Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 1
133. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 15. JÚNÍ 2001
Tugir og jafnvel hundruð þúsunda
Berba efndu til mikilla mótmæla í
Algeirsborg í gær. Saka þeir stjórn-
völd um kúgun og valdníðslu og
krefjast þess, að réttur þeirra eigin
tungu verði viðurkenndur. Alsírska
innanríkisráðuneytið sagði í gær, að
tveir blaðamenn hefðu látist í átök-
unum, orðið undir strætisvagni er
bílstjórinn reyndi að forða sér burt.
Þá munu um 400 manns hafa slasast.
AP
Berbar
í uppreisn-
arhug
BANDARÍKIN og Evrópusam-
bandið, ESB, hétu í gær að vinna
saman gegn mengun og gróðurhúsa-
áhrifum en George W. Bush Banda-
ríkjaforseti ítrekaði, að stjórn sín
ætlaði ekki að samþykkja Kyoto-
bókunina. Göran Persson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, sem er í forsæti í
ESB, sagði hins vegar, að öll 15 að-
ildarríki sambandsins myndu undir-
rita bókunina hvað sem liði afstöðu
Bandaríkjastjórnar.
Bush sagði að loknum fyrsta fundi
sínum með leiðtogum ESB-ríkjanna,
að Bandaríkjastjórn myndi grípa til
sinna eigin ráða í baráttunni við
mengun en Kyoto-bókunin væri aft-
ur á móti „alvarlega gölluð“. Sagði
hann, að framkvæmd hennar yrði
allt of dýr bandarísku efnahagslífi
auk þess sem ýmsir miklir mengun-
arvaldar, til dæmis Kína og Indland,
slyppu við að leggja sitt af mörkum.
Persson sagði á fundi með frétta-
mönnum, að afstaða Bush væri mikið
áfall fyrir baráttuna gegn mengun
og gróðurhúsaáhrifum en í sameig-
inlegri yfirlýsingu ESB og Banda-
ríkjanna sagði, að ákveðið hefði verið
að vinna saman að þessum málum.
Fjölskrúðug mótmæli
Nokkur þúsund manns, sumir
með fána af Maó formanni og Che
Guevara, efndu til mótmæla í Gauta-
borg í gær. Beindu sumir spjótunum
að Bush og stefnu hans en aðrir mót-
mæltu heimsvaldastefnu, alþjóða-
væðingu, aukinni fríverslun og Evr-
ópusambandinu. Kom til mikilla
átaka er nokkur hluti mótmælend-
anna tók að grýta lögregluna en hún
girti þá af við einn skóla borgarinn-
ar. Voru um 243 mótmælendur
handteknir.
Þrátt fyrir ágreininginn um
Kyoto-bókunina lagði Bush mikla
áherslu á órjúfanlega samstöðu og
samvinnu við Evrópuríkin og undir
það tóku margir leiðtoga ESB, með-
al annars Romano Prodi, forseti
framkvæmdastjórnar ESB, og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Mikil samstaða var meðal leiðtog-
anna um að vinna saman að friði á
Balkanskaga og þeir voru einnig
sammála um að efna til nýrra við-
ræðna um aukna fríverslun á vegum
Heimsviðskiptastofnunarinnar.
Rússar ekki óvinurinn
Bush kemur til Póllands í dag en á
morgun mun hann eiga fund með
Vladímír Pútín, forseta Rússlands, í
Slóveníu. Mun eldflaugavarnaáætl-
un Bandaríkjastjórnar verða ofar-
lega á baugi í viðræðum þeirra en
Bush sagði í gær, að hann myndi
leggja á það áherslu við Pútín, að
Bandaríkjamenn litu „ekki á Rússa
sem óvin sinn. Kalda stríðinu er lok-
ið“.
Leiðtogafundur ESB hefst form-
lega í dag og lýkur á morgun. Eitt
helsta umræðuefnið verður stækkun
sambandsins.
Bush ítrekaði andstöðu við Kyoto-bókunina á fundi með leiðtogum ESB
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti ásamt Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á leið til blaðamanna-
fundar. Á milli þeirra sér í Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Boða aukna samvinnu
þrátt fyrir ágreining
Gautaborg. AFP, AP, Reuters.
Stálinu stappað/26
SAPARMURAT Niyazov, for-
seti Túrkmenistans, leitar allra
leiða til að bæta bágan efnahag
landsins og hefur nú fundið
nýja tekjulind – útlendinga sem
vilja giftast túrkmenskum
borgurum.
Utanríkisráðuneyti Túrk-
menistans hefur sent sendiráð-
um í Ashgabat tilskipun frá for-
setanum um að útlendingar í
giftingarhugleiðingum greiði
tryggingastofnun landsins and-
virði fimm milljóna króna.
