútur. Fyrsta minningar-
mót um Guðmund Arnlaugsson
var haldið 1997 og þá sigraði
Helgi Ólafsson. 1998 varð Helgi
Ólafsson aftur efstur en jafn hon-
um varð Þröstur Þórhallsson.
Margeir Pétursson vann mótið
1999 og sigurvegari árið 2000 varð
Jóhann Hjartarson. Rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð,
Lárus H. Bjarnason, mun setja
mótið.
Guðmundur Arnlaugsson skipar
veglegan sess í íslenskri skáksögu.
Hann var um árabil í hópi okkar
sterkustu skákmeistara og varð
Íslandsmeistari 1949. Hann keppti
á 5 Ólympíuskákmótum fyrir Ís-
lands hönd og árið 1972 var hann
útnefndur alþjóðlegur skákdómari,
fyrstur Íslendinga. Hann var
skákdómari í hinu sögufræga
heimsmeistaraeinvígi þeirra
Fischers og Spasskys hér í
Reykjavík 1972 og einnig í heims-
meistaraeinvígi Karpovs og
Korchnois 1982. Líklega hefur
enginn Íslendingur skrifað jafn-
mikið um skák og Guðmundur.
Úr mótaáætlun
Skáksambandsins
16.6. Hellir. Mjóddarmótið
22.6. TG. Íslandsm. 60 ára og e.
23.6. TR. Helgarskákmót
SKÁK
O h r i d , M a k e d ó n í a
EVRÓPUMÓTIÐ Í SKÁK
1.–15.6. 2001
SKÁK
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Slysalegt tap Hannesar
Stöðumynd III.
Stöðumynd I.
Stöðumynd II.
Lífeyrissjóður starfs-
manna Kópavogsbæjar
Ársfundur 2001
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs-
bæjar boðar til ársfundar föstudaginn 29. júní
2001 kl. 16.00 í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð.
Dagskrá:
● Fundarsetning.
● Skýrsla stjórnar.
● Ársreikningar kynntir.
● Skýrsla um tryggingafræðilega athugun.
● Fjárfestingarstefna kynnt.
● Önnur mál.
Allir sjóðfélagar, þ.m.t eftirlaunaþegar, eiga
rétt til fundarsetu og eru þeir hvattir til að
mæta.
Kópavogi, 14. júní 2001.
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna
Kópavogsbæjar.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Íbúð eða hús óskast
Fjögurra manna áreiðanleg og reglusöm fjöl-
skylda óskar eftir íbúð eða húsi til leigu í 6—12
mánuði. Upplýsingar í síma 699 4954 (Þórunn),
00 47 72480664 (Anna).
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Kynning á tillögu
að matsáætlun Sultartangalínu 3
Landsvirkjun hyggst leggja nýja 420 kV há-
spennulínu, Sultartangalínu 3, frá tengivirki
við Sultartangastöð að aðveitustöð Landsvirkj-
unar á Brennimel á Hvalfjarðarströnd.
Af þessu tilefni stendur Landsvirkjun fyrir opnu
húsi þar sem framkvæmdin verður kynnt í Ara-
tungu, Reykholti í Biskupstungum, föstudaginn
15. júní frá kl. 16.00—22.00 og laugardaginn
16. júní frá kl. 10.00—18.00.
Við hvetjum alla, sem hafa áhuga á að kynna
sér þessi málefni, til að mæta.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Auglýsing um tillögu að
deiliskipulagi fyrir ferða-
mannaaðstöðu í Þakgili á
Höfðabrekkuafrétti,
Mýrdalshreppi
Hreppsnefnd Mýrdalshrepps auglýsir hér með
tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðamanna-
aðstöðu í Þakgili á Höfðabrekkuafrétti skv. 25.
gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan tekur til u.þ.b. 81 ha svæðis umhverfis
Miðfell.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Mýrdals-
hrepps að Mýrarbraut 13 frá og með mánu-
deginum 18. júní nk. til 16. júlí 2001.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er
hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillöguna. Frestur til þess að skila inn at-
hugasemdum er til mánudagsins 30. júlí 2001.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Mýrdals-
hrepps, Mýrarbraut 13. Hver sá sem eigi gerir
athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest
telst samþykkur henni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi áskorun frá fundi leik-
skólastjóra hjá Leikskólum Reykja-
víkur sem haldinn var í Gerðubergi
12. júní 2001. „Verkfall þroskaþjálfa
hefur nú staðið í nær 4 vikur og nei-
kvæðra áhrifa þess gætir í mörgum
leikskólum borgarinnar.
Leikskólar hafa skert þjónustu
bæði við fötluð og ófötluð börn og
börn með sérþarfir fá ekki þjónustu
við hæfi. Við leikskólastjórar hjá
Leikskólum Reykjavíkur sem leggj-
um metnað okkar í að öll börn fái
kennslu og þjónustu við hæfi skorum
því á samningsaðila að ganga nú þeg-
ar til samninga“.
Skora á aðila
að ganga til
samninga
ÖNNUR umferð í þolakstri á tor-
færumótorhjólum verður ekin laug-
ardaginn 16. júní og hefst kl. 14:00.
Keppnin verður fyrir neðan skíða-
svæðið á Kolviðarhóli í Henglinum
og er alls skráður í hana 81 kepp-
andi. Meðal keppenda er sænsk
kona, Anette Brindwall, og keppir
hún á KTM 200cc hjóli,
Keppt er í tveim flokkum, A, þar
sem ekið er stanslaust í tvo klukku-
tíma, og í B, þar sem ekið er í einn
klukkutíma. Keppni hefst með B-
keppni kl. 14:00 og um kl. 15:30 byrj-
ar A-keppnin og ætti keppni að vera
lokið um kl. 18. Keppendur í A-flokki
eru 54 og í B-flokki 27.
Þolakstur í
Henglinum
BOÐIÐ verður upp á gönguferð í
Viðey laugardaginn 16. júní og hefst
hún kl. 11:15.
Gengið verður að austurenda eyj-
arinnar, að þorpinu sem þar var á
sínum tíma og saga þess kynnt. Í lok
ferðar verður litið inn á Klaustur-
sýningu þar sem sýndir eru fornir
munir frá klausturtímum hér á Ís-
landi. Gangan tekur um það bil einn
og hálfan til tvo tíma og leiðsögu-
maður hennar er Auður Inga Ólafs-
dóttir. Klaustursýningin verður
einnig opin á sunnudeginum frá kl.
13:00 – 17:00. Viðeyjarstofa er opin
og með kaffisölu fyrir gesti og gang-
andi laugardag og sunnudag frá kl.
13:00 – 17:00.
Gönguferð
í Viðey
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