Ráðuneytið segir að litið sé á
greiðsluna sem tryggingu fyrir
því að ríkið hafi ekki kostnað af
framfærslu barna komi til
skilnaðar.
Túrkmenskir karlmenn hafa
greitt „brúðargjald“ í margar
aldir en það hefur þó aldrei ver-
ið skylda.
Að sögn embættismanna í
Ashgabat eru túrkmenskar
stúlkur vinsælar meðal Tyrkja,
Írana, Breta og Þjóðverja.
Skattur á
útlendinga
í makaleit
Ashgabat. Reuters.
STJÓRN Makedóníu óskaði form-
lega eftir því í gær, að Atlantshafs-
bandalagið aðstoðaði við að afvopna
albanska uppreisnarmenn féllust
þeir á að leggja niður vopn. Stjórnin
samþykkti einnig í fyrsta sinn að
ræða kröfu Albana um að stjórnar-
skránni yrði breytt til að tryggja
réttindi albanska minnihlutans í
landinu.
Boris Trajkovski, forseti Make-
dóníu, ræddi við George Robertson
lávarð, framkvæmdastjóra NATO,
og óskaði eftir því að bandalagið
sendi hermenn til landsins til að hafa
umsjón með afvopnun uppreisnar-
mannanna féllust þeir á friðaráætlun
sem stjórnin samþykkti fyrr í vik-
unni. Robertson sagði, að NATO
myndi taka beiðnina til athugunar en
lagði áherslu á að bandalagið hefði
ekki í hyggju að senda herlið til
Makedóníu fyrr en samkomulag
næðist við stjórnmálaflokka al-
banska minnihlutans um umbætur
til að tryggja réttindi hans.
Kröfum uppreisnar-
manna hafnað
Fyrr um daginn buðust uppreisn-
armennirnir til að leggja niður vopn
gegn því að þeim yrði öllum veitt
sakaruppgjöf og fulltrúar þeirra
fengju að taka þátt í samningavið-
ræðum við stjórnina um réttindi Al-
bana. Trajkovski forseti hafnaði
þessum kröfum og sagði að ekki
kæmi til greina að semja við upp-
reisnarmennina. Samingaviðræður
yrðu hins vegar hafnar strax við tvo
flokka albanska minnihlutans, sem
eiga aðild að samsteypustjórn Make-
dóníu, meðal annars um breytingar á
stjórnarskránni.
Í áætlun stjórnarinnar er aðeins
gert ráð fyrir því, að uppreisnar-
mönnum, sem eru makedónskir rík-
isborgarar, verði veitt sakaruppgjöf.
Friðaráætlun Makedóníustjórnar
NATO aðstoði
við afvopnun
Skopje. Reuters, AFP.
ÍSRAELSKAR og palestínskar
byssukúlur rufu í gær vopnahlé, sem
komið hafði verið á fyrir tilstuðlan
Bandaríkjamanna og féllu bæði Pal-
estínumenn og Ísraelar í átökunum.
Leiðtogar deiluaðila reyndu eftir
mætti að hafa hemil á óeirðunum.
Ísraelar sögðu að þeir hefðu byrj-
að á að fylgja samkomulaginu til
reynslu í tvo sólarhringa með því að
aflétta ferðabanni á heimastjórnar-
svæði Palestínumanna. Utanríkis-
ráðherrann, Binyamin Ben Eliezer,
sagði að vopnahléið, sem George Te-
net, yfirmaður bandarísku leyni-
þjónustunnar, fékk deiluaðila til að
sættast á, hefði í raun hafist á hádegi
á miðvikudaginn.
Nú hafa alls fallið 611 manns í
uppreisn Palestínumanna gegn her-
setu Ísrela en hún hefur staðið síðan
í september í fyrra. Langflestir
hinna föllnu eru Palestínumenn.
Ísraelski herinn hóf í gær að slaka
á strangri herkví sem heimastjórn-
arsvæði Palestínumanna á Gaza hef-
ur verið í og er þetta í samræmi við
skilmála vopnahlésins.
Efnahagsrefsiaðgerðir gegn Pal-
estínumönnum hafa gert að verkum
að þúsundir þeirra eru atvinnulaus-
ar. Þriðjungur íbúafjölda heima-
stjórnarsvæðanna, um ein milljón
manna, er undir fátæktarmörkum og
verður að framfleyta sér á sem svar-
ar til tæplega 200 króna á dag.
Mið-Austurlönd
Byssukúl-
ur rjúfa
vopnahléið
Jerúsalem. AFP.
♦ ♦ ♦